Vísir - 12.03.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 12.03.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Mánudagurinn 12. marz 1962 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjórar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. - Steindórsprent h.f. - Edda h.f. MIKILL ÁFANGI _ f I dag er miklum áfanga náð í sögu Vísis. I fyrsta sinn frá því Vísir var stofnað- ur, fyrir meir en hálfri öld, er blaðið sett og unnið í eigin prentsmiðju. Eins og frekar er greint frá á forsíðu blaðsins í dag hefir Vísir fest kaup á mjög fullkomnum véla1- kosti í Bandaríkjunum, sem nú hefir verið tekinn í notkun. Eigin prentsmiðja skapar hlaðinu mjög bætt starfsskilyrði, auk þess sem hún stuðlar að sparnaði í rekstri blaðs- ins, Stofnun prentsmiðju er lokaþátturinn í þeirri áætlan stjórnar Vísis að stækka blað- ið og veita því hina beztu tæknilegu aðstöðu, sem völ er á. Fyrir tæpu ári var blaðið stækkað upp í sextán síður og það kapp- kostað að gera efni þess sem fjölbreytileg- ast. Eftir nýjárið í vetur stofnaði blaðið sína eigin prentmyndagerð og nú fyrir skömmu fékk ritstjórnin ný og rúmgóð húsakynni til afnota. Er starfsemi blaðsins nú öll undir sama þaki, svo sem vera ber. Vísi er það gleðiefni að lesendurnir hafa kunnað vel að meta þær breytingar á blað- inu, sem hin bætta aðstaða hefir gert kleif- ar á síðasta ári. Hugur þeirra til blaðsins sést skýrast á því að upplag Vísis hefir auk- izt um 70% á þessu tæpa ári. Og á síðustu vikunum hafa á annað þúsund nýir áskrif- endur bætzt í hópinn. Vöxtur Vísis og viðgangur gerir blaðinu kleift að túlka stefnu sína fyrir æ fleiri ís- íendingum. Sú stefna er stefna sjálfstæðis, framfara og menningar. Enn sem fyrr mun Vísir berjast ótrauður fyrir þeim málum, sem hann telur horfa til hags og heilla fyrir hina íslenzku þjóð. I dag er þjóðin stödd á krossgötum og hennar bíð’a erfiðar ákvarðanir, jafnt í utan- ríkis sem innanríkismálum. Mikils er því um vert að vandamálin, sem fram undan eru, séu túlkuð á hlutlægan og hreinskilinn hátt. Það er forsendan fyrir því að þjóðin fái valið þann kostinn, sem hagkvæmastur er og tryggt efnahagslega og stjórnmálalega far- sæld sína á ókomnum árum. Vísir telur það meginhlutverk sitt að veita liðsinni yið það erfiða val. ALSÍR í sárum að loknu 7 ára stríði UM þessar mundir eru full- trúar Frakka og Serkja að Ijúka samningum um vopna- hlé í Alsír og um framtíð landsins sem nú bætist í tölu sjálfstæðra ríkja. Frétta ritari Vísis í London, Sylv- ain Mangeot, hefur sent biað inu greinaflokk um vanda- mál hins nýja ríkis og birt- ist fyrsta greinin hér. NÚ eru tímamót í Alsír, þegar landið hlýtur sjálf- stæði. Þá verður hvarvetna leitað svars við þessum spurningum: — Hverjar eru horfurnar fyrir Alsír sem nýtt sjálfstætt ríki? Verður hægt að binda endi á hina sjö ára gömlu styrjöld og verður hægt að koma í veg fyrir að leynisamtökin OAS stefni þjóðinni í voða? ★ Auð héruð. Hernaðarátökin hafa farið þannig með efnahag lands- ins, að sárin eru mörg, op- in og ógróin, og hætt við að sum græðist seint og illa. Fólkið í sveitahéruðunum, einkanlega í grennd við landamæri Túnis og Mar- okko, hefur flosnað upp — eða verið flutt burt og því komið' fyrir annarsstaðar, - af hernaðarlegum ástæðum. Landbúnaðurinn, sem enn er traustasta stoðin, sem efnahagslífið hvílir á, hefur eðlilega beðið hnekki við þetta, og ofan á þetta hefur bætzt og gert illt verra glund roði á hinum miklu land- eignum, sem eru í eigu manna