Vísir - 17.03.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 17.03.1962, Blaðsíða 8
8 Útgéfandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjórar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn G. Thprarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178. Auglýsingai og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði I lausasölu 3 kr. eint. - Sími 11660 (5 lfnur). Prentsmiðja Vísis. - Steindórsprent h.f. • Edda h.f. Vafasamir falsmenn bænda I Framsóknarmenn hafa brugðizt við frum- varpi ríkisstjórnarinnar um viðreisn bún- aðarsjóðanna á þann hátt, sem við var að búast. Þeir hafa snúizt öndverðir gegn mál- inu, af því að það er ríkisstjórnin sem ber það fram og ætlar að lagfæra axarsköft vinstri stjórnarinnar. Til þes er ætlazt, að bændur leggi sjálfir fram nokkurt fé í þessu skyni. Það vilja framsóknarmenn með engu móti, og Skúli Guðmundsson hefir komizt svo að orði, að ætlunin væri að leggja „launaskatt á bænd- ur“ með þessu. Þess er ekki getið, að Skúli þessi hafi kvartað yfir launaskatti á bænd- ur, þegar ákveðið var gjald til bændahallar- innar. Þótt framsóknarmenn, sem á þingi sitja, telji sig geta talað fyrir bændur, er þó mjög hæpið, svo að ekki sé rneira sagt, að bænd- ur taki undir með þessum „foringjum“. Bændur eru yfirleitt ekki þannig gerðir, að þeir vilji þiggja allt af öðrum. Þeir vilja vinna fyrir sér og vera frekar veitandi en þiggjandi. Framsóknarmenn reyna hinsvegar að ala upp í þeim kotungshugsunarháttinn. Það er ótrúlegt, að nokkrir menn skuli taka sér slíkt fyrir hendur, þegar farið er að síga á seinni hluta 20. aldar, en oft verður hið I 7 ótrúlega satt, þegar Framsókn er annars vegar. Siðgæði Framsóknar »í Degi á Akureyri hefir eftirfarandi birst undir fyrirsögninni Málshöfðun: „Málsrannsókn á starfsemi Olíufélagsins var látin fara fram fyrir síðustu ltosning- ar. Nú eru bæjarstjórnarkosningar fram- undan og höfðað mál af sakadómara (svo!) ríkisins í framhaldi fyrri rannsókna. Lík- legt er talið, að „oIíumálið“ verði enn látið niður falla eftir bæjarstjórnarkosningar í vor, og notað í alþingiskosningum á næsta ári!“ Á þessum þrem setningum má kynnast siðgæði Framsóknar til fulls, því að væri þvílíkt mál í höndum Framsóknarmanna mundi það einmitt notað í pólitískum til- gangi. VÍSIR Laugardagurinn 17. marz 1962. Þegar við komum aftur til baka úr Labrador ferðinni urðum við þess vísari að Anna Stína hafði fundið miklar húsarústir, þar á meðal norrænt langhús. Hér sést yfir hluta af hinum uppgröfnu rústum. I KJOLFAR LEIFS HEPPNA IJalten siglir ú^.íM^gn]jjton- A fjörð. Við snúum aftur frá Bay sömu leið og við komum, nema Anna Stína tekur sér flugfar suður til Nýfundna- lands til* þess að hún fái tíma til rannsóknanna. Við höfum flýtt för á leiðinni norður eftir til þess að tefja önnu Stínu sem minnst. Nú í bakaleiðinni höfum við betri tíma til að stíga í land og leita. Nú munum við einnig sigla með fram landinu úr sömu átt og Vínlandsfararnir komu. Nú sigl um við raunveruíega í kjölfar þeirra. Ég er sérstaklega að huga að leið Þorfinns karlsefnis. Eins og ég hef áður bent á, er hugsan- legt að hann hafi búið