Vísir - 01.06.1962, Síða 15
Föstudagur 1. júní 1962.
VISIR
15
CECIL SAINT-LAURENl
* r
KAROLINA
(CAROLINE CHÉRIE)
46
hana. En hann vissi hver hún (var enga miskunn að fá. —
var! Hann hafði nefnt hana Hann reis upp og viðhafði ekki
réttu nafni. Hún reis upp á oln- önnur orð en þau, að nú færi
boga, og beið þess með ó-
þreyju, að hann kæmi aftur
svo að hún fengi að vita örlög
sín.
Þegar hann kom aftur kraup
hann á kné hjá henni og lagði
frá sér luktina:
— Þetta er allt í lagi, væna
mín, ég er búinn að vera hjá
nefndinni, og mér heppnaðist að
fá þá til þess að lofa þér vera
í friði, — ég sagði þeim nefni-
lega, að ég þekkti þig, og þú
værir ekki Karólína Berthier.
Karólína reis upp æf af reiði,
því að nú sá hún allt í skýru
Ijósi:
Þér ljúgið, — þér eruð and-
styggilegur, þér hafið logið
þessu öllu upp til þess að . . .
Hún reyndi að gefa honum
utan undir, en hann greip um
úlnlið henni. Hann dró þungt
andann, því að honum hafði
þykknað í skapi, en er hann
gerði sig líklegan til þess að
svala losta sínum á ný gat hún
losað hönd sína og barið hann
í andlitið, en þá varð hann grip-
inn æði.
— Nei, nei, veinaði hún með
grátstafinn í kverkunum, ég
brátbið yður að... En það
hann og tæki luktina, og hún
yrði að koma á eftir sér, vildi
hún komast aftur til herbergis
síns. Er hún svaraði. engu tók
hann hana og bar niður á gang-
inn og lagði hana þar á kalt
steingólfið og staulaðist hún svo
inn.
■ —Þegar hún hafði legið um
hríð á beddanum sem lurkum
lamin — varð það henni um-
hugsunarefni sem fyrir hana
hafði komið óvænt og ógnandi,
er hún hrópaði ,,nei, nei“, en
hugsaði: „Mér er nauðgað.
Hún sofnaði um síðir, og var
óglatt og fann til leiða er hún
vaknaði. Hún var óhvíld og það
var ódaunn í herberginu. Hún
reyndi að forðast að hugsa um
það, sem gerst hafði um nótt-
ina. Ef nú Gaston einhvern tíma
fengi vitneskju um þetta? Hún
hugsaði um hve karlmenn væru
þröngsýnir, ef eitthvað slíkt sem
þetta kom fyrir, eða konum yfir
ieitt varð eitthvað á. Og mundi
nú þetta hafa áhrif á tilfinning-
ar hennar sjálfrar gagnvart
Gaston, ef til framtíðar samlífs
þeirrar kæmi? Nei, auðvitað
ekki. Var þetta svo sem nokkuð
þýðingarmeira en ef það hefði
verið dráumur?
En henni leið því verr sem
hún hugsaði lengur um þetta og
hafði enga matarlyst, er morgun
verður var fram borinn fyrir
burtförina. Póstekillinn horfði á
hana með dularfullu brosi, er
hún gekk til sætis síns, en hún
roðnaði upp í hársrætur af smán
artilfinningu.
Á torginu var hópur her-
manna, sem farþegarnir ræddu
um.
Þetta eru frískaramenn frá
Calvados, sagði maður lítill
vexti. Hann sat gegnt Karólínu í
vagninum. Hafði hann sagt
henni, að hann væri skrifstofu-
maður.
— Og við hverja ætla þeir að
berjast?
