Vísir - 05.04.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagurinn 5. apríl 1962.
Lokið er nú miklum, fjölsóttum
og Iöngum veizlufagnaði. Ég hef
notið hans svo ríkulega, að fáein
þakkar- og kveðjuorð til bess, er
stórmannlega veitti, eru nú bæði
ljúf og skyld.
Undarlegt mun það eflaust þykja'
við fyrstu sýn, að elztu endurminn-
ingar frá kynnum mínum af Krist-
jáni Einarssyni skuli vera blandnar
þeirri sjálfsblekkingu, er fyrst oi!i
mér nokkrum vonbrigðum en varð
síðar til mikils skilningsauka Mér
fannst, satt að segja lengi, einkum
fyrstu ár mín hér í Reykjavík, að
honum væri alveg sérstök gleði að
bjóða mér að borði sínu, skióta til
mín skildingi, spjalla við mig um
hugðarefni mín, greiða götu mína á
allan hátt, að ég væri í algerum
sérflokki, einstæður heiðursgestur í
húsi hans, sem gerði honum per-
sónulegan greiða með því að þi-^ja
góðgerðir hans, og lætur það að
Iíkum, að tilefnum þess færðisc ég
lítt undan að fjölga. Síðar tóku að
hvarfla að mér grunsemdir um. að
ég væri ekki aleinn á ferð með
þessum vildarvini mínum, eftir að
ég stóð hann að því að eiga ótal
aðra skjólstæðinga, rétta einnig öll-
um þeim öðrum, er þess þurftu,
hjálparhönd, og ég varð þess örupg
lega vís, að ýmsum þótti jafngott
og mér að mega sitja kyrrlátlega
með honum heima og hjala un
hugðarmálin eða ganga glaðut i
samfylgd hans til góðs fagnrðar.
Enda þótt þessi uppgötvun yrði
mér ekki með öllu sársaukalaus, bi
lauk hún Ijúflega upp fyrir mér
skilningi á vinsældum Kristjáns
Einarssonar, varð uppspretta að-
dáunar á hinum miklu mannkistum
hans, og því meira undrunarefni,
sem ég kynntist því betur hve fjöl-
breytilegum hæfileikum hann hafði
yfir að búa til að sannfæra bina
ólíkustu einstaklinga um, að e'n-
mitt þeir væru alveg sérstakir heO-
ursgestir hans ,að hann hefði ein
stakt yndi af að gera þeim per-
sónulega eitthvað til geðs. Það var
nefnilega mjög einkennandi fyrir
hina hlýju töfra í viðmóti Kristjáns.
að hann virtist alltaf vera e;nn
með þeim, er hann ræddi við hvei ju
sinni, jafnvel í fjölmenni, en bJ.ð
var ein af mörgum ástæðum þess
hve leiðin að hjarta hans var öll-
um auðveld.
En var þetta þá ekki einung's
áunninn hæfileiki til öflunar vin
fengis? Áreiðanlega ekki. Kristján
kunni að vísu vel að meta gðða
vináttu, en uppsprettu hinna al-
VISIR
Minningarorð um
Kristján Einarsson
mennu vinsælda var að finna í
i þeim eðliskostum hans, að leita
alltaf fyrst hins góða í öllum þeim
mönnum, sem hann átti skipti við.
Og hann virtist alltaf finna það —
I raunar misjafnlega mikið, en nægj-
anlegt til þess að sannfærast un
að honum bæri fyrst og fremst að
gera þeim það, sem gott var, og á
þann hátt, að hverjum og einurn
VEgri ljúft að þiggja. Ég er sann-
færður um, að honum hefði liðið
illa ef hann hefði, vitandi vits, geri
einhverjum manni eitthvað tii
miska. Það hefði valdið honum
sjálfum of miklum sársauka vegna
þess hve andstætt það var skap-
gerð hans. Honum var eðlislægt að
færa gjafir efnis og anda af stór-
mannlegri rausn, miklum ljúfleik
og þeirri nærfærni, sem lotningin
fyrir öllu lífi og skapara þess ein
getur veitt. Hinar fágætu vinsældir
hans voru af þessum sökum
miklu fremur afleiðing hins eð'is-
bundna góðleika en áunninn mann-
kostur.
