Vísir - 13.01.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 13.01.1962, Blaðsíða 6
6 V I S I R Laugardagur 13. janúar 1962 93% fordæma kjarn- * orkusprengingar RUSSA Almenn skoðanakönnun hefur leitt í ljós, að þorri norsku þjóðarinnar fordæmir liinar miklu kjamorku- sprengjutilraunir, sem Rúss- ar framkvæmdu í haust. Er það Gallup-stofnunin norska, sem hefur framlaæmt þessa könnun. Sýnir hún að 93% norsku þjóðarinnar fordæmir kjamorkuvopnatilraunimar, 4% hefur enga skoðun á mál inu, en 3% styður Rússa í verkinu. Það er mjög óvenju- legt, að svo mikill hluti að- spurðra, 93%, sé á sömu skoð un I einu máli, og sýnir það bezt hve alvarlegum augum almenningur lítur þessar að- gerðir. Hvemig svörin skiptast. Svörin skiptust þannig, að 42% sögðu að kjarnorkutil- raunimar væru hræðilegar, ógeðslegar, ómannlegar eða notuðu önnur orð, er lýstu hryllingi og ógeði. 37 % sögðu að tilraunir Rússa væru rangar, óheiðar- legar, svívirðilegar, hneyksl- unarlegar. 12% héldu því fram að þær sýndu að stjómendur Sovét- ríkjanna vséru brjálaðir o. s. frv. 1% aðspurðra svaraði að- eins: — Þetta er nákvæmlega það sem alltaf mátti búast við frá Rússum o gl% var andvígur sprengingunum af ýmsum orsökum. Og er þá hér saman komin 93% sem reyndust andvíg sprengingun um. 3% með Rússum. Sem fyrr segir fylgdu um 3% aðspurðra Rússum að máli og skiptust þeir niður í þrjá flokka, þannig að einn hlutinn sagði að sprenging- arnar væru ekki eins hættu- legar og af hefði verið látið, annar sagði að þetta væri á- gætt, — Rússar væru aðeins að sýna, hvað þeir væru dug- legir og þriðji hlutinn sagði Mexico City. — Lögreglan hér hefur komizt að starf- semi „skilnaðarverksmiðju“, er starfrækt var í borginni Cuemavaca. ,,Verksmiðjan“ hafði um- boðsmenn í flestum löndum Vesturálfu og þurftu hjón, sem óskuðu að fá skilnað fyrirhafnarlítið, ekki annað en að senda beiðni þar að lút- andi — ásamt nokkurri fjár- hæð — til „verksmiðjunnar“, sem sendi síðan um hæl öll skilríki um það, að þau væru frjáls ferða sinna og skilin að lögum. Rann sókn hefur leitt í ljós, að þetta væri ekki nema eðli- legt,. þar sem Bandaríkja- menn hefðu samtals sprengt fleiri sprengjur en Rússar. Viðliorf til Bandaríkjanna. Þá voru menn spurðir að því, hvort þeir teldu rétt að Bandaríkjamenn hæfu kjarn- orkutilraunir nú þegar Rúss- ar hefðu framkvæmt þær hjá sér. Þar urðu skoðanir skipt- ari: 28% töldu rétt að Banda ríkjamenn hæfu tilraunir, 57% töldu það rangt, en 15% gátu ekki myndað sér skoðun í málinu. að hvorki meira né minna en 50.000 hjón í Kaliforníu-fylki einu höfðu fært sér í nyt þessa hraðvirku „skilnaðar- verksmiðju", enda örskammt til Cuemavaca frá Kalifomíu. Einnig hefur húsrannsókn hjá lögfræðfngl þéim, sem um er að ræða, leitt i ljós, að hann hefur grætt mikið fé á að senda „skilnaðarpappíra“ til hundraða manna í Suður- Ameríkulöndum. Þeir, sem fengið hafa skiln- að með þessum hætti og geng ið í hjónaband á nýjan leik, hafa gert sig seka um fjöl- kvæni. Skilnaðarverksmiðia. Gisting í brúðarsvítu gistihússins. Já, þéi þjáist af taugaveiklun og það stafar af vegg- fóðrinu. Engin léleg úr framar frá Sviss. ASKJA að gjósa. Þórður Kristleifsson kennari að Laugarvatni, kvað í október, er hann frétti að Askja væri tekin að gjósa: (Sléttubönd Stunur, skellir, Askja óð, eiturmckkur, flaumur; dmnur, smellir, ferleg flóð, fima dökkur straumur. Víti kyndir ofsa eld auðnar blossa glæðir; grýtir, hrindir fanna-feld, feykir, hossar, bræðir. Fljótið rennur, gígur gýs, grenjar, leðjan þeytist. — Grjótið brennur, reykjar rís risi, eðjan breytist. Bruna eðjan færist fram, felur lana, bungur. Funa beðjan heljar-hramm hleður bana-klungur. Stynur borgin, huldu-höll hylur móðan þunga; dynur orgið, tryllast tröll, titrar hljóða-bunga. Laugarvatni síðast í okt. 1961. Þórður Kristleifsson. Samþykkt hefur verið við þjóðaratkvæði í Sviss, að framvegis skuli aðeins fyrsta flokks úr eða úrverk seld úr landi. Með þjóðaratkvæðinu fékk stjómin í Bern heimild til að banna framleiðslu og útflutn- ing úra, sem em svo léleg, að sala á þeim mundi skaða orð það, sem fer annars af á- gæti slíkrar framleiðslu í Sviss. Slík úr em oftast seld úr landi á laun, þar sem heið- virðir úrasalar vilja ekki hafa slíkt rusl á boðstólum, og er þeim smyglað í stórum stíl til ýmissa landa. Með því að banna framleiðsluna er gert ráð fyrir, að sett verði undir flesta leka í þessu efni og ó- sóminn upprættur. Eins og kunnugt er, eru Svisslendingar mestu úra- framleiðendur í heimi og selja um það bil helming allra úra, sem á heimsmarkað koma. Á síðasta ári nam út- flutningurinn meira en 40 milljónum úra, sem gáfu landsmönnum í gjaldeyri sem svarar 12—13 milljörðum króna. 100 svartir drukkna Stjórn Nígeríu hefur orðið að senda herlið til austurhér- aðanna, þar sem ættbálkar eiga í stríði. Er land mýrlent á þeim slóðum og falla þar ár marg- ar, svo að svertingjar berj- ast yfirleitt á eintrjáningum sínum, en krókódílar hirða þá, sem útbyrðis falla. Hefur frétzt, að um 100 manns hafi fallið í skærum þessum, drukknað, er bátum þeirra hvolfdi í „sjóorrustum".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.