Vísir - 19.01.1962, Page 16

Vísir - 19.01.1962, Page 16
VISIR Föstudagur 19. janúar 1962 Sæsíminn um Atlantshaf. ISLAND VESTMANNAEYJAR SCOTICE0962) GAIRLOCH INVERNESS QBAN t. \ J . ICECAN (1962) GOOSE BAY 8RETLANDS EYJAR SHANNOI (lCAO) gander(icao) R0CHES PEHMARCH CLARENVILLE NYFUNDNALAND FRAKKLAND SYDNEY MINES TORSHAYN (FAROES) ^ " "lCECAN(l962) PRINS CHRIST.IAN SUND(lCAO) SCOTICE (1962) ts «x | * NADA < ) /C0RNER T0 BROOK __ Hvar eru blaða- Síðan árið 1956 hafa ver- ið lagðir fjórir nýir sæsíma- strengir um Atlantshaf, milli Evrópu og Ameríku. Þeir eru allir tengdir við staði á Nýfundnalandi en í Evrópu við einn stað í Frakklandi og tvo í Bretlandi. Punktalínan, sýnir strenginn, sem lagður verður milli íslands og Ameríku síðar á þessu ári. Þar með verða strengirnir orðnir 5 talsins. Sjá viðtal við Gunnlaug Briem póst- og símamálastjóra á bls. 8. mennirnir? Veggjalúsafaraldur í M.A. Frá fréttaritara Vísis. Akurcyri í morgun. Veggjalús hefur gert ýmsum nemendum Menntaskólans á Akureyri lífið brogað undan- farnar vikur og hver herferðin rekið aðra til að útrýma þess- um ófögnuði. Þessa varð fyrst vart skömmu fyrir jól, er tvær stúlkur, nem- ar í Menntaskólanum og bjuggu báðar í sama herbergi í nýju heimavist skólans, steyptust út í útbrotum í andliti. Vissu þær ekki hverju þetta sætti og leit- uðu því til héraðslæknisins, Jó- hanns Þorkelssonar, sem jafn- framt er skólalæknir Mennta- skólans. Við athugun taldi læknirinn útbrotin stafa af biti veggjalúsa, enda kom í ar tekið var að kanna herberg- ið að þar var krökt af þessum kvikindum. Var herbergið þá úðað með eiturvökva og hefur dýranna ekki orðið vart i því herbergi síðan. Talið var að með aðgerðum þessum hafi ver- ið komizt fyrir ófögnuðinn að fullu og öllu. Sú varð þó ekki raunin á — því miður — því eftir áramót- in gaus faraldurinn upp að nýju — þá á allt öðrum stað í í sex nemendaherbergjum í nýju heimavistinni, og í fyrra- dag var ný herferð hafin með því að efsta hæðin í húsinu var öll úðuð með eiturvökva. Með þessari aðgerð vonast menn til að tekizt hafi að út- rýma veggjalúsunum, en til öi'yggis er sem minnst sam- band haft við þau sex herbergi sem vágestsins varð vart í, af öðrum en þeim er þar búa. Yf- ir dyrum þar í íbúðarganginum hefur verið komið fyrir aðvör- unarspjaldi, þar sem á er letr- að stórum stöfum: — „Öllum lúsum og lúsables- um og þeirra hyski er strang- lega bannaður aðgangur.“ Lét skólameistari svo um- mælt við fréttámann Vísis í gær að veggjalúsin hafi vakið tals- verð ónot í skólanum meðan á þessum faraldri stóð. Þá er og vitað að veggjalús- ar varð vart í tveim íbúðarhús- um á Akureyri, þar sem nem- endur úr Menntaskólanum bjuggu. Á báðum þeim stöðum- hefur verið vandlega úðað. Ráðsmaður Menntaskólans tjáði frétaritara blaðsins að fyrir tveimur árum hafi veggja- lúsar einnig orðið vart í heima- vist skólans. Var gizkað á að annaðhvort hafi hún borizt með erlendum ferðamanni sem fékk leyfi til að búa í skólanum sum- arið áður, eða þá með nem- anda utan af landi. Annars hefur slegið nokkrum óhug á almenning á Akureyri út af þessum veggja lúsafar- aldri og sumir sem blátt áfram eru hræddir við að umgangast menntskælinga af þessum sök- um. Veggjalúsin er líka hinn versti vágestur og margir nem- enda voru stórlega bitnir og illa leiknir. Gátu haldið bátn- um á floti. Veit Þjóðviljinn ekki hvar gamlir starfsmenn hans eru niður komnir? Hann skýrir frá því í morgun að tveir Þjóðviljablaðamenn starfi nú sem blaðamenn hjá Vísi. Um það höfum við á Vísi aldrei heyrt — og furðum okkur á , hve skelfing illa „blað alþýðunnar“ fylgist með gömlum blaðamönnum sínum. Er sú stund loks upp runnin, að Þjóðviljamenn hafa sturlazt af sínum eigin áróðri? Útburðarbörn Sendlar 1 Vísi vantar útburðarbörn í Múlacamp og Blesugróf. — -Ennfremur tvo sendla. Dagblaðið V í S 8 R Mokafli í landsteinum í Vestmannaeyjum. Vestm.eyjum í gær. Síld veiðist nú í stórum stíl rétt fyrir utan hafnarmynnið í Vestmannaeyjum. f fyrradag fengu margir bátar ágætan afla hér uppi í land- steinum, en aðrir sprengdu næt- urnar. Gjafar kom inn í gær með 1000 tunnur, Hannes lóðs 600, Kristbjörg 600, Ófeigur 300, Reynir 30Ó og Huginn, sem þó sprengdi nótina náði 300 tunnum úr kastinu. Leó og Þor- björn sprengdu báðir. Fleiri bátar en hér eru nefndir komu inn með síld í gær. Allar þrær eru fullar orðnar af síld, og enda þótt þetta sé \ stór og feit síld fer hún öll í bræðslu vegna þess að mann- afla vantar eins og stendur.til að koma henni í frystingu. í gær voru hér fjögur flutninga- skip, og allir sem vettlingi gátu valdið, og ekki voru í annarri vinnu, voru uppteknir í upp- og útskipun. í gær var 50 rúmlesta vél- bátur frá Vestmannaeyjum hætt kominn í róðri, er leki kom að honum 2ja stunda ferð frá Eyjum. Þetta var vb. Kári, eign Ein- ars Sigurðssonar, sem var á línuveiðum vestan við Þrí- dranga. Um kl. 4 síðdegis í gær kom skyndilega svo mikill leki að honum, að við ekkert varð ráðið, og brátt drapst á aðalvél bátsins, en skipverjum tókst að koma Ijósavélinni í gang, svo að þeir gátu látið dæluna ganga og létt svo bátinn, að þeir kom- ust að nokkru fyrir lekann. Kallað hafði verið á hjálp í upp hafi, og fór lóðsinn til aðstoð- ar, en ekki var bein hætta á ferðinni, þegar hann kom á vettvang. En hann tók Kára í drátt og kom með hann til hafn- ar ldukkán 10 í gærkveldi. Fyrsti fundur. Hin nýskipaða yfir- nefnd verðlagsráðs sjáv- arútvegsins, undir for- sæti Gunnlaugs Björns- sonar bankafulltrúa, kemur saman á fyrsta fund sinn síðdegis í dag. ★ Laureen Bacall, ekkja Humphrey Bogarts, hefir alið manni sínum, Jason Robards, son. Þau áttu — sitt í hvoru lagi — fyrir sex dætur.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.