Vísir - 26.05.1962, Page 8

Vísir - 26.05.1962, Page 8
8 VISIR Laugardaginn 26. mal 1962. y Raunhæfar kjarabætur fyrir iðnverkafólk Eftir Guðjón S. Sigurðsson, form. Iðju Guðjón S. Sigurðsson. Hann skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðis- fiokkslns. Otgefandi Biaðaútgáfan VlSIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í lausasöiu 3 kr. eint. - Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Þér veljið á morgun Á morgun ganga tugþúsundir kjósenda um land allt að kjörborðinu til að velja þá menn, sem vera eiga forsjá borgar-, bæjar- og sveitarfélaga næstu 4 ár. Á morgun rennur sá dagur, þegar hinum óbreytta borgara ber að leggja dóminn á verkin, sem unnin hafa verið á síðasta kjörtímabili og segja til um, hvort hann telur vel unnið eða slælega, hvort skipta eigi um menn við stjórnvölinn eða láta þá ráða áfram, sem völdin hafa haft undanfarið. Harðastur hefir bardaginn verið hér í Reykjavík, og kosningunni hér má fyllilega líkja við þingkosn- ingar, að því er mikilvægi þeirra snertir varðandi með- ferð og afgreiðslu afdrifaríkra málefna. Þess vegna ber einnig hverjum kjósanda að athuga afstöðu sína af gaumgæfni, áður en hann gengur í kjörklefann til að kjósa. Enginn veit nema hans atkvæði, þótt aðeins sé eitt, ráði úrslitum og það er í því ljósi, sem menn eiga að hugleiða árangurinn, sem getur orðið af þess- ari athöfn, sem er aðall Iýðfrjáls ríkis. Valið er í rauninni auðveldara að þessu sinni en oft áður. Undir forustu Sjálfstæðisflokksins hafa fram- farir orðið svo miklar og örar hér, að óvilhallir, er- lendir menn undrast og telja, að gangi kraftaverki næst. En það er líka mála sannast, að samhentur meirihluti getur unnið kraftaverk, lyft Grettistökum, og það hefir þetta litla bæjarfélag gert undir traustri stjóm ábyrgra manna, Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn. Á hinu leitinu blasir svo við, hvernig vinstri flokk- unum tókst samstarfið í ríkisstjórn fyrir nokkrum ár- um: Það varð þjóðinni dýr tilraunastarfsemi, þótt bet- ur hafi til tekizt um að bjarga málunum, en vonir virtust standa til, þegar vinstri stjórnin hvarf frá. Enginn þarf að ætla, að vinstri stjórn um bæjarmál- efnin muni ganga hótinu betur, og enginn borgarbúi má gerast svo léttúðugur að stuðla að nýju vinstra ævintýri. , p’in megin undirstaðan undir þeim stórstígu framförum, sem átt hafa sér stað í Reykja- vík á undanförnum árum er hinn öri vöxtur iðnaðarins f borginni. Fjölmargar nýjar iðn- greinir hafa risið upp og þær, sem fyrir voru hafa eflzt og endurnýjast. 1 samræmi við þessa þróun er það æ stærri hópur borgarbúa, sem í iðnað- inum starfar. Það er orðið nauðsynlegt, að laga sig eftir þessum breyttu aðstæðum og breyta ýmsum lögum, reglum og samnings- ákvæðum, sem um iðnað fjalla. Iðnverkafólk vinnur t .d. mikið við vandasöm störf, sem krefj- ast langrar þjálfunar og kunn- áttu'. En það á þess engan kost, að öðlast nokkur réttindi í starfi sínu önnur en þau að komast á lítið eitt hærri kaup- taxta. Ég tel að endurskoða þurfi lög um iðju og iðnað og einnig lög um iðnnám. Tel ég, að í því sambandi komi mjög til greina að leita fyrirmynda hjá Svíum. Eitt af því sem koma þarf á er sérstök kennsla eða starfsþjálfun fyrir iðn- verkafólk. í borgarstjórn hefur verið unnið að mörgum málum til hagsbóta fyrir iðpaðinn og |x. ekki að efa, að úiídir fofystÖ : sjálfstæðismanna vefður því haldið áfram. Það sem iðnað- urinn í Reykjavík þarf á að halda í framtíðinni er mikið og gott athafnasvæði og bygginga- pláss fyrir nýtizku iðjuver. Eitt af því, sem ört vaxandi iðnaðarþróun krefst, er aukið eftirlit með öryggi og heilbrigð- isháttum á vinnustöðum. Tel ég nauðsynlegt, að borgarstjórn fylgist vel með þessum málum og auki starfsemi sína á því sviði. P'yrir launþega í Reykjavík er það mikið hagsmunamál, að stóraukin verði ákvæðisvinna í þeim greinum, þar sem henni verður við komið. 