um sig á öðrum stað en Leifur Eiríks- son. 1 hinum mikla leiðangri Þorfinns voru þrjú skip og á þeim hafa verið 160 manns, bæði karlar og konur með bú- slóð og bústofni. Fólk þetta sigldi frá Grænlandi beinlínis 1 þeim tilgangi að nema- land í Ameríku. f sögunni er sagt frá suðursiglingu þeirra eftir að þau höfðu siglt fram hjá Furðuströndum: „Þeir sigldu inn á fjörð einn. Þar lá ein ey fyrir útan. Þar um váru straumar miklir, því kölluðu þeir hana Straumey. Svá var mörg æðr í eynni, at varla mátti ganga fyrir eggjum. Þeir kölluðu þar Straumfjörð. Þeir báru þar fram af skipum sínum ok bjuggusk þar um. Þeir höfðu með sér alls konar fénað. Þar var fagrt landslag, þeir gáðu einskis, útan at kanna landit. Þeir váru þar um vetrinn, ok var ekki fyrir unn- it um sumarit. Tókusk af veið- arnar, ok gerðisk illt til mat- ar.“ Tl/Targt í þessari lýsingu bendir A til þess að staðurinn sé all norðarlega. Sé það rétt sem ég hef haldið fram áð Furðu- strendur séu hin einkennilega sandfjara skammt frá mynni Hamilton-fjarðar, þá höfum við þar nokkuð að miða við. Stað- urinn ætti þá að minnsta kosti að vera fyrir sunnan sandana. En síðan er aðeins talað um að fólkið hafi átt vetursetu við Straumfjörð, en ekkert gefið upp hvað löng siglingin þang- að var. Lýsingin gæti bent til þess að Þorfinnur karlsefni hefði reist bú sitt í einhverjum firði á Labrador. Því ætlum við nú að skyggnast nokkru betur um í, þessum fjörðum. Jafnvel þótt sú rannsókn yrði neikvæð, gæti það haft sina þýðingu. En við skulum einnig hafa það í huga, að húsin hljóta að hafa verið stór, því að þar höfðu 150 manns vetursetu. Auk híbýla fólksins þurfti fjós og fjárhús. Og hluti leiðangursmanna dvaldist þrjú ár í Ameríku. Enda þótt við höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að bústað- urinn hljóti að hafa verið fyrir sunnan Hamilton-fjörð og Furðustrendur, viljum við ekki rígbinda okkur við _ neina ákveðna skoðun, heldur fram- kvæmum við nánari leit á ströndum Hamilton-fjarðar. Tjað er margt nýstárlegt og skemmtilegt að sjá með- fram Hamilton-firði. Við sigl- um í gæsagangi frá einum stað til annars fram og aftur yfir fjörðinn. Við finnum Eskimóa- rústir, sem minna á tímann, þegar þessi kynflokkur var alls ráðandi við fjörðinn. Það voru ekki aðeins hvítu mennirnir, sem hröktu Eskimóana burt, heldur engu síður erfðafénd- urnir Indíánarnir. Enn kunna þeir að segja margar þjóðsagn- ir um þá viðureign. Eskimói, sem ég hitti þarna á einum staðnum segir mér sögu af því hvernig hópur Indiána læddist að Eskimóabúðum og stráfelldi þá sem þar voru. Tjegar við erum að komast út i fjarðarmynni heyrum við skothljóð frá stað einum sem kallast Pikes Run. Við förum á léttibátnum í land. Þarna er lítil, kyrrlát vik og veiðimanna- kofi við ströndina. Eskimóa- kynbléndingur stendur þarna með nýskotinn sel og hópur barna safnast í kringum hann, er hann byrjar að flá hann. Hér lifir þessi fjölskylda frjálsu, glöðu lífi. Þessi karl gefur mér margs konar upplýsingar um Hamilton-fjörð, líf fólksins og landkosti. Allt bendir í sömu átt, að það sé ólíklegt að Vin- réttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.