Vísir - 26.05.1962, Page 4

Vísir - 26.05.1962, Page 4
4 'mssai VISIR ------------------------------------ ------- Laugardaginn 26. maí 1962. 06 AUT B0R6ARANNA Allt gert íyrir æskuna Haraldur Ágústsson skipstjóri bíður I brúnni meðan verið er að landa síldinni. Fréttamaður Vísis hitti Sig- urð Halldórsson, formann knatt spyrnudeildar KR og spurði hvort þessi góði og gamli Reyk víkingur vildi ekki segja nokk- ur orð um borgina sína. Ja, ég er nú ekki fæddur i Reykjavík heldur á Kjalarnes- inu, en ég fluttist ungur til btæjarins. M fluttum við hing- að á bát. Það var auðveldara, en að flytja eftir vegleysum á landi. En ég tel mig samt fyrir löngu rótgróinn Reykvíking og alltaf hefur Esjan blasað við mér, hvort sem ég var á Kjal- arnesinu eða í Reykjavík. Ef ég á að lýsa Reykjavík, heldur Sigurður áfram, þá vildi ég segja frá því, að þegar ég var unglingur hér í bænum fyr- ir rúmum þrjátíu árum, hjólaði ég stundum í kringum bæinn meðfram gömlu járnbrautinni, sem var notuð til að flytja grjót í hafnargarðinn og túrinn tók 20 mínútur. Nú tekur miklu lengri tíma að fara kringum borgina í bíl. — Hefur þú' sjálfur byggt yfir þig hús? — Já, og meira að segja tvisvar sinnum, fyrst í gamla Vesturbænum og síðan fyrir nokkrum árum við Hjarðarhaga og þar bíðum við nú bæði eft- ir malbikun og hitaveitu. Það er stórkostlegt að eiga von á því báðu innan skamms tíma. Og ég er viss um að áætlanirn- ar tvær um hitaveitu og mal- bikun munu rætast eftir áætl- un, það byggi ég bæði á gam- alli reynslu og á þvl að sýnilegt er að fjármagnið er tryggt til framkvæmdanna. — Líkar þér eins vel að búa á Högunum eins og í gamla Vesturbænum? — Hagarnir eru í Vesturbæn um og ég tel þá fallegt og vel skipulagt hverfi. Skipulagið á nýju hverfunum er yfirleitt á- gætt. Við höfum fengið i ná- grennið margar stórar og fagr- ar byggingar eins og Neskirkj- una, Háskólabíóið og Bænda- höllina. Þau setja svip á hverf- ið. Ég er mjög ánægður yfir störfum borgarstjórnarinnar á undanförnum árum og þess meirihluta Sjálfstæðismanna, sem þar hefur ráðið. Bærinn hefur gert meira fyrir mig en ég fyrir hann og ætli það sé ekki þannig með okkur flesta borgarana, þegar við förum að íhuga málin nánar. Við sjáum það þá í öllu okkar lífi og þæg- indum, hve við eigum mikið að þakka styrkri stjórn bæjarins. Sérstaklega finnst mér þetta eiga við hvað viðvíkur aðbún- aði æskunnar nú á síðustu ár- um. Fyrir þeim málum hef ég mestan áhuga, þar sem ég ver flestum frístundum mínum í að starfa fyrir mitt gamia félag KR. Það hefur nú á fáum árum orðið gerbreyting í þessum efn Ég hefði nú helzt ekki viljað fara að tala við blaðamann, sagði frú Jóna Sigurðardóttir, Bugðulæk 8, þegar fréttamaður Vísis kom að máli við hana. En svo sé ég það við nánari umhugsun, að ég er svo ánægð með tilveruna hér á Bugðu- læknum, að ég get ekki skorast undan að tala við ykkur. Frú Jóna er ein þeirra mörgu húsmæðra, sem eru búsettar I Laugarneshverfinu og eiga það nú í vændum á þessu ári að fá hitaveituna inn I hús sitt, Hún er gift Einari