1 þessu efni hefur iðnaðurinn haft forystu en ég tel, að miklu meira sé hægt að gera að því að taka upp ákvæðisvinnu og yrði það örugglega til hagsbóta bæði fyrir launþega og vinnuveitend- ur 1 þessu sambandi þyrfti að koma á vinnuathugunum í Ltór- um stíl og rannsóknun á vinnu- hagræðingu. Tel ég ekki fjarri lagi að áætla, að launþegar gætu á þennan hátt fengið raunverulegar kjarabætur, sem nema allt frá 30 upp í 100%. Slík kjarabarátta myndi verða launþegum happadrýgri, en kaupskrúfupólitík, sem komm- únistar hafa stjórnað undan- fama áratugi með þeim árangri, að kaupmáttur launa hefur ekki aukizt i 20 ár eftir því, sem þeir sjálfir segja. af mikilvægustu verk- efnum, sem bíða borgar- stjórnar er að halda áfram þeirri sókn i húsnæðismálum höfuðborgarinnar, sem sjálf- stæðismenn hafa haldið uppi undanfarin ár. Iðnverkafólk Reykjavíkur er i brýnni þörf fyrir stuðning við þau samtök, sem það hefur stofnað til að vinna að byggingamálum sín- um. Sömu sögu er að segja um marga aðra aðila. Ég hef þá trú, að því fleiri sem þeir einstaklingar eru, sem eignast eigin Ibúð og öðlast efnahagslegt öryggi, muni fækka þeim mönnum, sem að- hyllast öfgar og ofstæki komm- únsta og annarra niðurrifsafla. !■■■■■! Valið er því þetta: Þeir, sem vilja trausta, ábyrga stjórn á málefn- um bæjarins, kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þeir, sem vilja færa stjórn bæjarmála úr sölum borgarstjórnarinnar til Sambandshússins, veita Fram- sóknarflokknum að málum. Þeir, sem vilja, að menn austur í Moskvu geti ráðið orðum og atkvæðum einstakra bæjarfulltrúa, greiða kommúnistum atkvæði. Þeir, sem vilja gera atkvæði sín algerlega áhrifa- laus, kjósa lista bindindismanna eða Þjóðvarnar- flokksins. Ábyrgir borgarar kjósa D-listann, lista atorku og framfara. Hríngkomir í sókn émorgun Það eru hvorki meira né minna en 7 miljónir króna, sem Hring- konur hafa safnað í Barnaspítala- sjóð slnn og af þessari upphæð | eru þær búnar að leggja fram i nærri 5 miljónir króna. Seinasta framlag þeirra var í ianúar Vi úr miljón. Söfnun þeirra, að meðtöid- um áheitum og gjöfum, nam 780 þús, krónum á síðasta starfsári. Það er oft ;agt um Islendinga. tð oft blossi áhugi þeirra upp fyrir góðu máli, mikið og sott starf sé j unnið um stund — en svo dofm I allt og lognist út af. Þetta hafa Hringkonur afsannað hvað sig snertir. Þeirra áhugi hefur aldrei dofnað — alltaf unnið, allt af sótt að markinu af óbilandi trú og seiglu. Ein leið Hringkvenna til fjáröfl- unar fyrir sjóðinn er blómasala. Fyrsti blómasöludagurinn var 17 júní 1911. Og sfðan árlega. Og nú er blómasölusókn á morgun — kjördag. Þá verða margir á ferli. Og þá ætl'i Hringkonur að selja blómin sín, sjálfar, og börn eldri en 10 ára og unglingar munu verða til aðstoðar Merki verða afhent á eftirtöldum stöðum: I Ungmenna- félagshúsinu við Langholtsskólann, f Félagsheimili Óháða safnaðarins við Háteigsveg skammt frá Sjó- mannaskólanum, Þrúðvangi við Laufásveg, rétt hjá Miðbæjarbarna skólanum, i Melaskólanum og i Víkingsheimilinu við Breiðagerðis- skóla. — Hringkonur hafa að und- anförnu unnið af miklu kappi að undirbúningi blómasölunnar. Reyk víkingar munu áreiðanlega nú sem jafnan áður veita þeim góðan stuðning í sókn að göfugu marki, með því að kaupa merki þeirra

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.