Vísir


Vísir - 04.01.1962, Qupperneq 11

Vísir - 04.01.1962, Qupperneq 11
Fimmtudagur 4. janúar 1962 V 1 S I R II ursta. Heyrið þér hvað ég segi? Susan var staðin upp og einblíndi á frú Harrison: — Ég trúi ekki að Steve hafi drepið hann, ég held að það sé annar maður. Einhver hlýtur að hafa laumast inn og myrt hann! Hvers vegna getið þér ekki sagt okkur hver það var? Ég þori að veðja um að þér og maðurinn yðar hafið haft gát á húsinu, eins og þið eruð vön. Gætuð þið ekki, aldrei þessu vant, orðið einhverjum til gagns með því? I staðinn fyrir að ganga hús úr húsi og bera kjaftasögur? Þið eruð blátt áfram lífshættuleg! Og mér dettur ekki í hug að trúa að Steve hafi gert þetta! — Jæja, hafi hann ekki gert það þá hljótið þér að hafa gert það, sagði frú Harri son illkvittnislega. — Það voru engir aðrir í húsinu! Frú Harrison hafði ætlað sér að særa hana, og það hafði vissulega tekist. Ef Steve hefir ekki drepið ofurstann, þá er það ég, sem hef gert það, hugsaði Susan með sér og hrollur fór um hana. Og ég veit þó alltaf, að ég gerði það ekki. .. — Ég seg ibara, að maður á ekki að kasta grjóti þegar maður býr í glerhúsi, sagði frú Harrison ofsareið. — Fyrr má nú vera, að tala svona við mig! Ég skil ekki hvernig þetta unga kvenfólk er orðið, nú á dögum! Að láta svona mann ... — Hættu nú, Doris, sagði Kate. — Ég ætla mér ekki að láta svívirða mig héma fyrir ekki neitt, svaraði frú Harrison. — Ég get að minnsta kosti alltaf lagt tvo og tvo saman! Frændi frá Ameríku — ein- staklega fallegt! Gerókunn- ugur maður símar og kemur síðan og gistir hjá ungri stúlku, sem er alein í húsinu! Það vita allir hvað þetta þýð- ir! Ef hún væri dóttir mín skyldi ég sjá um að hún hag- aði sér ekki eins og mell. .. — Doris! sagði Kate hvöss. — Nú er nóg komið. Þú lof- aðir að hjálpa mér ef þú feng ið að koma með mér inn. — Já, hef ég ekki verið að reyna að hjálpa þér? Og hvemig er þakklætið sem ég fæ? Þetta skal að minnsta kosti verða síðasta skiptið sem ég opna munninn til að 41 tala við fólk, sem heitir King! — Láttu ekki eins og flón, sagði Kate Wallace. — Þú skalt ekki taka mark á því sem hún segir, Susan. — Jú, hún skal taka mark á því sem ég segi, og það skulu allir heilvita menn gera líka, gall frú Harrison við ut- an úr dyrunum. — Hvað gat það verið annað sem þeim fór á milli, Susan King og þess- um Ameríkumanni ? Þau hafa vafalaust verið góðkunnug áður, jafnvel ég vil ekki ætla henni að hún hefði verið svona léttúðug annars! Það væri gaman að vita hvað ver- ið hefur á milli þeirra! Og ég hefði gaman af að vita hvort þeirra það var, sem drap Morgan ofursta! — Vertu róleg, Susan, sagði Kate Wallace biðjandi. — Þú veizt hvernig Doris Harrison er, hún verður aldr- ei öðruvísi. Undireins og hún jafnar sig kemur hún aftur og biður fyrirgefningar. Þú veizt það. Og svo hef ég beð- ið Forbes lækni um að líta inn. Hann gefur þér eitthvað róandi, svo að þú sofir vel í nótt. Og á morgun horfir þetta allt öðm vísi við. — Já, Kate, sagði Susan. — Þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri, Sue! — Nei, Kate. — Þú mátt ekki vera svona, Sue. Þú getur engu ráðið um þetta, til eða frá, og þér hlýtur að standa á sama um þennan Ameríku- mann? — Já, sagði Susan í hálf- gerðu móki. — Mig gildir einu um hann. Við skulum Ijúka við uppþvottinn, Kate. Ég verð að hafa eitthvað fyrir stafni — annars verð ég brjáluð! Collard fulltrúi varð fyrir vonbrigðum þegar hann sá hjónin, sem áttu heima rétt hjá Hotel Linden. Þetta var uppmálað eftirlaunafólk, sem hafði úr litlu að spila en vildi umfram allt láta á sér sjá, að þau hefðu verið fínt fólk á sinni tíð. Collard spurði þau spjörun- um úr. — Við