— Gegn jakobinum. Bretagne
og Normandí sameinuðust gegn
jakobinum í Paris, eftir að úr-
skurðað hafði verið, að 22 jakob
inar hefðu brotið lög og rétt og
væru réttdræpir hvar sem til
þeirra næðist. Ég talaði við einn
sjálfboðaliðanna og sagði hann,
að safnað hefði verið saman
4000 mönnum samkvæmt fyrir-
skipun Wimpfends hershöfð-
ingja. Sjálfur er hershöfðinginn
með leiðtogum girondina og ann
arra andstæðinga jakobina á
fundi í Gaen — og nefndi eink-
um Louvet, Guadet, Barbaroux,
Berthier og Buzot.
Karólína spurði.
— En ber iýðveldisenefndinni
í Vernon að hlýða þeirri sem
ræður í Caen?
— Já.
Karólína bölvaði i hljóði ó-
vissunni um stjórnmálahorfum-
ar. Ef hún hefði vitað daginn
áður, sem hún nú vissi, hefði
hún getað látið handtaka póst-
ekilinn, þegar hann ógnaði
henni.
Vagninn valt áfram. Fuglarnir
voru í eltingaleik í trjánum. Á
engi stóð hópur nautgripa án
þess að hreyfast úr sporunum
Karólína var syfjuð — og hú:
sofnaði líka fljótt í sæti sínu,
vagninum og svaf mestan hluL
leiðarinnar. Póstekillinn virtist
nú ekki eins frakkur og hann
hafði verið — og forðaðist að
líta i áttina til hennar. Það var
engu líkara en hann vik'
gleyma því, að hún var til.
Það var langt liðið á kvöld
ekki var enn komið til Caen
Karólína var mjög þreytt c
vaknaði ekki fyrr en póstvagi
inn nálgaðist bæinn. Munc
henni heppnast að finna Geoi'í
es? Það var ekki fyrr en ni
sem hún varð skyndilega gri;
in hugarangri yfir að hafa yfir
leitt ekkert hugsað um mann
sinn seinustu dagana, hversu
honum hafði gengið, hver
myndu verða örlög hans. Hún
gerði sér nú allt í einu Ijóst, að
ef til vill hafði hann verið í
miklu meiri hættu en hún. Væri
hann í Caen mundi samlíf þeirra
hefjast af nýju fljótlega, og
hann myndi í engu verða þess
var, þótt hún væri nú önnur en
hún var, eftir að hafa öðlast
nýja reynslu með öðrum.
— Þarna er ráðhúsið.
Karólína kipptist við. Án þess
hún tæki eftir því var vanginn
kominn inn í miðjan bæinn. Og
nú fann hún allt í einu meira til
þess hve óþægilegt það var, er
vagninum var ekið yfir hnull-
ungssteinanaí götunni. Mundi
hún verða handtekin? Ógnuðu
henni nýjar hættur?
Þegar vagninn nam staðar
flýtti hún sér svo mikið, að
hún gleymdi litlu ferðatöskunni
sinni. Hún hafði ekki gengið
nema nokkur skref, þegar hún
var gripin tveimur sterkum örm
um, og, svo var hönd borin að
hnakka hennar og strauk hár
henar blíðlega.
— Elskan mín, elskan mín,
hálfstamaði Georges, guði sé lof,
að þú ert loksins komin. Þú
Barnasagan
Kalli
og
eldurinn
Mennirnir réðust að dýrinu með I sleppti herfangi sínu og flýði. En i Svikafélaginn lá endilangur með I skrfnið í lífvana hönd sinni.
spjótum sínum, en skrýmslið | hér var þó mikill skaði skeður. |
THE "AWASc WAS
PCNic, WOWEVEK.,
AH7 THEIK. TKEACHEUOUS
CC.WF’ANIOM UAV
OUTSTR6TCHSF—
WITH THEr CASkST
IN A
HANP!
, Fick
CsiA«(>o
SEEAItS POISEP, THE P’IVEKS
CHAKGEP! 5UTTHE HUGE
CKUSTACEAN PTOFFEF
ITS ?Z£Y ANI7
Loginn .hrópaði stýrimaðurinn.
