Vísir - 13.01.1962, Síða 16

Vísir - 13.01.1962, Síða 16
VISIR Laugardagur 13. janúar 1962 Metafli íslendinga 1961 Greinar Ingstads í DAG hefst í Vísi greinar- flokkur eftir norska heim- skautafarann Helge Ingstad, þar sem hann lýsir könnun- arferð sinni um Lárens-flóa og Nýfundnaland sl. sumar, en ferð þeirri lauk eins og alþjóð er kunnugt með því að hann fann athyglisverðar húsarústir á norðurenda Ný- fundnalands, sem hann rann sakaði og telur nú vafalaust að séu leifar af byggð nor- rænna manna á Vínlandi. Það cr enn ekki vitað, hve margar greinarnar munu verða, því að Helge Ingstad er enn að skrifa þær. Vísir fagnar því að fá nú tæki- færi til að birta þessar greinar, sem íslenzkir lesend ur munu vafalaust lesa með mikilli athygli. Hvcrri grein munu fylgja nokkrar ágæt- Helge Ingstad að leggja af stað í könnunarferð sína. ar Ijósmyndir sem Erlingur Brunborg, sonur Guðrúnar Brunborg tók, en hann var með í ferðinni. Greinarnar sem kallast „l| kjölfar Leifs heppna" munu, birtast vikulega í laugar- dagsblaði Vísis. 1961 eitt mesta umferða- slysaár, sem um getur. Á ÁRINIJ sem var að líða urðu fleiri árekstrar í Reykjavík og nágrenni hennar en dæmi eru til áður, eða á 3. þúsund talsins. í þessari tölu eru þó aðeins þeir árekstrar sem koma til bók unar hjá umferðardeild rann- sóknarlögreglunnar, samt að undanteknum þeim sem ekki verður uppvíst um, svo sem í þeim tilfellum þegar ekið er á kyrrstæða bíla að nóttu til og „stungið af“ o.s.frv. þeir eru ekki taldir þarna með. I Þá er hitt og vitað mál að fjöldi árekstra fer beint til bók- unar hjá tryggingafélögunum og koma aldrei til kasta lög- reglunnar. Heildartala þeirra árekstra er enn ekki fyrir hendi og þar af leiðandi heldur ekki yfirlit yfir tjón af völdum á- rekstra, sem orðið hafa á s. 1. ári. Það er þó af öllum aðilum talið verða mun hærra en á ár- inu 1960. Árið 1960 sem var „hátt“ á- rekstrarár í bókum lögreglunn ar urðu árekstrarnir í Reykja- vík og nágrenni 1904, eða nærri 140 færri, heldur en á sl. ári. Þegar þess cr hinsvegar gætt, að bifreiðum í bænum hefur fjölgað um mörg hundruð á ár- inu, er þessi aukning á árekstr- um e.t.v. ekki óeðlileg, enda þótt hún sé óæskileg. Þá ber þess og að geta að veðráttan og ökuskilyrðin voru hagstæðari 1960 heldur en 1961, Það hefur mikið að segja. Samkvæmt bókunum rann- sóknarlögreglunnar hafa um- ferðarslys á sl. ári orðið 246 talsins í Reykjavík og nágrenni þar af 6 dauðaslys, eða helm- ingi fleiri en árið áður. Hæzti slysamánuðurinn var desember með 34 bókuð slys, en fæst í júní, aðeins 12. í þessari upptalningu er þó langt frá að öll kurl komi til grafar, því í mörgum tilfellum er lögreglunni ekki gert aðvart um slys, heldur farið beint með hina slösuðu til aðgerðar í slysavarðstofunni. Framh. á bls. 5 SíldarafII bætti upp minni þorskafia. Fiskimálastjóri Davíð Ólafsson flutti í fréttaauka ríkisútvarpsins í gær- kvöldi, yfirlit yfir afla- brögð og útgerð lands- manna á nýliðnu ári. Gat hann þess m.a. að heildar- aflinn hefði 1961 orðið meiri en nokkurt annað ár í sögu landsins, og hér eru það hinar óvenjulegu síld- veiðar sem ráða