Stundum veltum við þvi fyrir
okkur hvað það er, sem knýr suma
menn til dáða, og skýringanna er
oft leitað til forfeðranna, frum-
bernskunnar eða æskuára. Áreiðan
lejgt er það, að aflvaki Kristjáns
Einarssonar hefir verið mjög sterk
ur. Enda þótt hann væri góðupj,
hæfileikum að heima búirn, þá.
nægja þeir einir ekki til skýringar-
innar á því hve rismikill hann varð
í hinu borgaralega samfélagi. Sú
saga er of alkunn til bess að ég
þurfi að rekja hana vandiega enda
verður það eflaust gert í dag af
öðrum, sem á henni kunm betri
skil, en þó að einhver af hinum
mörgu kapítulum þeirrar fjólbreyti
legu sögu, sem nú er að baki um
forystu í viðskipta- og atvinnumál-
um myndi nægja til að hald-j nafni
hans lengi á lofti, þá grunar mig,
að enginn hina mörgu sigra hans
á þeim vettvangi hafi verið bonum
takmark í sjálfu sér. Veraldar-
gengið virtist mér honum leið að
öðru og æðra markmiði. Hann lagði
að vísu nótt við dag, innan lands
og utan, til þess að rækja störf
sín eins vel og framast var unnt,
og þess vegna var það, sem stend-
um var kallað farsæld hans eða
heppni vitanlega ekki annað en
eðlilegur ávöxtur góðrar hei.nan-
fylgju, skyldurækni, starfsorku og
viljaþreks, þó að manni fyr.dist
stundum, að það væri einhvern
veginn alveg sjálfsagt, að Kristjáni
Einarssyni farnaðist allt vel. Með
öflun fjármuna fannst mér Kristján
fyrst og fremst vilja auka sér tæki-
Kristján Einarsson
færi til þess að geta reynst öó.um
meiri og betri maður. Að öðru leyti
held ég að fé og frægð hafi verið
honum fremur fánýt gæði. Hvort
tveggja var einungis leið að marki
en aldrei takmarkið sjálft. Þess
vegna var öll forpokun veraldar-
vafstursins svo fjarlæg honum.
Þess vegna var hann hamingjusam-
astur, þar sem hann veitti vinum
sínum í hópi vandamannanna las í
þröngum hring ljóð eða hafði uppi
græskulaust gaman. Með engum
einum var betra en honum, en í
fjölmennum hópi var hann jafuan
fyrirmaður mestur og enginn fann
sig þó smælingja í návist hans.
Aldrei minnist ég þess að hara
heyrt mann, Kristjáni ókunnan,
tala illa um hann persónulega, en
það er mjög fágætt um mann srm
stöðu sinfiar vegna er þar, sem
vindarnir oftast næða. Um þá, sem
hann þekktu, er þarfleysa að taln i
þessu sambandi. Þeir bera honum
allir eina sögu. — Hann var svo
ljómandi heilbrigður, svo alger-
lega laus við alla yfirborðs-
mennsku, og hafi gallar hans verið
einhverjir, þá voru þeir áreiðan-
lega fyrst og fremst mannlegir.
Ef það hefir verið eitthvað eitt,
sem öðru fremur varð Kristjáni
hvöt til sóknar, þá get ég ím/ndað
mér, að það hafi verið frsn ir
kröpp fjárhagskjör fyrstú búskapar
ár þeirra Ingu hér í Reykjavík.
Strax og þau settu saman bú fyllt-
ist hús þeirra af gestum og nauð-
leitarmönnum. Bæði voru þaa mjög
samhent um að veita af þeim efn-
um, sem fyrir voru, en er þau
reyndust rausninni minni, þá var
ekki annað að gera en að sækja á
brattann. Ég held að skýringar-
innar á efnalegri velgengni Krisi-
jáns sé þvf fyrst og fremst að Ieita
í ósveigjanlegum vilja hans til að
geta orðið öðrum að sem allra
mestu liði. Hið mesta afl þeirra
þriggja, sem postulinn greindi forð-
um, hefir þess vegna verið það,
sem fastast knúði, kærletkurinn,
sem að baki bjó.
