Vísir - 19.01.1962, Page 1
Samiðum Ber
lín í sumar?
Kennedy spáði því í gær, er
liann lagði fjárlagafrumvarpið
fyrir þingið, að samkomulag
næðist um Berlín í júní, en
Berlínardeilan var einnig rædd
af Dean Rusk utanríkisráð-
herra, sem er ekki eins bjart-
sýnn.
Hann ræddi við fréttamenn í
gær og svaraði m.a. fyrirspurn
varðandi Berlínarmálið. Hann
kvað það óbreytt, að hættur
væru yfirvofandi meðan málið
væri óleyst, og afstaða Sovét-
ríkjanna væri óbreytt.
Það bæri þó að vekja athygli
á því jafnframt, að afstaða
Sovétríkjanna hefði þó ekki
harðnað. Hann kvað ákvörðun-
ina um, að flytja burt skrið-
drekana bandarísku frá borgar-
mörkunum í Berlín hafa verið
hernaðarlega en ekki stjórn-
málalega, og hefði sú ákvörðun
verið tekin „á staðnum“. Hann
kvað viðræðurnar milli Thomp-
sons og Gromikos utanríkisráð-
herra í Moskvu hafa leitt í ljós
óbreytta afstöðu, en viðræðum
yrði haldið áfram til þess, að
finna grundvöll til samkomu-
lagsumleitana um lausn.
Allt á kafi í i
fönn nyrSra.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í gærmorgun.
Norðanlands hefir verið nær
stöðug snjókoma og hríðarveð-
ur síðustu dægrin. Svo þung-
fært er orðið á vegum úti að
það eru ekki nema stærstu og
aflmestu bílar sem komast
leiðar sinnar.
í fyrradag og fyrrinótt var
mjög mikil snjókoma, en í
morgun var stytt upp. Frost var
þá 3 stig á Akureyri. Örlitla
uppstyttu gerði snöggvast í
Enn unnið við
Skjaldbreið.
í morgun var enn unnið að
því að þétta botninn í strand-
ferðaskipinu Skjaldbreið, vest-
ur í Stykkishólmshöfn. — Var
búið að steypa í rifuna stjórn-
borðsmegin við kjölinn og
verið að þétta bakborðsmeginn.
Lá ekki ljóst fyrir í morgun
hvenær því verki yrði að fullu
lokið og skipið gæti haldið til
Reykjavíkur.
gær og þá kom flugvél hingað
frá Reykjavík. Með henni fóru
um 40 manns frá Grenivík til
atvinnuleitar í verstöðvum
syðra. Mestmegnis voru það
karlmenn, en einnig nokkrar
konur.
Vegna ófærðarinnar, sem
komin er hér nyrðra, hafa
mjólkurbílar ekki komizt úr
öllum sveitum. T. d. er gersam-
lega ófært inn í Öxnadal og
ekki hefir heldur borizt mjólk
úr Fnjóskadalnum. Engir bílar
fara sem stendur um Fnjóska-
dalsmynni sökum snjóflóða-
hættu, en í dag átti að reyna að
brjótast með „trukk“ og ýtu
yfir Vaðlaheiði til að flytja
mjólk til Akureyrar.
,í gærkveldi og nótt gekk
norðanveðrið niður svo að
nokkrir bátar, sem ætluðu á
vertíð suður, en ekki hafa
komizt sökum veðurofsa, lögðu
í nótt af stað.
Ólafsfjarðarbátar, sem leit-
uðu vars í Eyjafirði á dögunum,
lögðu einnig heim til sín í nótt.
Hafa Ólafsfjarðarbátar aðeins
getað róið þrisvar sinnum frá
áramótum, en aflað vel þau fáu
skipti, sem gefið hefir.
Valið í hlutverk „My
Fair Ladf i dag.
” Sjá einnig viðtal bls. 5.
Nær fullvíst er nú tal-
ið aS 22ja ára dóttir Einars
Kristjánssonar óperusöngv-
ara, Vala Kristjánsson, er
starfar sem flugfreyja hjá
Loftleiðum verði valin til
að fara með hlutverk Elísu
í söngleiknum My Fair
Lady. Samkvæmt upplýs-
ingum Þjóðleikhússtjóra í
morgun verður endanleg
ákvörðun tekin eftir æf-
ingu í dag, sem hefst í
Þjóðleikhúsinu kl. 1,30.
Þjóðleikhússtjóri var ófáan-
legur til að segja Vísi í morg-
un hver yrði „My Fair Lady“,
hann viðurkenndi þó að Val-
gerður væri meðal þeirra
stúlkna sem prófaðar væru og
ætti vel við í hlutverkið. Hann
kvaðst myndi halda blaða-
mannafund, þegar þetta hefði
verið endanléga ákveðið.
Þá tók Þjóðleikhússtjóri fram j
að ekki væri komið að því að '
söngleikurinn yrði fluttur, þótt
leikstjórinn Sven Aage Larsen
væri kominn, því að það væri
gríðarmikið verk að æfa hann
og koma upp hinum skrautlegu
leiktjöldum. Verður hann sýnd-
ur í fyrsta lagi í lok marz-
| mánaðar, sagði Guðlaugur.
,Yfir aflatjóni...'
NIÐRI á togarabryggjunum
er eðlilega mikið rætt um erf-
iðleika togaranna, en ofan á
fiskileysi bætist, að það sem
af er þessum mánuði hefir verið
svo stormasamt út af Vestfjörð-
um að með fádæmum má telja.
Að sjálfsögðu hafa menn ekki
á takteinum neinar öruggar
tölur um aflabrögðin fyrir vest-
an í þessum langvinna veðra-
Framh. á bls. 5.