Vísir - 24.03.1962, Page 16

Vísir - 24.03.1962, Page 16
VISIR Laugardagurinn 24. marz 1962. 200 þús. kr. sekt Brezki togaraskipstjórinn Percy Bedford af Wyre Mariner var í gær dæmdur í 200 þús. kr. sekt fyrir ólöglegar veiðar inn- an landhelgi. Hafði hann viður- kennt brot sitt. Auk þess voru veiðarfæri sem voru metin á 75 þús. kr. gerð upptæk. Enginn afli var í skipinu, þar sem það var nýkomið á miðin er það var tekið. Alls varð útgerðin að setja 350 þús. króna tryggingu fyrir sektum, upptöku og máls- kostnaði. Bedford skipstjóri hafði áður , verið tekinn og dæmdur fyrir; landhelgisbrot. Þó hafði það ' ekki ítrekunaráhrif til hækkun- ar sektarinnar, þar sem fyrra brotið féll undir hina almennu sakaruppgjöf, sem veitt var þegar landhelgisdeilunni laulc. Hinn nýskipaði sendiherra Frakka á Islandi, Jean Strauss, sést hér, er hann var að afhenda Ásgeiri Ásgeirssyni forseta embætt- isskilríki sín á Bessastöðum í gær. Á milli þeirra stendur Guð- mundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra. Strauss sendiherra hefur haft kynni af íslendingum sem verið hafa í París. Mun hann m. a. vera vel kunnugur Albert Guðmundssyni forseta Alliance Francaise og hyggur sá félagsskapur á gott samstarf við hann. 4 slys í gær í gær var sjúkralið slökkviliðs- ins hvað eftir annað kallað á vett- vang til að flytja slasað fólk í slysavarðstofuna. Fyrsta slysið varð um hádegis- leytið í Túngötu, er 4ra eða 5 ára gamall drengur, Gunnar Stefáns- son, Garðastræti 33 varð fyrir bif reið. Nokkrum mfnútum seinna varð annar drengur á svipuðu reki, Ein- ar Guðmundsson fyrir bifreið á Njálsgötu. Þriðja slysið varð klukkan langt gengin sjö í gærkveldi á mótum Þórsgötu og Baldursgötu. Maður að nafni Meyvant Guðmundsson, Hringbraut 56 var þar að bora fyr- ir handriði en féll niður af stiga- palli og slasaðist á höfði. Um svipað leyti var sjúkralið slökkviliðsins beðið að flytja mann i Slysavarðstofuna, sem fall- ið hafði milli skips og bryggju við Grandagarð. iHAflDTEKINNi AFTUR Borgarmálaráðstefna Heimdallar byrjar Borgarmálaráðstefna Heim- dallar hefst kl. 14 í dag laugardag í Valhöll við Suð- urgötu. Ráðstefnan mun standa yfir helgina og ljúka á sunnudagskvöld, í kvöld- verðarboði borgarstjórans í Reykjavík. Hér er um að ræða fræðslu ráðstefnu um málefni Reykja ÚRANUS Á SVO sem menn mun reka minni til, var togarinn Úranus á útleið, er hið ægilega fárviðri gekk yfir V-Evrópu um miðjan febrúar. Urðu á skipinu miklar skemmdir er brotsjór kom á það aftanvert. Var það tekið til viðgerðar ytra, þegar að afla- sölu lokinni, hófst viðgerð á skipinu. Hefur hún staðið yfir siðan, eða í um það bil mánað- artfma og þar til í gær. í gær- kvöldi barst togaraútgerð Júpi- ters & Marz skeyti um að við- gerð væri lokið og Úranus hefði lagt af stað heimleiðis í gærkvöldi. víkur og er dagskrá hennar í stórum dráttum á þessa leið: Laugardagur kl. 14: Ráð- stefnan sett af formanni Heimdallar Birgi Isleifi Gunn arssyni. Síðan flytur Geir Hallgrímsson borgarstjóri erindi um framtfðarverkefni og fjármál borgarinnar. Þá flytur Jóhannes Zoega verk- fræðingur erindi um Hita- veitu Reykjavíkur. Klukkan 17 mun ráðstefnan skipta sér í hópa og mun innan hvers hóps fara fram viðræður við borgarstjórnarfulltrúa um gang mála í borgárstjórn. Kl. 18 flytur Jónas B. Jónsson fræðslustjóri erindi um fræðslu-, íþrótta- og æsku- lýðsmál. Sunnudagur 25. marz. Fund ir hefjast á ný kl. 14 og mun þá Gústav E. Pálsson borgar- verkfræðingur svara fyrir- spurnum um verklegar fram- kvæmdir í Reykjavík. KI. 16 verður lagt upp í