Vísir - 13.01.1962, Page 5

Vísir - 13.01.1962, Page 5
Laúgardagur 13. janúar 1962 V I S 1 R Steingeitarmerkið, fæðing- ardagar frá 22. desember til 20. janúar. Vísir hefir ráðið ungan ís- lenzkan stjörnuspámann til þess að rita vikulegar stjörnuspár um örlög lesend- anna. Munu þær birtast í blaðinu á hverjum laugar- degi. Stjörnuspámaðurinn er Skúli Skúlason, tæplcga þrí- tugur að aldri. Hefir hann lengi lagt stund á fræði him- intunglanna og mun með fróðustu mönnum hér á landi um þau öldnu fræði astró- lógíu. Vikuspá Vísis. Vikan 14. janúar til 20. janúar 1962. 'A' Hrúturinn; 21. marz — 20. apríl: Fyrri hluti vikunn- ar verða fjármálin mest á döfinni hjá þér og hagstætt er fyrir þig á mánudag að auka við eigur þínar. Vertu samt ekki of örlátur í sam- bandi við skemmtanir um kvöldið. Þú ættir að vera mikið á ferli á miðvikudag, þér hættir þá við árekstrum við annað fólk. Á laugardag- inn er horfur góðar til skemmtana, sakir fulls tungls. 'fc Nautið; 21. apríl — 21. maí: Það sem af er janúar muntu finna að heimilislífið er ekki eins öruggt og þú hefði bezt á kosið. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur síðari hluta þessarar viku og um helgina þánn 20. janúar til að komast hjá vandræðum við fjölskyldu þína eða vinnufélaga. •^ Tvíburinn; 22. maí — 21. júní: Á miðvikudaginn er Máninn í þínu ríierki, sem verður þér lyftistöng meðal þeirra, sem þú umgengst. Athyglin mun því beinast mikið að þér. Þú ættir einn- ig að geta stofnað til nýrra viðfangsefna, sem ættu að geta leiðzt til lykta þér í hag. Á föstudag er hætt við að margir, sem þú hefur átt viðskipti við komi til að innheimta hjá þér, nema þú farir gætilega í fjárfesting- unni. Krabbinn; 22. júní — 23. júlí: Fýrrihluti þessarar viku vgrður þér nokkuð.erf- iður í samskiptum við aðra og þú ættir að halda þig ut- an sviðljóssins, sem mest á þeim tíma. Hins vegar býðst þér ágætis tækifæri á þriðju- dag til að ljúka ýmsu, sem þú hefur ekki séð þér fært að ljúka undanfarið. Kvöld- stundir fimmtudagsins eru hagstæðar fyrir skemmtanir. Ljónið; 24. júlí — 23. ágúst: Þrátt fyrir að nú fer helgi í hönd máttu búast við að þú verðir upptekinn við störf þín og viðskipti. Þú ættir því ekki að gera neitt sem skaðað getur stöðu þína og vinsældir, vertu hjálp- samur. Á þriðjudaginn eru góðar afstöður tilfélagsstarfa og möguleikar á að uppfylla vonir þínar og markmið. Góðar fréttir síðari hluta dagsins frá maka eða öðrum. 'ff Meyjan; 24. ágúst til 23. sept.: Næstu daga safn- ast margar plánetur saman í sjötta sól-hús þitt. Þétta bendir til að þróun mála á vinnustað séu þannig, að þú ættir að leitast við að breyta til eða bæta starfsaðstöðu þína að miklum mun. í þessu tilliti ættirðu einnig að gæta þín heilsufarslega því, þér hættir nú við langdræg- um sjúkdómurii. Afstöður eru góðar til að leita sér lækninga. •j^ Vogin; 24. sept. — 23. okt.: Afstöðurnar benda til þess að málefni svo sem ást- armálin, rómantíkin og sam- skipti við ástvini séu undir sérlega góðum áhrifum. Þessar afstöður færa þér aukna hamingju og öryggi og tækifæri til aukinnar frí- stundavinnu við það sem þú hefur mest gaman að. Sporðdrekinn; 24. okt. — 22. nóv.: Á þriðjudaginn er aðaláherzla á skatta, fast- eignir og fjármálaviðskipti. Þá mátt búast við mikilvæg- um fréttum síðla dagsins. Fullt Tungl á laugardaginn mun orsaka áhyggjur sakir starfsins, sem þarfnast breyt- inga við. Þetta er þér vara- samur dagur á margan hátt. Bogamaðurinn; 23. nóv. — 21. des.: Á morgun, sunnudag, ættirðu að forðast árekstra og að skipta þér af