Vísir - 12.03.1962, Qupperneq 10
w
VISIR
Mánudagurinn 12. marz 1962
Eliza að læra sitt „eigið móðunnál“ hjá prófessor Higgins.
MY FAIR LADY
Framh. af 9. síðu.
fyrir sjálfan sig eins og hann lyst-
ir. Og ef Þjóðleikhúsið hefir efni
á að veita þessa skemmtun, þá
það um það. Hvort kann fólkið
betur að meta hana en hið af-
burða góða leikrit Húsvörðinn,
sem við sáum á þessu sama sviði
fyrir nokkrum vikum, og var tæp-
lega messufært með nema á fáein-
um sýningum, og það þótt leikarar
Nauðsyn —
Framh. af 7. síðu.
Hlaut þessi tilraun okkar
mikið Iof á ráðstefnunni og vís-
aði veginn til aukinnar iðnvæð-
ingar á fjölbreytilegum sviðum,
og þótt dæmið væri ekki stórt,
þá því gleggra um það, sem
gera mætti skynsamlega í þess-
um efnum.
- Að lokum þetta: Hvað er að
segja um afstöðu arkitektanna
tii hinnar nýju þróunar, sem
hér hefur verið rætt um?
- Þetta atriði var mikið rætt
á ráðstefnu norræna byggingar-
dagsins og allmikið um það rit-
að. Að sjálfsögðu hlýtur þessi
þróun að hafa talsverð áhrif á
uppeldi og nám arkitektanna,
og þeir nálgast æ meir bygg-
ingarverkfræðina. Arkitektinn
þarf í ríkari mæli en áður að
geta tileinkað sér þá tækni, sem
fjöidaframleiðsla byggingar-
hluta, jafnvel heilla húsa, gerir
ráð fyrir, og verður þar af leið-
andi ekki eins sjálfráður gerða
sinna. En það er eins með arki-
tektinn og handverksmanninn, |
að hin nýja byggingartækni og
iðnvæðing hennar getur aldrei
orðið sönn eða rétt lausn, nema
hún byggist á listrænni sköpun
og handbragði fagþekkingar
einstaklingsins, sem byggir á
erfðavenjum. Vélin ein og kald-
ar stærðfræðilegar formúlur
geta aldrei verið lausnin. Því
er leiðbeiningastarf arkitektsins
og listrænt uppeldi jafnnauð-
synlegt og fyrr.
Verkefni hans verður þannig
víðtækara á öllum sviðum hinn-
ar nýju byggingartækni, því
arkitektinn þarf þar að halda
öllum þráðum saman og hafa
fullkomna yfirsýn yfir heildar-
framkvæmdir.
okkar þar, bæði af eldri og yngri
kynslóðinni sýndu þar listrænasta
leik, sem hér hefir sézt lengi.
Um hið íslenzka mál á My Fair
Lady er það að segja, að við eigum
vitaskuld ekkert, sem náð getur
tungutaki bólmasölustúlkunnar úr
austurbænum í London. Með sam-
vinnu þýðenda og annarra mál-
fróðra manna hefir verið steypt
saman flámæli, latmæli og helztu
hljóðvillum, sem hér tíðkast og
fleiri og fleiri íslendingar eru að
smitast af, og við það verður að
brúkast, og varla hægt að komast
öðruvísi af. Lausa málið eftir
Ragnar Jóhannesson er yfirleitt
satt talmál auk „mállýzkunnar".
Þýðing Egils Bjarnasonar á ljóðun-
um er allmisjöfn að gæðum, ágæt
sumsstaðar, en á stöku stað nokk-
uð óþjál, og hefir hann þó víst sí-
fellt verið að breyta henni, og hún
Þýðendur: EGILL BJARNA-
SON og RAGNAR JÓHANN-
ESSON
Leikstjóri: SVEN AGE
LARSEN
Dansar og sviðsetning hóp-
atriða: ERIK BIDSTED
Hljómsveitarstjóri:
JINDRICH ROAN
Leiktjöid: OLIVER SMITH
Búningar: CECIL BEATON
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
ÍSLANDS leikur.
batnað eftir því, sem hann tekur
hana frjálsari tökum. Þó fer hún
furðulega vel í flutningi. Egill má
nefnilega gjarna yrkja hana eftir
eigin höfði, frumtextinn er ekki
það burðugur. Og mega skáld
ekki alveg eins taka sér skálda-
leyfi gagnvart skáldi?
Gunnar Bergmann.
MINNINGARORÐ:
ÓLAFUR ST. ÓLAFSSON
vélsmíöameistari
Þann 4. þ. m. lézt í Vestmanna-
eyjum Ólafur St. Ólafsson, vél-
smíðam. Banamein hans var
hjartabilun, og hafði hann kennt
sjúkdómsins um nokkurn tíma.
Ólafur vann á járnsmíðaverk-
stæði fóstra míns í nokkur ár,
hann hafði áður lært járnsmíði í
Reykjavík, og síðan tekið vél-
s.jórapróf. Nokkurn tíma var
hann vélstjóri, m. a. á e.s. Wille-
moes, en honum mun ekki hafa
fallið sjómennskan. Vann hann
því að iðn sinni í Vestmannaeyj-
um, en þangað fluttist hann árið
1923. Mér er í fersku minni, þeg-
ar Ólafur kom fyrst til Eyjá, ég
var sendur heim til hans einhverra
erinda, og þá sá ég hjá honum
stærðar líkan af mótorbát, sem
hann hafði smíðað. Var báturinn
gerður af svo miklum hagleik, að
undrun sætti, með rá og reiða,
hver hlutur á sínum stað, aðeins
í smækkaðri mynd. 'Ég þreyttist
aldrei á að skoða þennan smíðis-
grip Ólafs, í hvert skipti, sem
tækifæri gafst, og gerði mér Ijóst,
að mikla hæfileika og útsjónar-
semi hafði þurft til að smíða slík-
an griþ.
