Vísir - 24.03.1962, Síða 15
Laugardagurinn 24. marz 1962.
VISIR
t
Mo GORDON GASKILL: rðingi
oo á næsta leiti
: • /
Einhvers staðar sá ég á prenti
að varla myndu nema tíu kon-
ur í heimi svo vel vaxnar, að
þær í raun réttri gætu látið sjá
sig í bikini-baðfötum. Við leggj-
um nú þá staðhæfingu á hill-
una, en ef — ef þetta hefði við
eitthvað að styðjast með bik-
ini-baðfötin og þessar tíu, þá
held ég, að Ninon hafi verið ein
þeirra. Hún lá þarna í sandinum
á stóru gulu handklæði og virt-
ist blunda. Fótatak okkar heyrð-
ist vart í mjúkum sandinum og
Bayard sagði:
— Ungfrú!
Hún opnaði augun og brosti.
Hún hafði víst alls ekki sofið.
Hún hugsaði góða stund um
það, sem ég hafði að segja, og
viðurkenndi eftir nokkra um-
hugsun, að það hafi getað liðið
dálítil stund þar tii fór að
„leka“.
- Fannst yður ekkert ein-
kennilegt, spurði Bayard, að svo
var áframhald á þessu góða
stund.
— Þá er engirt önnur skýring
en sú, að morðinginn hafi verið
samtímis ykkur f hellinum, -
innar.
Ninon rak upp dálítið vein.
— Það er hræðilegt til þess
áð hugsa.
Hún horfði á okkur stórum,
starandi augum og við furðuð-
um okkur á því, er hún spurði:
— Haldið þið, að hann hafi
heyrt hvað við sögðum hvort við
annað?
— Konur, sagði Bayard, er
við höfðum skilið við hana og
vorum á gangi aftur til gisti-
hússins. - Konur, - hefur það
annars ekki flögrað að yður, að
elskendurnrr kunni að vera að
leiða okkur á skakka slóð.
- Ég gat engu svarað hon-
um um það.
Þegar við komum að gisti-
húsinu var Odette komin þar.
Hún var þar að ræða við rann-
sóknarlögreglumann, sem hafði
sótt hana í þorpið.
Bayard tók nú til að yfirheyra
hana, kom fram af mildi, en
sumar spurningar hans voru all-
nærgöngular, enda skipti Odette
litum, er hann bar sumár upp.
— Já, það er satt, við vor-
um ástfangin þá, en það er líka
allt og sumt. Við, maðurinn
minn og ég, höfum rætt þetta
frá rótum, og ég hef talað við
John. Við höfum orðið ásátt um
Hreinsum allan fatnað
Hreinsum vel
Hreinsum fljótt
Sækjum — Sendum
Efnalaugin LINDiN HF.
Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51
Sími 18820. Sími 18825.
að hittast ekki oftar. Það er
engin von. Ég er kaþólsk og er
mótfallin skilnaði.
Tárin komu fram í augun á
henni.
— Það er nú engan veginn
auðvelt, að vera svo nálægt
hvort öðru — og — þér skiljið
kannske nú hvers vegna ég fór
eftir því, sefn stóð á lappanum.
Ég hélt, að hann væri frá hon-
um.
- En orðsendingin var á
frönsku, sagði Bayard. Talar
Evans frönsku?
— Ekki mikið, en hann get-
ur bjargað sér með aðstoð vasa-
orðabókar. Við gátum talað sam
an um það, sem okkur lá á
hjarta.
— Og þér haldið enn fram,
að allt varðandi göngu yðar að
hellismunnanum hafi verið rétt,
allt, sem þér áður sögðuð? Eruð
þér nú vissar um, að hafa ekki
séð neinn, auk elskendanna, vit
anlega? Þér sáuð ekki manninn
yðar?
Odette horfði beint framan í
Bayard.
