Vísir - 21.03.1962, Side 8
8
VISIR
Miðvikudagurinn 21. marz 1962
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjórar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn G. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178.
Auglýsingai og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
í lausasölu 3 kr. eint. - Slmi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. - Steindórsprent h.f. - Edda h.f.
--------------------------------------------------------)
Vandræði Framsóknar
Framsóknarmenn hafa lengi verið í mestu vand-
ræðum, af því að móðuharðindahjal þeirra hefir
gert þá að viðundri með þjóðinni. Þó halda þeir áfram
að berja höfðinu við steininn og reyna að telja sjálf-
um sér og öðrum trú um, að hér mundi ganga hallæri
hið mesta, ef ekki hefði verið fyrir ágæt störf vinstri
stjórnarinnar sálugu.
Svo segir til dæmis á einum stað í Tímanum í
gær: „Það er óhrekjanleg staðreynd, að þrátt fyrir
samdráttarstefnu ríkisstjórnarinnar varð þjóðarfram-
leiðslan með mesta móti á síðastliðnu ári. Þetta er
ávöxtur af útfærslu fiskveiðilandhelginnar og þeirri
uppbyggingu, sem vinstri stjornin lagði grundvöll að
og samdráttarstefnunni tókst ekki að stöðva“.
Margt er skrítið í kýrhausnum, var sagt forðum,
en fleira þó í Tímanum, og orð þau, sem tilfærð eru
hér að ofan, eru sönnun þess, að Framsóknarblaðið
vonast tii þess, að menn hafi almennt gleymt við-
skilnaði vinstri stjórnarinnar. Sannleikurinn er nefni-
lega sá, að það verður að teljast mesta furða, hvað
viðreisnin hefir gengið fljótt og vel, þegar á það er
litið, hvernig vandræði blöstu við í öllum áttum, þeg-
ar vinstri stjórnin flýði.
Sannleikurinn er sá, að „uppbygging“ vinstri
stjórnarinnar var af því tagi, að hún byggði ekkert
upp nema verðbólguna, og ef ekki hefði verið tekið
í taumana, þegar gert var, mundu nú sannkölluð
„móðuharðindi“ hér á landi. Vísitalan hefði tekið hvert
stökkið öðru meira, unz atvinnuvegirnir hefðu stöðv-
azt og efnahagur þjóðarinnar hrunið í rústir. Störf
vinstri stjórnarinnar áttu ekkert skylt við uppbygg-
ingu, því að þau einkenndust af dáðleysi og hræðslu
við að horfast í augu við vandamálin, enda ávöxtur-
inn af starfi hennar eftir því. Ætti Tíminn að reyna
að skilja, að hann ætti frekar að þegja um „afrek“
vinstri stjórnarinnar en minna almenning á setu
hennar.
I " ' ;
Mesti ósigurinn
Kommúnistar hafa fundið að undanförnu, að al-
menningur er að snúa við þeim bakinu. Það sýna
hinir hinir mörgu ósigrar þeirra í verkalýðsfélögum
síðustu vikur. Mesti ósigurinn var þó sá, að þeir
treystu sér ekki til að bjóða fram í Frama, félagi leigu-
bifreiðastjóra. Þar var um uppgjöf að ræða, sem lengí
mun í minnum höfð.
Það er þess vegna eðlilegt, að kommúnistar eru
uggandi vegna væntanlegra bæjar- og sveitarstjórna-
kosninga, sem munu verða þeim hið mesta áfall. Þess
vegna leitast þeir nú við að fá hjálp og biðla til allra,
sem hugsanlegt er, að fáist til að sjá aumur á þeim.
En varla ráðast margir á þessa sökkvandi kommún-
istaskútu.
F orsætisráðherra Serkja
er Benjussef Benkhédda
í samningunum sem nú hafa
tekizt milli Frakka og Serkja
er ákveðið að Alsír verði sjálf-
stætt ríki. Ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun mun því ekki
4 líða á löngu áður en valdaskipti
4 verða í landinu og á stofn verð-
í ur sett ríkisstjóm, þar sem
/ serkneskir forustumenn verða i
1 miklum meirihluta.