Eftir að Ólafur hafði unnið
'kkurn tíma hjá fóstra mínum,
setti hann sjálfur á stofn véla-
verkstæði með Óskari .Sigurhans-
Framh. á 5. síðu.
Eliza Doolittle
Freddy Eynsford-Hill
Frú Eynsford-Hill
Pickering ofursti
Henry Higgins
1. áhorfandi
2. áhorfandi
Barþjónn
Fjórir cockneyar
Harry
Jamie
Alfred P. Doolittle
Reið kona
Reiður maður
Frú Pearce
Frú Hopkins
Yfirþjónn
Frú Higgins
Lord Boxington
Lady Boxington
Bómasölustúlka
Zoltan Karpathy
Drottningin af Transylvaníu
Barþjónn
Þjónustustúlka frú Higgins
Vala Krisíjánsson
Erlingur Vigfússon
Bríet Héðinsdóttir
Róbert Arnfinnsson
Rúrik Haraldsson
Guðjón Sigurðsson
Sævar Helgason
Baldvin Halldórsson
Björn Þorgeirsson
Iiákon Oddgeirsson
Hjálmar Kjartansson
Sighvatur Jónasson
Árni Tryggvason
Bessi Bjamason
Ævar R. Kvaran
Emilía Jónasdóttir
Sighvatur Jónasson
Guðbjörg Porbjamardóttir
Anna Guðmundsdóttir
Sævar Helgason
Regína Þórðardóttir
Hjálmar Kjartansson
Guðrún Guðmundsdóttir
Ingunn Jensdóttir
Lárus Pálsson
Kristbjög Kjeld
Guðjón Sigurðsson
Bryndís Schram
AÐSTOÐARLEIKSTJÓRI: Benedikt Árnason.
DANSFÓLK:
Anna Guðný Brandsdóttir, Bryndís Schram, Guðný Bernhard,
Ingunn Jensdóttir, María Þorgeirsdóttir, Sigrún Gísladóttir, Unn-
ur Guðjónsdóttir, Þórunn Árnadóttir.
Martin Brimmer, Poul Eli, Jón Valgeir Stefánsson, Hans Sten-
holm, Peter Teepe, Ian Wood.
MEÐLIMIR ÞJÓÐLEIKHÚSKÓRSINS:
Elín Dungal, Elín Sigurvinsdóttir, Guðrún Guðmundsdó.tir, Hulda
Emilsdóttir, Hulda Victorsdóttir, Inga Markúsdóttir, Ingibjörg
Þorbergs, Ingveldur Hjaltested, Lára Einarsdóttir, Ragnheiður
Guðmundsdóttir, Svala Nielsen, Svava Þorbjarnardóttir.
Björn Þorgeirsson, Egill Sveinsson. Einar Þorsteinsson, Guð-
mundur Baldvinsson, Hákon Oddgeirsson, Hjáimar Kjartansson,
ívar Helgason, Sighvatur Jónasson, Skúli Þorbergsson, Steinn
Gunnarsson, Þorvaldur Thoroddsen.
KÓRINN ÆFÐI: Cari Billich.
Leikurinn gerist í London 1912.
I. ÞÁTTUR:
I. atriði, utan við Konunglegu óperuna í Covent Garden, kulda-
legt marzkvöld. 2. atr. hliðargata í Soho-hverfinu^ síðar sama
kvöld. 3. atr. skrifstofa Higgins, morguninn eftir. 4. atr. hliðar-
gata I Soho-hverfinu, þrem dögum síðar. 5. atr. Skrifstofa
Higgins, síðar sama dag. 6. atr. Við veðreiðabrautina í Ascot,
fagur júlídagur. 7. atr. Stúka frú Higgins í Ascot, skömmu síðar.
8. atr. utan við hús Higgins, síðar sama dag. 9. atr. skrifstofa
Higgins, sex vikum síðar. 10. atr. forsalur í sendiráðinu, síð^r
sama kvöld. 11. atr. danssalurinn í sendiráðinu.
II. ÞÁTTUR:
1. atriði, skrifstofa Higgins, kl. 3 um nóttina, eftir ballið. 2. atr.
utan við hús Higgins, skömmu síðar. 3. atr. blómatorgið við
Covent Garden kl. 5 sama morgun. 4. atr. uppi á lofti hjá
Higgins kl. 11 sama morgun. 5. atr. hjá frú Higgins, skömmu
síðar. 6. atr. utan við hús Higgins sama dag. 7. atr. skrifstofa
Higgins, strax á eftir.
LEIKSVIÐIÐ:
Leiksviðsstjóri
Ljósameistari
Sýningarstjóri
Hárkollur og förðun
Hárgreiðsla
túningar
lagfærðir í saumastofu Þjóð-
leikhússins, forstöðukona
Guðni Bjamason
Hailgrimur Bachmann
Þorgrímur Einarsson
Sheila Dunsdon
Torfhildur Baldvinsdöttir
Fanney Friðriksdóttir.
i