- Jú, ég sá mann uppi í klett-
unum. Þess vegna hvarf ég
strax á brott frá hellismunn-
anum. Ég hélt fyrst, að það
væri John, en þessi maður
reyndi að fela sig, svo að ég
vissi, að það var ekki hann, og
flýtti mér heim. Nú veit ég þá,
að það hefur verið maðurinn
minn.
Það er nú ekki alveg víst,
sagði Bayard. Það gæti hafa
verið morðinginn.
Nei, hvíslaði Odette og ná-
fölnaði.
— Hver hatar yður svo heift-
arlega sem allt virðist benda
til?, spurð; payard.
— Hatar mig?, spurði Odette
og horfði undrandi á hann. Hver
ætti að hata mig? — Maðurinn
minn hefur fyrirgefið mér.
Bayard mælti þurrlega:
— Það var ekki sérlega vin-
samlegt að senda alla þessa
lappa, einn manni yðar, ann-
an Hetzen, yður þann þriðja.
Þeir mundu þá báðir vera ná-
lægt hellismunnanum og grunur
falla á’ þá.
Enginn litur var enn farinn að
færast í náfölt andlit Odette.
Hví skyldi nokkurn gruna,
að ég hafi myrt Konrad? Hvers
vegna hefði ég átt að gera það?
— Það munduð þér vita betur
en nokkur anriar, tautaði Bayard
í hálfum hljóðum og fór eins
og hjá sér. Kannske eitthvað
hafi gerst fyrir tíu árum, sem
þér viljið koma í veg fyrir, að
ofurstinn tali um.
Nú hljóp skyndilega roði í
kinnar hennar, en hún svaraði
ískaldri röddu.
— Allir hér vita, að ekkert
gerðist. Menn vita, að ég bjó
með honum og hvers vegna ég
gerði það. Og ef í raun og veru
eitthvað hafði verið, sem leyna
þurfti, hefði ég ekki þurft að
gera annað en biðja Konrad að
þegja yfir því. Hann var heiðar-
legur og skilningsríkur.
— Það er bara tilgáta, tautaði
Bayard en þó nokkru hærra, en
samt gæti nú hugsast að fyrir
tíu árum hafi einhver sagt Þjóð-
verjanum, að Bandaríkjamenn-
irnir væru að koma.
Fyrst virtist hún ekki hafa
hugboð um hvað hann var að
fara og svo var sem neistar
hrykkju úr augum hennar:
- Hvernig vogið þér yður að
ásaka mig um annað eins og
þetta, mig, sem hefi gert meira
fyrir Frakkland en flestir karl-
menn.
Og svo var hún ekki að hafa
fleiri orð um og rak Bayard
rokna löðrung, sneri svo á hæli
og hvarf á brott.
Bayard kallaði á eftir henni,
en heyrði ekki eða lést ekki
heyra. Hurðin féll að stöfum á
eftir henni svo harkalega, að
small í. Lögreglufulltrúinn hall-
aði sér aftur í stólnum og neri
á sér kinnina.
— Ég hefi kannske stigið
feti lengra en ég hefði átt að
gera - og verð víst að biðja
hana afsökunar síðar meir.
Hann reis á fætur og safnaði
saman skjölum sínum.
— Það lítur sannarlega út fyr-
ir, að þetta verði ástarsaga ekki
síður en sakamáls — eða kann-
ske sakamálasaga ekki síður en
ástarsaga, - en ég held annars,
að ofurstinn yðar verði ekert
glaður yfir því, þegar hann veit,
að við höfum komizt að leyndar-
málum hans. Oft er mikið dýpi,
þar sem vatn er að jafnaði kyrrt,
er sagt. Og hermenn eru ekki
síður hneigðir til ásta og ævin-
týra en aðrir.
Bayard vildi óður og upp-
vægur ná í Evans til yfirheyrslu
Barnasagan Kalli kafteinn I4ALLI ©G HAFSÍAIM
11
„En þetta farar
tæki yðar hlýt
ur þó að eiga
að fara til ein-
hvers staðar?"
hélt Kalli á-
fram. „Maður
dregur alltaf til
ákveðins stað-
ar“. „Ekki í
þettu skipti," svaraði prófessor
inn, „ við skulum bara sigla.
