Vísir - 13.01.1962, Side 9

Vísir - 13.01.1962, Side 9
V í S I R 9 Laugardagur 13. janúar 1962 Gamla björgunarskútan Halten, sem Helge Ingstad notaði til ferðarinnar. Skyldu brúnu mennirnir í barkarbátunum og á strönd inni hafa vitað eitthvað um tilvist þessara fyrstu hvítu manna í Ameríku? Cartier spurði aldrei um það, hann hélt að hann og landar hans væru fyrstu hvítu mennirn- ir á þessum slóðum. En vel má vera að brúnu mennirnir hefðu kunnað að segja gaml- ar sagnir ef þeir hefðu verið spurðir, sagnir um bardaga forfeðra sinna við hvíta menn, er höfðu komið eins og Cartier og menn hans á seglskipum yfir hafið og numið land. Við erum komin hingað af því að einhversstaðar á þessum slóðum hafa forn- menn siglt. En þó sannfærð- umst við æ betur um það eftir því sem við sigldum lengur meðfram ströndinni, að þetta væri ekki rétti stað- urinn til að leita. Að vísu getur verið að eitthvað finn- ist hér síðar frá því að hinir norrænu menn Víkingatim- anna komu hér við á sigling- um sínum. En sennilega var byggð þeirra lengra út til hafsins. Við áttum líka eftir að komast að því. Það sem gerði för okkar sérstaklega spennandi allt frá því við fórum að undir- búa hana fyrir mörgum ár- um á Grænlandi, var að fram til þessa hafði enginn fundið neinar óyggjandi fornleifar norrænna manna í Ameríku. utan í Græn- landi. Og þó vitum við fyrir víst, af íslenzkum sögum að norrænir menn komu til Ameríku í byrjun elleftu aldar. Við erum sex um borð í Halten sem höfum sett okk- ur það markmið að finna einhverjar leifar frá byggð Leifs Eiríkssonar eða hinna landnemanna fornu. Kona mín Anna Stína er fornleifa- fræðingurinn í hópnum, það er ábyrgðarmesta staðan. Hún fylgdi mér fyrir nokkr- um árum á könnunarferð um vesturströnd Grænlands, en einmitt þaðan lögðu hinir norrænu menn af stað til Ameríku. Landnám Eiríks rauða á Grænlandi. Eiríkur rauði sigldi frá íslandi til Grænlands. Það var árið 985 sem undarlegur floti 25 hafskipa sigldi út frá Breiðafirði. Fólkið fór með alla búslóð sína, bú- stofn og húsmuni. Landnám Eiríks á Grænlandi heppnað- ist vel. Byggðin óx og bæ- irnir spruttu upp, þangað til þeir urðu flestir um 300 með 14 kirkjum, tveimur klaustr- um og biskupssetri. Á 13. öld gengu þeir undir Nor- egskonung, Þá bjuggu senni lega um 4000 norrænir menn á Grænlandi. Frá byggð þeirra á Græn- landi til næstu stranda í Ameríku voru aðeins nokkur 1. grein Helge Ingstads. hundruð mílur. Við vitum að hinir norrænu menn fóru í veiðiferðir upp að 81. breidd argráðu. Þeir hljóta oft að hafa komið að Baffinslandi og vafalaust hafa skip þeirra einnig komið að landinu í vestri. Sagan segir frá Bjarna Herjólfssyni sem ætl- aði að sigla til Grænlands frá Eyrarbakka, en villtizt framhjá Hvarfi, og kom loks að landi í vestri. Sáu þeir að landið var ófjöllótt og skógi vaxið og smáar hæðir á land inu, ef til vill nyrsti hluti Nýfundnalands. Síðan sigldu þeir tvö dægur til norðurs og komu að landi sem var slétt og viði vaxið, sem getur hafa verið Labra- dor. Enn sigldu þeir í þrjú dægur og komu að landi, í sem vár hátt og fjöllótt og jökull á, sennilega Baffins- landi. Sigldu þeir nú fjögur dægur og komu loks tii Grænlands. Samkvæmt sögunni hefur Bjarni verið fyrsti Evrópu- maðurinn sem sá Ameríku. En hann fór aldrei i land. Hann var aðeins sæfari sem vildi koma skipi sínu heilu í höfn. En margir komu á eftir honum