Vísir - 29.01.1962, Side 16

Vísir - 29.01.1962, Side 16
VISIR Mánudagur 29. janúar 1962 Glæsileg afmælishátíð I.S.I. * * HEIMDELLINGAR. Látið skrá ykkur til þátttöku í kvöldráð- stefnu Heimdallar, sem hefst kl. 18 á morgun í Sjálfstæðis- húsinu. Umræðuefni: Er það hlutverk ríkisvaldsins að jafna þjóðartekjunum? Frummælend ur verða: dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri og Jóhann Ragnarsson, hdl. — Stjórnin. tók nibri ísafirði í morgun. Brezkur togari tók snöggvast niðri skammt undan Arnarnesi í ísafjarðardjúpi sl. laugardag, en losnaði fljótlega og er ekki vitað að neitt alvarlegt hafi skeð í því sambandi. Frá afmælis- r r sýningu ISI Sýningin * Þjóðleikhúsinu í gærdag var hin skemmti- legasta og myndin hér að ofan er tekin, er hinn skemmtilegi hráskinnaleik- ur fór frarn, og sýnir leikara í gerfum frá byrjun 19. ald- ar fylgjast af ákafa með lciknum. (Sjá fleiri myndir í myndsjá, bls. 3, Ijósm. Vís- is: I.M.). í GÆR urðu landssamtök í- þróttamanna, íþróttasamband íslands, 50 ára. Var þessa merka afmælis minnzt um helgina. Opið hús í Sjálfstæðishúsinu. Á laugardag var kaffi- drykkja í Sjálfstæðishúsinu, og tók stjórn ISÍ þar á móti skara velunnara sinna. Mátti sjá þar á meðal marga hinna gömlu, sem kepptu undir merkjum sambandsins á æskuskeiði þess, s.s. Sigurð Greipsson frá Hauka dal, Halldór Hansen, lækni, Guðmund Hofdal, Ármann Dal mannsson frá Akureyri og Þór- arin Magnússon, skósmið. Fjórtán ræðumenn, urðu til þess að ávarpa afmælisbarnið, og sérhver færði sambandinu glæsilega gjöf. Meðal gjafanna eru 100.000 króna gjöf ÍBR í húsbyggingasjóð ÍSÍ, 10.000 kr. gjafir H. Benediktsson & Co. hf., Álafoss og Sjóvátrygginga, en allt eru þetta gjafir til minn ingar um látna frumherja ÍSÍ, Kristinn Jónsson Dalvík, gaf 5 þús. kr. og Þórarinn skólastjóri Þórarinsson Eiðum gaf 1000 kr. Sérsamböndin gáfu öll skemmti legar gjafir og táknrænar. T.d. Hrútshorn frá HSÍ, sem Ás- björn Sigurjónsson afhenti með þeim skýringum að íslenzkir handknattleiksmenn „væru harðir í horn að taka“. Yngsta sérsambandið afhenti við þetta tækifæri sinn fyrsta oddfána, Körfuknattleikssamband ís- lands, sem er eins árs í dag. Hátíðaveizlan að Hótel Borg. í gærkveldi fór svo aðalveizl an fram að Hótel Borg. Var veizlan hin veglegasta, margar ræður voru fluttar og góðar og höfðinglegar gjafir færðar ÍSf. Dr. Gylfi Þ. Gíslason færði ÍSÍ að gjöf frá ríkisstjóminni kr. 450 þús. og Geir Hallgríms son afhenti kr. 300 þús. frá borgarstjórninni. Báðar gjafim ar skulu renna í húsbyggingar- sjóð. Auk þessa fluttu erlendir fulltrúar ræður og gjafir, for- seti íslands, flutti ávarp ásamt Eiríki J. Eiríkssyni, Magnúsi Kjaran, Jónasi B. Jónssyni og Kristjáni Ingólfssyni. Fróölegar uwnrœöur ú rúösteinu Ráðstefnu Frjálsrar menning- ar um Sjálfstœði íslands og efnahagsbandalög, lauk á laug- ardaginn, og var hún hin fróð- legasta. Heljarmenni — og þjófur Spjöll unnin á bifreið Tvö innbrot voru framin hér í bænum í fyrrinótt. Brotizt var inn í Nesti við Suðurlandsbraut með þeim hætti, að brotnar höfðu verið tvær rúður, en hendi síðan smeygt inn eftir 20 pökkum af Camel-vindlingum. Hitt innbrotið var framið í Löggildingarstofuna í Skip- holti 17. Þar virðist heljarmenni hafa verið á ferð, því hann Hefir hlaupið á hurð sem lok- uð var með slagbrandi, 2X4 tommu þykkum, og kubbaði hann sundur. Samt sem áður varð sú ferð ekki til fjár, því þar inni var ekkert geymt nema vogir og aftur vogir og þær kærði þiófurinn sig ekk- Skemmdarverk. Síðdegis í gær voru unnin mikil spjöll á bifreið, sem stóð fyrir utan hús á Austurbrún. Fólk úr Hafnarfrði var gest- komandi 1 húsi þessu og skildi nýlega Chevroletbifreið, G-881, eftir fyrir utan á meðan. Um sexleytið, þegar fólkið ætlaði heimleiðis, var búið að stór- skemma bifreiðina. Var sýni- legt, að grjót hafði verið látið ganga á henni og var hún öll dælduð og beygluð og auk þess tvær rúður brotnar. Biður lögreglan þá, sem geta gefið um þetta einhverjar upp- lýsingar, að láta hana vita þeg- í stað. Ráðstefnuna sóttu um 60 manns. Eftir mjög greinargóð framsöguerindi, sem þeir Már Elísson hagfræðingur og Helgi Bergs verkfræðingur fluttu, hófust umræður, sem stóðu til kl. 7 um kvöldið, en ráðstefn- an hófst kl. 2. Tóku margir þátt í umræð- um, m. a. þeir Hannibal Valdi- marsson, Eysteinn Jónsson og dr. Benjamín Eíriksson. Dr. Jó- hannes Nordal, formaður félags- ins, stjórnaði- umræðum. Var það mál manna, að þetta nýja fundarform, óformlegar viðræð- ur í samtalsformi, hefði gefizt vel. Voru ýms atriði varðandi Efnahagsbandalag Evrópu rædd á ráðstefnunni og greinilegur vilji fundarmanna að komast að sem hlutlægustum niðurstöð- um. Framsöguerindi og umræður verða gefin út í bókarformi á næstunni. Þíða um land allt Þíðviðri var um allt Iand í morgun og 2—8 síiga þili kl. 8 — hvergi frost. — Á Austur- Iandi komst hitinn upp í 10—11 stig í gær. Nokkrar vegarskemmdir munu hafa orðið í hlákunni hér suðvestanlands, en hvergi al- varlegar, aðeins lítils háttar úrrennsli sums .staðar, eða þar sem hafði frétzt í morgun. Vísir átti tal við Selfoss í morgun og var þar sagt, að enginn teljandi vöxtur væri í straumvötnum, enda ekki við að búast, þar sem allt er snjó- laust jafnvel til fjalla. Eins- dæmi austan fjalls hve greið- fært hefir verið um allt í vetur, enda snjólaust. ntn ' Æ ' ' Irereturinn i Strornpieiknutn Myndsfáin á morgun

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.