Vísir - 01.06.1962, Page 8

Vísir - 01.06.1962, Page 8
8 <//S/K Föstudagur 1. júní 1962. r Otgetandi Slaðaútgátan VISIR Ritstjórar: Hersteinr Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn 0. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. I lausasölu 3 kr. eint. — Simi 1166C (5 tinur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. ------------------------------------------ J Boðið upp i dans Loksins er að því komið. Þjóðviljinn í gær býð- ur Framsóknarflokknum opinberlega upp á náið sam- starf við kommúnista til þess að ná völdum í landinu. Blaðið segir í leiðara: „Jafnframt þurfa Alþýðubanda- lagið og Framsóknarflokkurinn að taka upp samstarf um öll þau nærtc: u viðfangsefni, sem flokkarnir eru sammála um“. Og markmiðið er það, segir blaðið, að þessir tveir flokkar nái sameiginlegum meirihluta í næstu kosningum og tryggi þannig stefnubreytingu „til vinstri“. Gjafir eru hér framsóknarmönnum gefnar. Bið- ilsförin er hafin. Kommúnistar töpuðu í kosningun- um og nú á að reyna að vinna það upp með sam- vinnu við Framsóknarflokkinn. Það eru framsóknar- menn, sem eiga að leiða asnann inn í herbúðirnar — draga lokur frá hurðum Stjórnarráðsins svo komm- únistar eigi greiða Ieið aftur upp í ráðherrastól- ana. Kommúnistar vita sem er, að þangað munu þeir aldrei eiga afturkvæmt af eigin rammleik. Eina vonin er sú að geta blekkt einhvern borgaraflokkana til samstarfs og bandalags. En kommúnistum mun ganga erfiðlega að leika refskák sína. Lengi hafa þeir verið einangraðir á hjarni sinna eigin afbrota og því mun afturkoman þeim erf- ið. Þjóðhollir íslendingar hafa fyrir löngu skilið, hvar í flokki sem þeir standa, að kommúnistar eru ekki venjulegur stjórnmálaflokkur, heldur eiðsvarnir skemmdarverkamenn. Innan Framsóknarflokksins, sem annarra flokka, eru framsýnir menn, sem gera sér ljósa nauðsynina á vestrænni samvinnu og þá hættu sem stafar af samstarfinu við kommúnista, hvort sem er á sviði utanríkis- eða innanríkismála. Banvænn reykur Prófessor Dungal er einn af þeim vísindamönn- um, sem haldið hafa fram mjög umdeildum skoðun- um, er síðast reynast á fullum rökum reistar. Það er ekki langt síðan íslendingar tóku prédikunum pró- fessorsins með góðlátlegri gamansemi, flestir hverjir. Reykingar gátu engan mann skaðað. En Dungal hélt áfram áróðri sínum gegn reyk- ingum, hvergi hnugginn. Og síðustu mánuði hafa hon- um bætzt dyggir liðsmenn ,brezka og danska lækna- félagið, auk hinna bandarísku vísindamanna við Sloan- Kettering stofnunina, sem Dungal hefir lengi verið í nánu samstarfi við. Tveggja milljóna króna fram- lagið bandaríska til rannsókna á magakrabba hér- lendis er mikil viðurkenning fyrir prófessor Dungal og undirstrikar þá skoðun hans að samband sé e. t. v. milli reyktrar fæðu og krabbameins. ítalir hafa bannað sígarettuauglýsingar. Aðrar þjóðir hefja mikinn áróður gegn reykingunum. Hvað gerum við? Hvað gera heilbrigðisyfirvöldin íslenzku? Við kveikjum okkur í nýrri sígarettu meðan við bíðum eftir svari. ... :i i.j i: í vVi: i: ■: í :: ‘JivíáiuJ Carpenter sólar sig, með fimm ára dóttur sin ni, Candace Noxon, sem kölluð er Candy. MaSurinnábak viS frétt- irnar Stott Carpenter Mest umtalaði maður í heiminum þessa dag- ana, að undanskildum frambjóðendum við bæj ar- og sveitastjórnar- kosningarnar, er án efa Scott Carpenter, sem nýlega flaug nokkrum sinnum í kring um jörð- ina. Þeir munu vafalaust fáir, sem vita nokkuð að ráði um mann- inn sjálfan, þó að