\ Þjóðfrelsishreyfing Serkja
i eða FLN eins og hún er kölluð,
í er í rauninni samsteypa margra
l flokka með hinar ólíkustu skoð
/ anir. Þegar frá líður og glíman
; hefst við hin mörgu innanrík-
l isvandamál má búast við að sú
t fylking gliðni og margir flokk-
4 ar hefji starf í landinu. Þegar
l slík pólitísk starfsemi hefst er
7 það álit manna, að hinn ungi
7 Mohammed Ben Bella, sem
) verið hefur í fimm ár í fangelsi
!í Frakklandi taki við forust-
unni.
En fyrst í stað meðan við
mestu erfiðleikana er að glíma
búast menn þó við að sam-
starfið muni haldast og útlaga-
stjórn Serkja, sem haft hefur
aðsetur í Túnis muni flytja
heim.
Af höfðingjaættum.
Forsætisráðherra hennar er
Berijússef Benkhedda, 42 ára
að aldri. Hann er fæddur 1920
í bænum Blida ’ákáfri'rfit' vfyHF
utan Algeirsborg.
Benkhedda er af höfðingja-
ættum kominn, eins og flestir
aðrir forustumenn £ þjóðernis-
hreyfingunni, þvl aðrir hafa
vart komizt til menntunar í
Alsfr. Ætt hans er að nokkru
tyrknesk, afi hans og faðir
voru kadíar eða dómarar, vel
efnaðir og áttu hin beztu sam-
skipti við franskt embættis-
menn.
En það fór líkt fyrir Benk-
hedda og ýmsum öðrum serk-
neskum höfðingjasonum, sem
fengu tækifæri til að ganga
menntaveginn, að þeim blæddi
í augum niðurlæging þjóðar
sinnar. Þeir hefðu getað vænzt
hins mesta frama hjá Frökk-
um, en völdu fremur leið mót-
þróa og uppreisnar.
Benkhedda á margar minn-
ingar frá veru sinni 1 mennta-
skólanum f Blida. Þó 80% af
fbúum borgarinnar væru serk-
neskir voru aðeins 3 af 30 í
bekk hans af serkneskum ætt-
um. Bekkjarbróðir hans var
Saad Dahiab núverandi utan-
rfkisráðherra og f næsta bekk
fyrir neðan var Mohammed
7 Yazid upplýsingamálaráðherra.
I Lásu byltingarrit.
/ Serknesku bekkjarfélagarnir
/ útveguðu sér á launmargskonar
1 byltingarrit og Benkhedda hef-
) ur rifjað það upp, að hann hafi
4 langað til að gráta í sögutfma,
1 þegar kennarinn sagði að Alsír
í hefði aldrei verið sjálfstætt
/ ríki, þegar Frakkar hefðu tekið
1 það 1830 hefði það verið tyrk-
) nesk nýlenda.
Að stúdentsprófi loknu lagði
hann stund á lyfjafræði við há-
skólann í Alsír eins og Ferhat
Abbas sem kunnur varð sem
fyrsti forustumaður FLN. En
Benkhedda varði flestum
kvöldum í hópi samlanda sinna
við háskólann og þeir ræddu
ekki um lyfjafræði, heldur
B. Benkhedda
stjórnmál. Þeir lásu hvatningar
og byltingarrit Voltaires og
Rousseaus og þeir íhuguðu
hvernig liægt væri að bæta kjör
hins serkn. almúga. Byltingar-
hreyfing Serkja er ekki sprottin
upp af kommúnisma heldur af
vestrænni lýðræðishugsjón, þó
rauð öfl hafi síðar látið á sér
kræla þar.
í lok ófriðarins mikla 1945
héldu serkneskir í Alsír mikla
friðarhátíð í bænum Sétif. Þeir
gerðu sér vonir um að land
þeirra fengi sjálfstæði að ó-
friðnum loknum og þóttust hafa
fengið loforð Bandamanna fyr-
ir því.
Árásin á Sétif.
