Vísir - 09.01.1962, Side 9

Vísir - 09.01.1962, Side 9
Þriðjudagur 9. janúar 1962 V t S I R Varúö er Þótt þessi vetur væri tiltölu- mildur og snjóléttur fram að jólum hcíir frostin nú tekið að herða og spá margir því að seinni hluti vetrarins eigi eftir að verða I;aldur og erf- iður. f kuldunum er sérstök á- stæða fyrir bílaeigcndur að gæta vel að bíl sínum og Þegar snjór og slabb er til skiptis við frost er rétt að berja í skítbrettin, þá hrynja snjókögglar úr þeim. ýmsum öryggistækjum hans. Það reynir jafnan mikið á ýmsa hluta bílsins í frostum og snjóxun, en marga áreynsl una og marga skemmdina má sleppa við með betri að- gæzlu. Frost valda skemmdiun. Hugsið ykkur t. d. hvílík- um skemmdum það getur valdið á bílnum, ef ekki er nógur frostlögur á honum. Þegar menn setja frostlög á bíl sinn að haustinu miða þeir oft við 12 stiga frost, — en svo fellur hitastigið allt í einu niður í 20 stig eins og um daginn. Eða annað dæmi, — frostin geta valdið mikl- um skemmdum á rafkerfi bílsins, ef hann er tregur í gang, — menn sitja þá lengi við að ræsa vélina og eyði- leggja kolin í startaranum. eða tæma rafmagnsgeyminn, sem getur, þegar hann er af- hlaðinn, skemmst í frostinu. Þá er líka meiri hætta á ýmsum umferðarslysum í frostinu, þegar ísing kemur á veginn, eins og kom m. a. í ljós á dögunum í hinum margföldu árekstrum á Miklubrautinni. Þar sem hættur vetrarins sitja nú alls staðar fyrir bíl- eigendunum, þykir Vísi rétt að rifja hér upp helztu var- úðarreglur varðandi vetrar- akstur: Hafið allt í lagi. Fyrsta skilyrði til þess að aksturinn sé öruggur á vetr- arvegunum er að bíllinn sé í lagi. Við skulum byrja á ljós- unum. Vitlaust stillt ljós eða biluð ljós geta bæðí valdið bíleigandanum sjálfum erf- iðleikum og tjóni og einnig öðrum bíleigendum. Athuganir sem gerðar hafa verið varðandi ljósastillingar sýna, að 80% af bílum eru með ranga ljósastillingu. Það er lítið betra ástandið varðandi önnur öryggistæki. — Talið er að 60 prósent af bílum séu með ranga bremsustillingu og um 70% af bílum hafa reynzt vera með vitlausa hjólastillingu. Þessi ranga stilling er auðvitað alltaf skaðleg, en aldrei eins hættuleg og að vetrarlagi. Athugið það vel, að hæfileiki bílsins til að bremsa er fyrst og fremst og eingöngu undir því kominn að hjól, stýri og bremsur séu rétt stillt. Hjólbarðár. Við skulum nú fyrst líta á hjólbarðana. Gangið úr skugga um það, að einhverj- ar raufar séu á þeim. Séu hjólbarðarnir slitnir og orðn- ir sléttir, þá eru þeir stór- hættulegir í vetrarumferð- inni. Hinsvegar hafa hinir svokölluðu „snjóhjólbarðar“ enga sérstaka hæfni umfram venjulega hjólbarða, nema í lausum snjó og regnhálum vegi. Á ísingu eða svelli eru þeir ekkert betri en venju- legir hjólbarðar. Þá skiptir loftþrýstingur- inn í dekkjunum máli. Oft breyta menn loftþrýstingi frá því sem segir í leiðbein- ingum bíls þeirra og það getur gengið að sumarlagi en í vetrarfærð skal brýnt fyrir mönnum að fylgja hinum settu reglum leiðbeiningar- pésans og sérstaklega verður þó að gæta þess, að sami loft- þrýstingur sé í hvoru hjól- pari. I Höggdeyfar eru til. Líklega lætur meirihluti bíleigenda eins og höggdeyf- ar séu ekki til á bíl þeirra. Þeir aka árum saman á ó- nýtum deyfum og baka sjálfum sér v.nlíðan og ó- þægindi. Og hafa menn hugs- að út í það, að bilaðir högg- deyfar geta valdið því á hálum beygjum, að bíllinn hendist í mörgum Á hálum vegi er það reglan að gera það ekki samtímis að hemla og beygja. Sjáið myndina hér, hemlið fyrst beint, lyftið síðan bremsunni og beygið af. veltum út af veginum. Er t. d. ekki ólíklegt að slysið á Hafnarfjarðarveginum fyrr í vetur, þegar bíll rakst á ljósastaur hafi m. a. verið að kenna biluðum dempurum. Athugið jafn smávægileg- an hlut eins og yfirborð kúplings og bremsupedalana. Gúmmíið á þeim á að vera hrjúft, með rákum. Séu það Smávegis leiðbeiningar til bíleigenda í frostum Ef hemlar eru ekki rétt stilltir eða höggdeyfar bilað- ir, getið þér átt von á að komast í flugferð. ekki getur fóturinn skroppið af þeim þegar verst gegnir. Var hálka á veginum! Það kemur fyrir marga, þegar allt er orðið um sein- an að þeir verða undrandi yfir því, hvernig færðin er. Þegar bílarnir eru komnir í kássu skreppur það stundum upp úr einum bílstjóranum: „Ég hafði ekki hugmynd um að það var hálka á veginum.