Vísir - 13.01.1962, Page 10

Vísir - 13.01.1962, Page 10
10 V 1 S I R Laugardagur 13. janúar 1962 Viðtal dagsins — Framh. af 4. síðu. bragði. Eg finn geysilegan mun á því. Vatn er mjög bragðgott á íslandi, en þó miklu bezt í Hafnarfirði. — En hvernig finnurðu síld á þér? Ekki snjóar henni. — Það má kannske segja að henni snjói í netin og það finn eg á mér. — Það þarf þá ekki asdic- tæki þar. sem .þú ert um borð? — Gott að hafa hvort- tveggja. — Hefirðu verið á síldar- báti? — Já. Eg var kokkur á v.b. Ólafi Magnússyni KE- 25 í sumar. — Ekki hefirðu kennt söng á honum? — Eg kenni bara á vet- urna. Vinn stritvinnu á sumrin. Var tvö ár á síldai'- plani norður á Raufarhöfn. Það var mjög fróðlegt og til þess að eg yrði ennþá fróð- ari um síld, langaði mig að komast á síldveiðibát. — Hver fekkst til þess að taka útlendan söngvara á síldveiðibát? — Allt vegna kunnings- skapar þar eins og annars staðar. Eg þekkti mann sém þekkti mann og síðan komst eg á bátinn. Það var ágætur bátur og skipshöfnin öll prýðileg. Mér þótti orðið vænt um félaga mína á bá,tn- um og hugsa oft til þeirra, einkum í vondum , veðrum. Eg bið Vísi að skila beztu kveðju til þeirra með þakk- læti fyrir góð kynni. Eg hefi orðið þess var að einstöku manneskja lítur niður á sjómannastéttina og setur hana skör lægra, en aðrar stéttir þjóðfélagsins. Mín persónulegu kynni af sjómönnum eru þau að þetta eru yfirleitt afbragðs menn og eg held að íslenzka þjóðin fái þeim seint fullþakkað. — Varstu ekki sjóveikur, landkrabbi sunnan úr Alpa- fjöllum? — Meir en það. Eg kúgað- ist og kastaði upp fyrstu dagana. Eg var farinn að skammast mín stórlega að geta ekki orðið að neinu liði. Auk þess er það verra fyrir kokk að vera sjóveikur held- ur en aðra á skipinu. — Hves vegna? — Vegna þess að þá treystir enginn maður matnum. All- ir búast við hinu versta, og að eitthvað, sem annars hafi átt að fara í sjóinn, hafi lent í matnum. Það er voðalegt augnatilliti sem sjóveikir kokkar fá frá skipsfélögum sínum. — En sjóveikin batn- aði fljótt hjá mér og eftir það fann eg ekki til. — Og svo fannstu á þér síld? — Já. Eg skil sjálfur ekki hvernig né hvers vegna. En eg fann bara á mér að hún myndi koma. Eg sagði félög- um mínum klukkan hvað við fengjum síld og meira að segja bjó eg matinn stund- um fyrr til en venjulega til að þeir gætu verið búnir að borða þegar síldin kæmi. Þeir héldu fyrst að eg væri kolvitlaus, en seinna að ég væri gæddur einhverskonar dulargáfum. Eg held að eg sé hvorki dulrænn né vit- laus, en eg fann bara á mér síld. Gat ekki að því gert. — Hjálpaðirðu stundum við síldina. — Mig langaði til þess, en fekk það helzt ekki. Félag- ar mínir sögðu að síld fæld- ist mig, eg væri útlendings- andskoti með kolsvart skegg og mórauða húfu. Það þyldi íslenzk síld ekki og yrði vitlaus í hræðslu ef hún sæi svoleiðis fés. Þess vegna var eg rekinn niður í lúgar og mátti helzt ekki láta sjá mig fyrr en búið var að tæma nótina. svo heimtuðu þeir að;, eg fleygði húfunni minni, en þeir'; Sögðu "áð‘ ''éildin þyldi ekki svoleiðis húfur. Þeir sögðust ekkert veiða á með- an eg hefði hana á hausnum. — Varðstu við þeirri ósk? — Eg lofaði að gera það þegar báturinn væri búinn að fá 7 þúsund mál. En hann fekk aldrei nema 6850 og eg á húfuna enn. — Kunnirðu nokkuð til matreiðslu? — Eiginlega ekki. En eg hefi alltaf haft gaman af því samt, bæði heima hjá mér og suður í Tyról og