Vísir


Vísir - 12.03.1962, Qupperneq 9

Vísir - 12.03.1962, Qupperneq 9
Mánudagurinn 12. marz 1962 Frumsýning . Þjóðleikhússins á söngleiknum My Fair Lady s.l. laugardagskvöld er einn mesti við- burður, er hér hefir sézt á leik- sviði, og sjaldan hafa leikhúsgest- ir hér gefið leikendum byr undir vængi með þvílíkum fagnaðarlát- um. Aldrei hefir sézt hér annar eins glæsileiki og íburður á sviði, með dunandi dans mörghundruð fóta og svellandi söng. Nokkrir á- gætustu leikkraftar okkar tóku. þátt í sýningunni. Hér gerðist og hið fáheyrða, að stúlka svo til ó- lærð í leiklist er látin fara með aðalhlutverk í dýrustu leiksýningu á æðsta leiksviði landsins - og stóðzt raunina ótrúlega vel. Með tiltæki sem þessu er vissu- lega teflt í tvísýnu og geysimikið í húfi, að ekki mistækist, því að með þessu hlutverki stendur leik- urinn eða fellur. Það er sannar- lega ekki til eftirbreytni að „grísa“ svona eða gera leiksýn- ingar að „liappdrætti“, með því að ganga framhjá lærðum starf- andi leikkonum, sem trúlega myndu ráða við hlutverkið, en labba sig I staðinn út á götu „í stjörnuleit", ætla mætti, að ráða- menn hafi talið sig andlega ná- skyldan prófessornum í leikritinu, sem fullyrti, að hann gæti um- skapað mállausa telputyiðru af göt- unni í menntaða hefðarmey á fá- um mánuðum. Um þetta má auð- vitað deila fram og aftur en verð- ur ekki fjasað meira um það að þessu sinni. Aaðalatriðið er það, hverjum kostum stúlkan er búin og kemur fram sem leikkona, m. ö. o. hvernig leysir hún hlutverk sitt af hendi? Útlit hefur hún á- gætt til að falla inn í hlutverkið. Hún leikur frjálslega, áreynslu- og Tilgerðarlaust, reynir ekki að sýn- ast eða gera annað en það sem henni er ætlað, heldur sér við það, sem henni er trúað fyrir, svipað og Eliza, sem ráðlagt var að tala ekki um annað á Ascot- veðreiðunum en veðrið og heilsú-' farið, en einmitt þetta atriði lék Vala Kristjánsson svo eðlilega og stórskemmtilega. Svo vill raunar til að þetta er söngleikur, og því ætti góð söngrödd að teljast sjálf- sagður eiginleiki aðalleikenda. En þar er veikasti hlekkurinn hjá Völu. Að vísu bætir hún það tals- vert upp með því, að hún er músíklösk í bezta lagi. En ósköp er röddin lítil, og hljðmsveitin verður að bæla sig tasvert til að aðalröddin í leiknum heyrist. Ekkert virtist þetta samt „fella" hana í áliti hjá leikhúsgestum, þeir hlustuðu bara þeim bun bet- ur til að missa ekki af neinu, sem frá henni kom. Hún fór með sigur af hólmi, þrátt fyrir allt. Ekki verður spáð um framtíðarframa Völu, en það hlýtur samt að lofa góðu, hvernig hún leysir af hendi sitt fyrsta hlutverk, Elizu Doo- little. Talsvert hlýtur leikstjórinn, Sven Age Larsen, að vera skyggn á hæfileika fóiks til að lifa og leika á sviðinu, en þótt hann sé sjálf- sagt harðjaxl hinn mesti í sínu verki, þá getur maður ekki var- izt þvf að ætla, að hann hafi farið ósköp mildum höndum um þessa ungu leikkonu til að láta það ekki bregðast, að hún réði við þetta hlutverk. Og það tókst. Ef einum leikara má verða stuðningur að öðrum, og hvað er trúlegra, þá hlýtur Vala að hafa fengið eitthvað af öryggi sínu af samleiknum við sína „nánustu" í hinum harða skóla, þeim ágætu leikurum okkar Rúrik Haraldssyni (prófessor Higgins) og Róbert Amfinnssyni (Pickering ofursta). í byrjun leiks er Rúrik tæpast kom- ViSIR Þjóðleikh úsið: MY FAIR LADY Söngleikur i 2þáttum, byggður á leikritinu „Pygmalion“ eftir BERNARD SHAW OG SAMNEFNDRI KVIKMYND EFTIR GABRIEL PASCAL Texti: ALAN JAY LERNER, tónskáld: FREDERICK LOEWE inn frá því að vera hann sjálfur, en innan skamms hefir hann kafað inn í hlutverkið, og upp frá þvf er hann þar, sýnir beztu hliðar bæði sinnar kómisku gáfu, hjálp- arleysi mömmudrengsins og til- litsleysi piparsveinsgrúskarans, sem allt verður að víkja fyrir hans duttlungum og gerir sér eng- an mannamun í ósvífni sinni. Ró- bert Arnfinnsson leikur ofursta, sem gengur með sama áhugamál og Higgins og er reyndar mun „prófessorslegri" en sjálfur pró- fessorinn. Samtal hans við frú Higgins og símtalið við Scotland Yard verða minnisstæð, eða tauga- stríð hans út af því hvernig götu- stelpunni reiði af að standa sig sem hefðarmær. Ævar Kvaran f hlutverki Doolittle föður Elizu fær að leika lausum hala og notar það en ofleikur aldrei. Hann not- ar að vísu allan líkamann, en engu síður aðdáunarvert er það, hve hann beitir dásamlegri mímík. Hann er svo ósvikinn áhyggjuleys- ‘fngi og lífsnautnarseggur, að mann dauðlangar til að skreppa með þeim inn á „pöbbinn", honum og félögum hans