Vísir - 01.06.1962, Síða 9
Föstudagur 1. júní 1962.
VISIR
Uppreisn ungu
skáldanna
— Hver ert þú?
— Ég er förumaður.
— Já, en í hvaða samtökum,
hvaða verkalýðsfélagi,
hvaða samyrkjubúi eða verk-
smiðju?
— Ég tilheyri engum samtök-
um,
enginn sendir mig. Ég er
aðeins maður, sem gengur
um Rússland að gamni sínu.
— Aðeins maður? Nei slíkt
þekkist ekki hjá okkur.
Farðu Iiið bráðasta burt.
TjMnnst mönnum nokkuð sér-
stakt við þetta litla brot úr
órímuðu ljóði? Það túlkar að-
eins venjulega einstaklings-
hyggju og frjálsræði förumanns
ins, hugmynd sem skáld okkar
hafa nærri slitið út.
En ljóðið er eftir ungt rússn
eskt skáld, Vladimir Soluchin
og meðal þjóðar hans hafa
þessi orð óvenjulegan dularfull
an kraft. Ljóðabrotið er tákn
um skyndilega breytingu sem
hefur orðið í Rússlandi á síð-
ustu tveimur til þremur árum.
Við upplestur þess hlýða rússn
eskir áheyrendur þöglir á —
og tilfinningarnar ólga. Það
snertir éitthvað í hjörtum þús-
undanna sem hafa verið inn-
limaðir í skipulag og samtök
sósíalísks þjóðfélags. Og það
vekur eftirtekt, í landi þar sem
rödd samvizkunnar hefur ekki
fengið að tala í áratugi.
Einstaklingshyggjan sem
felst í þessu litla ljóði er í al-
gerri andstöðu við kennisetning
ar marxismans og hina vél-
reenu fétagsstefnu sósíalismans,
sem búin var að útskúfa „mann
inum“. Það geymir í sér upp-
reisnaranda gegn stjórn og sam
tökum, löngun mannsins til að
fá að vera aðeins maður, —
ekki sósíalísk framleiðsiuhetja.
Rússneskt skáld, sem svo
hefði ort fyrir nokkrum árum
hefði verið útskúfað og sent
austur til Síberíu eða tekinn af
lifi.
í skáldsögunni doktor Sívagó
eftir Pasternak birtist hvergi
slíkur uppreisnarvilji. Þó var
bók hans bönnuð og Pasternak
útskúfað.
En unga skáldið Vladimir
Soluchin fær óhindrað að yrkja
áfram og bækur hans eru gefn-
ar út, þó kvæðin innihaldi gagn
rýni. Hann fær áfram að um-
gangast hóp annarra ungra
skálda, sem hafa tekið sér það
frelsi 1 hugsun að yrkja öðru-
visi en gert hefur verið, öðru-
vísi en eftir fyrirmælum vald-
hafa og rithöfundasambandsins.
Hv
fvað hefur gerzt í Rússlandi?
— Það hefur vissulega orð
ið einhver mikil breyting þar
og hún er mest í því fólgin, að
vestræn áhrif hafa borizt til
landsins eins og óstöðvandi
elfa, eftir að létt var á höml-
um, ferðalög jukust og harð-
stjórn Stalíns var fordæmd.
Fyrir þremur árum var Krús-
év á ferð vestur I Ameríku og
sá þar upptöku kvikmyndarinn-
ar Cancan. Hann lét vanþókn-
un sina I ljós yfir þessum grófa
dansi sem hann sagði að höfð-
aði til kynferðishvata og væri
eitt merki úrkynjunar I heimi
kapitalismans. En nú er farið
að sýna nektardans, á skemmti-
stöðum einskonar næturklúbb-
um Moskvu-borgar.
Flokksforusta kommúnista
hefur á undanförnum árum for-
dæmt hinn vestræna jazz, rock
and roll og twist. En nú æðir
jazzinn um alla skemmtistaði í
Sovétríkjunum, jafnvel Krúsév
lýsti þvl nýlega yfir við banda-
rlska jazz-leikarann Benny
Goodman, að sér þætti gaman
að jazz og líklega enn skemmti
legri ef hann kynni að dansa
hann. Og twistið hefur fengið
óvenjulega viðurkenningu.
