Vísir


Vísir - 03.02.1962, Qupperneq 15

Vísir - 03.02.1962, Qupperneq 15
Laugardagur 3. febrúar 1962 V ISIR 15 Rauðhæröa hjúkrunarkonan — Sparkaðu þeim þá af þér. Hún beygði sig niður og rykkti öðrum skónum af fæti sér, en í því fauk af henni hatturinn. — Láttu hann fjúka, æpti hún. — Mér hefur alltaf fund- izt hann ljótur. En Sky hljóp til og náði honum og svo greip hann í handlegg hennar og nú hlupu þau enn eins og orkan leyfði. Jane hugsaði um það eitt að komast fram á bryggjusporð- inn. Það var ekki enn búið að draga upp landgöngustigann. Og það var ekki fyrr en hún var að klifra upp á skipið laf- móð, að hún varð þess vör að allir farþegamir stóðu á þil- fari og höfðu verið vitni að hlaupum hennar og Sky Daw sons og í miðjum hópnum stóðu þeir skipstjóri og Clay- ton læknir, báðir þungir á brúnina. — Ég vona, að þér hafið skemmt yður vel í landi, herra Dawson, sagði skip- stjóri háðslega. — Leitt, að þér skylduð verða að flýta yður svo í þágu annarra far- þega. — Ég bið afsökunar, skip- stjóri, sagði Sky alvarlega, — en ég leit á töfluna í morgun, og þar stóð að skipið færi klukkan sex. Skipstjórinn virtist álíta þetta ókurteist svar þótt Sky hefði mælt í kurteisum tón. — Ég vissi ekki, að þér væruð svo árrisull, herra Daw son, einkanlega eftir að hafa spilað póker alla nóttina. Burtfarartímanum var breytt klukkan hálfníu. Allir hinir farþegamir veittu athygli breytingunni, en raunar var það í samráði við Clayton lækni, sem ég breytti burt- farartímanum, svo að ég held, að félagi yðar, ungfrú Hamilton, hefði átt að geta sagt yður hver væri réttur burtfarartími. — Henni var sagt hver væri burtfarartími í tæka tíð, skaut Clayton læknir inn í hvasslega. Jane ætlaði í fyrstu að mót mæla, en ekkert varð úr því og hún mælti aðeins nokkur orð í afsökunarskyni. Það var satt, að læknirinn hafði tekið fram, að hún yrði að vera komin aftur í tæka tíð, en hún var viss um, að hann hafði ekki nefnt neinn ákveð- inn tíma. Og gagnslaust var að þrefa um þetta nú. Skip- stjórinn var þegar búinn að hringja í vélarúm og fyrir- skipa að leggja frá. Þegar Jane var komin í káetu sína var hún því fegin, að hafa haldið sér saman, komst hún að því sér til furðu, að hún var jafnleið yf- ir öllu, og hún sagði í afsök- unarrómi: — Ég bið þig að afsaka, Jane. Þetta var í rauninni allt saman mér að kenna. Clayton læknir bað mig að segja þér, að við ættum að sigla klukk- an fimm í stað sex. Og ég steingleymdi því. Þegar hann fréttir þetta verður hann bál- vondur. Og það sem verrk er: Ég glata trausti hans — og mér verður sagt upp starf inu. Jane snart við handlegg hennar: — Ég fer ekki að segja honum það, Polly. Og hvað sem öllu líður — og hversu hjákátleg sem við vorum á hlaupunum, þá náðum við í skipið. Og það er það, sem máli skiptir. — Já, það hefði verið grá- bölvað ef þið hefðuð ekki komið í tæka tíð, sagði Polly alvarlega. — „Madrigal" hefði látið úr höfn án ykkar — ella hefði skipið verið sett í sóttkví, hamingjan má vita hve lengi. — 1 sóttkví, sagði Jane á- hyggjufull. — Já, það er komin upp bólusótt í hverfi innborinna. Þess vegna fengu allir fyrir- skipanir um að koma þar ekki. Það var vegna þess, sem burtfarartímanum var flýtt. Og ég gleymdi að segja þér frá því. Og PoIIy fór að skæla eins og krakki. VII. kapítuli. Næstu dagana, á leiðinni til Istanbul, með viðkomu í Haifa, hafnarbænum nýja í ísrael, og Beirut í Líbanon, notaði Jane frístundirnar til bréfaskrifta eða lesturs, ann- að hvort í káetu sinni eða einhverju horni í lessal skips- ins, þar sem hún gat verið út af fyrir sig. Fyrsta sólar- hringinn eftir burtförina frá Alexandríu fannst henni á- vallt, að starandi augnaráð allra hvíldu á sér, og að menn væru að hugsa um hve hjá- kátlegt hefði verið að sjá K VIST Hefndin er sæt. hana á hlaupum á sokkaleist- unum, á harðaspretti eftir bryggjunni, þrátt fyrir það að frú Carter-Peterson og sumar hinar konurnar hefðu látið orð falla í þá átt, að hún hefði verið „ægilega sæt.