“ Bílstjórar ættu að sýna hina mestu gætni, þegar þeir vita, að frost er eða hefur svo háttað, að þó engin ís- ing sé sumsstaðar, getur hún verið annarsstaðar, allt eftir því úr hvaða efni göturnar eru, það er t. d. sýnilegt, að hin steinsteypta Miklabraut geymir lengur í sér frostið en asfalt-göturnar. Rauða- malargötur geyma frost líka lengi í sér, end er rauðamöl einangrunarefni. Oft geta ísingarkaflar komið á götu, sem annars er hættulaus. Þess vegna þurfa bílstjórarn- ir að hafa athyglina vakandí og gæta að hverir blæ- brigðaskiptingu í götunni. Sjáist slíkt, þá er það aðal- reglan að hætta sé á ísingu og þá verða menn að grípa til hverskyns varúðarráð- stafana, fyrst og fremst að draga úr hraðanum og lengja bilið milli sín og næsta bíls á undan. Takið einnig eftir því hvort ljós bílanna, sem koma á móti speglast í götunni. Það ætti að vera til aðvörun- ar. Kýrin á veginum. Og nú er að því komið, að vandinn rís. Þer hafið ekið eftir ísilögðum vegi og ekki gætt nægrar varúðar. Allt í einu verður eitthvað á veg- inum, það getur verið annar bíll, kannske er það ekki kýr, eins og sýnt er í með- fylgjandi teikningu, en það gæti verið það sem verra er, lifandi maður. í hálkunni fjölgar alltaf slysunum. Og nú þurfið þér umfram allt að geta stöðvað bílinn hið skjót- asta eða beygt fyrir þetta sem er á götunni fyrir fram- an yður. Þá er það sérstaklega ein regla, sem þér verðið að hafa í huga( og er margprófuð af bíla og öryggissérfræðingum. Þér megið ekki gera það sam- tímis að bremsa og stýra bílnum til hliðar. Önnur samskonar regla fylgir þess- ari, að þér eigið ekki heldur að gera það samtímis að auka hraða bílsins og stýra honum til hliðar. Takið eftir teikningunni méð kúnni, Þér verðið að reyna að bremsa fyrst og ekki láta á yður fá að bíllinn stefni að hlutnum í götunni. En þegar þér eruð kominn rnjög nálægt honum og von- laust að þér getið stöðvað — alveg, eigið þér að sleppa bremsunni og reyna að sveigja bílinn til hliðar. Rélti punkturinn. Og varðandi sjálfa heml- unina gildir sú regla, að í hálku eigið þér að forðast í len^stu lög að hjólin kloss- festist. Gerist það er hætt við að gúmmíið missi haldið á ísr.um og það er sama sem að þér séuð í hemlalausum bíl. Forsjálir menn ættu að æfa sig á því á auðri götu, að finna á hemlunum nákvæm- lega þann púnkt þar sem hjólin hætta að snúast. Þá verða þeir eetur undir það búnir að mæta hættunni og hjólin veiti það mesta við- nám sem hugsanlegt er. Önnur hætta er á ferðum við akstur í hálku. Það er hliðarsnúningurinn. Af ein- hverjum ástæðum, e. t. v. af rangri stillingu á bílnum eða misjöfnu yfirborði göt- unnar, hálku undir öðru hjóli o fl. getur svo farið að bíllinn vilji kastast til hlið- ar. Þá er þýðingarmesta var- úðarráðstöfunin, að ýta á kúplinguna og taka vélina úr sambandi. Síðan er bezt að rétta snúninginn með því að snúa stýrinu til sömu hliðar og afturendi bílsins hafði kastast. Lík regla gildir, þeg- ar bíllinn kemur á hála beygju, þá er rétt að taka vélina úr sambandi um leið og stýrið á að fara að verka. Þegar beygjunni er lokið, lyftið þér kúplingunni aftur hægt og rólega upp og gefið inn benzín. Gætið vel að því hvort ísing er á götunni. Það tíðkast mjög hjá bíl- eigendum að nota vélina til að draga úr ferðinni. Þeir setja bílinn í lægri gír og hægja og aúka ferðina með því að stilla benzíngjöfina. Þessi aðferð reynist mjög varasöm í hálku. Það er miklu betra segja kunnáttu- menn, að taka vélina úr sam- bandi og nota hemlana með réttum hætti. Frh. á 10. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.