og það er sérlega at- hyglisvert, að meðal forn- minja á Grænlandi hefur fundizt oddur af Indíánaör og antrasít-kolamoli, sem bæði geta hafa verið minja- gripir, sem norrænir menn hafa flutt með sér frá Ameríku til Grænlands. Þessir munir fundust á bæ Þorfinns karlsefnis á Græn- landi. Aðrar heimildir benda til þess að ferðir til Ameríku hafi tíðkast langt fram á miðaldir. íslenzkir annálar herma, að Eiríkur upsi bisk- up hafi farið frá Grænlandi til Vínlands 1121. Hvert var erindi hans þar? Var nor- ræn byggð þá á Vínlandi? Við sjáum líka minnzt á skip sem kom 1347 til íslands og síðar til Noregs frá landi því í norðvestri sem kallað er Markland, þ.e. Labrador. Fyrsta skipulögð leit. Þessar • upplýsingar og margar fleiri er að finna í fornum íslenzkum ritum, en þó eru þetta aðeins skjöl, er þarfnast frekari athugunar og túlkunar við. Ef nokkur árangur á að verða af för okkar, þurfum við að finna áþreifanleg merki um það, hvar Vínland var og hin nor tn Þess þurfum við að framkvæma rannsókn og skipulega leit. Fram að þessu hefur aðeins farið fram takmörkuð og handahófsleg könnun. Eng- inn hefur ennþá framkvæmt skipulega leit. Meðan hinir norrænu menn hófu flestar Vínlands- ferðir frá Grænlandi, byrj- um við á hinum endanum inni á Lárens-fljóti. Við sigldum út frá Quebec, fram hjá Isle d’Orleans út á Lár- ens-flóa og stefnum til Labrador og Nýfundnalands. Ströndin sem við siglum framhjá hefur lítið breytzt frá því hinir norrænu sæfar- ar voru hér á sveimi. Við könnum þær víkur og eyjar, sem okkur finnst að muni hafa verið girnilegastar fyr- ir fornmenn til landnáms. Sumsstaðar gefa íslendinga- sögur allýtarlega lýsingu og við getum fræðst með því að ræða við íbúana, hvíta menn, Indíána og Eskimóa og spyrja þá um hvort þeir viti um rústir eða fornminj- ar. Og við horfum mikið upp á landið, reynum að horfa á það með augum fornmann- anna. Það kemur okkur einnig að haldi að sl. ár fór ég í undirbúnings- könnunarferð um svæðið bæði á báti og í flugvél. Dóttir mín Benedikta, sem nú er 17 ára fylgdi- mér á þeirri ferð og nú er hún með okkur sem „léttadrengur11. Ljósmyndari okkar er Erl- ingur Brunborg, sonur Guð- rúnar Brunborg, sem allir íslendingar kannast við. Hann er nýkominn úr sigl- ingu umhverfis heiminn. Hann kann fljótt vel við sig um borð í Halten. Skipstjór- inn er Páll Sörens, af vestur strönd Noregs, vanur heim- skautasiglari og læknirinn er Oddur Martens frá Sogn- sæ, sem er vanur ferðum á Suðurpólslandinu og á Græn landi. Með íslendingasögur að leiðarvísi Leifur heppni lagði af stað frá Brattahlíð í land- námsferð sína. Þeir komu fyrst að landi, þar sem ekki sá gras, en jöklar miklir voru allt hið efra (Baffins- land). Þeir kölluðu það Helluland. Þvínæst komu þeir að öðru landi, sem var slétt og skógi vaxið óg sand- ar hvítir víða. Þetta gæti hafa verið Labrador fyrir sunnan Hamilton-fjörðinn. Leifur kallaði það Mark- land, þ.e. skógarland. Ekki líkaði honum þar, mun hafa þótt graslendi of lítið. Enn sigldi hann tvö dægur og kom að nýju landi. Er því lýzt allýtarlega í frásögn- inni. Þeir fluttu skipið upp í á og var hér góður landkost- ur. Hér var nóg af grasi. Framh. á bls. 10 Það er glatt á hjalla um borð í Halten. H^j sjást þau dr. Oddur Martens, Erlingur Brunborg og Anna Stína kona Helge Ingstad. Hún er fornleifafræðingur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.