Fyrir þremur árum var sú
hártlzka enn meðal kvenfólks
I Moskvu að flétta sig og girða
fléttunni I krans kringum höf-
uðið. Nú’ hefur vestræn tízka
hafið innreið sína og allsstaðar
bæði á götum úti og á skemmti
stöðum blasa við túberaðir koll-
ar stúlknanna, óteljandi útgáf-
ur af Brigitte Bardot og Elísa-
betu Taylor. Fyrir þremur ár-
um klæddu rússneskar konur
og karlar sig I pokaleg pils og
víðar buxur. Nú sjást hvar-
vetna kjólar af Parísartizku,
þröngar ameriskar karlmanna-
buxur og farið er að halda
tízkusýningar. Og því bregður
jafnvel við að unglingar sjáist
japla á tyggigúmmí. Þannig
streyma vestræn áhrif slæm
eða holl inn I landið.
T> ússland hefur áður tekið
á móti vestrænum straum
um. Stutt millibilsástand komm
únískrar harðstjórnar varð til
þess að hindra þessi áhrif og
hafði I för með sér stöðnun.
En strax og rifa er opnuð I
einangrunartjaldið streyma á-
hrifin inn að nýju.
Tjað er erfitt að segja, hvaða
” þýðingu þetta hefur fyrir
stjórnmálaástandið í Sovétríkj-
unum. Meira að segja marxism
inn er vestrænn innflutningur I
Rússland, þótt flestar vestræn-
ar þjóðir hafi slðar horfið frá
slíkum hugmyndum. Þessvegna
er það erfitt fyrir sósíalískt
þjóðfélagskerfi að meðtaka mik
il vestræn áhrif, þvl að hætt er
við að þeim fylgi einnig vest-
rænar hugmyndir um lýðræði
og manngildi, sem geta grafið
undan hinni sósíalísku þjóðfé-
lagsskipun.
Þvl hefur verið litið á hin
ungu skáld I Rússlandi sem
vandræðabörn, talið að þeir
tilheyrðu hinum ungu reiðu
mönnum á Vesturlöndum, bo-
hemunum og beatnikunum, sem
kommúnistar hafa talið ein-
kenni um spillingu kapitalfskra
þjóðfélaga, - en er þá spilling
in líka komin upp I sósíalísku
þjóðfélagi? Gegn því vandamáli
standa hinir sóvézku valdhafar
nú ráðalausir. Þeir hafa leyft
þessum nýju stefnum að vaxa
upp á síðustu árum, en vita
ekki til hvers þær geta leitt
og geta ekki haft pólitíska
stjórn á þeim. Enginn veit þó
með vissu hvort þetta verður
látið viðgangast lengi, eða
hvort þetta er upphafið að
hruni hins sósíalíska þjóðfélags
kerfis.
Það hefur vakið athygli á
þessum breytingum I Rússlandi,
að hið unga rússneska skáld
Yevgéni Yevtushenko kom ný-
lega I heimsókn til Bretlands.
Hann er forustumaður hinnar
nýju stefnu og áttu margir við-
ræður við hann um þessi nýju
viðhorf, og auk þess hefur hann
ritað greinar I vestræn blöð.
I Rússlandi tíðkast það, að
einn dagur ársins 8. októ-
ber er haldinn hátíðlegur sem
„dagur Ijóðsins". Við hátíða-
höldin á þessum degi s.l. ár
gerðist það að mannfjöldinn
kallaði Yovtushenko fram á
Mayakovskytorgi. Rithöfunda-
samband borgarinnar hafði efnt
til ljóðalesturs á torginu og
átti eingöngu að flytja þar
„klassísk" Ijóð, það er að segja
ort I anda Stalíns-tímabilsins,
uppbyggileg ljóð, sem lofuðu
dýrð ríkisins og flokksins. En
I miðjum klíðum hófu áheyrend
ur um 5 þúsund talsins upp
hróp og heimtuðu að frægasta
kvæði Yevtushenkos, sem nefn
ist Babi Yar væri lesið upp.