Lánsmaður var Kristján mikill
f lífinu, og e. t. v. hefði hann sjált-
ur ekki kosið sér dauðann me.ð
öðrum hætti en þeim, sem hann
bar að höndum þó að honum hefði
eflaust þótt gott að mega njó'a
nokkru lengur samvistanna við ást
vini sína og aðra þá, sem hann
unni, og að okkur, sem eftir stönd-
um, þyki nú sem full snemma hafi
verið kvatt til brottfarar. Hann
eignaðist góða konu, ágæi börn,
fallegt heimili, komst til mikilla
mannvirðinga og fágætra vinsælda,
Almanök á
öld
Með árinu 1837 hefst útgáfa ai-
manaka á íslenzku. Þau voru fyrst
framan af gefin út i Khöfn og mun I
Finnur Magnússon prófessor hafa
þýtt þau á íslenzku, en snem.na
eða frá 1849 Jón Sigurðson A
tímabilinu 1837 —1860 koma al-
manökin út í ferköntuðu átta blila
broti, litlu og hlutu við það n"frnð
,,kubbur“. Á tímabilinu 1861—7-4
eru þau kennd við Jón Sigu ðsson,
enda stendur á titilblaði þeirra að
hann hafi íslenzkað þau og -ígað
eftir íslenzku tímatali. Um leið
breyta þau um brot og stækka upp
1 sama brot og nú er á Þjóðvhia-
félagsalmanökunum.
Árið 1875 hóf Þjóðvinafélagið
útgáfu almanaksins og þá að bví
leyti í breyttu formi, að það va>
aukið til muna og hefur eftir það
flutt að jafnaðr annál og fjölmarg- i
ai greinar til fróðleiks og skei mt-1
unar. Almanakið hefur nú Komið I
út samfleytt um nær 9 tugi ára.
Voru almanökin sjálf, allt til árs
ins 1922 reiknuð út i Khöfn e‘tr
hnattstöðu Reykjavíkur og prentuð
í Khöfn, en hið almenna lesrnáí
þeirra var prentað hér frá því |
1894. Frá því 1923 hefur al.ran-
akið verið reiknað út í Rvík og
jafnframt prentað hér.
Árið 1884 hóf nýtt Almanak
göngu í Reykjavík með nær sama
sniði og Almanak Þjóðvinafélags-
ins, því að auk almanaksins sjált's
voru í því ævisögur og aðrn æð
andi greinar, auk mynda oa. elni
til skemmtilesturs. Að i.iranaK
þessu stóðu þeir Jón Ólafss-n rit-
stjóri og Steingrímur Thorsteins-
son skáld. Það kom aðei.is út i
eitt ár og síðan aldrei meir
í Reýkjavík kom út laust fyrir
aldamótin síðustu, eða árið 1897,
nær tveggja arka ritlingur í 12
blaða broti sem ber titilinn ,,Tafla,
er sýnir á hvaða dag hver manuð-
ur byrjar á árunum 1897-l9í'0“.
Annars voru Akureyringar á und
an Reykvíkingum að gefa út
almanök eða dagatöl, og þar held
ég að síðasta íslenzka rímbókin sé
prentuð skömmu eftir að p.ent-
smiðja var stofnuð þar. Var það
leiðarvísir að finna út stundatai eft-
ir stjörnur og tungli, eftii sira
Jón Thorlacius, gefin út 1800
Á Akureyri koma fyrstu dagatö'
in sem ég hef haft spurnir at. en
það er svokallað „TímataT' á einu
blaði í foliobroti. sem gefið vi út
1854. Það nær yfir 56 ára tímab'l,
eða árin 1854 til 1910. í Landsbókf-
safninu er til Almanak. sem síia
Sveinbjörn Hallgrímsson er talini'
útgefandi að. Það mun einme hafa
verið gefið út á lausu blaði og
prentað á Akureyri En ég ha' því
miður ekki átt þess kost að sjá
það og veit ekki um útgáfuár
Árið 1850 kom út örlitill brekUm
------------------------- 7
innan lands og utan. Hann var frá-
bærilega vel á sig kominn andlega
og líkamlega, oftast stálhraustur
og lífsþyrstur, varð víðförull, fjöl-
fróður og spakur. Hann stendur ó
bugaður og glaður í miðri dagsms
önn þegar dauðinn kallar. Það var
mjög örðugt að hugsa sér að hann
ætti eftir að feta hinn dapra elli-
stig, þiggja í stað þess að veita,
þar sem ég sá hann í ys götunnar,
herðabreiðan, beinvaxinn og bros-
andi, að því er sýndist jafnungan
og hressan og hann hafði virzt
a. m. k. síðustu tvo áratugina.
