Vísir - 17.03.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 17.03.1962, Blaðsíða 7
 Laugardagurinn 17. marz 1962. V'lSIR 7 Eins og komið væri I aðra heimsálfu. Ég segi frá þessu tiJ þess að Margir voru hagir — I sveitunum voru ávallt hag- leiksmenn, sem fengust við margskonar smíði, og margir unglingar vildu af þeim læra. — Allur þorri ungiinga lærði störfin af öðrum — og var oft lítið um tiláögn, en þá var at- hyglinni beitt til þess að sjá Forsetahjónin og Jóhann Armann Jónasson. Myndin tekin á Starfsfræðsludeginum. VIÐTAL DAGSINS - ist í músíkflutningi. Höfn vill fá til sín allt það bezta, sem völ er á — og þeir hafa fengið alla beztu krafta heims í heim- sókn áratugum saman. Það er auðveldara að telja þá, sem ekki hafa komið þangað og lát- ið ijós sitt skína en hina, sem þar hafa ekki heyrzt. Alveg sama á hvaða músfksviði sem er. Klassík, jazz eða hvað það nú heitir. Og gömlu jazzsnill- ingarnir eins og Louis Arm- strong og Duke Ellington eru orðnir aufúsugestir þeirra, sem einu sinni voru svarnir óvinir jazzins. — Er þá unga fólkið farið að venja komur sínar f óper- una? — Það hefir alltaf gert það, eins og maður getur ætlazt til. Vitaskuld eru fleiri unglingar sanntrúaðir í jazz og dægur- mússikkinni, flestir þyrlast í twist þessa stundina og það þýðir ekki að fást um það. Hver verður að slíta bamsskón um, hlaupa af sér hornin og að vaða sinn eld. En svo mikið er víst, að enginn verður ung- ur nema einu sinni, eins og einhver sagði. Dægurmúsík er ekkert annað en dægurmúsík og það verður að hafa það, að hún fái yfirtökin — um sinn. Hún endist ekki til lengdar, og eldra fólkið semtelurunglingana glataða í dægurmúsíkinni, hef- ur sem betur fer talsvert rangt fyrir sér. Unga fólkið skemmtir sér við léttmetið og verður leitt á því. Þess vegna heldur klassíkin áfram að lifa, af því að hún fær alltaf nýja og fleiri áheyrendur, hún erfir heiminn. — Svo ég komi nú aftur af fjöllum, þurfá Öanir að sækja flesta söngvara til útlanda í ó- peruna sína? — Það er síður en svo. Við Islendingarnir erum svo að segja einu útlendingarnir við ó- peruna, Stefán Islandi, Magnús Jónsson og ég. Danir hafa úr- vals söngkonur og baritona, en, það er sama sagan þar og ann- arsstaðar, að tenórar eru svo fátíð fyrirbæri, svo sjaldgæfar karlaraddir, að þeir eru að því leytinu í mannahraki. — Já, við höfum heyrt danska söngvara hér í útvarp- inu, eins eitthvert gamalt stolt Dana, sem hét Ilerold, líka Lauritz Melchior, sem söng helzt í útlöndum og svo Marius Jacobsen, sem oft hefir sungið ,,Flyv, fugl, fiyv“ hér um morgun, kvöld og miðjan dag. Hvað er að frétta af þeim? — Þetta eru allt snillingar og góðir fyrir sinn Katt og meira en það. Herold er gömul og góð snilld og frægð, Mel- chior byrjaði í heimalandinu Danmörk, fór svo til Þýzka- lands, var þar samtíða Pétri okkar Jónssyni og þeir gerðust miklir Wagnersöngvarar. Mel- chior fluttist til New York og varð þar, eitt stærsta nafn hjá Metropolitan. En Marius Jacob- sen, hann var alla tíð einn mesti sómasöngvari Danmerk- ur, söngvari af lífi og sál og indæll persónuleiki. Hanr. dó fyrir skömmu, og dönsk söng- músík missti einn af sínum beztu mönnum. — Eruð þér af söngfólki kominn? við Jóhann Ármann Jón- asson, úrsmiðameistara Framh. af 4. síðu. eignazt eitt bezta óperuskáld á þessari öld, Benjamin Britten. Ekki ætti að henda mig að gleyma honum. Ég vann nefni- lega mesta söngsigur minn í Höfn 'í óperu hans „The Rape of Lucretia”, og óperur hans, „Albert Herring", „The Begg- ar’s Opera“ og fleiri eru ein- hver skemmtilegustu músík- verk óperusöngvara og gesta á seinni árum. — Er Kaupmannahöfn mikil músíkborg? — Nú er ég alveg gáttaður! Hvort hún er! Það fer fátt fram hjá Hafnarbúum, sem bezt ger- Vegna kynna minna af Starfsfræðsludögunum, einkan- lega að því er tekur til leið- beiningarstarfsins, sem þar er unnið, hafði eg veitt því at- hygli, að meðal leiðbeinanda þar hefur verið frá upphafi einn af kunnustu iðnmeisturum borgarinnar. Við eftirgrennslan komst ég að því, að hann er elztur leiðbeinenda á Starfs- fræðsludögunum, og vafalaust elztur slíkra leiðbeinenda á Norðurlöndum, að því er Ólafur Gunnarsson, skipuleggjari Starfsfræðsludaganna hér tjáði mér. Þessi mæti borgari, er hér um ræðir, er fjölda mörgum hér í bæ að góðu kunnur, svo lengi sem hann hefur hér dval- izt og starfað, nú kominn á 86. aldursár, en ber aldurinn afburða vel. Hann er Jóhann Ármann Jónasson úrsmíða- meistari. Fór ég á fund hans og rabbaði við hann um ofan- nefnt leiðbeiningarstarf hans og bað ég