Vísir - 26.05.1962, Síða 13

Vísir - 26.05.1962, Síða 13
Laugardaginn 26, maí 1962. VISIR 13 Vegna skrifa kommúnista- blaðsins Þjóðviljans að undan- förnu um tékkneska njósnamál- ið hefur Sigurður Ólafsson flug maður skrifað eftirfarandi grein. Tjað eru nú liðin 7^2 úr síðan ég steig upp í 'farþegaflug- vél hér á Reykjavíkurflugvelli. Förinni þennan desembermorg- un var heitið fyrst út til Kaup- mannahafnar og síðan til Prag höfuðborgar Tékkóslóvakíu. Ég lagði bjartsýnn af stað. Ætlun- in var að sækja til Tékkósló- vakíu nýja flugvél sem ég hafði fest kaup á þar. Ég hefði frem- ur kosið að mega kaupa hana í öðru landi, en viðskiptahömlur komu í veg fyrir það. En allt að einu var ég bjartsýnn, ég hafði lesið um það, að flugvéiar af þessari gerð væru góðar. Og ég hafði jafnan heyrt, að Tékk- ar væru gömul' menningar- og iðnaðarþjóð, sem hefðu orð á sér fyrir góða framleiðslu. Að vísu höfðu blöð birt frétt- ir af breytingu á stjórnarhátt- um meðal Tékka, sem sagt var að horfðu ekki til góðs. En ég var ekki að hugsa um það, mér komu stjórnmál ekkert við, ég hélt til Tékkóslóvakíu eingöngu í viðskiptaerindum. I7n ég varð strax fyrir nokkr- um vonbrigðum. Ég lagði af stað að heiman um miðjan desember og bjóst við þvf að geta verið kominn heim með flugvélina mína fyrir áramót. Mér hafði verið tjáð, að sendi- ráð ékka í Kaupmannahöfn myndi þegar { stað gefa mér vegabréfsáritun svo að för mín tefðist ekki. En það reyndist hægara sagt en gert að fá slíka áritun. Dag eftir dag varð ég að bíða og fara fram og til baka milli viðskiptadeildar og sendi- ráðs Tékka í Kaupmannahöfn og það var komið fram í miðj- an janúar, þegar ég komst loks- ins af stað. Sigurður Ólafsson. Síðan eru liðin rúm sjö ár og ég hef þurft að hafa mikil skipti við tékkneska verzlunarfulltrúa hér út af þeim margháttuðu erfiðleikum sem hin gallaða flugvél hefur valdið mér. Þetta hafa ekki orðið góð kynni, ég hef kynnzt göllum í framleiðslunni, skriffinnsku, af- greiðsludrætti og tregðu á að bæta gallaða hluti. Það eitt myndi nægja til þess að ég myndi aldrei leggja út í það aft- ur að kaupa tékkneska flugvél. Ég hugðist aðeins eiga verzl- unarviðskipti við Tékka, en ég komst að því mér til mikillar furðu, hvernig þeir hugðust blanda öðrum efnum inn í við- skiptin. Fulltrúar þeirra höfðu marg- sinnis heyrt mig kvarta sáran yfir viðskiptunum og ég hafði gert þeim grein fyrir því á und- anförnum árum, til þess að reyna að flýta afgreiðslu, hví- líkum fjárhagslegum erfiðleik- um þau hefðu valdið mér. rf'' eta menn ímyndað sér furðu mína og fyrirlitningu, þeg- C ar ég komst að raun um, að tékkneskur erindreki hafði ver- ið sendur gagngert alla leið hingað út til íslands til þess að reyna að fá mig til að njósna og svíkja föðurland mitt. Undrast nokkur þó ég segi nú, eftir þetta atvik, að mér sé ómögulegt að eiga nokkur við- skipti við Tékka eftir þetta. Kommúnstablaðið hefur ráðizt á mig fyrir það að ég sagði í samtali við Vísi, að mér fynd- ist sanngjarnt að utanríkisráðu- neytið tæki þetta mál að sér og tryggði að ég fengi réttmætar bætur vegna þess tjóns sem ég hef orðið fyrir. En hvaða önnur leið er réttari en að utanríkis- ráðuneytið komi fram gagnvart sendiráðinu þar sem ég hefi sjájfúr harla litla löngun til að hafa frekari samskipti við þá menn^sem ^eynt hafa að fá mig tií áð sVíkja .land mitt og þjóð? Tjað er líka algerlega rangt sem kommúnistablaðið seg- ir, að ég sé flokksmundinn Sjálf stæðismaður. Ég hef aldrei ver- ið í neinum stjórnmálaflokki. En þegar ég geng nú að kjör- borðinu, fáeinum dögum eftir hið fyrirlitlega athæfi tékk- neska sendimannsins er ég í litlum vafa um, hverjum ég muni greiða atkvæði mitt. Ég mun að minnsta kosti ekki fylgja þeim framboðslista, sem er samsekur tékkneska tilræð- inu. Sigurður Ólafsson. Hitavéitan Framh. af 4. síðu. fimmtánára. — Hvað er iangt síðan þú fluttist til Reykjavíkur? — Það eru víst tíu ár. — Og hvernig líkar þér svo við