Vísir - 17.03.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 17.03.1962, Blaðsíða 5
LaugardagOTln® 17. marz 1962. VISIR 5 þjóðfé- tækifæri Langt er um liðið síðan við höfum birt frétt af sænska stórhlaup- Vikan 18.— 24. marz. W W Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú ættir ekki að hafa of hátt um þig nú í vikunni, því aðrir hafa vindinn með sér. Leitaðu því ráðlegginga maka þíns, vina og félaga, það mun reynast þér heppilegra, þegar á reynir. Þú þarft því um fram alit að sýna lipurð og sam- starfsvilja. ‘ Nautið, 21. apríl til 21. maí: Nýtt Tungl í sjötta húsi þínu bendir til þess að þú ættir að hagnýta þér nýjar hugmyndir og aðferðir á vinnustað. Þú ætt- ir þvf að leitast við að leysa eins mikla vinnu af hendi og þér er frekast unnt, þvf áhrif- in til þess eru nú þér hagstæð. Tvíburamir, 22. maí til 22. júní: Þessi vika er hagstæð til að skemmta sér, fara á sam- komur, kvikmyndahús, dans- leiki o. s. frv. Hins vegar er þér ráðlegt að gæta fylistu var- úðar hvað ástaniálin áhrærir, því annars er hætt við spreng- ingu, sem þú mundir dauðsjá eftir síðar meir. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: 1 vikunni gefst þér tæki- færi til að leysa heimilisvanda- mál, sem þú hefur lengi verið í vandræðum með. Sú lausn, sem þú nú getur komið á ætti að geta orðið varanleg og þyrfti ekki að angra þig lengur en þegar orðið er. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Vikan verður þér ánnrfk, sér- staklega varðandi nágranna þína og ættingja. Þeir munu nú leita ráðlegginga þinna, en þú þarft að gæta þfn sérstaklega í öllum ákvörðunum, þar sem þeir leita til þín í fullu trausti. Ekki er ólíklegt að þú farir í smáferðalag til að heimsækja ættingja. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Fjármálin eru nú mest á döfinni hjá þér og þá sérstak- lega í sambandi við sameigin- leg fjármál þín og annarra. Hins vegar ættirðu að gæta þín f því að kaupa aðeins hluti, sem þú raunverulega þarft en ekki hlaupa eftir ytri gljáa og girnilegum hlutum, sem þú hef- ur alls engin not fyrir. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Nú í vikunni verður ekki annað sagt en að þú njótir verðskuld- aðrar athygli annarra, sérstak- lega síðari hluta hennar, þar sem fullt Tungl er f fyrsta húsi þínu. Samt þarftu að gæta þol- inmæði gagnvart öðrum, sér- staklega maka eða félögum þín- um, því þeir eru ekki vel fyrir kallaðir nú. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Vikuna ættirðu að nota til að ijúka þeim verkefnum, sem þú áður hefur byrjað á, en van- rækt að ljúka. Þetta á þó sér- staklega við um það, sem er nauðsyn. Einnig er nú hagstætt fyrir þig að framfylgja þeim trúnaðarmálefnum, sem þú býrð yfir. Bogmaðurlnn, 23. nóv. til 21. des.: Þú munt fá margar heimsóknir nú í vikunni frá vinum og kunningjum. Tímabil- ið ætti að verða fullt skemmt- unar í vinahópi og félaga. skipti þín og vina þinna ve eftir beztu vonum þínum. ættir einnig að leita ráða þei nú, því þau munu reynast haldgóð. Steingeitin, 22. des. til 20, jan.: í vikunni ættirðu að til- einka þér íhaldsama afstöðu til hlutanna, þannig muntu fram- fylgja málefnum þfnum á auð- veldastan hátt. Sérstök áherzla er á stöðu þína í laginu og þér býðst til að auka álit þitt. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Vikan verður full verk- efna og þú munt sjá að þú verður nú að gera áætlanir upp á framtíðina til langs tíma. Viðskipti við fjarlæga vini og útlönd eru undir hagstæðum á- hrifum nú, svo sem bréfavið- skipti eða verzlunarviðskipti. Fiskamir, 20. febr. til' 20. marz: Fjármál þín og þinna eru nú undir sérstökum hagstæðum afstöðum. Þetta á sérstaklega við um maka eða viðskiptafélaga þfna. Þú ættir nú að reyna að auka og endur- skipuleggja tekjulindir þínar. aranum Dan Waem, og enn lengra síðan mynd hefur birzt af honum. Hér sjáum við hann í fyrsta hlutverki sínu sem atvinnu- maður í frjálsum íþróttum, en það var að hlaupa gegn boðhlaups- sveit kvenna, .... stúlkumar unnu þama frækilegan sigur. um mn stöðva Eidsvoðar otj fjón gætu orðið afleiðingar FYRIR s.l. helgi var stuldur I sjúkraflugvél Björns Pálssonar og er talið fullvíst að þar hafi böm verið að verki. Var flugvélin inni í flugskýli þegar þetta gerðist I Ijós kom og, að einnig hefur verið stolið úr ‘veim flugvéium öðrum, einkaflugvélum sem voru i sama skýli. í stuttu sfmtali blaðsins við Björn Pálsson í gær, sagði hann, að um væri að ræða stuld á hljóð- nema við talstöð