Vísir - 19.01.1962, Page 9

Vísir - 19.01.1962, Page 9
Föstudagur 19. janúar 1962 Loksins er friður í Kon Otyrjöldinni í Kongó er nú ^ að heita má lokið. Hún hefur staðið hátt í tvö ár og þennan tíma hefur Kongó stöðugt verið í fréttunum og mannanöfn eins og Lum- umba, Kasavubu, Mobutu, Tsjombe og Adúla orðið okk ur munntöm. Jafnvel börn norður á íslandi nýfarin að tala, hafa lært að segja sum þessara afríku-nafna næst á eftir mömmu-orðinu. þetta land fengi sjálfstæði og þjóðina skorti flest til að geta stjórnað sér sjálf. Það mátti jafnvel draga J efa, hvort skynsamlegt væri að hafa þetta eitt ríki, þar sem það er mjög víðáttumikið og íbúarnir ólíkir og töluðu ó- lík tungumál. Belgíumenn- irnir, sem gefizt höfðu upp á að stjórna landinu lengur sem .nýlendu, kyntu undir aðskilpaðarhreyfingu og Uppdráttur af Kongó, sem sýnir borgirnar þrjár Leopold- ville, Elisabethville og Stanleyville, bækistöðvar hinna þriggja pólitísku afla í landinu. Það væri vissulega betur ef þetta vesalings stóra svertingjaríki og blakkir framámenn þess yrðu ofur- lítið sjaldnar í fréttunum á næstunni, en að íbúarnir gætu þá þeim mun betur snúið sér að uppbyggingu og framförum. Og nú loksins er góð von til þess. Skilnaðarhreyfingarnar í austurhéruðum landsins, önnur sem Tsjombe var fyrir, hin sem Gizenga stjórnaði hafa nú þáðar ver- ið brotnar á bak aftur. Mið- stjórn ríkisins, sem hefur að setur í Leopoldville eykst að sama skapi vald og virðing. Kongó er loksins orðið eitt ' sameinað ríki. ★ T*að hefur oltið á ýmsu í stjórnmálum Kongó. Það bar mjög brátt að, að beittu sér fyrir því, að rík- asta héraðið, Katanga segði sig úr lögum við hin héruð- in. En sú skoðun hefur orðið yfirsterkari, að frumskilyrð- ið til að koma á friði í Kongó væri að sameina landið. Þessa skoðun hafa Samein- uðu þjóðirnar haldið fast við og Bretar hafa stutt þá skoð un með hangandi hendi en Bandaríkjamenn ótrauðir. "F fyrstu var svertinginn Patrice Lumumba væn- legasti leiðtogi' svertingj- anna í Kongó. Hann hafði mesta lýðhylli allra stjórn- málamanna landsins og þótti bera höfuð og herðar yfir samlanda sína að gáfum og viljakrafti. En hann var e.t. v. fulltrúi þeirra afla þjóð- félagsins sem hötuðust við hvíta manninn, eða að minnsta kosti var eins og hvað leiddi af öðru, að hvítu íbúarnir í landinu og eink- um í Katanga tortryggðu hann svo þeir beittu sér fyr- ir skilnaðarstefnunni, fyrst og fremst gegn stjórn Lum- umba og síðan æsti hann þá til frekari andspyrnu og haturs á hvítu landnemun- um og leiddi það til æ meiri öfga á báða bóga, þannig að loks komu hæglátari menn og raunsýnni til valda í Leopoldville, með öfgarnar tvær skilnaðarhreyfingu Kat anga og Lumumba-manna til beggja handa. Þannig þokaðist Lumumba út af sviðinu, en hann var eftir sem áður hættulegur miðstjórninni í Leopoldville vegna mikillar lýðhylli. Því virðist sem Kasavubu og fél- agar hans hafi hugsað sér að láta þá öfgamennina eyða hvor öðrum og Lumumba var framseldur örgustu fjandmönnum sínum, hinum hvítu máialiðum í Katanga. Þeir myrtu hann og var það hörmulegur og siðlaus við- burður í skilnaðarsögu Belga við þetta land. ’JV/I'oise Tsjombe foringi skilnaðarhreyfingarinn- ar Katangamanna naut engr- ar þvílíkrar lýðhylli sem