Vísir - 12.03.1962, Síða 1

Vísir - 12.03.1962, Síða 1
Iprentsmiðjunni í morgun 52. árg. mánudaginn 12. marz 1962. - 60. tbl. DAUBASL YS Sviplegt slys varð síðdegis í gær suður í Ytri Njarðvík, er maður vestan af Suðureyri, Jónas Sig- urðsson að nafni varð fyrir bíl og beið bana af. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, en þar verður mál þetta rannsakað,'sagði í morg- un, að rannsókn málsins væri á byrjunarstigi. Slysið hafði orðið skammt frá þar sem heitir í Ytri Njarðvík Borgarvegur. - Jónas Sigurðsson, sem vann á Keflavíkurflugvelli, hafði verið á leið til Keflavíkur, gangandi eftir þjóðveginum, er hann varð fyrir fólksbílnum G-174, og beið bana af. Jónas heitinn Sigurðsson var tæp- lega sextugur að aldri. Starfsmennirnir Þessar myndir voru teknar í morgun þegar unnið var að setn- ingu fyrsta blaðsins í hinni nýju prentsmiðju Vísis. - Efri myndin sýnir setjaravélamar. — Á neðri myndinni er starfslið prentsmiðjunnar. Fremri röð: Ásgeir íngólfsson, Guðmundur Benediktsson, Bjöm Magnússon, Kristján Róbertsson, Brynjar Bragason, Halldór Pálsson, Ásgrímur Benediktsson. Aftari röð: Guðmundur Eiríksson, Sigurður Gunnarsson, Bergsteinn Pálsson. SkóSa lokað aftur bátum lagt í höfn Keflavík: í morgun var í ráði að hefja kennslu á ný í barnaskól- UNGBARN DÓ ÚR BÓLUSÓTT \ Níu mánaða stúlkubarn lézt í gær í Wales úr bólusótt. Hafa þá látizt úr henni 4 sjúklingar. Staðfest var í gær, að bætzt' hefðu við 2 sjúklingar, sem eru; imeð bólusótt, en alls eru í sótt- ;varnadeildum 24 sjúklingar, og ; eru tveir þeirra hættulega veik- ■ir. ; anum hér í bænum, en honum var lokað fyrir síðustu helgi vegna þess hve inflúenzufaraldurinn hér hafði tekið mörg börn. 1 morgun kom f ljós að fjarvistir barna voru engu minni en daginn sem skól- anum var lokað. Var þá ákveðið að hefja ekki kennslu aftur fyrr en á fimmtudaginn kemur. Svo mikil brögð eru nú að inflú- enzunni hér í Keflavík, ekki að- eins meðal barna og unglinga, heldur og fullorðinna líka. Um helgina voru svo margir‘sjómenn veikir orðnir, að 3-4 bátar komust ekki á sjó, því ekki tókst heldur að fá menn í landi til að hlaupa í skarðið fyrir hina sjúku. Er flenz an mjög skæð hér í bænum. - Ingvar. Prentsmiðja VÍSiS hefur starf í dag setningu. Er þá vélin sjálfvirk og afkastagetan stór eykst. Vís- ir verður settur og að öllu unn- inn í hinni nýju prentsmiöju, en prentun blaðsins fer eftir sem áður fram f Eddu h.f. í hinni nýju prentsmiðju munu vinna 8 — 10 menn, en forstöðumaður prentsmiðjunnar er Guðmundur Benediktsson. Fór hann í heimsókn 'til Inter- type-verksmiðjanna í Banda- ríkjunum á s.l. vori á vegum blaðsins og kynnti sér nýjung- ar þar. Annaðist hann vélakaup- in og hefir ráðið fyrirkomulagi hinnar nýju prentsmiðju. Ekki er nema rúm vika síðan hafið var að setja upp vélamar og hefir það verk gengið vel. Það hefir annast Bjöm Magnússon f Vélsmiðjunni Meitli h.f. í dag tekur Prentsmiðja Vísis til starfa og er blaðið í dag fyrsta blaðið, sem sett er í hinni nýju prentsmiðju. Fullkomnar setjaravélar og fyrirsagnarvél voru fyrir skömmu keyptar frá Banda- ríkjunum, ásamt nýju fyrir- sagnar- og meginmálsletri. Hin nýja prentsmiðja er I sömu húsakynnum og rit- stjómarskrifstofur blaðsins og prentmyndagerð, að Laugavegi 178. Eykur hin nýja prentsmiðja mjög hag- kvæmni í gerð blaðsins og gerir ritstjóm þess unnt að vanda til útlits og uppsetn- ingar blaðsins meir en kleift hefur verið hingað til. Það eru 3 Intertype-setjara- vélar, sem keyptar voru í Bandaríkjunum til prentsmiðj- unnar, ault Ludlow-fyrirsagnar- vélar og alira annarra nauðsyn- legra áhalda. Setjaravélamar em af nýjustu gerð og hrað- gengari en þær vélar, sem áð- ur hafa flutzt til Iandsins. Þær setja 12 línur á mínútu, en eldri gerðir aðeins 6 til 7 lfnur. Auk þess eru tvær vélanna sérstak- lega útbúnar fyrir Teletype- \ \ >

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.