af Evrópustofni. Venjuleg viðskipti út á við, sem eru aðallega við Frakkland, hafa ekki trufl- ast eins alvarlega og við mætti búast, en dregið hefur úr erlendri fjárfestingu tekj- ur af erlendum ferðamönn- um hafa rýmað stórlega, og öll sveitarstjórn inni í landi hefur raunverulega legið niðri. Þótt fjarstæðukennt kynni að þykja, hafa Mú- hammeðstrúarmenn í bæj- unum bætt afkomu sína, en í fjallahéruðunum og öðrum lítt byggðum héruðum fjarri strandsléttunni hafa menn tekið þá afstöðu að bíða á- tekta, og draga fram lífið við kröpp kjör, og kvarta lítt, því að þeir eru ekki betra vanir. Við hliðina á þessari öm- urlegu mynd er hægt að draga upp aðra, sem sýnir, að þróun í rétta átt hefur átt cér stað, en þessu hefur / oft gleymst að veita athygli í hita styrjaldarinnar og stjórnmálaþrasinu. ★ Olía og náttúrugas í Sahara. Olíufundurinn í Sahara mun reynast hinn mikilvæg asti fyrir framtíð landsins og neðanjarðar olíulindirnar eru ekki hinar einu, sem þar hafa fundizt. Náttúrugas hefur einnig fundist þar og mikið af því. Þarna eru til komnar efnahagsstoðir und- ir Alsír framtíðarinnar - og þessar nýju stoðir munu reynast traustar. Það er því engin furða, þegar tekið er tillit til þess vert að doka við og geta þeirrar staðreyndar, að í Alsír, sem í meira en heila öld hefir opinberlega verið hluti Frakkaveldis, eru fjöl- mennar iðnaðarstéttir í bæj- unum og eru þá taldir með þeir alsírsku verkamenn, er starfandi eru í Frakklandi. Flest önnur Afríkulönd sem nýlega hafa fengið sjálf- stæði eða eru að fá það eru Ben Khedda, forsætisráðherra útlagastjómar Serkja. hve mikilvægar þessar auð- lindir eru, að þjóðemissinn- ar hafa þráast við að halda í kröfurnar um yfirráð í Sa- hara. Og einnig má mönn- um af þessu ljóst vera hvers vegna þeir hafa nú fallist á hlutdeild Frakka í hagnýt- ingu þessara auðæfa. Ábyrg- ir leiðtogar þjóðernissinna f Alsír vita, að þetta er eina /. grein um Alsir eftir Sylvain Mangeot fréttaritara Visis i London skjótfarna leiðin til velmeg- unar og mannsæmandi lífs- kjara í fyrirsjáanlegri fram- tíð. ★ Framfarir í bæjunum. Framfarir í bæjunum hafa verið miklar jafnvel eftir að styrjöldin hófst fyrir 7 ár- um, og það var í reyndinni kominn skriður á stórkost- legar framfarir þar löngu fyrir hana. Fjölda margar iðngreinir hafa komist á fót og það hefur verið lagt húsabyggingar bæði fyrir fólk af Evrópustofni og Mú- hammeðstrúarmenn. Nú er miklu verr sett í þessum efnum. í Alsír eru stéttir sérþjálfaðra iðnaðarmanna og starfsmanna og talsvert fjölmenn stétt háskóla- manna í öllum greinum. — Alsír hefur því mönnum á að skipa sem eru miklu bet- ur færir um að taka á sínar herðar ábyrgðarstörf heldur en aðrar Afríkuþjóðir, sem skemmra eru á veg komnar. ★ Kyrrð þarf að komast á. Það eru þannig fyrir hendi traustir stöplar til að byggja ofan á, en allt veltur á, að unnt verði að draga nægilega úr hirini stjórn- málalegu ólgu í landinu, til þess að vinna skipulega að umbótum og framförum. Fari nú svo, eins og margir óttast, að meginþorri fólks af Evrópustofni styðji of- beldisstefnu ofstækisfullra O.A.S. Ieiðtoga á tímabilinu frá því vopnahléið gengur í gildi og þar til landið fær sjálfstæði eru horfumar vissulega ískyggilegar jafnt fyrir Múhammeðstrúarmenn sem fólk af Evrópustofni, því að í rauninni er allt und- ir því komið að þá ríki frið- ur og menn búi við öryggi. De Gaulle hefur ekki hvik að, heldur hætt á að halda Framh. á 5. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.