Vísir - 13.01.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 13.01.1962, Blaðsíða 15
Laugardagur 13. janúar 1962 VISIR 15 >2>‘5>í>5>£>5>S>S>S>5>S:‘5>£>S>£>5>S>5>£>5>e>5>2>5>e>B>S>S>i>5>£>5: 1 Rauöhærða hjúkrunarkonan ÞAÐ glampaði á hvíta, sterkj aða kappann hennar Jane Hamilton í tunglskininu, þar sem hún stóð við borðstokk- inn á skemmtiferðaskipinu Madrigal. Hún var klædd ein- kennisbúningi hjúkrunar- kvenna og hún starði eins og viðutan á Ijósin á ströndinni — strönd Norður-Afríku. Þetta var nótt um miðjan apríl og í rauninni hafði hún fengið ósk sína uppfyllta. Var það ekki þetta, sem hana hafði dreymt um? Var ekki það, sem við blasti, eins og myndablað úr ævintýrabók? En samt var tillit brúnu augn anna hennar gleðisnautt og eins og henni væri þungt um hjarta, því að hún hafði þeg- ar komist að raun um, að hún átti ekkert sameiginlegt með þeim, sem hún nú umgekkst — þetta var ekki „hennar heimur". Yfir henni hveldist stjörnu bjartur himinn með gullnum mána o_g það glampaði á speg ilsléttan flöt Miðjarðarhafs- ins og skemmtiferðaskipið hvítmálaða klauf hafflötinn næstum hljóðlaust. Enginn vélargnýr barst að eyrum og það var sem engin hreyfing væri á skipinu og það færi hægt, þótt nokkur skriður væri raunverulega á því. Madrigal mátti vel líkja við töfrateppið, sem flutti menn hvert sem þeir óskuðu sér. Eins flutti Madrigal menn til fagurra, oft dularfullra staða sem áttu sína töfra, til óska- staða hinna auðugu — þar sem alltaf voru einhver æv- intýri framundan ? Hafði hún ekki óskað sér burt frá dag- legu striti, hversdagsleikan- um, inn í töfraheim ævintýr- anna ? Og hafði þá ekki draumur hennar ræzt? En þegar Jane nú virti fyr- ir sér stjömubjartan himin- inn og mánann, sem henni virtist svo furðulega stór, var hún einmana, og henni fannst, að henni stæði á sama um þetta allt •— he'nni fannst, að henni hefði orðið á mesta skissa lífs síns, er hún tók á- kvörðunina um að fara að kanna ókunna stigu, skoða sig um í heiminum. Þetta var um miðnætti. Ömur glaðra radda barst að eyrum hennar af neðra þil- farinu, þar sem hljómlistin ómaði, þar var spjallað, hleg- ið, dansað. Þar var gleði og gáski á ferðum, en það jók aðeins á einmanaleik hennar og hún fann sárt til þess, að hún var af engum þráð. En kaldhæðnislegt fannst henni til þess að nugsa, að þátttak- endurnir í glaumlífinu myndu verða sjúklingar morgunda'gs ins. Þá kynnu sumir þeirra að þurfa á henni að halda. Þetta fólk hugsaði ekki um annað en að dansa og drekka, lifa í vellystingum, meðan færi gæfist, nota til þess tím- ann — og ævin var stutt. Svona er þetta fólk, hugsaði Jane napurlega, og er af því. rennur finnst því, að það sé að sálast, þá vill það finna svala hönd á enni, eða að hald ið sé í höndina á því. Svona væru nú þegnarnir í ríki Jer- ry Claytons læknis. Þegar nafn skipslæknisins unga kom fram á varir henni varð munnsvipurinn dálítið hörkulegri. Hin ríka skyldu- tilfinning, sem henni var eðli- leg, gægðist aftur fram og hún hugsaði sem svo, að hún skyldi ekki verða aðili að nein um skrípaleik. „Vitanlega mun ég gegna skyldustörfum mínum hér sem jafnan, en ég tók sannarlega ekki í mig að gerast hjúkrunarkona til þess að dekra við þá, sem verða veikir af vellystinga- lifnaði — eða hafa bara timburmenn". Fyrir þremur vikum, er Jane starfaði í sjúkrahúsinu í Boston mundi hún hafa orð- ið yfir sig hrifin af tilhugs- uninni um að vera þátttak- andi í lífi þeirra, sem ferðast um á skemmtisnekk jum landa milli, og svo minntist hún þess, er hún fyrir hálfum mán uði las aftur og aftur skeytið, sem hún hafði fengið, til stað- festingar