Vísir - 01.06.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 01.06.1962, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. júní 1962. VISIR 11 YOU'KE RI6HT, RIP. IT'S THE ENTRANCE TO A TOMB/ ' THIS CROWBAR OUSHT TO EE OURTICKETOF APMISSION... THE BURIAL CHAMBER CAN'T BE VERY FAR 1) Það sr rétt, Rip, þetta er inn- j gangur að grafhýsi. Þessi járnkarl ætti að vera á- gætur aðgöngumiði fyrir okkur að I grafhýsinu, 2) Grafhýsið sjálft hlýtur að vera hér rétt fyrir innan. 3) En úti horfir þorparinn á þau ganga inn í grafhýsið. — Nú er tækifærið fyrir mig til að fara burt, meðan þau fara inn í grafhýsið. Helgi Tómasson. hann Robert Joffrey öðrum fræg- asta dansmeistara Bandaríkjanna. Helgi hóf æfingar hjá honum í des. s.l jg fór svo í sýningarferð með flokki hans um allt landið sýndi á 60 stöðum viS frábærar viðtökur. Stjórn Heimssýningarinnar 1 Seuttie fór þess á leit við Joffrey að hann setti upp ballett ás ýning- unni. Hann taidi, að vestra væri ekki til nógu margir dansarar ame rískir í slíkan flokk, vaidi 8 úr sín- um flokki og fékk hina að, en alls verða 25 í dansflokknum. .V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.'.V.V.W.V.V.WWAWM.VW.V.SW.VW.W.V.V.V.V.V.'.V.W.V.V.V.WAW. „Rekkju'-félagar eru fjórir: — Leikstjórinn er Klemens Jónsson, Guðni Bjarnason, og leikendur Gunnar Eyjólfsson og Herdís Þor- valdsdóttir. Þau leggja upp í leik- ferðalag um land allt eftir mánuð og sýna leikritið „Rekkjuna" eftir hollenzka rithöfundinn Jan de Hartog. Leikritið þýddi Tómas Guð mundsson skáld, og það var sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum ár- um við mikla aðsókn og hrifningu. Þá léku hlutverkin, sem eru aðeins tvö, Gunnar Eyjóífsson og Inga Þórðardóttir. Myndin hér að ofan var tekin á æfingu Rekkjunnar í gær og sýnir hjónin, þegar komin eru á efri ár. 152. dagur ársins. \æturlæknii er t slvsavarðstot- unni slmt 15030 Næturvörður lyfjabúða er þessa viku í Ingólfs Apóteki, Aðalstræti 4, gengið inn frá Fischerssundi, sími 11330. Neyðarvakt Læknafélags Reykja- víkur og Sjúkrasamlags Reykjavík- ur er kl. 13-17 alla daga frá mánu- degi til föstudags Sími 18331. Holts- og Garðsapotek eru optn alla virka daga frá k 9 — 7 slðd og á laugardögum kl 9 — 4 sfðd og á sunnudöeum kl 1—4 sfðd Útvarpið Fastir liðir eins og venjulega. — 20.00 Daglegt mál. - 20.05 Efst á baugi. - 21.00 Tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskólabíó, fyrri hluti. Stjórnandi: Jindrich Rohan. Einleikari á píanó. Jórunn Viðar. - 21.45 Ljóðaþáttur: Þor- steinn Ö. Stephensen les kvæði eft ir Einar Benediktsson. - 22.00 Frétt ir og veðurfregnir. - 22.10 „Aðeins einn lítinn", smásaga eftir Dorothy Parker (Svala Hannesdóttir þýðir og les). - 22.30 Á síðkvöldi: Létt klassísk tónlist. - 23.30 Dagskrár- lok. - Áheit og gjafir - Strandakirkja: S. Þ. 200,00 Tillkynningar um lisfamanna- laun eru móðgandi — segir Tónskáldafélagið ny Forstjórinn verður reiður, ef hann sér okkur vera að blaðra héma hvor við aðra, við skulum heldur fara inn 1 vélritunarher- bergið og ráða laugardagskross- gátuna f Vfsi. HELGI DANSAR Á HEIMSSÝNINGUNNI Helgi Tómasson, íslenzki ballett- dansarinn, hefir nú hlotið mestan frama íslendinga á þessu sviði, orð ið fyrir valinu einn af átta úr ein- um bezta dansflokki Ameríku, að koma fram og dansa með ó- perusýningu „Aida“ á heimssýn- ingunni í Seattle sem stendur fram á haust. Helgi byrjaði 8 ára gamall, að færa dans í skóla Sifjar Þórs og Sigriðar Ármanns, byrjaði svo í dansskóla Þjóðleikhússins, um leið og Bidsted ballettmeistari kom hingað fyrst. Fór 14 ára til fram- haldsnáms f f Kaupmannahöfn og dansaði jafnframt námi í Tivoli svo og að námi loknu, einnig í sjónvarpi