Harry-. (Árna Tryggvasyni) og Jamie (Bessa Bjarnasyni). En það eitt er út af fyrir sig 190 króna virði að horfa á, þegar þeim er fleygt út og fara á kostum úti á strætinu, einkum þegar hin reiða kona (Emilía Jón- asdóttir) vaknar og kemur út í gluggann til að lesa yfir þeim út af öllum djöfulganginum. Það er erf- itt að hugsa sér, að það atriði hafi annarsstaðar verið gert skemmti- legar. Lárus Pálsson kemur nú fram á leiksviðið eftir langa fjarvist, stendur stutt við, en dregur upp á sinn máta furðulegan karakter, ekki laust við að hann minni á frægan íslending, en þó ekki svo nauðalíkan, að ekki megi alveg eins kalla þetta skáldskap Lárusar sjálfs. Af öðrum minni hlutverk- um er helzt freistandi að nefna frú Hopkins (önnu Guðmundsdóttur), frú Higgins (Regínu Þórðardóttur), barþjón (Baldvin Halldórsson), lít- i hlutverk en fyllt vel út í mynd- ina. Annars eru ekki tök á að teja upp allt það fjölmenni, sem teflt er fram á sviðið. Leikstjórinn þekkir þennan leik út og inn, sem allsstaðar er settur upp á sama hátt. Larsen veit úpp á hár, hvað til þarf, og þannig hefir það gerzt, sem engan hér óraði fyrir, að út- koman yrði eins góð og raun hef- ir á orðið. Hann hefir beitt eitil- hörku, hlýtur að vera, og ótrúlegt, hvað honum hefir orðið ágengt í kapphlaupi við tímann. Eftir er að geta þess manns, sem I á máske mestan heiður skildan í sambandi við þessa sýningu, ball- ettmeistarann Erik Bidstad. Stjórn hans á dönsunum og sviðsetning | hans á hópatriðum er örugglega eitt mesta afrek sinnar tegundar, sem hér hefir verið unnið. Dans- inn, einkum við „útför“ Doolittles í hjónabandið, er með þeim firn- um, að áhorfendur stóðu á önd- inni. Einkum verður hann erfiður dansmeyjunum, því að öll hlaup- in, stökkin og endasteypingarnar verða þeim því erfiðari, hvað þær eru mikið og þungt klæddar. Þó að vottaði fyrir því, að ein þeirra væri að falla í ómegin, var þetta ægifallega gert, mikil samstilling dansmeyja okkar og atvinnudans- ara frá útlandinu. Þetta var þá hægt að gera líka hér. En það er það er það sem einkennir þessa sýningu, að ég hef aldrei annað eins stökk séð tekið frá lokaæf- ingu og yfir í frumsýningu kvöld- ið eftir. Síðustu nóttina hafa allir stjórarnir tekið hver annan og allt sitt fólk svo til bæna, að þar sem mikið sýndist á skorta, hafa allir þræðir verið dregnir saman, allir tekið á öllu sinu. Og sjá: Sem sagt gott. 1 rauninni var erfitt að trúa sínum eigin augum, að þetta væri hægt hér í salnum þótti mörgum sem þeir væru fremur staddir í útlandinu en hér heima. Hvert er svo verk „höfund- anna“? Engin dul er dregin á það, að hinn ameríski Alan Jay Lerner gangi í sjóðinn hjá Bemhard Shaw, og það hefir honum ekki reynzt alveg ónýtt. Allt, sem nokkurs er virði, er reyndar frá þeim gamla gráa komið. Ekkert getur Lerner lagt persónum í munn, sem komizt getur í sam- jöfnuð við leikritið Pygmalion. Kveðskapur Lerners er svo létt- vægur, sem hann getur verið, oft yfirtaks flatneskjulegur og hvergi örlar á frumleik. Það er músíkin sem heldur honum á flugi. Þó er músík Loewes hvergi neitt sér- stætt og nær engri átt að kalla þetta „söngleik aldarinnar", eins og einhversstaðar hefir verið svo orðað. Hún er mjög í stílnum, sem tíðkazt hefir í Ameríku undan- farna áratugi, Lerner er lagvís í bezta lagi, en að músík hans taki nokkuð fram því sem þekkt er orðið aí t. d. söngleikjunum Oklahoma og South Pacific, það fæ ég ekki séð, þótt um slíkt megi auðvitað endálaust deila. En hvað sem því líður, hvort sem við vild- um gjarna fá hið sígilda verk Shaws ómengað og ólimlest á leik- svið okkar, það hefðu margir heldur kosið, þá er því ekki að neita, að það hefði auðvitað aldrei notið sín hér á okkar „mælta máli“, jafnvel enn síður en þessi hrærigrautur, sem er, þegar allt kemur til alls, býsna bragð- góður grautur og skemmtilegasta upplyfting. Við þurfum varla að vera hörundssárari fyrir „meðferð- inni“ á Shaw en þeir, sem telja hann sinn heimamann. Við erum býsna kröfuharðir og teljum annað eins og þetta „III. meðferð á skepnum". Shaw stendur og blífur, miklu lengur en þessi söngleikur. En allt um það er þetta hreinasta fyrirtaks skemmtun, það er dauð- ur maður, sem ekki hefir af hon- um góða glaða kvöldstund og heldur svo áfram að syngja hann Framh. á 10. síðu. Fyrsta atriði I. þáttar: Utan við Konunglegu óperuna í Covent Garden, kuldalegt marzkvöld. Þar fann prðfessor Higgins blómasölustúlkuna Elizu. , ■ i Y! vV‘h;, ,r,-; .',vr/ ii’ri',: ' /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.