Tölvumál - 01.04.1985, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.04.1985, Blaðsíða 8
8 skjár inn í landslýS, a5 fljótlega var farið að kalla þetta tæki allt skjá eða I mesta lagi tölvuskjá. Með tilkomu heimilistölva og einmenningstölva hefur mSlið orðið flóknara og I fljótu bragði virðist mér vera um nokkur tæki að ræða sem í daglegu tali eru öll kölluð skjár. Ber þar fyrst að nefna skjáinn sjálfan. Eins og áður var sagt er skjár þýðing á screen 'myndflötur (t.d. myndlampa)'. Otkomur úr tölvunni birtast á skjánum sem skjámyndir (soft copies). í öðru lagi er orðið skjár notað um ötstöðina, sem áður var nefnd. Tæki þetta heitir á ensku visual display terminal eða eitthvað i þeim dúr. Tillaga orðanefndar er að kalla þetta tæki skjástðð. Sumar skjástöðvar eru þannig að hnappaborðið er laust frá öðrum hlutum tækisins. Skjástöð að frádregnu hnappaborði er ekki ósvipuð sjónvarpstæki. Tæki þetta er myndlampi 1 kassa ásamt ýmsum stýribúnaði, sem breytir merki frá tölvunni í merki, sem myndlampinn getur túlkað. Mér sýnist kassi þessi heita á ensku VDO (visual display unit). VDU er þó stundum einnig notað um alla skjástöðina. Tillaga orðanefndar er að kalla þennan kassa skjáald. Eitt tæki enn kemur við sögu, svokallaður monitor. Uppruna- leg merking orðsins monitor er 'sá sem fylgist með og varar við'. í Tölvuorðasafni (1983) er gefin þýðingin mænir á orðinu monitor. Var þar verið að gefa nafn vélbúnaði eða hugbúnaði sem fylgist með, hefur umsjón með og stjórnar aðgerðum tiltekins kerfis. Sá "monitor" sem hér um ræðir, er hins vegar ættaður úr sjónvarpsstöðvum. Monitor er þar tæki, sem likist sjónvarpst.æki en er notað til þess að sýna þá mynd sem sjónvarpsmyndavélin tekur. Nú er farið að tengja tæki þessi tölvum. Getur þar verið um að ræða heimilstölvur, einmenningstölvur eða jafnvel stór tölvukerfi, sbr. kerfiráð Landsvirkjunar. Er "monitor" þá notaður til þess að sýna út- komur úr tölvunni. Nú skilst mér að stýribúnaður tækja

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.