En þá gerðist það í Sétif, að
franskt herlið réðist skyndi-
lega á Serkina þar sem þeir
héldu hátfð sína. Um 5000
Serkir voru skotnir þar til
bana og mörg þúgund voru
handteknir, þeirra á meðal
Benlchedda. Serkirnir telja að
frelsisstríð þeirra hafi f raun-
inni hafizt með blóðbaðinu i
Sétif, sem var ótrúlega
grimmdarlegt og ástæðulaust.
Benkhedda var varpað í fang-
elsi og sat hann 6 mánuði f
hinu hræðilega Barberousse
fangelsi f Algeirsborg, sem
Serkir hafa nú heitið að rífa
til grunna með sama hætti og
Bastillan var rifin niður f París.
Hann sneri aftur til Blida og
var orðinn ákafur þjóðernis-
sinni. Hann skrifaði áróðurs-
seðla og vann að þvf að mála
slagorð á veggi.\Einu sinni mun 7
aði minnstu að hann og félagi /
hans væru teknir fastir af Iög- i
reglunni, þar sem þeir voru að 4
mála á vegg. Þeir voru fljótir 4
að fela pensla og málningardós t
undir síðri skikkju sinni og lög- 7
reglumennirnir héldu að þessir /
tveir óhreinu Serkir væru ó- 1
læsir og gætu því ekki hafa \
skrifað slagorðin. ^
Foringi skæruliða t
f Algeirsborg. /
Þegar uppreisn Serkja brauzt 1
út fyrir alvöru 1954 var Benk- )
hedda handtekinn af Frökkum 4
sem grunsameg persóna. Hann 4
sat nærri heilt ár í fangelsi án t
þess að vera leiddur fyrir rétt, 7
Þegar honum var loksins sleppt /
hóf hann tafarlaust starf f neð- \
anjarðarhreyfingu FLN. Hann 4
vann í hópi skemmdarverka- 4
manna, sem festu sprengjur í l
ljósastaura og köstuðu sprengj- /
um inn á veitingahús. Vinir /
Benkheddas segja þó að hann \
hafi verið of viðkvæmur til að 4
standa í þessu og hafi hann 4
elzt um mörg ár á skömmum i
tíma. Hitt líkaði honum betur /
að vera ritstjóri helzta leyni- /
blaðs og málgagns FLN-hreyf- \
ingarinnar. \
Benkhedda varð foringi serk- 4
nesku skæruliðanna f Algeirs- i
borg og hafði aðsetur sitt 1 7
hópnum hinna harðskeyttustu /
manna þeirra á meðal Belka- \
cem Krim. 1 þessum hópi var 4
einnig ung stúlka Salima Haff- 4
af er var Iærð hjúkrunarkona. 4
Hún gegndi starfi sem sendi- 7
maður hópsins. Var hún hand- /
tekin af Frökkum og sett í /
fangelsi, en síðan sleppt. Henni \
kvæntist Benkhedda nokkru \
sfðar og eiga þau tveggja ára 4
son. 7
Sjálfur hefur Benkhedda 7
sagt, að það sem hafi bjargað
honum hafi verið að ekkert ó-
vanalegt var við útlit hans og
beinlínis að hann virtist ekki
mikill fyrir mann að sjá. Hann
sat oft á kaffihúsum Evrópu-
manna með skjalatösku, sól-
gleraugu og lítið yfirvara-
skegg og kallaði sig Pierre
Georges. En oft hjálpuðu menn
af evrópskum uppruna honum
og földu hann fyrir lögreglunni.
Kveðst hann eiga þeim mikið
að þakka.
Gagnrýndi stjórnina.
Frönsku lögreglunni tókst að
vinna bug á skæruliðahópi
Benkhedda í Algeirsborg og
hvarf hann úr landi 1957 til
Túnis, þar sem útlagastjómin
hafði aðsetur sitt. Þar varð
hann að viðurkenna ósigur sinn
í Algeirsborg og missti hann nú
um tíma áhrif. En nú tók hann
að leika hlutverk gagnrýnand-
ans. Hann sakaði foringja
Serkja um að þeir væru reikulir 4
og alltof samningsliprir við 4
Frakka. Hann hélt fram misk- 7
unnarlausum byltingarkenning- 7
um og heimsótti Moskva og /
Framh. á 5. síðu. )