hann þó fyrst að segja mér, til nokkurs saman- burðar, hvernig ástand og liorf- ur hefði verið fyrir unglinga, sem vildu læra einhverja iðn- grein, þegar hann var á bams- og unglingsaldri. — Það var mér mikið á- nægjuefni, sagði Jóhann Ár- mann, <er stofnað var til Starfs- fræðsludaganna hér, og mér varð sannast að segja þá og oft síðar hugsað til þeirra tíma, er ég var ungur. Þá hefði ég viljað eiga þess kost, að njóta leið- beininga um starfsval. Ég er fæddur í Drangshlíð undir Eyjafjöllum 2. janúar 1877, son- ur Jónasar Kjartanssonar prests í Ytri-Skógum, og á þeim árum, sem ég var að alast upp, áttu unglingarnir fárra kosta völ. Það var ekki um margt annað að ræða en bú- skapinn sem framtíðarstarf, nema að því er varðar þá til- tölulega fáu, sem reyndist kleift að ganga menntaveginn sem þá var kallað. Vitanlega .voru fjölda margir unglingar, sem höfðu hæfileika til slíkrar skólagöngu, en þörf fyrir vinnukraft þeirra heima, efni lítil, eða líka hugur þeirra hneigðist í aðrar áttir. hvernig aðrir unnu og — reynt á eigin spýtur. Hér kom eitt til gréina, með hagleiksmennina, að þeim var svo sárt um tæki sín, að þeir vöktu yfir þeim, enda oft dýr, og erfitt að afla þeirra — og þau voru ekki látin í unglinga hendur. Erfiðleikar. Og miklir erfiðleikar voru jafnan á vegi þeirra, sem reyndu að komast í iðnnám til meistara, því að oftast var set- inn bekkurinn — meistararnir á þeim tíma hræddir við fjölg- un í stéttinni, og stétt meist- aranna enn fámenn, svo að ekki gat verið um stóran hóp nem- enda að ræða, Mín saga er í stuttu máli sú, að ég var ráð- inn til smíðanáms, og varð samferða suður með síra Gísla Kjartanssyni, en hann var hálf- bróðir föður míns, sem ég missti á barnsaldri. En mér féll ekki trésmiðanámið og fór heim aftur með síra Gísla. Ég hafði komið í úrsmíðavinnu- stofu með honum hér og á heimleið sagði hann við mig: — Heldurðu nú ekki, Jói minn, að þér hentaði betur að læra úrsmíði? Og hann vildi, að ég byggi mig undir að fara til Kaup- mannahafnar og læra þar, ef ég gæti ekki komizt að við nám hér og skyldi kann kenna mér dönsku um veturinn, ef ég vildi ráðast til hans yfir sum- arið. Varð þetta að ráði, en lítið varð úr kennslunni vegna veikinda síra Gísla, en þannig atvikaðist er frá leið, að ég gat notið dönskukennslu hjá síra Jes Glslasyni, sem dvaldist á heimili móður minnar fyrsta fyrsta árið, sem hann var prestur að Eyvindarhólum. Fór utan I algerri óvissu. Reynt var að komast í iðn- nám hér I Reykjavík og vegna kunningsskapar leitað ráða og aðstoðar Ólafs heitins Sveins- sonar gullsmiðs, en hann vís- aði mér til Magnúsar Benja- mínssonar irsmíðameistara, en það var svo áskipað hjá hon- um, að hann gat ekki tekið mig til náms. Fór ég svo utan I algerri óvissu, á aukaskipi sem kom I stað Lauru, sem þá var í áætlunarferðum hingað. Aukaskip þetta gekk undir nafninu „Svinestalden“ og lýsi ég því ekki frekara. Þetta var 1897. Etiir mikla leit og erfið- léiká'kbmst ég I úrsmíðanám hjá ágætum meistara við Knippelsbro, og minnist ég þeirra daga með ánægju, þótt búið væri við akrínukost og maður væri oft hálfsoltinn, en svo var um marga stúdenta og íslenzka iðnnema I Höfn á þessum tíma. Eftir fjögurra ára nám vann ég sem sveinn I 3 ár í Höfn og var þar alls 7 ár og setti svo á stofn úrsmíða- vinnustofu hér í borg menn fái nokkra hugmynd um þá erfiðleika, sem við var að etja fyrir unglinga, er vildu læra iðnnám á þessum tíma. Breytingin á þessu sviði sem öðrum er svo stórkostleg, er ég ber saman æsku mína og nú- tímann — að það er eins og maður sé nú horfinn I aðra heimsálfu við að öllu leyti betri skilyrði. Vil ég og nefna, að á fyrrgreindum tíma bjó almenn- ingur til sjávar og sveita oft við sult og seiru og miklu ó- bliðara veðurfar en nú. Hugsunarháttur hins nýja tíma. Nú er sá hugsunarháttur ríkjandi sem betur fer, að allir vilja allt fyrir unglingana gera, og þeim standa ótal leiðir opn- ar, ef vilji er fyrir hendi. Það er sá mikli munur. Og minnug- ur minnar fyrri baráttu fagna ég alveg sérstaklega því starfi, sem unnið er með Starfs- fræðsludögunum, og er ég þess fullviss, að margir munu njóta góðs af því. Dreg ég þá álykt- un m. a. af framkomu og áhuga þeirra mannvænlegu unglinga, sem ég hefi spjallað við. Og ég vil sérstaklega taka fram, að I fyrstu var meira los á þeim unglingum, sem til mín komu, en eftir því sem lengra leið, gætti meiri alvöru og festu I fyrirspurnum þeirra og tali um þetta. Og það tel ég góðs vita. - A. Th. VIÐTAL Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.