Andartaki síðar var saga hans öl'.
I Og einhvern veginn er svo erfitt að
trúa því að hann sé horfinn, að
ekkert sé nú eftir skilið nena
endurminning þess, sem var.
Hinu mikla gestaboði er lokið,
öndvegið tómt. Og sæti autt mun
umlukt ilmi minninga frá blómum.
sem í dag drúpa hjá því.
Kristján Einarsson var fæddur
að Stakkadal á Rauðasandi 1. júlí
1893. Hann var sonur hjónanna,
er bjuggu þar, Elínar Ólafsdóttur
og Einars Sigfreðssonar. Árið 1914
lauk hann námi frá Hvítárbakka-
skóla og síðar fjórða-bekkjarprófi
í Menntaskólanum. Hann las und-
ir stúdentspróf en veiktist áður en
þvl yrði lokið og hvarf svo frá
námi. Kristján gerðist starfsmað-
ur útflutningsnefndar í Reykjavík
árið 1918. Hann verzlaði hér í
bænum frá 1921 — 1925, en þá
varð hann aðalumboðsmaður
skozka fyrirtækisins Bookless Ldt
og gegndi þeim starfa til ársins
1930. Framkvæmdastjóri útflutn-
ingsdeildar Alliance var hann frá
1930 — 1932. Árið 1932 var hann
einn af stofnendum Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda og einn
af forstjórum þess alla tíð síðan.
Hann var einn af aðalstofnendum
Drangsness hf. 1933 og Dósa-
verksmiðjunnar árið 1935. Ræðis-
maður Kúbu á íslandi var hann
1953-1961.
Kristján kvæntist 12. október
1918 Ingunni, dóttur Elísabetar
Sigurðardóttur og Árna prófasts
Þórarinssonar frá Stóra-Hrauni.
Böm þeirra eru Elín, gift Magnúsi
R. Magnússyni fulltrúa og Árni,
framkvæmdastjóri, kvæntur Krist-
ínu Eide.
Kristján varð bráðkvaddur mánu
daginn 26. f.m.
Útför hans var gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag.
Sig. Magnússon.
ur á Akureyri „Dagatal með veður-
spá“, sem Baldur ívarsson samdi,
en Jón Borgfirðingur og F. Stein -
son gáfu út. Það var arkarpési í
litlu broti. Loks hef ég heyrt nefnt
Dagatal Jóns Einarssonar frá Ak-
ureyri á árabilinu 1853 til 1860 en
á því veit ég engin deili.
Verið getur að eitthvað fleira
hafi verið prentað hér á lan <i af
dagatölum og almanökum á öld-
inni sem leið, en að framan getur,
enda þótt mér sé ókunnugt um það
Ef einhverjir vissu um annað og
fleira en hér er upp talið væru
mér kærkomnar upplýsingar um
það.
I Leikarar, söngvarar og dansarar
og aðrir, sem koma fram 1ITV eða
óháða sjónvarpinu í Bretlandi hafa
komið fram kröfuni um aukna
þóknun fyrir að skemmta sjón-
varpsnotenduni og fá margir tvö-
falt ög |afnvel þrefalt meiri þókn-
un en áður. Nú er eftir að semja
við sjónvarp brezka útvarpsins.
I