borgina okkar? — Ég get ekki hugsað mér neinn stað sem ég vildi heldur búa á. Ég hef nokkrum sinnum komið til annarra landa og séð að hér eru betri byggingar, meiri þægindi og yfirleitt betri lífsafkoma en á öðrum stöðum, sem ég hef komið á. — Heldurðu að Gunnar son ur þinn verði sjómaður og afla kló eins og þú? — Það er ekki gott að spá um það. — Hvað gerir þú og fjöl- skyldan ykkur helzt til skemmt unar þegar þú ert í landi? — Við skreppum t.d. eitt- hvað á bílnum. Nú og ég er ný- búinn að vera á ágætri skemmt un, lokaballinu sem var haldið í Silfurtunglinu og konur skip- stjóra í félaginu Aldan halda fyrir okkur eiginmennina. Það var ágætis hóf. Verkin vinna — Framh. af 7. síðu. un jurtasafns Þvottalauga- svæðið var girt og komið þar fyrir listaverkum. Bakkar Tjarn arinnar hafa verið hlaðnir upp meðfram Tjarnargötu og þar komið fyrir gróðri. Nýr garður 4500 ferm. var tekinn í notkun í Bústaðahverfi. Auk þess hef- ur á margan annan hátt verið stutt að fegrun borgarinnar og einstaklingum veitt aðstoð og uppörvun í því skyni. O- Hér hefur aðeins verið stikl- aC á stóru og margt er ótalið þeirra miklu framkvæmda sem orðið hafa á kjörtímabilinu undir forustu Sjálfstæðisflokks- ins. AHir góðir Reykvíkingar munu þvi greiða honum at- kvæði á sunnudaginn kemur! Jytta setur atkvæðaseðilinn í kassann. „Eina heimkynnið44 Þann fimmta maf varð Jytta Hjaltested, flugfreyja hjá Loft- leiðum, tuttugu og eins árs. Það þýðir það að hún kýs nú í fyrsta sinn. Nú vill svo til að hún er á förum af landinu áður en kjördagur rennur upp. Vfsir fékk því leyfi til að verða henni samferða þegar hún fór og kaus í fyrsta skipti. Fyrst gekk Jytta inn í Haga- skólann og niður í kjallara. Þar fer fram utankjörstaðakosning, á vegum embættis borgarfógeta Reykjavíkur. Þegar inn kemur, þarf ungfrúin fyrst að skrásetja sig, hjá Helga Hallgrímssyni. Að því loknu verður hún að bíða þess að röðin komi að henni. Það er um tíma nokkur vafi, hvort taka megi mynd af henni um leið, og hún setur seðilinn í kassann, en loks úrskurðar Gunnar Helgason, sem yfirum- sjón hefur með þessum kosn- ingum að það brjóti ekki í bága við nein lög. Þegar kosningunni er lokið, spyrjum við Jyttu hvernig henni hafi verið innanbrjósts á meðan hún var inni í klefanum. „Ég hugsaði aðallega um það hvort ég myndi gera ógilt og reyndi að vanda mig svo að þannig færi ekki.“ „Hefur þú hugsað mikið um þetta?“ „Ég get ekki sagt það. Þetta hefur legið ákaflega létt á mér.“ „Ert þú í einhverju pólitísku félagi?" „Ég er í Heimdalli, en hef aldrei verið sérlega virk þar.“ „Ert þú ein þeirra sem voru ákaflega pólitískir í æsku?“ „Ég var aldrei ein þeirra, sem rifust um þetta daginn út og daginn inn. Mér hefir alltaf leiðzt pólitík, ef hún þarf að þýða ófrið.“ „Hefir þú einhverjar skoð- anir á bæjarmálum?“ „Ég er þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stjórnað þessari borg vel. Ég er fædd árið 1941, og þá var Sjálfstæðisflokkurinn við stjórn. Hann hefir verið það, alla mína ævi, og ég fæ ekki betur séð, en vel hafi heppnazt. Aðstæðurnar til hvers kyns íþróttaiðkana, sem ég hef mik- inn áhuga fyrir, hafa batnað ó- trúlega mikið. Það dæmi, sem mér er næst, er Sundlaug \fcst- urbæjar, sem gerir mér kleift að synda, þegar mig Iangar til og liggja f sólbaði, sem ég elska eins og allar aðrar konur." „Hvað finnst þér að betur megi fara hér f bæ?“ „Eg er svo heppin, að búa í einu af eldri hverfum bæjarins. Hér höfum við malbikaðar göt- ur og gángstéttar. í úthverfun- um er miklu erfiðara að hafa snyrtilegt í kringum sig, en ég er samt þeirrar skoðunar, að fólk gæti gert meira en það gerir, til að endurbæta um- hverfið." „Hvað finnst þér um Reykja- vík miðað við aðrar borgir, sem þú hefir séð og kynnzt?" „Mér finnst hún í fyrsta lagi minni, í öðru lag'i huggulegri og í þriðja lagi eina borgin, sem mig hefir ennþá langað til að eiga að heimkynni."

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.