Vísir - 19.01.1962, Page 8
8
V í S I R
Föstudagur 19. janúar 1962
UTGEFANDI: BLAÐAUTGAFAN VISIR
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
ASstoðarritstjórí: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór-
ar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar
og afgreiðsla: ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er
krónur 45,00 á mánuði. — í lausasölu krónur
3,00 eintakið. Sími 1 1660 (5 línur). — Félags*
prentsmiðjan h.f. Steindórsprent h.f. Edda h.f.
V.W.V,
Gildi tækninnar.
I blaSinu í gær birtizt athyglisvert viðtal viS einn
fremsta athafnamann SuSurlands, Sturlaug BöSvarsson.
SkýrSi hann þar frá þeirri skoSun sinni aS stærri bátar
gætu veriS á síldveiSum megniS af árinu. Benti hann
réttilega á hve verSmætur síldaraflinn á haustvertíSinni
er nú þegar orSinn, eSa nokkuS á þriSja hundrað millj.
króna.
Síldaraflinn á haustvertíðinni er gott dæmi um það
hverju aukin veiðitækni fær áorkað til aukningar afla-
magnsins. Hin nýju veiðarfæri og fullkomnari leitar-
tæki gera nú bátunum fært aS ná afla, sem fyrir örfáum
árum hefSi ekki veriS unnt að draga á land. Hér hafa
ríkir aflamöguleikar skapazt, sem nýta verður til hlítar
á næstu árum.
En þessi sigur tækninnar, sem vel má kalla svo,
leiðir hugann að því hvort viS höfum fylgzt nógu vel
með tímanum á sviði togarasmíði. Bygging skuttogara
og annara af nýrri gerð hefir vakið athygli og gefið
góða raun. Hér á landi eru skiptar skoðanir um ágæti
þeirra, en að því hlýtur að koma að við tileinkum okkur
þá nýju tækni í skipasmíðum, sem góða raun gefur
með öðrum fiskveiðiþjóðum.
Ekki ástæða til ótta.
Nok'kur ótti hefir gripið um sig hér í Reykjavík
sökum bólusóttarinnar, sem herjar nú í Þýzkalandi,
Englandi og Svisslandi. Heilbrigðisyfirvöldin hafa aug-
lýst almenna bólusetningu í HeilsuverndarstöSinni og
gert gangskör að því að afla bóluefnis frá útlöndum,
til viðbótar við það, sem fyrir var í landinu.
Eins og Vísir hefir haft eftir borgarlækni er þó alls
engin ástæða til ótta. Veikin stingur sér niSur í Evrópu
á hverju ári að heita má, og þótt hún hafi nú orðið
útbreiddari en ella er ólíklegt að hún berizt hingað
til lands. Heilbrigðisyfirvöldin hafa brugðið skjótt við
og eiga þau fyrir það þökk skilið. Biðtími við bólu-
setningu var æði langur fyrstu dagana, sem orsakaði
nokkra erfiðleika. ÁstæSan til þess var sú hve margt
fólk kom til bólusetningarinnar á skömmum tíma, en
blaðinu er kunnugt um að heilbrigðisyfirvöldin hafa
fullan hug á því að hraða bólusetningunni sem mest og
láta hana ganga greiðlega fyrir sig.
Sæsíminn skapar ný við'
horf í fjarskiptum.
Undanfarin ár hefur starf-
semi Póst og síma aufcizt
mikið og tekið stakkaskipt-
lun. Símanúmerum fjölgar,
nýjar stöðvar rísa, síma-
málastjórnin hefur innleitt
margvíslegar tæknilegar
nýjungar til hagsbóta fyrir
símanotendur og síðast en
ekki sízt, bá miðar allt að
því að símakerfið verði sjálf-
virkt.
Þetta á ekki síður við um
fjarskiptaþjónustuna en inn-
anlandssímann. f rauninni
eru engin tæknileg vand-
kvæði á að gera millilanda-
símann sjálfvirkan, um leið
og nýi sæsíminn verður opn-
aður.
★
— En það tekur því ekki,
ekki fyrr en innanlandssím-
inn er allur eða að mestu
orðin sjálfvirkur, sagði
Gunnlaugur Briem póst- og
símamálastjóri í viðtali við
Vísi í gær.
Við ræddum við Gunnlaug
í tilefni af opnun sæsímans
nýja, eftir nokkrá^’dá^S;'1—
Þar er um stórkostlega fram-
för að ræða, sagði Gunnlaug-
ur Briem. Áður var síminn
til útlanda aðeins opinn 4
tíma á sólarhring. Þetta var
radíósamband, sem var
margoft truflað og stundum
alveg óvirkt, vegna slæmra
skilyrða í háloftunum. Af-
greiðslan gekk seint fyrir
sig, og mönnum varð ekki
eins mikið úr samtölunum
og til var ætlazt, oft og ein-
att.
Nú bregður hins vegar til
mikils batnaðar. Við mun-
um hafa fjarskiptasamband-
ið opið allan sólarhringinn.