Ágústssyni raf- virkja og eiga þau fimm mann- vænleg börn, það elzta er drengur 9 ára, en það yngsta tveggja ára stúlka. Þegar fréttamaðurinn kom inn í íbúðina var elzti sonurinn Ágúst nýkominn heim úr síð- Sigurður Halldórsson með fjölskyldu að heimili sínu að Hjarðarhaga. um. Fyrir nokkrum árum var aðeins til einn malarvöllur I bænum til að iðka knattspyrnu á. Nú eru grasvellir komnir í flestum hverfum, félagsheimili og búið svo vel að æskunni sem frekast verður á kosið. Allt þetta mun ég að sjálf- sögðu íhuga á sunnudaginn og ég mun ekki verða í vafa um, hvar ég muni leggja lóð mitt á metaskálar. asta tíma í skólanum og hélt á einkunnarbókinni og teikning- um, sem hann hafði gert í skól- anum. — Það eru ein þægindin við að búa hér, hvað skólinn er nálægt, segir frú Jóna. Lauga- lækjarskóli er að rlsa upp og stækka hérna rétt fyrir sunnan. Svo eru Sundlaugarnar skammt frá og nú fer næstelzti sonur- inn I sundnámskeið þar. Það eru gömlu Sundlaugarnar en ný sundlaug er að rísa upp hinu megin við götuna. Ágúst litli kom nú með teikn- ingamar sínar og sýndi frétta- manninum. Þetta voru snotur- lega gerðar myndir. En frétta- maðurinn tók eftir því að þær voru margar af sveitabæjum með grösugum túnum, kálgörð- Frh. á bls. 13 Sonurinn fer Hið kunna aflaskip, Guð- mundur Þórðarson, hafði komið sem snöggvast inn til hafnar vegna smávegis bilunar. Skip- stjórinn Haraldur Ágústsson var ekki hrifinn af því að þurfa að koma inn. Hann hafði um þúsund tunnur innanborðs, en skipið getur tekið 2000 tunn- ur. — Við verðum aðeins 2 klst. inni, sagði hann, strax og búið verður að afferma skipið siglum við út aftur. Haraldur stóð I brúnni, en löndunarkranar voru I óða önn með á sjóinn að moka síldinni upp á vörublla sem stóðu á Faxagarði. — Ætlarðu samt ekki að skreppa heim sem snöggvast til fjölskyldunnar? spurðum við. — Nei, ekki núna, ég má ekki vera að því. En þegar við siglum út á eftir fær einn son- ur minn átta ára, sem heitir Gunnar að koma með. Gunnar hafði einmitt þá verið að Ijúka skólanum. Þegar pabbi kemur ekki heim fara börnin oft niður á höfn til að heilsa upp á hann, en Haraldur á fjögur börn. — Hvar býrð þú I bænum? — Ég bý inn á Rauðalæk. Fyrst keypti ég kjallara í húsi þar og síðan seldi ég hann og keypti hæð I öðru húsi við götuna. — Líkar þér svona vel við Rauðalækinn? — Það eru mörg ágætis hús við þá götu, nú og svo erum við að fá hitaveitu. Maður er spenntur fyrir henni, það eru aukin þægindi. — Ert þú fæddur Reykvíking ur, Haraldur? — Nei, ég er frá Steingríms- firði og þar búa foreldrar mlnir enn. Við erum sex bræður og fjórir eru sjómenn. Einn bróðir minn er skipstjóri á Jóni Trausta. — Þú hefur náttúrlega snemma farið á sjóinn? — Ég byrjaði 10-12 ára á smátrillu, en hef verið alger- lega á sjónum frá því ég var Frh. á bls. 12. Frú Jónína Sigurðardóttir, Bugðulæk 8, kallaði á bamahópinn sinn, þegar ljósmyndarinn smellti þessari mynd af. ---------------------3nr-——(r Hitaveitan að koma i húsið I

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.