Vísir - 12.03.1962, Síða 4

Vísir - 12.03.1962, Síða 4
4 VISIR 11 >' f Mánudagurinn, ,12. marz J962 * MENNINGARGJÖF FRA BONDA nemur mi onnm Það er á tiltölulega fárra vit- orði að eitt af beztu bðkasöfn- um á íslandi er geymt á bónda- Dyli á -inum afskekktasta út- kjálka landsins - Melrakka- sléttu. Þetta mikla bókasafn á tilveru sína einum manni að þakka og sá maður er Helgi Iiristjánsson, bóndi í Leirhöfn. Með elju og frábærum dugn- aði, ásamt miklum tilkostnaði, hefur Helga á nokkrum áratug- um tekizt að viða að sér nokkr- um þúsunda binda af ísienzkum bókum, gömlum og nýjum og megnið af þeim hefur hann bundið inn í vandað skinnband með eigin hendi. Helgi kveðst ekki hafa kastað tölu á bækur sínar, en sam- kvæmt lauslegri áætlun telur hann að þær séu a.m.k. 6-7 þús- und talsins - miðað við binda- fjölda. Og ef maður setur til gamans upp dæmi um kostnað- inn við bókband á þessum 6-7 þúsund bindum og reiknar með 150 krónum á hvert bindi, sem venjulegir bókbindarar myndu varla telja ofrUknað, myndi sá kostnaður einn nema allt að 1 millj. króna, Hvers virði bæk- urnar sjálfar eru, utan bands- ins, skal hér ekki dæmt um og ekkert mat á það lagt. En svo kemur rúsínan í pylsu endanum, og hún er sú, að einn góðan veðurdag tók Helgi í Leirhöfn þá ákvörðun að gefa sitt verðmæta bókasafn. Það þarf rausn til, en þeir sem þekkja Helga vita að þessi gjöf er heils hugar. Nú er safnið eign Norður-Þingeyjarsýslu, en ennþá í vörzlu Helga og um- sjá. Helgi í Leirhöfn situr þessa dagana á Búnaðarþingi í Reykja vík og Vísir notaði tækifærið til að spyrja hann nokkurra spurninga um bókasafn hans og bókasöfnun. - Ég hef líklega fengið þessa bakteríu sem barn, sagði Helgi - því þegar ég var 7 eða 8 ára gamall spurði ég mömmu gömlu hvað hún vissi um bækur Og mamma vissi töluvert mikið um bækur, bæði guðsorðabækur og Bókmenntafélagsbækur með öðru fleiru. Margt af þeim hafði hún séð á Skinnalóni og Sig- urðarstöðum, en það voru mestu bókaheimili á Sléttu i þann tíð. Sjálf áttu foreldra; mínir lítið af bókum nema eitt- hvað af guðsorðabókum, mest illa förnum og titilblaðslausum. Margar þeirra hafa glatazt, enda var þeim lítill sómi sýnd- ur, en sumar eru þó til ennþá. - Þú áttir líka bróður, sem var merkur bókasafnari? - Já, Jóhann bróðir minn safnaði líka bókum og sérstak- lega eignaðist hann merkilegt ævisagnasafn, sem seinna komst til Frakklands, en mun nú vera í eigu Péturs Bene- diktssonar bankastjóra. Jóhann hafði sérstakan áhuga fyrir ætt- fræði svo sem kunnugt er, en viðaði að sér miklu af öðrum bókum, ýmislegs efnis. Á okk- ur Jóhanni var mikill aldurs- munur, hann var elztur okkar króna alsystkina, en ég yngstur. Þess vegna hafði ég ekki mikil kynni af honum, því ég var ekki nema 10 ára þegar hann fór að heim- an. Samt man ég eftir því að hann sagði mér frá því nokkru áður en hann dó, en þá leigði hann stórt herbergi í Miðstræti, að ef hann hefði látið allar þær bækur, sem hann hefði eignazt um dagana inn í herbergið og staflað þeim frá gólfi til lofts, myndi hann ekki rúmast þar sjálfur. Þetta sýnir að hann hef- ur eignazt mikið af bókum, en þær dreifðust út um hvippinn og hvappinn, aðaldýrmætið komst til Frakklands, og sjálfur á ég ekki nema 1 eða 2 bækur úr safni hans. Ævisagnasafn Jó- hanns mun vera talið eitt hið bezta sem til er. - Hvenær byrjaðir þú sjálfur að safna bókum? - Upphaf þess má rekja til minnar fyrstu ferðar úr föður- garði. Það var árið 1913 að ég fór til Reykjavíkur að læra bók- band hjá Sigurði Jónssyni bók- bindara á Lindargötu. Áður hafði ég að vísu notið sæmilegr- ar undirstöðu í þessari grein og bundið talsvert'. Mér hefur æv- inlega þótt gaman að því. Þennan vetur má telja upp- haf minnar bókasöfnunar. Þá keypti ég það sem þá var enn óselt af bókasafni Ásgríms Magnússonar skólastj. í Bergs- staðastræti 3. Það