eins hér. Eg lét konuna mína líka gefa mér allskonar ráð- leggingar, en sumu af þvi gleymdi eg og þá fór allt í hönk. Stundum bjó eg líka til ítalskan mat og það gekk betur. Eg er snillingur í að búa til spaghetti. — Gátu stákarnir etið það? >• — Flestir. Einu sinni fór illa fyrir einum glorhungr- uðum félaga minum sem hámaði í sig hvern diskinn af öðrum af spaghetti og renndi öllu niður án þess að tyggja. Mér leizt ekki á blikuna og sagði að það næði epgri átt að tyggja ekki matinn. Svo kom hann stund- arkorni síðar náfölur í and- liti og hafði þá selt öllu upp. Hann sagði, að þetta væri versti matur sem hann hefði nokkru sinni látið ofan í sig og sérstaklega ælt, því spaghettiþræðirnir voru svo langir að þeir náðu samtím- is út fyrir borðstokkinn og langt niður í maga. Hann ætlaði aldrei að geta losnað við þá. Honum var nær að tyggja matinn, ég segi nú ekki nema það! En nú er eg búinn að tala nóg við þig um síld og mat og lykt af snjó. Eg kom hing- að til að ræða við þig um söng. — Já, söng. Það er at- vinna þín en ekki það að vera kokkur á síldarbáti. Þú ert búinn að kenna hér söng í mörg ár? — Það er hálft sjöunda ár frá því eg fluttist til íslands og hefi alltaf kennt söng á vetrum en stritað hinsvegin á sumrin. — Haft ærið að gera? — Stundum meira en nóg. í vetur hefi eg 35 nemend- ur og sumir þeirra eru þegar búnir að fá góða þjálfun, aðrir skemmra á veg komnir, eins og gerist og gengur. — Þú heldur nemenda- hljómleika á hverjum vetri? — Já og ætla að gera það enn í vetur, væntanlega 1. febrúar nk. ef allt fer eins og ætlað er. — Þú hefir haft á nem- endaskrá ýmsa þá sem nú eru orðnir þjóðkunnir söngv- arar? Meðal nemenda mínna látið mér í té. Ég vona líka að starf skólans komi alþjóð að notum og verði til áð glæða sönglistaráhuga ís- lendinga. — Verðurðu ekki þreyttur á að kenna? — Þegar ég er búinn að kenna hvíldarlítið frá kl. 10 á morgana til 10 á kvöldin er ég yfirleitt búinn að fá nóg. Þetta tekur allt á taug- arnar og — raddböndin. En ég held að það væri unnt að skipuleggja söngkennsluna í heild betur hér á landi en gert er. Ég held líka að þá gæti ég gert meira gagn og betra. En við förum ekki út í þá sálma hér. — Segðu mér álit þitt á sönghæfni íslendinga. — Þeir eru sönghneigðir, hafa áhuga fyrr söng og búa vissulega yfir sönghæfni. En þeir eru flestir erfiðir við- fangs — það kostar mikla fyrirhöfn að kenna þeim. — Hvers vegna? — Vegna þess hve þeir eru dulir og innilokaðir, byrgja tilfinningar sínar inni. Þetta er Óheppilegt í söng. Söng- maðurinn verður að þora að sleppa sér, gefa tilfinningun- um og ástríðuaflinu lausan tauminn. Annars er erfitt að ná góðum tökum á söng jafnvel þótt röddin sé eins og bezt verður á kosið. —■ Hvernig líkar þér dvöl- in á íslandi? — Ágætlega. Ég kann vel við fólkið og landið. Er sjálf- ur alinn upp í fjalllendi og uni mér vel í fögrum fjalla- hring. Og það er músik í landinu ykkar. Það var stór- kostleg symfónía í Öskju- gosinu í haust. Ég átti erfitt að slíta mig frá henni og hún hljómar sé og æ fyrir eyrum mínum síðan. Og ég skal bæta því við að síðustu, að bróðir minn, sem kom í heimsókn til íslands á s.l. vori, sagði að héðan mætti ég aldrei fara, því ís- land væri undraland. I I I lhá'!r ílljá' þau"^Sigurveigú Hjaltesteð, Snæbjörgu Snæ- bjarnar, Jón Sigurbjörnsson, Guðmund Guðjónsson og Er- ling Vigfússon svo nokkrir þeirra séu nefndir. Sumum