Biðin eftir samtölum verður
engin, svo fremi sem menn
eru reiðubúnir til að taka
við samtalinu þegar það
kemur. Talgæðin verða allt
önnur og betri. Þetta verður
næstum því eins og að tala
milli húsa.
í sæsímanum verður svo
auk þess hægt að senda
skeyti á fljótvirkari hátt en
áður.Þá verður hægt að veita
fyrirtækjum sem þess óska,
fullkomna Telexþjónustu.
Það þýðir að fyrirtæki, sem
telja það borga sig vegna
mikilla viðskipta við útlönd,
geta fengið fjarritatæki á
skrifstofur sínar fyrir sér-
staka ársleigu og 60% lægra
gjald pr. klukkutímanotkun
en það kostar að hringja.
Með fjarritanum eru fyrir-
tækin í beinu sambandi við
útlönd og afgreiða sig þann-
ig sjálf. Flugþjónustan og
veðurþjónustan fá mun betri
skilyrði en áður. Myndasend-
ingar verða auðveldari svo
og sjónvarp. Þannig gefast
ýmsir möguleikar til hag-
kvæmara sambands við út-
lönd en áður, og er þó sag-
an ekki öll sögð, en það sem
ég hef talið upp um þetta
nægir í bili, til að skýra
kostina.
★
Gunnlaugur Briem.
— Var sæsíminn bezta
lausnin?
— Tvímælalaust. Þrjú
kerfi komu til greina, ultra-
kerfi, mikrokerfi og sæsími.
Þegar við byrjuðum fyrir
alvöru að gera athuganir
okkar á hvaða kerfi væru
hentugust — það var árið
1956 — þá komu þessi þrjú
kerfi til greina. Eftir víðtæk-
ar athuganir kom í ljós að
ultra-kerfið var útilokað. Sæ-
símakerfið var það full-
komnasta, en talgæði mikro-
kerfisins voru prýtðilega við-
unandi og stofnkostnaður
helmingi lægri en við sæ-
símann. En eftir að forstjórá
Stóra Norræna-símafélagsins
kom hingað á 50 ára afmæli
Landssímans þetta sama ár,
komst verulegur skriður á
sæsímamálið.
Þá skýrðum við fyrst opin-
berlega frá hugmyndum
okkar um sæsíma. Forstjóri
símafélagsins sýndi mikinn
áhuga, félag hans hóf athug-
anir á samstarfsmöguleikum
í Evrópu og Ameríku, sem
leiddu til þess að tilboða var
leitað um lagningu strengs-
ins. Við rituðum dönsku
póst- og símamálastj órnum
Danmerkur og Bretlands og
síðar Alþjóðaflugmálastjórn-
inni. Þetta er í stórum drátt-
um sága málsins.
★
— Hvert liggur sam-
bandið?
— Við höfum 3 línur til
London, 2 til Kaupmanna-
hafnar og tvær til Færeyja.
— Verða miklar breyting-
ar á gjaldskrá?
— Já, þær verða ýmist til
hækkunar eða lækkunar. Nú
breytast leiðirnar, sem sam-
bandið fer um. T. d. verður
12% hækkun á símtölum við
Norðurlönd vegna þess að
sambandið liggur um Bret-
land og Holland, en símtöl
til Þýzkalands lækka um
Kaupmannahöfn.
★
Á næsta ári verður svo
lagður sæsímastrengur milli
fslands og Kanada, nánar
tiltekið til Nýfundnalands,
um Grænland. Þar með
verður ísland komið í beint
símasamband við Ameríku
og Evrópu. Tengsli íslands
við hin stóru meginlönd
Ameríku og Evrópu verða
nánari með hverju árinu sem
líður. Sæsíminn nýi er einn
mikilvægur þáttur í þeim
tengslum.
Kínverskir kommúnist-
ar auka undirróðurinn.
ÝMSAR fregnir frá Austur-
Evrópu benda nú til þess að
kínverskir kommúnistar séu
byrjaðir að skipuleggja und-
irróðursstarf gegn Rússum í
kommúnistaflokkunum í
Evrópu. Virðast þeir hafa
tekið upp samband við ýmsa
gamla stalinista og fengið
góðar undirtektir aðallega í
tveimur ríkjum, Búlgaríu og
Tékkóslóvakíu.
Ennfremur eru fulltrúar
Peking- stjórnarinnar farnir
að leita eftir tengslum við
kommúnistaflokka í öðrum
ríkjum. Hefur þeim orðið
sérstaklega mikið ágengt í
kommúnistaflokkum Asíu og
Afríku og einnig nokkuð á-
gengt í Vestur-Evrópu. Ber-
ast þær fregnir m.a. frá ítal-
íu, að armur sá í ítalska
kommúnistaflokknum, sem
nú gerir uppreisn gegn
rússnesku línunni leiti
styrks frá Albaníu, en þar er
aðalútbreiðslustöð kín-
verskra kommúnista í
Evrópu.
Til dæmis um þá miklu á-
herzlu, sem kínverskir
kommúnistar leggja á það að
útbreiða áhrif sín er þess
getið að sérstök Afríkudeild
hafi nú verið stofnuð við
franikvæmdastjórn komm-
únistaflokksins í Peking.