Allt í lagi með hann sagði furst-
inn ,sem hafði forðað honum á
síðasta augnabliki. Ég er vanur
svona löguðu. Nú getið þið einmitt
séð hvað Ruffiano hyggst fyrir,
hann ætlar að slökkva eldinn svo
að Slapzky — ættin falli af sjálfu
sér. Hvers vegna gerið þér ekki
eitthvað gegn því, hrópaði Cappy.
Nei, útskýrði furstinn, þá trúir
fólkið því ekki lengur að eldurinn
sé óslökkvanlegur. Við getum
ekki verndað hann opinberlega.
Ruffiano reyndi að láta vatn flæða
yfir allt húsið til þess að geta
með þeim hætti slökkt eldinn,
sagði Cappy, en hvernig fór ég að
þvf að bjarga Slapzky. Ef þér
hefðuð reynt að bjarga eldinum
hefði fólkið alls ekki trúað lengur
á ósigranleik ættarinnar. En með
því að hefja venjuleg slagsmál
eyðilögðu þér uppreisnina og héld
uð lífi í þjóðsögninni.
— e.vKÍ sérlega góð í hraðrit-
un. Það sem ég er bezt við er mót-
tökur viðskiptamanna.
getur ekki gert þér í hugarlund
hversu hræðilega mér hefur lið-
ið, en dásamlegt er að þú skulir
vera komin.
Hún var hrædd, óróleg og gat
ekkert sagt, og hann sá hvernig
henni leið, og spurði einskis fyrr
en hún var orðin róleg.
Hvað hefur á dagana drifið?
Og hvernig líður þér?
— Ég er alveg örmagna og
ferðalagið ^var andstyggilegt.
Það var svo* slæm lykt af fólk-
inu og þröngt um mig.
Georges horfði á hana með
aðdáun.
— Elskan mín, þú hefur sigr-
ast á ótal hættum og samt kvart
arðu yfir smávægilegum erfið-
leikum á ferðalaginu.
Hann faðmaði hana að sér af
svo miklum ákafa, að hún hafði
aldrei séð hann slíkan. Einmitt
á þessu augnabliki sá Karólína
bregða fyrir hæðnislegu brosi á
andliti póstsendilsins, — en það
hvarf þegar er hún leit á hann.
Hún beit á vör sér, ofsareið og
var ekki sein að taka ákvörðun.
Þegar hún gekk ásamt manni
sfnum gegnum þröng forvitins
fólks sem þarna var saman kom
ið til þess að horfa á komu-
menn, hugleiddi hún hversu hún
skyldi haga öllu. Hún ætlaði
ekki að minnast einu orði á
Gaston, svo langt ætlaði hún
sér ekki að teygja hreinskilni
sína, en póstekillinn skyldi fá
fyrir ferðina. Hún skyldi koma
fram hefndum á honum.
Hún hlustaði því ekki af mik-
illi athygli á útskýringar Georg-
es um ráðabrugg hans og vina
hans meðal girondina, eða á frá-
sagnir hans af fundum þeim,
sem hann hafði setið áður en
hann fór frá París, en þegar þau
voru komin upp í íbúð þá, sem
Georges hafði leigt í bezta
hverfi borgarinnar, hallaði hún
höfði að barmi hans og sagði
— Elskan mín, ég verð að
gera játningu, — hún er svo
skelfileg, að ég óttast, að fram-
tíð mín sé eyðilögð, en þú verð-
ur að reyna að skilja mig og
allar aðstæður.
Hann tók báðum höndum um
höfuð henni og spurðf með
kvíðaþrunginni röddu:
— Hvað hefur gerst, segðq
mér allt af létta, vina mín?
Mál hennar var hvísl eitt, er
hún. sagði honum hvað gerst
hafði nóttina áður.
— Þú verður að trúa mér,
Georges, að ég varði heiður
minn af fremsta megni, og vein
aði hátt, þótt ég vissi, að ve' í