Tölvumál - 01.04.1985, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.04.1985, Blaðsíða 4
4 Frá Orðanefnd Um tðlvuÞanka og aðra banka Nýlega urðu allsnarpar umræöur um orSiS tölvubanki, sem ISnaðarbankinn notar um tæki þau, sem viðskiptavinir hans hafa aðgang að dag og nótt til þess aS sinna viðskiptum sinum við bankann. Snemma i febröar lét umsjónarmaður þátt- arins um daglegt mál i útvarpinu þung orS falla í garð þeirra ISnaðarbankamanna fyrir að "stela" orSinu frá öSrum, og mun þar hafa átt viS þá, sem nota orðiS um þaS, sem venjulega er kallað upplýsingabanki eða gagnabanki. Banki er að sjálfsögðu sú alhliða peningastofnun, sem allir þekkja. Lengi hefur þó tíSkast aS nota orSiS banki f vikk- aðri merkingu um stað eða stofnun, þar sem eitthvað er lagt inn, geymt og tekið út aftur og þá ekki endilega af þeim sama sem lagði inn. Er þá skeytt framan við orSið banki til þess að láta i ljós, hvað geymt er i bankanum. Dæmi um þetta eru blóðbanki, liffærabanki, sæðisbanki, gagnabanki og orSabanki. Gagnabanki er samsafn gagna, sem af einhverjum ástæðum er þægilegt aS lita á sem eina heild og nota má til þess aS fá upplýsingar um tiltekið efni. Getur þar t.d. veriS um að ræða gögn um rekstur tiltekins fyrirtækis. Gagnabanki er einnig stundum kallaSur upplýsingabanki, og er þar visað til upplýsinganna, sem gögnin I gagnabankanum veita. Gögn I gagnabanka þurfa ekki að vera i tölvutæku formi, þótt þaS sé sennilega algengast nú orSið. í seinni tíS hefur orSiS vart tilhneigingar til þess aS nota orðið tölvubanki um gagnabanka. Eru menn þá aS hugsa um, aS gögnin eru geymd i tölvugeymslu, og hafa verður samband viS tölvuna til þess að finna viSeigandi upplýsingar. Hér hefur veriS getið samsettra orða meS banki að seinni lið, þar sem forliðurinn segir til um, hvaS geymt er I bank- anum. Til eru fleiri samsetningar, t.d. Iðnaðarbanki,

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.