úrslitum. Heildaraflinn varð alls um 630.000 tonn, og er hlut- ur sildarinnar 317.000 tonn. Yfirlit fiskimálastjóra var fróðlegt og þó flutningur þess tæki ekki langan tíma, vék hann að ýmsum helztu málum er snertu útveg landsmanna. Sagði Davíð Ólafsson m.a. að hið nýstárlegasta við fiskveiðar landsmanna á árinu, hafi verið hinar stórfelldu síldveiðar hér syðra með nót. — Sagði hann að leita yrði allra ráða til þess að hagnýta síldina sem allra bezt, og gat þess, að sennilega myndu einhverjir togarar jafnvel taka upp síldveiðar, þar eð hin nýja veiðitækni hefði opnað þessa möguleika. Er hann ræddi málefni togaraút- gerðarinnar, lýsti hann stutt- lega þeim mikla vanda sem að henni steðjar í dag. Taldi hann að afli togaraflotans hefði minnkað úr 113,000 tonnum, árið 1960 niður í 80,000 tonn Þorskafli bátaflotans á árinu 1961 varð alls um 230.000 tonn, en var 261,000 árið þar áður og því um 10 prósent minni afla þar að ræða. Til þess liggja ýmsar ástæður, tregur afli og vinnustöðvanir á flotanum. Isl. söngvari á framabraut. Guðmundur Guðjónsson söngvari sem Reykvíkingum er að góðu kunnur fyrir ágætan söng hin síðustu árin, m. a. úr óperum, hefur nýlega verið ráð- inn til að syngja hlutverk Alfredo í „LaTraviata“ eftir Verdi við söngleikahúsið í Ár- ósum. Flutningur óperunnar hefst í byrjun febrúar n. k. Guðmundur Guðjónsson var áður við söngnám hjá ítalska söngkennaranum Vincenzo Maria Demetz hér í Reykjavík, en Demetz telur Guðmund búa STOFNAÐ FULLTRÚARÁD SJÁLF STÆÐISFÉLAGA I MÝRASVSLU. Þann 6. desember s.l. var haldinn stofnfundur fulltrúa- ráðs Sjálfstæðismanna í Mýra- sýslu að Hótel Borgarnesi í Borgarnesi. Ásgeir Pétursson, sýslumaður setti fundinn og stjórnaði honum, en fundarrit- ari var Björn Arason, kennari. Á fundinum var mættur Þor- valdur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Hélt hann ýtarlega ræðu u-m skipulag og starfsemi Sjálfstæðisflokksins með sér- stöku tilliti til Vesturlands- kjördæmis. Voru síðan umræð- ur um mál þessi og tóku til máls Ásgeir Pétursson, sýslu- maður, Friðrik Þórðarson, kaupmaður og Björn Arason, kennari. Síðan voru samþykkt lög fyrir fulltrúaráðið og eftirtaldir menn kjörnir í stjórn: Ásgeir Pétursson, sýslumaður, Bjarni Helgason, garðyrkjumaður, Varmalandi og Jón Guð- mundsson, bóndi, Bóndhól. í varastjórn voru kosnir Þorst. Sigurðsson, , Brúarreykjum, Sigursteinn Þórðarson, Borgar- nesi og Helgi Helgason, Þurs- stöðum. Sjálfkjörnir í stjórn fulltrúarráðsins eru formenn Sjálfstæðisfélaganna í Mýra- sýslu þeir Friðrik Þórðarson, kaupmaður og Helgi Ormsson, rafvirki. Fyrir stofnfundi fulltrúa- ráðsins var haldinn sama dag félagsfundur í Sjálfstæðisfélagi Framh. á bls. 7. Guðmundur Guðjónsson, yfir miklum hæfileikum og hvatti hann til framhaldsnáms erlendis. í haust hlaut Guðmundur þýzkan styrk til söngnáms og stóðst með ágætum þau prói sem hann varð að ganga undir. Hefur hann verið við nám ! Köln frá því í haust. í Köln hlustaði danskur Framh. á bls. 5. Heimdallur. Klúbbsfundur verður kl. 12,30 í dag á venjulegum stað. Stjórnin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.