Vísir - 24.03.1962, Side 3
Laugardagurinn 24. marz 1962
VISIR
3
Dýrmætur farangur í einni tösku
Myndsjá Vísis blrtir í dag
einkennilegar myndir er sýna
hvemig neyðin kennir fólki
að neyta ailra bragða. Þær
sýna, hvemig flóttatilraun
vestur yfir jámtjaldið var
framkvæmd.
N/
Það gerðist fyrir nokkrum
dögum, að farþegar með jám-
brautarlest frá Austur-Þýzka-
landi til Vestur-Þýzkalands,
skömmu eftir að lestin var
komin yfir markalínuna vest-
ur á bóginn, tóku eftir
því að ungur maður opn-
aði allt í einu fremur litla
ferðatösku og út úr töskunni
steig ung og fögur stúlka,
sem varð frelsinu fegin.
Þannig hafði farþeginn
hjálpað unnustu sinni til að
flýja hið lokaða Austur-
Þýzkaland.
\/
Farþegarnir í lestinni ætl-
uðu varla að trúa sínum eig-
in augum, það virtist ótrú-
legt, að stúlkan hefði kom-
izt fyrir i þessari litlu tösku.
Var engin furða þó hún and-
aði djúpt að sér fersku loft-
inu og teygði úr sér eftir að
hafa legið svo lengi í loft-
lítilli og þröngri ferðatösku.
* * '
o
s/
©
Hér tekur stúlka sér stöðu
var rétt tvítug að aldri.
í ferðatöskunni. Sú sem flýði
Þetta var kærustupar. Pilt-
urinn var frá Vestur-Þýzka-
landi og hafði fengið leyfi til
að heimsækja vinafólk sitt í
Thúringen. Þar bjó unnusta
hans, hún var reiðubúin að
flýja með honum og leggja
líf sitt í hættu, yfirgefa allt
sem hún átti, jafnvel foreldra
sína.
Þau nálguðust landamærin
og þar steig pilturinn upp í
járnbrautarlestina með lög-
legt vegabréf og aðeins eina
stóra handtösku sem farang-
ur. Það munaði litlu að illa
færi, er hann var að stíga
upp i lestina til að fara síð-
asta spölinn, innihald tösk-
unnar var þungt og hank-
inn slitnaði af. Þá tók pilt-
urinn töskuna í faðm sinn og
bar hana þannig inn í klef-
ann. %
Lestin fór af stað og inn-
an stundar var komið yfir
landamærin inn í frelsið.
\/
Myndirnar hér á síðunni
sýna, hvernig stúlkan gat
© komizt fyrir í ferðatöskunni,
^ .v og hvernig hinn dýrmæti
Næst er að leggjast mður, og lata fara litið fyrir sér. stulkanfarangur var borinn framhjá
var stúdent í ThUringen og hafði mikið lagt stund á fimleika.austur-þýzkum vörðum.
Hjálparmaður hennar kemur, lokar ferðatöskunni og spennir
hana aftur með ólum. Það er þröngt í töskunni.
o
Hinn dýrmæti farangur er borinn upp í jámbrautarlestina.
Lífshætta fylgir slíku „smygli".