Það er það eina, sem hefur
nokkra þýðingu fyrir túrbínuna
mína. Skiljið þér það?“ „Það á
ég ekki auðvelt með,“ svaraði
Kalli. „Það er einfaldlega af-
leiðing af lögmáli Máritians,"
sagði vísindamaðurinn sann-
færandi. „Seinna skal ég út-
skýra það fyrir yður. Stýrimað
ur, farið f hring.“ „Hva, hva, í
hring?“ stamaði stýrimaðurinn.
Hann hafði fylgst með samtal-
inu með vaxandi kvíða. „Leyfið
mér,“ sagði uppfinningamaður-
inn og ýtti stýrimanninum frá
stýrinu. „Fulla ferð áfrarn",
hrópaði hann niður f vélarúm-
ið. KRÁK rauk af stað og vagg
aði mjög til beggja hliða, þar
sem prófessorinn sveiflaði stýr-
inu fram og aftur. „Þrumur og
eldingar. Burt með yðar land-
krabbakrumlur af stýrinu
mínu“, öskraði Kalli og hrinti
Sifter prófessor burt frá stýr-
inu. „Þér munuð skilja þetta
miklu betur seinna" sagði hann
!:uldalega. „Lítið í kjölfarið. Er
þetta í lagi, eða cr það ekki í
lagi?“ „Túrbína prófessorsins
flaut klunnalega í vatninu, og
við og við sást bláleitt Ijós í
kúplinum. „Það kemur ljós,“
sagði Kalli hissa. „Hvað táknar
það?“ „Það táknar, að stefnan
þýðir ekkert fyrir túrbínuna
mína, heldur aðeins hraðinn."
svaraði Sifter prófessor.
_______________________ 15
þegar í stað, en ég skaut því að
honum, að það væri svo til alveg
komið að morgunverðartíma, og
þá mundu allir koma þjótandi
til gistihússins.
Og sú varð reyndin og her-
mennirnir með alvæpni voru
sannarlega vígalegir - með
handsprengjur sínar og stóru
pístólurnar. Þrátt fyrir morðið
virtust allir í bezta skapi og
jafnvel Rennie var hinn kát-
asti. Hann var sem nýr maður
og gaf mér olnbogaskot svo að
ég næstum rauk um koll.
— Þetta gengur alveg stór-
kostlega. Og sannaðu til, þessi
piltur, hann Douglas, hann á
sér frama von.
— Ef til vill tautaði ég, dauf-
ur í dálkinn.
Ég hafði mestan áhuga fyrir
að gefa gætur í laumi að þeim
Evans og Odette, — en þau virt-
ust bæði staðráðin í að vera
sem fjærst hvort frá öðru. Og
ef þau af tilviljun litp hvort á
annað flýttu þau sér að líta
undan.
Menn gleyptu í sig matinn.
Rennie varð fyrstur til að rísa
á fætur og fara út og þá var
ekki að sökum að spyrja, menn
tóku seinasta sopann til að
skola niður með og fóru út á
eftir honum. Rennie varð gram-
ur er honum var sagt, að Évans
yrði eftir til yfirheyrslu.
— Sjáðu um, að það taki ekki
allt of Iangan tíma sagði hann.
Við þurfum á honum að halda
þarna niðri á ströndinni.
Enn var eitthvað það við
hina köldu, hermannlegu ró,
sem var yfir Evans, sem hafði
þau áhrif á Bayard, að hann
kaus að notast við hörku- að-
ferðirnar.
— Hvað gerðuð þér við lapp-
ann yðar?, spurði Bayard, þegar
við vorum orðnir þrír eftir.
Hefurðu ekki enn fundið
neinn ánamaðk.
Já, við létum setja munn-
körfu á hann, — hann
veiktist nefnilega eftir að
hann beit yður síðast