vandræðum annarra, gerðu nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda heilsuna og per- sónuleg áhugamál. Á fimmtu daginn eru fjármál félaga þinna, sem þér eru viðkom- andi, sérstaklega í sviðljós- inu. Þú ættir að draga sem mest úr útgjöldum. Steingeitin; 22. des. — 20. jan.: Sunnudagurinn hef- ur upp á margar skemmtan- ir að bjóða. Þú ættir því að fara gætilega með peninga- veskið. Á þriðjudaginn verð- urðu að láta þér nægja að vera talsvert upp á aðra kom- inn í sambandi við störfin. Þú færð ef til vill góða hug- mynd í sambandi við fjár- öflun. Vatnsberinn; 21. jan. — 19. febr.: Reyndu að halda fjölskyldulífinu í jafnvægi á sunnudag því ýmislegt bendir til ýfingar og á- rekstra þangað til um þrjú leytið síðdegis. Laugardag- urinn sá 20. bendir einnig til'svipaðra átaka og þú ætt- ir að reyna að vera skilnings- góður og þolinmóður. •^- Fiskarnir; 20. febr. — 20. marz: Nú um miðjan mánuðinn muntu verða þess sérstaklega áskynja að þörf er á skynsamlegu samstarfi við aðra og samráð þar sem misklíð hefur ríkt. Svo virð- ist sem þú þarfnist meiri einveru og hvíldar til að ráða bug á þreytu. Á föstudaginn færðu tækifæri til að sinna börnunum og öðrum ástvin- um. Skúli Skúlason. Allt á kafi Frá fréttaritara Vísis Akureyri í gær. — Geysileg ófærð er á götum Akureyrar í dag sökum krapa- elgs og verður naumast sagt að bílar né gangandi fólk komizt leiðar sinnar. f morgun byrjaði að rigna og er 4 stiga hiti hér í dag. Þetta hefur orsakað mikið torfæri á götum bæjarins'fyrir þá sem erindi eiga út. Síðdegis í dag lagði bílalest 'iéðan áleiðis suður, en Vega- rerð ríkisins hefur heitið aðstoð sinni tvo daga í viku hverri, þriðjudaga og föstudaga, þeim bílum sem þurfa að komazt suð ur yfir Öxnadalsheiði. Bílalestin var um kl. 7 í kvöld ekki komin nema að Þverá í Öxnadal og bendir það m.a. á hve þung færð er í daln- um. Sunnan heiðar býður önn- ur bílalest aðstoðar að komast Þróttur. - Skúli Skúlason. Pramh át 1 síðu Stefán Hannesson, ritari, Pétur Guðfinnsson, gjald- keri, og Ásmundur Gúðmundsson, meðstjórnandi, en varamenn eru þessir á listanum: Lárus Bjarnason og Hafsteinn Auðunsson. Þessir menn eru boðnir fram til trúnaðarmannaráðs: Helgi Kristjánsson, Valdimar Stefánsson, . Alfons Oddsson, Hákon Ólafsson, og til vara: Tómas Guð- mundsson, Björn Þorgríms- son, Stefán Gunnlaugsson og Halldór Aúðunsson. I - ' : norður og þ.á.m. er áætlunar- bíll Norðurleiða. Þótt hláka sé á Akureyri og rigning er snjókoma strax og dregur til dala eða fjalla og af þeim sökum þyngist færðin sí og æ. — í dag var ekki hægt að fljúga til Akureyrar sökum dimmviðris. Þjóðverjar. Framh. af 1. síðu. ir Demokratar undir forustu Erichs Mende hafi viljað ljá þessu máli eyra og hefur orð- rómurinn ennfremur hermt að Krúsév einræðisherra Rússa hafi setið á leynifundum með Kroll sendiherra Þjóðverja í Berlín og rætt þessi mál, en Kroll er einmitt flokksbróðir og gamall vinur Mendes. Umferðarslys. - Framh. af bls 16 Um eignatjón af völdum á- rekstra á árinu sem leið er ekki unnt að leiða neinar getur en í viðtali sem Vísir átti við Runólf Þorgeirsson, forstöðu- mann bifreiðatrygginga Sjóvá- tryggingafélagsins taldi hann tjónið mun meira í ár, en t.d. árið 1960, en það ár lætur nærri að bótatjón tryggingafélaganna hafi numið um 30 milljónum króna vegna árekstra. Loks má geta þess að árið sem nú er að hefjast fer ekki efnilega af stað, því að fyrstu 10 dagana urðu 77 árekstrar í bænum, í stað 47 á sama tíma í fyrra. Kalli frændi

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.