kostaði 200 krónur, sem var blátt áfram óviðráðanleg upþhæð í þá daga fyrir venjulegan sveitamann, sem ekkert átti. Til þess að ráða fram úr fjárhagsvandræð- unum var ég kominn á fremsta hlunn með að ráða mig sem kaupamann austur í Flóa fyrir 18 krónur á viku. Þessi bóka- kaup jafngiltu þv£ þriggja mán- aða venjulegu kaupi. Aðal uppi- staðan í þessum bókakaupum voru tvö tímarit, Lærdómslista- félagsritin og Ný félagsrit. Hitt allt var dót. En þetta var nokk- ur stofn og með honum mynd- aðist bakterían. Þennan sama vetur keypti ég líka talsvert af bókum á upp- boðum, sem haldin voru í Gúttó. - Hittirðu ekki þar ýmsa kunna bókamenn og safnara? - Vafalaust hafa þeir verið þar viðstaddir, en ég var þarna eins og hver annar sveitadKing- ur, sem engan þekkti. Þó man ég eftir Kristjáni Kristjánssyni fornbóksala. - Svo hélztu áfram að safna? - Lg reyndi að potast áfram hægt og sígandi. Lagði mesta áherzlu á að ná saman tímarit- um, en annars hirti ég hvern pésa, sem ég komst höndum yfir og ekki var allt of dýr fyrir pyngju mína. Árin 1916-18 voru dauð í söfnun minni. Ég dvaldi þá í Noregi og hugsaði ekkert um bækur, nema ef vera skyldi að losa mig við eitthvað af þeim. Þessi ár gaf ég talsvert af erlendum bókum til bóka- safns Norður-Þingeyinga, sem nú er geymt á Kópaskeri. Þetta er allmerkilegt safn, en í því eru einvörðungu bækur á er- lendum málum. - Hvenær hófst svo söfnunln á nýjan leik? - Strax og ég kom heim aft- ur. Reyndi þá að tína saman eftir föngum, en bar lengi vel lítinn og illan afrakstur. Ég var heima hjá mér norður á Sléttu og þar var yfirleitt ekki mikið að hafa af bókum. Svo kom þar að ég gekk í bókabindindi í heilan áratug. Það var árabilið 1923-1933. Þá staðfesti ég ráð mitt og hóf bú- skap. Peninga hafði ég ekki um- fram þarfir, en keypti þó ein- stöku tímarit til þess að hafa eitthvað að lesa og fylgjast með þv£ sem gerðist 1 heiminum. Á þessum árum varð ég af mörg- um verðmætum pésa sökum peningaskorts, en aðeins þeir auðfengustu staðnæmdust hjá mér. - Hvað skeði siðan eftir þessa löngu bindindishrotu? - Ekki annað en það sem venjulega skeður þar sem sjúk- dómurinn er i blóðinu - krabba- meinið £ h'kamanum. Það er ekki um neitt að gera annað en gefa eftir. Ég man sérstaklega eftir einu ákveðnu atviki seint á kreppu- árunum. Þá barst mér f hendur bókaskrá ásamt verði þeirra. Ég settist niður og skrifaði langan pöntunarlista. Svo varð mér sú skyssa á - sem aldrei skyldi verið hafa - að ég lagði upp- hæðina saman. Þá blöskraði mér. Hún skipti mörg hundruð krónum og það var meira en venjulegur sveitamaður gat leyft sér. Slikt athæfi hefði verið hreinn glæpur f augum almenningsálitsins. Þess vegna stakk ég pöntun minni undir stól. Nokkrum árum seinna fór ég að glugga f þennan sama Iista. Þá voru allar beztu bæk- \ urnar uppseldar og ég hef sjald- an séð eftir öðru meira en að drýgja ekki þann glæp, sem ég hafði upphaflega hugs- að mér að fremja gagnvart al- menningsálitinu og minni eigin pyngju. - Margt hefur að sjálfsögðu skeð bæði til hamingju og hrell- is á bókasöfnunarferli þfnum? - Því er ekki að neita. Sér- staklega man ég eftir þvf fyrsta veturinn sem ég var að heim- an. Þá hafði ég f fórum mfnum hér í Reykjavík fágætan pésa, sem var um „herhlaup Tyrkj- ans“ á íslandi. Einn góður mað- ur sá þenna pésa hjá mér og hirti hann, en ég hafði ekki bein í nefinu til áð synja hon- um um hann eða halda aftur af honum. Þenna bækling hef ég aldrei eignazt síðan og aldrei átt kost á honum. Margt væri hægt að segja um hina hlið n.álsins, en ég læt hér við sitja. - Hvað telurðu að séu mörg bindi f bókasafni þínu? Framh. á 5. síðu. Rannsóknarstofa vor er ein af fullkomnustu rannsóknarstofum sinnar tegundar í Evrópu. Það tryggir yður gæði framleiðslu okkar. Mawah(

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.