á því, að hún væri ráðin sem hjúkrunarkona til sérstakra skyldustarfa á ators það sem eftir m ^^'ákemmtiferðalagsins hafna milli við Miðjarðarhaf. Það voru ekki nema nokkr- ar klukkustundir liðnar frá því hún steig á skipsfjöl í Gíbraltar, en þangað hafði hún flogið, og henni hafði fundist, að allir fegurstu draumar hennar væri að ræt- ast. Hún var uppi í skýjun- um af einskærri tilhugsun. Og nú óskaði hún sér þess, að hún væri aftur komin í sjúkrahúsið í Boston, þar sem allt var skrautlaust og alvara ríkti, og þar sem hverja stund reyndi á hæfileika henn i ar og leikni sem hjúkrunar-1 konu. Hún þráði „spítalalykt-1 k v i s r ©PIR I3TO SVMJ Ég veit ekki hvaða sjúkdómur þetta er, — en ég er hræddur um að hann sé smitandi. >2>-B>e>5>S>5>S>B>e>5>S>5>S>5>S>C«S>5>S>5>e>5>«>5>e>5>e>5>S:‘5>S>5 ina“, þráði að vera þar sem hún vissi, að þörf var fyrir hana, og að hennar mundi vera saknað. Þar var sannar- lega betra að vera, heldur en að vera skotspónn ungs lækn- is, sem var orðhvass og ónota legur, og sjúklingarnir eirð- arlaus, stefnulaus lýður, sem hugsaði ekki um annað en að skemmta sér — þar til menn hnigu í valinn, á valdi nautn- anna. Á hvaða stund var það, sem henni fannst allt hafa hrunið í rúst fyrir sér? Var það þegar hún kom inn í litlu lækningastofuna, þar sem ungi læknirinn var hæst ráðandi — og stóð klæddur Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTANDI EYJAN „Hjólið situr f^st, Kalli“, hrópaði Stebbi stýrimaður. „Skipiö lætur ekki að stjóm, hvað eigum við að gera?“ — „Vertu rólegur, vertu rólegur, stýrimaður, það hefur bara eitthvað komizt á milli... má ég sjá“, sagði Kalli og hugðist rannsaka stýrið. Þá heyrðist þungt fótatak í stiganum og meistarinn gekk inn. Það er eitthvað að skrúfunni, Kalli“, sagði hann. „Vélin gengur ekki lengur. Það er eins og kaðal- spotti hafi komizt bæði i stýri og skrúfu". „Hver skollinn11, sagði Kalli, „sæktu verkfæra- kassann, Mangi meistari. Við skulum svo koma aftur út og leysum skrúfuna“. Meistarinn sótti axir og hnífa, en hinir þrlr stóðu og einblíndu niður í sjóinn. „Meistari", sagði Kalli, „það er nú raunar enginn kað- all i þetta skipti... Heldur virð ist það vera þang, sem við höfum slætt með. Láttu bát- kænuna síga niður í sjóinn, stýrlmaður, svo að þið Mangi meistari getið gert við skrúf- una. Það getur ekki verið nema augnabliksverk fyrir ykkur, slik hraustmenni". hvítum einkennisbúningi með gullnum hnöppum fyrir fram- an meðalaskápinn, og starði á hana eins og hann hefði séð vofu, horfði á hana eins og hún væri að undirgangast læknisskoðun og hafði sagt næstum hranalega: „Mér var ekki sagt, að þér væruð rauðhærðar“. „Það hefur sennilega verið litið svo á, að það væri óvið- komandi hæfileikum mínum sem hjúkrunarkonu", svaraði hún snögg, því að er hún var ávörpuð svona miður kurteis- lega, hafði hún þegar búist til varnar. „Kannske var yður þó sagt, að ég væri dóttir James Ham- ilton læknis?“ Einhvern veginn gat hún ekki varnað því, að dálítill titringur heyrðist í röddinni. Það var aðeins misseri liðið frá því andlát föður hennar bar að höndum og hún fékk alltaf sáran sting fyrir hjart- að, er hún hugsaði um föður- missinn. En „laglegi læknirinn“, sem hún svo kallaði með sjálfri sér, hafði enga samúð með henni, og spurði hrana- legaj „Ég sé ekki, að þetta snerti neitt föður yðar“. „Þeir, sem höfðu mætur á föður mínun, og þeir voru margir, kölluðu hann „rauð- hærða læknimf“. Háralitur hans var nefnilega hinn sami og minn, og ég er stolt af rauða hárinu mínu. Það meg- ið þér gjarnan vita“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.