Tölvumál - 01.04.1985, Page 7

Tölvumál - 01.04.1985, Page 7
7 í seinasta tölublaSi Tölvumála lofaði ég aS útskýra nánar, hvers vegna ég hafSi orSiS tölvuskjár innan gæsalappa í pistli mínum par. Á árunum 1973-1975 var settur upp svokallaSur kerfiráSur hjá Landsvirkjun. KerfiráSurinn er tölvukerfi (vélbúnaSur og hugbúnaSur) sem fylgist meS og stýrir aSgerSum rafkerfisins. í stjórnstöSvum eru m.a. tæki, sem líkjast sjónvarpstækjum (monitors), og birtast á peim myndir sem segja til um stöSu kerfisins á hverjum tima. Rafmagnsverkfræðingarnir Gísli Júlíusson og Bergur Jónsson tóku sér fyrir hendur aS pýða allar leiSbeiningar um notkun kerfiráðsins fyrir starfsmenn Landsvirkjunar. Meðal annars pýddu peir enska orðið screen 'myndflötur myndlampa' með orðinu skjár. Reyndu peir pannig að endurvekja petta gamla Islenska orð og gefa pví nýja merkingu. Um svipaS leyti var Helgi J. Halldórsson umsjónar- maður páttarins um daglegt mál. Bergur Jónsson sagði honum frá orSinu skjár og lagði jafnframt til að pað yrði einnig notað um myndflöt myndlampans á sjónvarpstækinu, sem í dag- legu tali var kallaður skermur. Helgi kom orSinu á framfæri í páttum sínum. Orðið skjár hlaut síðan skjótan frama. Daginn eftir að paS heyrðist fyrst I útvarpinu var pað tekið upp í Morgunblaðinu í pistli, sem par birtist um dagskrá sjónvarpsins og hét "Á skjánum". Magnús Bjarnfreðsson tók paS einnig upp fljótlega I nafni á pætti sínum "KrunkaS á skjáinn". Nokkru síðar fóru að berast til landsins fylgitæki meS tölv- um, sem I var myndlampi, eins og i sjónvarpsviðtæki. Skipan- ir og aSrar upplýsingar sem sendar voru til tölvunnar með pessu tæki birtust á skjánum og einnig svör og niðurstöSur, sem tölvan sendi frá sér. í tæki pessu var í einu lagi hnappaborð, myndlampi og sá stýribúnaSur, sem nauðsynlegur var til pess aS breyta stafrænum merkjum frá tölvunni í sjónvarpsmerki. SiSar var farið að hafa hnappaborðiS laust frá öðrum hlutum tækisins. Svo vel tókst að berja orðið

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.