og f My Fair Lady í Höfn. Balletmeistarinn heimsfrægi Jerome Bobbins sá Helga dansa á æfingu haustið 1959, bauð honum að koma vestur um haf og dveljast í hinum fræga skóla sínum, sem Helgi þáði, var þar vetrarlangt og aftur næsta vetur. Þá kynntist Tjón vonum minna Rekkjan sýnd á Tjón á skóglendi varð vonum minna f skriðuhlaupinu f Laugar- dalsfjalli, sagði Hákon Bjarnason við V£~’ í morgun. Það eyðilagðist þama að vísu hluti af laglegri spildu, bætti Há- kon við, spildu sem Norðmenn gróðursettu árið 1955. Það mun hafa eyðilagzt þarna um eða innan við 1 þúsund plöntur, en það voru plöntur sem höfðu dafnað vel og var eftirsjá að Auk þessa eyðilagðist nokkuð af birki og öðrum gróðri, svo og skógræktargirðingin á kafla, en þetta tjón varð minna, en blöðin töldu að þarna hafi orðið, og Há- kon kvaðst þess fullviss að þar sem skriðan sjálf liggur nú myndi gróður fljótlega myndast að nýju. Það sem ekki grær er sjálf klöpp- in fyrir ofan skriðuna. Hún er ljót og þar vex aldrei gróður framar. Nýlega var haldinn aðalfundur Tónskáldafélags íslands. Úr stjóm átti að ganga Skúli Halldórsson, og var hann endurkjörinn til næstu þriggja ára, bæði í stjórn Tón- skáldafélagsins og Stefs. Jón Leifs var endurkjörinn for- maður Tónskáldafélagsins og Stefs. Heiðursfélagar voru kjörnir þeir Helgi Pálsson, Karl O. Runólfsson og Þórarinn Jónsson. Fundarmenn færðu formanni einum rómi „þakkir fyrir allt hans mikla starf í þágu Tónskáldafé- lags Islands allt frá stofnun þess.“ Að loknum venjulegum aðal- fundarstörfum voru samþykktar einróma þessar ályktanir: „Aðalfundur Tónskáldafélags Is- lands færir Vilhjálmi Þ. Gíslasyni útvarpsstjóra sérstakar þakkir fyr- ir að stofnsetja Tónskáldasjóð Ríkisútvarpsins til að auka vöxt og viðgang og útbreiðslu íslenzkr- ar tónlistar. Þar sem þessi sjóður tryggir með skipulagsskrá sinni beztu sam vinnu milli Ríkisútvarpsins og ís- lenzkra tónskálda, og útvarpið hef- ur hina beztu aðstöðu til að styðja útbreiðslu íslenzkrar tónlistar I samvinnu við erlendar útvarps- stöðvar, skorar aðalfundur Tón- skáldafélagsins á Menntamálaráð íslands að fela stjórn Tónskálda- sjóðsins útbreiðslumál Islenzkrar tónlistar og fer þess einnig á leit við menntamálaráðherra, að hann undirbúi lagasetningu og reglugerð um fjárveitingar Menningarsjóðs til tónlistarmála í samrærpi við Iög þau um Menningarsjóð, sem ráðherra undirbjó á sínum tíma og urðu að Iögum einmitt fyrir hans eindregna tilstilli." „Aðalfundur Tónskáldafélags Is- lands leyfir sér að vekja eftirtekt stjórnarvaldanna á því, að opin- berar fréttatilkynningar um úthlut- un og skiptingu listamannalauna í misjafna flokka verða að teljast móðgandi fyrir einstaka Iistamenn og jafnvel fyrir heilar stéttir lista- manna meðan fyrirkomulagi út- hlutunar hefur ekki verið breytt og fjárhæðin aukin. Fundurinn mótmælir þessu blygðunarleysi nefndarinnar, sem þannig hefur tekið sér dómsvald í málum, sem hana skortir öll skil- yrði til að geta dæmt um.“ „Rekkjufélagið" nefnist eitt nýj- asta félagið hér i borginni, leik- félag, sem hefir á dagskrá sinni eitt leikrit, sem félagið heitir eft- ir, „Rekkjunni", og leikendur geta ekki öllu færri verið — aðeins tveir. Peningaþjófnaður á Selfossi Nýlega var stolið 5 þúsund krón- um í húsi austur á Selfossi. Það var um níu leytið að kvöldi, að kona þar eystra varð vör við, að einhver hafði farið inn í íbúðina, sem stóð opin, og tekið peninga, sem þar höfðu legið á glámbekk, og tilkynnti lögreglunni á staðnum um peningahvarfið. Þeg- ar Vísir átti tal við fulltrúa sýslu- manns síðast hafði lögreglan ekki komizt á snoðir um, hver þjófnaðinn framdi. Auglýsið í Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.