flugvélarinnar. j Við hann er gormsnúra og er hljóð neminn m.a. auðþeklctur á henni. Ég vaV að fara í sjúkraflug á laugardaginn er ég veitti því eftir- tekt að hljóðneminn var farinn. Þetta tafði mig eðlilega, því í loft- ið fer ég ekki nema hafa hljóð- nemann, því án hans er talstöðin í frk. En til allrar hamingju var ekki um að ræða neinn skyndi- flutning á slösuðum, og því kom það ekki beint að sök þó ég yrði að bíða nokkra stund eftir að tek- izt hafði að útvega nýjan og koma honum suður á Reykjavíkurflug- völl. 1 hinum tilfellunum var einn- ig um að ræða þjófnað á þljóð- nemum. I þessu sambandi fór blaðið að ræða við hann um það, með hverj- um hætti það gæti orðið að börn væru á flækingi inni á flugvallar- svæðinu. Sagði Björn að því væri ekki að leyna, að alltof mikil brögð væru að þvf. Það er nauðsynlegt, sagði hann, að taka upp strangari löggæzlu á flugvellinum. Gæzlan er of staðbundin við lögregluskýl- ið við flugvallarhliðið fyrir neðan Miklatorg. Það myndi skapa mik- ið aðhald gagnvart krökkunum, sem auðvitað eiga ekkert erindi inn á flugvöllinn, ef lögreglan væri á ferli um flugvöllinn, til gæzlu- starfa. í flugskýlunum eru mikil verð- mæti í flugvélunum, sem þar eru geymdar. Og hvað myndi t.d. ske í ensku bikarkeppninni urðu úrslit á miðvikudaginn að Fulham vann leik sinn gegn Blackburn á heimavelli þeirra síðarnefndu með 1 — 0, en Manchester United vann Preston með 2—1. í „semi-final“ enska bikarsins rnunu leika Burn- ley og Fulham og Manchester Uni- ted og Tottenham. Er ekki ólíklegt að topþliðiðin Tottenham og Burn- ley mætist til úrslita í keppninni á Wembley, enda er það óskaleikur flestra. þar inni, ef krakkar færu upp í eina flugvélina. Viljandi eða óvilj- andi gætu krakkarnir valdið skemmdarverkum á flugvélunum, með hinum alvarlegustu afleiðing- um. - Og setjum sem svo, að krakkar færu upp í flugvél, kveiktu þar á eldspítu. - Já, þá myndi slökkviliðið fá nóg að gera og tryggingafélögin nóg að borga. LAUGARDAGUR Reykjavíkurmeistaramót í bruni (A-B-C- drengja og kvennaflokkar) í Skálafelli kl. 16 með þátttöku 50 brunmanna kvenna. Körfuknattleiksmót Islands að Hálogalandi kl. 20,15. Ár- mann - ÍKF í meistaraflokki karla ÍS - ÍR í 1. flokki karla. SUNNUDAGUR STEFÁNS-mótið í Skálafelli. Keppt verður í svígi (A-B-C- KVEÐJA FRÁ FRÍ Nýlega barst okkur til eyrna sú frétt, að frú Gerda Harbig hafi látizt eftir stutta en þunga legu þann 24. febrúar s.l. á sjúkrahúsi í Berlín, aðeins 42ja ára gömul. Gerda Harbig var ekkja hins fræga íþróttamanns, hlauparans Rudolf Harbig. Hún var ís- lenzkum íþróttamönnum kunn og þá sérstaklega frjálslþrótta- mönnum og fulltrúum Islands í Olympíunefnd. Frú Harbig hafði jafnan stuðlað að sam- skiptum íslenzkra og austur- þýzkra frjálsíþróttamanna, og stóð hún fyrir rausnarlegum boðum til íslenzkra þátttakenda á alþjóðamót það, sem haldið er árlega í frjálsíþróttum í Dresden og kennt er við minn- ingu látins eiginmanns hennar, Rudolf Harbig. Gerda Harbig var mjög þekkt í heimalandi sfnu fyrir hið mikla og fórnfúsa starf hénnar þar í þágu íþróttalífsins og uppbyggingu þess ásamt út- breiðslu fþróttastarfseminnar og þá sér í lagi fyrir barna- og kvennaíþróttaiðkanir. Hún átti áæti f Olympíunefnd Austur- Þýzkalands frá stofnsetningu nefndarinnar 1951. Þeir, sem kynntust frú Gerdu Harbig, tóku stráx eftir hinum sérstöku persónueiginleikum hennar, sem komu sérstaklega fram í meðfæddum mannkær- leika og hjálpsemi við náung- ann. Hún lifði fyrir annað æðra takmark en að fórna íþrótta- starfseminni líf sitt, en það var að sjá fyrir og ala upp einka- barn sitt, sem var aðeins reifa- barn, þegar Rudolf Harbig lézt. Með þessum fáu línum kveðj- um við Gerdu Harbig og þökk- um fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast henni og hafa átt samstarf við hana á undan- förnum árum. Frjálsíþróttasamband íslands. drengja- og kvennaflokkar). Nafnakall fer fram í skálanum kl. 11, en strax á eftir hefst keppnin. Handknattleiksmót íslands að Hálogalandi kl. 20,15. Leikið í 2. fl. kvenna B og A, 3. fl. karla A og 2. fl. karla A, alls 12 spennandi leikir. Um helghia lýkur Meistaramóti Norðurlanda í handknattleik. í dag fara fram cftirfarandi leikir f Næstved: Danmörk — ísland Noregur — Svíþjóð Finnland — ísland. I á morgun í Hróarskeldu: Danmörk — Noregur Finnland — Svíþjóð ' fsland — Noregur Danmörk — Svíþjóð. Sagt verður frá leikjunum hér á síðunni á mánudag. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.