nemenda minna hefir verið forkunnarvel tekið þegar þeir hafa komið til fram- haldsnáms erlendis, nú síð- ast Guðmundur Gujónsson, sem hlotið hefir þýzkan söngnámsstyrk og mjög lof- samleg ummæli kennara sinna þar úti. Þær Snæbjörg og Sigurveig hlutu einnig mikla viðurkenningu þegar þær komu til Mozarteum- akademíunnar í Salzburg til framhaldsnáms í göng. Og það eru fleiri en þau þrjú sem farið hafa til framhalds- náms erlendis, enda tel eg það bæði nauðsynlegt og sjólfsagt að efnilegt söng- fólk hljóti framhalds- kennslu og hljómlistarlífs erlendis þegar það hefir fengið nauðsynlegan undir- búningskennslu hér heima. — Nýturðu styrks til kennslunnar? — Eg persónulega ekki. En síðustu þrjú árin hefir Söng- og óperuskólinn, sem stofnaður var af nokkrum áhugamönnum með hliðsjón af komu minni til Islands, hlotið nokkurn ríkisstyrk. Ég vildi gjarna nota þetta tækifæri og biðja Vísi að flytja stofnendum Söng- og ó- peruskólans þakklæti mitt fyrir þá aðstrð sem þeir hafa Heige Ingstad. — Framh at 9 síflu Þeir fundu eitthvað, sem þeir kölluðu vínber og stærri lax en þeir höfðu áð- ur séð. Þeir reistu sér hús, sem þeir. kölluðu Leifsbúðir. Næsta vor sneri Leifur aftur til Grænlands og sagði fólki sínu frá landinu sem hann hafði fundið og kallaði Vínland. Strönd Lárens-flóa, sem við siglum meðfram er skógi yaxin, en hún er gróðurlítil að öðru leyti. Þetta er strönd Ehrenburg lýsir - F'rh af 2 siðu sjálfur getað lifað af ógna- tímabilið. „Það er erfitt að svara því, sagði Ehrenburg. Það var eins og að taka þátt í stóru happdrætti og ég átti vinningsmiða. Smáklausa um dauða Pasternaks. Ein spurningin hljóðaði svc: — Það heyrist orðróm-J ur um það, að Pasternak j muni vera látinn, þó engin | tilkynning hafi birzt um það ; í rússneskum blöðum. Getið þér upplýst okkur um þetta? — Ehrenburg svaraði: — Þetta er ekki rétt, — eitt einasta rússneskt blað birti smáklausu, fjórar línur með minnsta letri, þar sem skýrt var frá dauða Pasternaks. Síðan fór hann nokkrum orðum um framkomu stjórn- arvalda og rithöfunda gegn Pasternak. Nær engir rúss- neskir rithöfundar voru við- staddir jarðarför þessa merk- ismánns og eins mesta skálds sem Rússland hefur alið. sorfin af ísum og frosti. fs- inn er mesta vandamál á siglingaleiðunum um Lárens flóa og ekki síður í Fagur- eyjar-sundi (Strait of Belle Isle) milli Labrador og Ný- fundnalands, en þangað rek- ur borgarísjakana suður á bóginn með straumnum. Á vetrum er lagnaðarísinn á Lárens-flóa oft um sex feta þykkur. Ég get ekki trúað því að hinir norrænu menn á litlu óstöðugu víkingaskipunum sínum hafi langað mikið til að sigla á þessum slóðum og ekki hefur hin hrjóstruga strönd verið aðlaðandi fyrir þá. ísinn, straumarnir og hin þurru sumur benda til þess að Vínland hafi verið annars staðar, nær hafinu. Og þang- að er förinni heitið. (Bulls. — Öll réttindi á- skilin. — Nokkuð stytt í þýðingu). Fer til Washington. Ingvi Ingvarsson sendiráðs- ritari heldur til Washington 19. þ. m. ásamt fjölskyldu sinni til að taka<við starfi því, sem Stef- án Hilmarsson, hinn nýskipaði bankastjóri Búnaðarbankans hafði þar í íslenzka sendiráð- inu. Ingvi hefur verið starfandi í sendiráði íslands í Moskvu s.l. þrjú og hálft ár. Þar áður starf- aði hann í utanríkisráðuneyt- inu, eða frá 1956. Kona Ingva er Hólmfríður Jónsdóttir. Hjón- in eiga eina dóttur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.