kynnisferð um borgina og verður leið- sögumaður í þeirri ferð Gísli Framh. á 10. síðu. Harry Venable vörubílstjóri i hefur verið handtekinn að nýju < 1 þar sem talið er að hann geti ] , gefið upplýsingar um smyglara-1 hringinn. Goðafoss var ekki farínn í gærkvöUi Goðafoss hafði enn ekki látið úr höfn í New York undir miðnætti s.l. nótt (eftir ísl. címa), þegar Vísír áttí stutt símtal við Einar Bald- vin Guðmundsson, formann Eimskips á hóteli hans þar í borginni. Einar kvaðst þó öruggur um að skipið fengi að sigla. Ekkert hafði enn verið ákveð ið um sektarupphæð þá, sem skipafélaginu ber að greiða, og má vera, að sektin verði ekki ákveðin fyrr en skipið er í hafi. Formaður Eimskips taldi, að mál hefðu nú skipazt bet- ur fyrir félagið en nokkur gat vonað. Kvað hann yfir- völd í borginni hafa látið í það skína, að allt samstarf við Eimskipafélagið og skips- menn við að upplýsa málið, hefði verið ákjósanlegt. A ðeins Peromstar voru / allsherjarverkfallinu Frondizi hefur fallist á lausn- arbeiðni Carlos Coll Benegas fjármálaráðherra. Allsherjarverkfallinu, sem 62 verkalýðsfélög, sem styðja Per- onista, stóðu að, lauk í morg- un. Vinna stöðvaðist í iðnaðar- Hólaskóli ek’J lagður niSur — en reistur við! VÍSIR hefur nú frétt að Gunn- ar Bjarnason hafi ákveðið að segja upp stöðu sinni sem skóla stjóri á Hólum í Hjaltadal. — Hann mun starfa áfram að fram faramálum landbúnaðaríns f landinu. Enn hefur ekki verið ákveðið hver taki við starfinu, en erfið- leikar bændaskólans á Hólum stafa af áratugavanrækslu Iand búnaðarráðherra Framsóknar- fiokksins. En Hólaskóli á svo mikil ítök f þjóðinni, að aðgerð um mun nú verða haldið áfram til að reisa hann við. Lýsti Ing- ólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra því yfir fyrir nokkru í snmtali við Vísi, að Hólaskóli verði ekki Iagður niður. ★ í áratug átti Framsóknar- flokkurinn Iandbúnaðarráð- herra í riklsstjórn En ráðherrar Framsóknarflokksins vanræktu mál skólans svo mjög að vand- ræðaástand ríkti þegar fyrrveV- andi skólastjóri Kristján Karls- son lét af störfum. Verður hon- >un þó ekki um það kennt, þar sem það voru Framsóknarráð- herrarnir sem vanræktu að sjá skólanum fyrir fjárframlagi. Eftir valdatíð Framsóknar var svo komið að fjósið lak, vélar voru úr sér gengnar, skolpleiðslur bilaðar, rafmagn í ólagi og öll hús í meiri og minni niðurníðslu. Framh. á 10. síðu. hverfunum í úthverfum borgar- innar, en inni í borginni gekk allt sinn vanagang, því að önn- ur verkalýðsfélög tóku ekki þátt í því. — 1 sumum úthverf- um var unnið. Það voru aðal- lega verkamenn í stál- og vefn- aðariðnaði sem lögðu niður vinnu. // // Þorgeir kemur heim Fyrir nokkru fór fram í Leith í Skotlandi uppboð á íslenzka fiskiskipinu Þorgeir, sem var eign Stefáns Franklins og hefur verið í viðgerð og endursmíði þar ytra um skeið. Þorgeir er gamalt stálskip, smíðað í Hollandi 1925 og er það 127 tonn á stærð. Hann var gott sjóskip og hefur nú verið Framh. á 10. síðu. Yfirvöldin gripu ekki til neinna sérstakra öryggisráð- stafana vegna verkfallsins. Franska stjórnin birti nokkr- ar tilskipanir í gær varðandi ^ Alsír, m. a. uppgjöf saka. i Meðal þeirra, sem fengu sak- ’ aruppgjöf, eru serkneskir menn, sem fangelsaðir voru í Frakklandi fyrir stuðning við FLN. Einnig eru náðaðr fransk- ir menn, sem dæmdir voru í fangelsi fyrir sömu sakir. Sakauppgjöfin nær aðeins til þeirra, sem hafa rétt til kosn- inga í þjóðaratkvæðinu, eða með öðrum orðum Frakka og Serki sem eiga heimilisfang í Alsfr.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.