Vísir - 29.01.1962, Side 4

Vísir - 29.01.1962, Side 4
4 V í S I R Mánudagur 29. janúar 1962 Einn íslendingur er lærð- ur og þjálfaður til að fara með þyrlu, Björn Jónsson, sem frá var sagt í Vísi ný- lega. Þegar æfðar voru þyrlulendingar á þilfari varðskipsins Óðins þá í vikunni, stjórnaði Björn þyrlunni 4 sinnum í lend- ingunni. Það þótti hlýða, að viðtal dagsins í dag yrði haft við Björn og það kemur upp úr kafinu, að hann hefir lært á fleiri samgöngutæki en þyrlur. — Hvenær byrjaði náms- ferillinn? — Það var fyrir 9 árum, að ég lauk stýrimannsprófi. Fór þá sem háseti til Eim- skips og náði þar siglinga- tíma og réttindum. Varð síð- an stýrimaður hjá Landhelg- isgæzlunni. Árið 1957 fór ég svo til Englands og hóf þar flugnám. — Þú hefir líklega byrjað það nám hér heima, er það ekki? — Nei, ég kom alger byrj- andi í flugið úti í Englandi, og vorum við 5 íslending- arnir, sem gengum á flug- skólann Air Service Train- ing í Hablet rétt hjá South- ampton. Það nám tók rúmt ár. — Komstu þá heim aftur? — Ekki að svo komnu, held ur réðst eg sem aðstoðar- flugmaður hjá þýzka flugfé- laginu Trans Avia. Þar var ég um tæplega árs skeið. — Hvernig líkaði þér annars að vera í þessu flugi, eða voru fleiri útlendingar meðal áhafnarinnar á þess- ari flugvél? — Ég' var eini íslending- ingurinn, þá nokkrir Bretar og hinir voru þýzkir. Það var mikið um Breta í borg- aralegu flugi í Þýzka- landi eftir stríð, þangað til búið var að þjálfa Þjóðverja í þau störf. Þá var auðvitað Bretunum sparkað. Eg get ekki annað sagt en að ég hafi haft gaman af að fljúga til þessara framandi landa, sem leið okkar lá um. Við stönzuðum oft dag og dag í egypzku borgunum Kairo og Alexandriu, líka í ýmsum borgum inni á meginlandi Afríku, t.d. Kenya. Það var íróðlegt að kynnast lífinu á þessum stöðum eftir því sem Björn Jónsson. tími vannst til. En við vor- um líka fljótir að fá okkur fullsadda af verunni á þess- um stöðum. Bæði var, að loftslagið var mjög. óþægi- legt og óþrifnaðurinn víða fram úr hófi. — Á hvaða leiðum flaugstu þar? — Ég var í flugi eingöngu með skemmtiferðafólk til Asíu, Afríku og Kanarleyja. — En hvernig stóð á því, að þú varst ekki lengur í því starfi? — Það gerðist af sjálfu sér, að ég hætti, því að flug- félagið fór á hausinn. Og við urðum varir við það, áður en ég hætti starfi. Það gerð- ist með þeim hætti, að einu sinni sem oftar lentum við á Mallorca, rétt fyrir jólin 1958. Og þar fengum við heldur varmar móttökur. — Vopnaðir tollþjónar komu, út á flugvöllinn og kyrrsettu flugvélina og alla áhöfn vegna ógreiddra flugvallar- gjalda. Við vorum sem sagt teknir í pant. Og þar vorum við í haldi yfir jólin. Þó væsti ekki um okkur, lifð- um í góðu yfirlæti. En ekki var okkur sleppt fyrr en bú- ið var að greiða allar lend- ingarskuldirnar, sem höfðu hlaðizt upp. Svo fór að stytt- ast í starfi okkar hjá flug- félaginu. Það varð gjald- þrota um áramótin. — Fenguð þið annars greitt kaup ykkar með skil- um? — Þegar okkur var sleppt úr haldi á Mallorca, gerði flugstjórinn sér lítið fyrir og Framh. á bls. 10 GÆTNIR OKUMENN VIRDIAUNAÐIR í tilefni 15 óra afmælis Samvinnu- trygginga ákvað stjórn félagsins að heiðra þá bifreiðastjóra sérstaklega, sem tryggt hafa bifreiðir sínar samfleytt í 10 ár, án þess að hafa valdið tjóni. Er þetta verðlaunapeningur, ásamt ársiðgjaldi af ábyrgðartryggingu fyrir tryggingarárið, sem hefst 1. maí n.k. 361 bifreiðastjóri mun hljóta þessi verðlaun og vilja Samvinnutryggingar nota þetta tækifæri til að óska þcim til hamingju með þennan árangur og þakka þeim góð viðskipti. Með fyrstu nýmælum Samvinnutrygg- inga í tryggingamálum var að veita afslátt, ef bifreið veldur ekki tjóni. Afslátturinn neimur nú 30% af iðgjaldi. Með tilkomu þessa afsláttar hafa Samvinnutryggingar sparað bifreiða- eigendum milljónir króna. Ef bifreið yðar er ekki þegar tryggð hjá Samvinnutryggingum, hefðu umbofi okkar eða tryggingamenn ánægju af að Ieiðbeina yður um hagkvæmustu bifreiðatryggingu sem völ er á. SAMVINNUTRYGGINGAR

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.