Tölvumál - 01.04.1985, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.04.1985, Blaðsíða 7
7 - Tölvuskjáir í seinasta tölublaði Tölvumála lofaSi ég aS útskýra nánar, hvers vegna ég hafSi orSiÖ tölvuskjár innan gæsalappa í pistli minum þar. Á árunum 1973-1975 var settur upp svokallaður kerfiráður hjá Landsvirkjun. Kerfiráðurinn er tölvukerfi (vélbúnaður og hugbunaður) sem fylgist með og stýrir aðgerðum rafkerfisins. í stjórnstöðvum eru m.a. tæki, sem líkjast sjónvarpstækjum (monitors), og birtast á þeim myndir sem segja til um stöðu kerfisins á hverjum tima. Rafmagnsverkfræðingarnir GIsli JGlíusson og Bergur Jónsson tóku sér fyrir hendur aS þýSa allar leiSbeiningar um notkun kerfiráðsins fyrir starfsmenn Landsvirkjunar. Meðal annars pýddu peir enska orðiS screen 'myndflötur myndlampa' meS orSinu skjár. Reyndu peir pannig aS endurvekja þetta gamla Islenska orð og gefa því nýja merkingu. Um svipað leyti var Helgi J. Halldórsson umsjónar- maður þáttarins um daglegt mál. Bergur Jónsson sagði honum frá orSinu skjár og lagði jafnframt til að það yrði einnig notað um myndflöt myndlampans á sjónvarpstækinu, sem I dag- legu tali var kallaður skermur. Helgi kom orSinu á framfæri I þáttum slnum. Orðið skjár hlaut slðan skjótan fra'ma. Daginn eftir að paS heyrSist fyrst I ötvarpinu var paS tekiS upp í Morgunblaðinu í pistli, sem þar birtist um dagskrá sjönvarpsins og hét "Á skjánum". Magnus BjarnfreSsson tók þaS einnig upp fljötlega i nafni á þætti sinum "KrunkaS á skjáinn". Nokkru síðar fóru að berast til landsins fylgitæki með tölv- um, sem I var myndlampi, eins og I sjónvarpsviStæki. Skipan- ir og aSrar upplýsingar sem sendar voru til tölvunnar meS þessu tæki birtust á skjánum og einnig svör og niSurstöSur, sem tölvan sendi frá sér. í tæki þessu var I einu lagi hnappaborS, myndlampi og sá stýribönaSur, sem nauSsynlegur var til þess aS breyta stafrænum merkjum frá tölvunni I sjónvarpsmerki. SlSar var fariS að hafa hnappaborðiS laust frá öSrum hlutum tækisins. Svo vel tókst aS berja orðið

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.