Vísir - 21.03.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 21.03.1962, Blaðsíða 11
Pressað brotajárn. Límþvinga fyrir húsgagnasmíði. Sindrahúsgögn í útflutningspakningu. Á tímum hinnar hröðu uppbyggingar atvinnulífsins rnn landið allt, veltur á miklu fyrir athafna- og framkvæmda- mennina að geta á hverjum tíma snúið sér til þjónustufyrirtækja, sem fær séu um að veita þeim umbeðna þjón- ustu á skjótan og hagkvæman hátt. SENDRI OG SINDRASMIÐJAN hafa leyst af hendi brautryðjendastörf og aflað sér traustrar reynslu á nokkr- um þýðingarmiklum sviðum íslenzks iðnaðar og framkvæmdalífs og geta því boðið framkvæmdamönnum þjónustu og samstarf sem þeim er hagur að. Sindri starfrækir í Borgartúni: Járn- og stálbirgðastöð, sem hefur fyrirliggjandi: Stangajárn — Vinkiljám Stálbjálka, L- og U-formaða Plötujárn af flestum þykktum og stærðum Kaldvalsað plötujám. Galv. slétt plötujárn Vélastál, sívalt, flatt og ferkantað. Margar tegundir og stærðir af gæðastáli Steypustyrktarjárn — Þakjárn Pípur í mörgum stærðum fyrir vatnsleiðslur, olíuleiðslur, og margsltonar formaðar pípur til iðnaðar. Eir, kopar og aluminium í pípum, plötum og stöngum. Hinn velþekkta SMIT-rafsuðuþráð. SINDRI er fyrsta og eina stál- og járnbirgðastöð hérlendis, sem hefur verið, og á væntanlega eftir að verða, til ómetan- legra hagsbóta fyrir allar framkvæmdir, og þá sérstaklega fyr- ir járniðnaðinn í heild. Grundvöllurinn að járnbirgðastöðinni er byggður upp á kaup- um á jámi og stáli frá Vöruskiptalöndum í Austur-Evrópu. Vegna erfiðra samgangna við Austurland, þá höfum við komið upp jám- og stálbirgðastöð á Seyðisfirði, sem hefur stórbætt aðstöðu og þjónustumöguleika járniðnðarins í þessum landshluta. Brotajám og brotamálmar: Kaupum brotajárn og málma til sundurgreiningar og útflutn- ings til erlendra verksmiðja. SINDRI er fyrsta og eina fyrirtæki landsins, sem hagnýtur og hefur vélar til sundurgreining- ar brotajárns og málma, og gerir það að sérgrein hérlendis. Sindrasmiðjan starfræktir í Borgartiíni: Vélaverkstæði, þar sem framleitt er meðai annars: hinar vei- heppnuðu vökvadrifnu bílpallslyftur (vélsturtur), sem fram- leiddar eru fyrir íslenzka notkun og staðhætti, og taka fram erlendri framleiðslu sömu gerðar. Byggjum einnig bílpalla. Ennfremur framleiðum við fyrir trésmíðaverkstæði vökva- drifnar límþvingur, upphitaðar með rafmagni. Höfum langa reynslu í smíði stálgrindahúsa, gróðurhúsa, og lýsis- og olíugeyma. Framleiðum í fjöldaframleiðslu: Kúbein, meitla og steinbora úr nákvæmlega hertu stáli, sem eru meöal eftirsóttustu hand- verkfæra sinnar tegundar. Stálherzlu, með fullkomnustu gerð af stálherzlutækjum, en hún er fyrsta og eina stálherzlustöð landsins, útbúin með nýjustu og fullkomnustu gerð stálherzlutækja, en stálherzla er grund- völlur að margskonar nýjum iðnaði I landinu. Húsgagnagerð í Borgartúni og Hverfisgötu 42: SINDRA-húsgögnin eru nýr kafli i íslenzkri húsgagnagerð. Þau eru gerð úr stáli, plasti og tré, og klædd með íslenzkum skinnum eða ullaráklæðum. Sindrahúsgögnin hafa hlotið mikla viðurkenningu hér heima og erlendis. Sindrahúsgögnin eru gerð fyrir samkomuhús, veitingastaði, skóla, skrifstofur og heimili. m. 4» m BS Sölubúð Hverfisgötu 42 Miðvikudagur 21. marz 1962 VISIR Stálgrindarhús I byggingu. Framlcvæmt af Sindra. Lýsis eða olíugeymar f byggingu. Framkvæmt af Sindra. Brotajárnssax

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.