erum alveg hárviss um þetta, sagði frú Fortes- cue. — Maður gleymir ekki fólki, sem maður hefur þekkt í fimm ár samfleytt. — Hafið þið rekist á hana síðan hún flutti úr Hotel Lin- den? spurði Collard. — Nokkrum sinnum, skömmu eftir að hún fór. — Vitið þið hvert hún flutti ? — Nei, og við kærðum okk- ur heldur ekkert um að vita það. — Hvers vegna ekki, frú? spurði Collard. — Við vorum ekki beinlín- is hrifin af að okkur var sagt upp húsnæðinu sem við höfð- um verið í fimm ár samfleytt. Það var ekki beinlínis nær- gætni. — En átti ungfrú Morgan nokkum þátt í því ? — Já, það er víst um það. — Mér finnst þú ættir ekki að segja þetta svona fortaks- laust, góða, tók Fortescue fram í. — Eruð þér ekki á sama máli og konan yðar, hr. For- tescue ? — Vitanlega er hann það. — Ekki að öllu leyti, full- trúi, sagði Fortescue og brosti út í annað munnvikið. — Það liggur þannig í þessu, að þegar f rú Morgan afréð að selja Hotel Linden, vildi hún vitanlega fá sem hæst verð fyrir það. Og nýi eigandinn — hr. Dawson — vildi ekki sætta sig við, að ein bezta í- búðin í gistihúsinu væri leigð rosknum hjónum, sem borg- uðu mjög lága leigu. Þess vegna urðum við að flytja. Konan mín álítur að ef frú og ungfrú Morgan hefðu gengist í málið, hefðum við kannske fengið að vera þar áfram. Það er ekkert gaman að eiga að flytja þegar maður er kom inn á okkar aldur, en í raun- inni er engin ástæða til að vorkenna okkur. Það fer eins vel um okkur héma, það segi ég satt. — Vitið þér nokkuð um hvert frú og ungfrú Morgan fluttu? spurði Collard. Hann lét ekki á því bera, að hann hafði ekki haft hugmynd um að Morgan hefði átt gistihús- ið. Nú vissi hann um þrennt með nafninu Morgan — og einn þeirra — ofurstinn — var skorinn á háls. — Nei, ég sá þær ekki fram ar, sagði frú Fortescue. — En ég veit að frú Mor- gan var trúlofuð og ætlaði að giftast. Hún hafði verið ekkja ótrúlega lengi. Ég hélt í raun- inni framan af að þetta væri þvættingur, sagði Fortescue og sneri sér svo aftur að kon- unni sinni. — Sagðir þú ekki eitthvað um að frú Morgan hefði kynnst manni, sem hefði átt heima erlendis um hríð, og verið ákaflega heill- uð af honum? ~ — Mér er ómögulegt að muna allan þennan þvætting, sem maður heyrir, sagði frú Fortescue stutt. — Hve mikið þekktuð þér ungfrú Morgan og móður hennar, frú Fortescue ? spurði Collard. — Við þekktumst bara. — Það kom fyrir að við spiluðum bridge saman, og það kom líka fyrir að þær fóm saman í leikhús. Þær Voru eiginlega beztu . kunn- ingjar, sagði Fortescue. — Nei, við þekktumst bara, sagði frúin. — Urðuð þér þess áskynja, að dóttirin bæri kvíðboga fyrir einhverju, frú Fortes- cue? — Nei. — Nei, þær virtust ánægð- ar og þótti auðsjáanlega vænt hvorri um aðra, sagði Fortescue. — Að því er ég bezt veit dó Morgan áður en dóttir hans fæddist.. . En úr því að þér viljið vita meira um þetta, fulltrúi, dettur mér í hug nafn í sambandi við Morgansfólkið. Frúin hafði málaflutningsmann, sem ann- aðist um fjárreiður hennar. Hann hét Medley, er það ekki rétt, góða? — Jú, hann hét Medley, svaraði hún. — En svo dó hann, og skömmu síðar trú- lofaðist frú Morgan og gisti- húsið var selt. Ég er ekki viss um að Medley hefði verið samþykkur því, en .. . — Eigið þér við að hún hafi fengið annan lögfræðing til aðstoðar eftir að Medley var dáinn? — Ég á bara við það, að þessi nýi maður frú Morgan kynni að hafa haft áhrif á hana — ég man ekki hvað SAUMASTÚLKA óskast á seglaverkstæði okkar nú sem allra fyrst. — Þarf að vera vön saumaskap. Gott kaup. Verzlunin,, GEYSIR h.f. K V I S T ©PIB ^ J 3 COPENHAGEN . \ Hundurinn minn er mjög feiminn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.