Stjórnendur samkomunnar
komust I vandræði, því að upp
lesturinn stöðvaðist. Loks
höfðu þeir engin önnur ráð en
að spyrjast fyrir um það I há-
talara, hvort Yevtushenko væri
staddur þar á torginu. — Jú,
hann reyndist vera þar I mann-
fjöldanum, sem bar hann skjótt
á höndum sér að ræðustallin-
um.
lC'undurinn breytti skyndilega
■*• úm svip, þegar hann hóf
lestur kvæðisins. Menn höfðu
staðið og hlustað með kæru-
leysi á hin andlausu lofgerðar-
kvæði um sósíalismann, en allt
I einu var eins og orðin megn-
uðu að kveikja eld I brjóstum
unga fólksins sem hlýddi gagn-
tekið og spennt á. Þetta varð
ógleymanleg stund þrungin heit
um tilfinningum.
Kvæðið Babi Yar fjallar um
stað einn I Ukrainu, þar sem
þýzkir nazistar myrtu 30 þús-
und Gyðinga og köstuðu þeim í
fjöldagröf. En rússnesk yfir-
völd hafa ekki sýnt staðnum
neinn sóma, enda er Gyðinga-
hatur viðloðandi I Rússlandi,
valdhafarnir hafa gerzt sekir
Rússneska skáldið Yevtushenko. — Myndin
var tekin í Englandsför hans fyrir skömmu.
um Gyðingaofsóknir og er gerð
ur I kvæðinu kaldhæðnislegur
samanburður á þessu.
Gkáldskapur Rússa hef
^ reyrður I fjötra I
hefur verið
reyrður I fjötra I áratugi.
Vart er hægt að hugsa sér öm-
urlegra hlutskipti, en það hvern
ig skáldin hafa verið beygð með
hótunum og loforðum um
hlunnindi til skiptis. Afleiðingin
er sú að bókmenntir sóvéttíma
bilsins eru eins og gróðurlaus
■ eyðimörk. Hlutverk skáldanna
var það eitt að halda uppi á-
róðri fyrir harðstjórnina og
framleiða I stórum stíl lofgerð-
arkvæði um Stalfn.
í áratugi gátu skáldin ekki
vikið orð. að sorgum og erfið-
leikum þjóðarinnar undir ógn-
arstjórninni, ekki nefnt á nafn
hin margháttuðu og miklu
þjóðfélagslegu vandamái.
Þau urðu að horfa þögul á
mistök sósíalismans, en þó
svaf ekki samvizka þeirra allra.
Samvizka Boris Pasternaks
var vakandi þótt hann hætti
að yrkja og sneri sér að því að
þýða leikrit Shakespeares.
Strax og losað var um fjötrana
spratt hún upp I líki Sívagós.
Þó er vart hægt að kalla þá
sögu beina þjóðfélagsádeilu,
aðeins mannlega sögu um
sorgir og óhamingju og erfið-
leika.
]C’n nú eru ungu skáldin rúss-
nesku fari; að ganga miklu
lengra en Pasternak. Þó verða
þau að fara varlega, þvl að
enginn veit hvenær valdhaf-
arnir þreytast á þessu og grípa
I taumana. Þau tala I líkingum
ljóðsins, segja hálfa sögu I
kaldhæðnislcgum orðum og
efasemdum. •
Ungu skáldin eru stundum
ásökuð um and-kommúnisma,
en þeir mótmæla því harðlega
og segja: Við höldum merki
kommúnismans á loft. Því
merki hefur verið haldið uppi
af flekkaðum höndum, nú vilj-
um við hreinsa burt óhreinind-
in.
En .ar að er gætt kemur
I ljós, að lífsskoðun þessara
manna er I andstöðu við komm-
únismann.
Tjegar Yevtushenko var stadd-
ur I Englandi nýlega var
hann m. a. spurður hvort hann
tryðj á Guð. Hann svaraði: —
Ég trúi á manninn.
Hanr, var spurður hvort það
þýddi að hann fylgdi kenning-
um Krists?
— Nei, ég er ekki fylgismað-
ur Krists, en mér líka aðferðir
hans, eins og þegar þú ert sleg-
inn á nan vangann réttu þá
fram hinn.
— Þá ertu líka kristin-
Framh. á bls. 5
1 i