nafn hans sé á hvers manns vörum vegna geimferðarinnar. Hann segir sjálfur að á sínum yngri árum hafi hann verið hinn mesti ó- knyttastrákur. Hann stóð sig herfilega í ^kóla og á það ham- ingjunni einni að þakka að hann lét ekki lífið í bílslysi 21 árs. TjEGAR horft er yfir ævi hans, ^ v rður það að teljast merki legt að hann skyldi nokkurn tfma ná þangað sem hann er nú kominn. Hann segir sjálfur: „Blöðin segja að ég hafi verið ósköp venjulegur drengur. Þeir eru aðeins að reyna að finna eitt hvað sem er ekki allt of afleitt til að segja um mig. Ég skemmti mér konunglega, en var alger auðnuleysingi. Ég nennti aldrei að lesa, stal úr verzlunum og lét í flestu berast með straumn- um á sem fyrirhafnarminnstan hátt“. Foreldrar Carpenters skildu þegar hann var þriggja ára og skömmu seinna varð móðir hans að fara á berklahæli. Eftir það var hann hjá móður-afa sínum, sem var einn af virtustu ritstjór- um í Vesturrfí 'unum á sínum tíma og nefndist Noxon. Var hann drengnui., mjög góður og ólst hann upp hjá honum þar til gamli maðurinn dó, þegar Carp- enter var 12 ára gamall. Carpenter var ákaflega vin- sæll í skóla, góður í íþróttum, dansaði vel og kom sér yfirleitt vel, þó að hann væri ófyrirleit- inn. Hann útskrifaðist úr gagn- fræðaskóla árið 1943 og ákvað að gerast flugmaður 1 flotanum. Þegar hann hafði flogið átta tíma endaði stríðið. Þetta urðu honum mikil vonbrigði, þar sem hann hafði mikinn áhuga fyrir flugi. Fór hann þá 1 Colorado há- skóla, en féll aftur. Á meðan hann beið eftir að verða tekinn inn í skólann aftur, vann hann sem verkamaður og byggði njög upp líkamsbygg- ingu sína. „Mér mistókst við allt sem var andlegs eðlis", segir hann, „en í öllu líkamlegu skar- aði ég fram úr“. /^ARPENTER er meðal maður ^ að stærð, um 178 sm, en hefur samt óvenjulega krafta og óvenjulegt úthald. Þetta er vafa- laust ein af orsökum þess að hann slapp lífs af úr bílslysi sem hann lenti í 1946. Hann var að koma heim úr veizlu, seint um nótt og ók hratt að vanda. Hann sofnaði á hæðarbrún og ók út af á 140 km hraða. Har.n komst ekki til meðvit- undar í fjóra daga og var ótt- azt um líf hans. Var hann í spít alanum í þrjár vikur. Þar hugs- aði hann mikið og reyndi að gera sér grein fyrir hvert líf hans stefndi. Kom hann út af spítalanum breyttur maður. Þá var það sem hann hitti Rene Price, sem vísaði til sæt- is í kvikmyndahúsi. Eftir það var hann Carpenter endanlega breyttur maður. Giftust þau skömmu seinna, hætti hann strax að umgangast sína fyrri, og misjafnlega hollu vini. Þau hafa nú verið gift í 15 ár og er hjónaband þeirra mjög farsælt. „Samband okkar er óvenju náið”, segir hann, „og ég held að ekkert gæti skilið okkur að“. Þau eiga tvo syni og tvær dæt- ur. Þykir honum mjög vænt um börn sín og er ákveðinn í að synirnir skuli ekki missa af þeirri leiðsögn, sem hann missti, þegar afi hans dó. „Þarna er eitt af okkar fáu ágreiningsefnum", segir kona hans. „Það er gott og blessað að kenna þeim, en ég held að hann reyni of nikið til þess. Þegar við förum út að keyra, reynir hann að segja þeim frá góðri ökumennsku og hvað beri að varast og eftir litla stund eru þeir hættir að hlusta.“ „En þetta er aðeins hluti af hans sambandi við börnin. Þeg- ar hann kemur heim á föstudög- um, eiga bömin hann alveg. Fimm mínútum eftir að hann kemur heim er ailt komið á ann- Framl:. á bls. 13. Rene og Scott Carpenter á leið til kirkju með böm sín. —

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.