Lumumba. Tilstyrkur hans var annar, hið belgíska námufélag og fjölmenn sveit málaliða, sem námafélagið kostaði. Allt frá byrjun var skilnaðarhreyfing Kat- anga fordæmanleg fyrir það að það voru þessir hvítu menn sem stóðu fyrir henni. Þannig fól hún í sér bein svik við gefin loforð Belgíu um að veita Kongó fullt sjálf stæði. Skilnaðarhreyfingin var lítið annað en vottur þess, að Belgíumenn tímdu ekki að sleppa Katanga-fylki hinu dýrmæta námulandi. Andi hennar- var kynþátta- hroki hvíta mannsins yfir þeim svarta, angi viðhorf- anna í Suður Afríku, og verk færið var aðeins Tsjombe, ættflokkshöfðinginn, sem hafði gerzt evrópskur lepp- ur, gegn því að fá hluta af gróðanum í sinn vasa. TFerlið SÞ vann stórt og -®-“- mikilvægt hlutverk með því að bæla niður skilnaðar- hreyfinguna í Katanga. Tíu þúsund hermenn með bláa hjálma SÞ voru sendir inn í Katanga og fór sjálfur Dag Hammarskjöld í fararbroddi í flugvél sem settist á flug- völlinn hjá Elisabetville. Verkefni liðsins var að framfylgja marg ítrekuðum fyrirmælum Sameinuðu þjóð anna um að allt erlent mála lið skyldi hverfa úr landi. Síðan hófust mánaðalangir samningar við leppinn Tsjombe um að þessu yrði komið í framkvæmd, en auð vitað skaut hann sér stöð- ugt undan því. Þá lét herlið SÞ skríða til skarar í ágústmánuði sl. og handtaka nokkra tugi belg- ískra málaliða. Það varð upphaf bardaga. Stundum var herlið SÞ aðþrengt, því var gert erfitt fyrir á ýmsan hátt. Það leiddi m.a. til þess að yfirmaður herliðsins, fr- inn O, Brien sagði af sér, en í öllum þessúm átökum skall líka yfir hið mikla reiðar- ir bardagar þar í hálfan mán uð, bærinn var mikið til lagð ur í rústir og margar þús- undir manna féllu. Þá kom það greinilegar í ljós, en nokkru sinni áður, að öll mótspyrnan og skilnaðar- hreyfingin var verk hvítu mannanna. Þeir voru yfirt bugaðir og stóð Tsjombe for sætisráðherra uppi allslaus og hefur nú tapað spilinu. Hefur síðustu daga verið unnið að því að flytja her- lið miðstjórnarinnar til Kat- anga og á það að reka loka hnútinn á verkið. "F Tm síðustu helgi voru ^ reikningarnir svo gerðir upp við hina aðskilnaðar- hreyfinguna, leifarnar af fylgismönnum Lumumba. Gerðist það með smávegis hernaðaraðgerðum í bænum Stanleyville í Austurfylkinu svonefnda, en það er í Kongó. Þar hafði einn nán- asti samverkamaður Lum- umba heitins, Antoine Gi- zenga að nafni haldið uppi mótspyrnu gegn ríkisstjórn- inni. Orðrómur hafði verið á kreiki um það, að Gizenga myndi njóta styrks Rússa, en ekki er eg viss um að sá orðrómur byggist á rökum. En Gizenga var ekki slík persóna að hann gæti veitt flokknum sömu persónulegu forustu og Lumumba hafði gert. Og engrar verulegrar Adúla forsætisráðherra Kongó. JFiösiudagsgreinin slag, að Dag Hammarskjöld framkvæmdastjóri SÞ fórst eða var myrtur á flugi við Ndola í Ródesíu. Þá var lolcs gripið til að- gerða sem til þurfti til að styrkja herlið SÞ í Katanga. Þann 5. des. sl. hóf það loka atlöguna í Elisabetville, höf- uðborg Katanga. Stóðu harð lýðhylli naut þessi daufgerði skrifstofumannslegi svert- ingi. Því fór flokkur Lum- umba-sinna að klofna, ekki sízt þegar ljóst var að Sþ. studdu miðstjórnina og hún Framhald á bls. 10

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.