Vísir - 01.06.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. júní 1962.
7
VISIR
Hjörleifur á Gilsbakka.
Hér koma enn vísur eftir
Hjörleif Jónsson á Gilsbakka.
Við skál:
Breytist margt á langri leið,
Ijótt er að kvarta og nauða,
nú er bjart og gatan greið
gegnum „svartadauða".
Meðan aðrir laga ljóð,
list og snilli finna,
ylja ég mér við aringlóð
æskudrauma minna.
Líður seint úr minni mér
mynd frá ljúfu kveldi
þó ég félli fyrir þér
freistinganna veldi.
Oft er meina brautin bein
bæði sveini og sprundi,
ástin hreina, hún á ein
helga leynifundi.
Sætt ég naut við lestur ljóðs,
logaði æskublossinn,
þegar ég hlaut í faðmi fljóðs
fyrsta ástarkossinn.
Að kvöldi:
Niður í bólið nakinn fer,
næði og skjóli feginn.
Lífs á hjóli leik ég mér
lítið sólarmeginn.
Og allt er breytingum háð:
Reynist flest í veröld valt,
veltur margt úr skorðum.
Ég er sjálfur orðinn allt
öðruvísi en forðum.
Vormorgun:
Hamrar, fossar hjallar, skörð,
hlíðar, lækir, grundir,
hólar, lautir, balar, börð,
bjóða góðar stundir.
Og tvennir eru tímarnir:
Fyrr var ég í syndum sæll,
sjafnar vermdur glóðum,
en er nú bara aumur þræll
yfir köldum hlóðum.
En vonin lifir:
Þó að margt sé misjafnt spor,
manninn hart er reyni.
Látum bjartra vona vor
vaka í hjartans leyni.
Líður daginn óðum á,
einn ég plægi og herfa.
Þreyttur fæ ég senn að sjá
sól í ægi hverfa.
\/X/WWWVWVA/\
Sjómannadagurinn n.k.
sunnudág í 25. slnn
Sjómannadagurinn er' að venju
fyrsta sunnudag í júní, og nú verð-
ur hann haldinn i 25. sinn, verð-
ur þá tekinn í notkun nýr íbúða-
áfangi í Hrafnistu og Sjómanna-
dagsblaðið kemur út miklu stærra
og veglegra en fyrr.
Kvöldið áður verður haldin
skemmtun fyrir Hrafnistubúa frá
kl. 18—21, en að morgni sunnu-
dags verða fánar dregnir að hún
í Hrafnistu kl. 8, og kl. 10.30 verð-
ur hátíðamessa í Laugarásbíó, hr.
Sigurbjörn Einarsson biskup pré-
dikar. Að messu lokinni verður svo
lýst opnun nýrrar vistmannabygg-
ingar og þar afhjúpað málverk af
Sigurgeir heitnum Sigurðssyni bisk
upi, er Sjómannadagurinn afhend-
ir Hrafnistu. Verður svo vistmanna
byggingin nýja opin almenningi
til sýnis fram eftir degi.
Kl. 2 e. hefs* "tihátíðahöld
við Austurvöll, en nokkru áður
leikur þar Lúðrasveit Reykjavíkur
og mynduð verður fánaborg. Þá
flytja ávörp Emil Jónsson sjávar-
útvegsmálaráðherra sem fulltrúi
ríkisstjórnarinnar, Ingimar Einars-
son fulltrúi útgerðarmanna og Pét-
ur Sigurðsson fulltrúi sjómanna.
Síðan hefst afhending verðlauna.
Veitt verða tvenn afreksbjörgunar-
verðlaun, nýir, stó'ir silfurbikarar
til eignar, og þá verður Fjalarbik-
arinn afhentur. Verða um 10 sjó-
menn heiðraðir. Þorsteinn Hannes-
son óperusöngvari syngur einsöng.
Að hátíðahöldum við Austurvöll
loknum fara fram kappróðrar og
skíðasýning á höfnuinni og þá enn
afhent verðlaun. Sjómannakonur
annast kaffiveitingar i Hafnarbúð-
um og Sjálfstæðishúsinu, og renn-
ur ágóði til jólaglaðnings vistfólks |
í Hrafnistu. Um kvöldið verða al-1
mennir dansleikir á vegum Sjó-
mannadagsins á sex skemmtistöð-
um og að auki sérstakt sjómanna-
hóf 1 Lidó.
Framkvæmdastjóri Sjómanna-
dagsins er Geir Ólafsson, en for-
maður Sjómannadagsráðs Pétur
Sigurðsson stýrimaður og alþm.
Afgreiðsla á Sjómannadagsblað-
inu og merkjum Sjómannadagsins
verður á laugardag og sunnudag
víðsvegar um bæinn og verða af-
greiðslustaðirnir og skemmtistað-
irnir auglýstir nánar í dagblöðum
bæjarins á laugardaginn.
Auk venjulegra sölulauna fyrir
merki og blöð fá sölubörn að-
gönguviða að kvikmyndasýningu í
Laugarásbíói.
'9' Yfirmaður flughers Frakka
hefur birt grein í hernaðartíma-
riti og segir þar, að flugherinn
verði búinn að fá kjarnaydd
flugskeyti í ársbyrjun 1964.