“ þá sem endranær, en svo voru aðrar, sem ekki voru eins vinsamlegar, eins og Marlina Percival, sem hafði vikið að heppilegu vali hennar á f élaga í strandævintýri. — Þér eruð sannarlega sniðug stúlka, ungfrú Hamil- ton, sagði hún við hana, — að velja einmitt þennan indæla pilt, hann Schyler Dawson, fyrst þér endilega vilduð vera lengur í landi en leyfilegt var. Þessi ungi maður hlýtur að njóta einhverra forréttinda, fyrst skip með tugi farþega er látið bíða eftir honum. Þá gat Jane ekki stillt sig um að gjalda henni í sömu mynt. — Ég veit ekkert um hvort hann nýtur nokkurra forrétt- inda eða ekki -— og sannast að segja mjög lítið um hann, en vissulega hafið þér haft Barnasagan Kalli kafteinn 18 Prófessor Blaðgrænn fór með vini okkar enn lengra inn í skóginn, og sagði þeim ým- islegt skemmti- legt um hinar margvíslegu jurtir. „T.d. þessi“, sagði hann og benti á nokkrar risamargarétur, ,,þær eru kjötætur. Þið sjáið senni- lega þessar fallegu tennur, sem eru í munni þeirra. Þær geta stundum verið alinærgöngular, ef ég man ekki eftir að fóðra þær í tæka tíð." Stebbi stýri- maður æpti upp yfir sig. Ein FLJOTAIMDI EYJAN af margarítunum hafði beygt sig niður til að þefa af honum ... „Ég vil ekki vera hér,“ skrækti hann. ,,Eg vil fara heim i „Krák“, ég vil. . .“ „Já, en góði vinur", sagði prófess- orinn róandi. „Þessi Carnivera Bítari var fóðruð í morgun og fyrsta Iriukkutímann að þvi loknu, eru þær algjörlega skað- lausár. Höldum áfram, ég ætla að sýna ylckur heimili mitt. Hér er reglulega þægilegt að Hér er reglulega þægilegt að vera, þegar maður hefur vanið sig við aðstæðurnar". „Þér haldið þó ekki, að við ætlum að sotjast hér að“, sagði Kalli. Prófessorinn yppti öxlum. „Ég get ekki séð, hvernig þið ætlið ykkur að komast burt héðan, og auk þess getið þið hjálpað mér við starf mitt. Sjáið, hér er húsið mitt. Verið velkomn- ir og látið sem þið séuð heima hjá ykkur. miklu fleiri tækifæri en ég til þess að kynna yður þetta. En ekkjan fagra lét sér nægja að brosa — íbyggilega. Og Jane skildi það svo, að í því fælist þögul viðurkenning á því, að enginn karlmann- anna á skipinu hafði gefið sig eins mikið að henni og Sky — og að hún væri jafnframt að gefa í skyn, að ekki bæri að líta svo á, að hann meinti nokkuð með því, er hann gæfi sig dálítið að stúlku, sem væri bara ein af áhöfninni. Öðru máli væri að gegna um hana, hina suðrænu, fögru ekkju ... Það þuffti ekki til að neitt frekara gerðist, til þess að minna Jane á, að henni bar fyrst og fremst að sinna skyldustörfum sínum á skip- inu. Á dansle^mum og í landi með Sky hafði hún í rauninni verið á vettvangi, þar sem hún átti ekki að vera, og hún fyrirvarð sig fyrir, að hafa látið áhrifin af hinu áhyggju- lausa lífi farþeganna stíga sér til höfuðsins. Og hvernig sem velti öllu, sem gerzt hafði, fyrir sér, var niðurstaðan nú ávallt hin sama: Hún hafði starfi að gegna og starfs- skyldurnar urðu að sitja fyr- ir öllu. Á stundum veittist henni erfitt að svara engu, ef Clay- ton læknir kom með dylgjur út af strandferðinni í háðsleg um tón, og lét sér þá nægja að segja, að henni þætti leitt að hafa ekki komið til skips innan tiltekins tíma, en hún fann, að ef áframhald yrði á þessari framkomu læknis- ins, kynni hún að freistast til að svara honum fullum hálsi, en ekki ætlaði hún sér að bregðast Polly. — Ég geri ráð fyrir, sagði læknirinn háðslega eitt sinn, — að það sé ekki nema eðli- legt að ung stúlka í fylgd með slíku glæsimenni sem Schyler Dawson er, gleymi sér — jafn vel heilu skipi og farþegum þess —.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.