* 'f Adlai Stevenson sagði i
gær, að Bandarikjastjórn myndi
styðja kosningu bráðabirgða-
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, U Thants, er kjörinn
verður framkvæmdastjóri fyrir
næsta fimm ára tímabil. Mac-
millan hefur áður gefið í skyn,
að Bretland muni greiða at-
kvæði með U Thant, er þar að
kemur.
'f' Lögfræðingar Adolfs Eich-
manns hafa snúið sér til forseta
ísraels cg beðið hann að breyta
líflátsdóminum í ævilangt fang-
elsi.
’f' Bandaríski hljómsveitar-
stjórinn Benny Goodman og
sveit hans ferðast nú um Sov-
étríkin. Á þremur jazzhljómleik
um, sem hann heldur í Moskvu,
er allt uppselt fyrirfram. Svo
fer hann í sex vikna ferðalag
um landið og heldur hljómleika.
Afsláttur á
flugleiðum
Flugfélag Island, hefur ákveðið
að gefa afslátt á flug. iðunum
milli Akureyrar og Rjykj Ikur,
Egilsstaða og Reykjavíkur og Ak-
ureyrar og Egilsstaða á tímabilinu
frá 1. júní til 30. sept. n. k.
Afsláttur þessi nemur 25%
frá núv andi einnúðagjaldi, og
verða þessi sumarfarg-'öld því sem
hé- jir:
1. Re; :javík — Akureyri —
Reykjavík :r. 750.00.
2. Reykjavíl — Egilsstaðir —
Reykjavík kr. 1.065.00.
3. Akureyri — Egilsstaðir —
/‘■'ureyri ’ 580.00.
Fargjöld þessi eru háð eftirfar-
andi skilyrðum:
^ Það vekur nú miklu meiri at-
hygli vestur i Bandarikjunum
en venjulegar njónaskilnaðar-
fréttir úr „kvikmyndaheimin-
um“, að Charles Boyer og Pat
kona hans halda upp á 30 ára
hjúskaparafmæli ;itt um þessar
mundir.
| Gagarin geimfari sagði f Tokio
á Jögunum, að Rússar væru að
„smíða risa-geimfar. sem ekki
er hægt að bera saman við þau,
sem ég og Titov fórum í kring-
um jörðu“.
1 Að keyptur sé tvímiði og hann
notaður báðar leiðir.
2. Farseðlar sem gefnir eru út
með þessu gjaldi gilda í 1 mánuð
frá því að f; helr ' .gur hans er
notaður.
Farseðla þessa er hægt að fá
keypt- hjá 'llum 'jreiðslum
og umboðsmönnum félagsins inn-
anlands.
Þá er annað nýmæli í fargjalda-
r-álum sem gengur f gildi 1. júní.
Fra þeim tíma taka gildi sérstök
áframhaldsfargjöld. Skulu tekin
hér tvö dæmi:
1. Flugfarþegi sem þarf að kom-
ast frá ísafirði til Akureyrar, (en
þar er °ngar flugferðir á milli
sem kunnugt er ) sefir orðið að
greiða venjuleg. fargjald frá ísa-
firði til Reykjavíkur og svo frá
R-ykjavík til Akureyrar, eða sam-
tals kr. I.OOl.OO.
Frá 1 "• „ ,ur viðkomandi
farþe^,' flogið þessa leið fyrir kr.
805.00, og getur haft viðdvöl í
ueykjav.k allt að 7 daga.
2. Flugf"1 ' gi frá Vestmanna-
eyjum ti' Akureyrar hefur orðið
að greiða 790 00 fyrir þessa
leið, en get nú flogið sö. a leið
fyrír öl-
Sama máli gegnir um aðrar leið-
i og hefur :i ' 'ik gjaldskrá ver-
ið gefin út um þær.
Ragnar Kvaran
(1935).
Jón Aðils
(1953).
Jón Sigurbjörnsson
(1962).
Þrír Skuggar
Skugga Sveinn hefur nú verið
sýndur í Þjóðleikhúsinu i vetur
við meiri aðsókn en nokkur
hefir fengið til þessa, sýning-
ar orðnar 51 og* sýningargestir
um 31,500. Nú verður enn ein
sýning höfð. hin 52. og allra
síðasta, Þjóðleikhúsinu kl. 2
siðdegis á sunnudag — til á-
góða fyrir styrktarsjóði Félags
íslenzkra leikara.
Til gamans birtum við hér
myndir af þrem síðustu Skugga
-Sveinum í Reykjavík. Fyrst
kemur Ragnar E. Kvaran, sem
lék Skugga hjí Leikfélagi
Teykjavíkur i Iðnó á aldaraf-
mæli skáldsins séra .atthfas-
ar. Þá urðu sýningar 32. Þá var
leikstjóri Haraldur Björnsson,
sem einnig stjórnaði leiknum í
næsta sinn, í Þjóðleikhúsinu
1953, sýningar urðu 40, og lék
Jón Aðils þá Skugga. Loks er
svo mynd af Jóni Sigurbjörns-
syni, sem leikið hefir aðalhlut-
verkið • vetur og gerir það n.k.
sunnudag í síðasta sinn, sem
áðúr segir. leikstióri nú, sem
kunnugt er, er Klemens Jóns-
son.