Vísir - 27.06.1962, Síða 2

Vísir - 27.06.1962, Síða 2
VISIR Miðvikudagur 27. júní 1962. “T & 5UP Dr=j i=a tfn m Þetta er Ármannssveitin sigursæla, sem „snarbakaði“ allar aðrar sveitir 1 hinum skemmtilegu boðsundum (náttfata og blöðru) á sundmótinu á laugardaginn var. Kempuoiar eru taldar frá vinstri: Guðbrandur Guðjónsson, Pétur Kristjánsson, Ólafur Guðmundsson og Siggeir Siggeirsson. Lið SBU kom í gærkvöldi 1 gærkvöldi kom flokkur sjá- lenzkra knattspyrnumanna hingað tjl Reykjavíkur á vegum KR. Leika þeir 4 leiki hér í Reykjavlk, þann fyrsta í kvöld við Fram, sem er ná efsta liðið í 1. deild. Annar leikur- inn er svo á föstudagskvöldið við KR og þá leikur Þóróifur Beck i fyrsta sinn á íslenzkri grund frá því hann gerðist atvinnumaður með skozka knattspyrnufélaginu St. Mirren s.l. haust. Þórólfur hef- ur verið hér um nokkurra vikna skeið í sumarfríi, en hefur haldið sér við með því að æfa með sínum gömlu félögum í KR. Er ekki að efa að margir munu vilja sjá Þór- ólf leika. Þriðji leikurinn er gegn Akranesi á sunnudag en að öllum líkindum mætir Akranes með Rík- Öryggi á vinnustöðum harð, Svein Teitsson, Þórð Jóns- son og aðrar viðlíka kempurog að lokum sfðasti leikurinn gegn úr- vali landsliðsnefndar, og fer sá leik- ur fram á miðvikudaginn. Dönsku leikmennirnir eru allir vanir leikjum í úrvalsliðum og enda þótt fæstir séu þeir í I. deildinni dönsku er ekki að efa að hér er á ferðinni gott lið. Ekki er ólíklegt að seinna í sumar megi hjá byggingarverka- menn, þá sem vinna við háhýsin hér í Reykjavík bera öryggis- hjálma. Öröggistæki eða líkams- hlífar, eins og það er kallað, er sífellt verið að taka meira og meira í notkun, enda eru augu manna almennt að opnast á nauð- syn þeirra. Má í þessu sambandi nefna mynd þá, sem birtist í Vísi fyrir nokkrum dögum af slysi, sem varð þegar bíll ók á bifhjól. Sýndi myndin greinilega, hvernig hjálm- ur sá, sem ökumaður bifhjólsins bar, tók af mesta höggið og bjarg- aði þannig bcinlínis lífi hans. Vakti myndin mikla og verðskuldaða at- hygli og um leið menn til um- hugsunar um þessi efni. Þar sem mörgum leikur forvitni á að vita, hvað gert hafi verið í slíkum öryggismálum, sneri blaðið sér til Þórar Runólfssonar hjá Ör- yggiseftirliti ríkisins. Þórður tjáði okkur, að starfandi væri norræn svonefnd líkams- hlífanefnd, sem hann sæti í sem fulltrúi Islands og hefði nefnd þessi á prjónunum ýmisleg áform um aukna notkun líkamshlífa. „Reyndar hefur notkun líkams- hlífa nú þegar rutt sér mjög til rúms á Norðurlöndum,“ sagði Þórður, „en í ráði er að fylgja fordæmi þeirra hér á landi alveg á næstunni. Erfitt er að koma sam- an reglugerð, svo að vel sé, og hefur þetta þyf dregizt nokkuð af þeim sökum. Hér á landi 'er öllum, sem vinna í jarðgöngum, skylt að bera ör- yggishjálm og þeir, sem vinna hátt uppi, svo sem í staurum eða öðr- um þeim stöðum sem hætta er á, að menn geti fallið niður, eru skyldir til að nota öryggisbelti — eða línur.“ — Þar með allir þeir, sem vinna við byggingiji háhýsa? „Já. Verkstjórar á hverjum stað verða að úrskurða hvort hætta sé á vinnustað, og eru ábyrgir fyrir því að líkamshlífar séu í notkun, þar sem þörf er á.“ — Og hvenær er von á að þetta komist á? „Væntanlega seinni hluta sum- arsins. Ef til þess kemur verða at- vinnuveitendur skyldugir til að kaupa hlífarnar handa starfsmönn- um sínum. Eins og nú er háttað, verða menn hver og einn að kaupa sér sjálfir hjálma, ef þeir álíta, að þeir þurfi þá til öryggis." Kostar hver hjálmur um 1300 krónur í búð. „Hins vegar,“ segir Þórður,. „skiptum við okkur ekki af öku- mönnum bifhjóla, hvort þeir nota hjáima eða ekki.“ Það er gleðilegt, að nú skuli loks lcomast skriður á þessi mál. Af vinnu, sem f ram fer f háum byggingum, er augljós hætta, bæði fyrir þá, sem vinna, og reyndar einnig lílca vegfarendur. Er það aigeng sjón að sjá spýtnarusl eða annað þess háttar hrynja niður úr þessum byggingum, ef því er þá ekki beinlínis kastað. Er vonandi, að áðurnefnd reglu- gerð verði tilbúin hið fyrsta. Liö Fram í kvöld í gærkvöldi var búizt við að Fram stillti upp sama liði og verið hefur: (talið frá markv. — v.-úth.) Geir Kristjánsson, Guð- jón Jónsson, Birgir Lúð- víksson, Ragnar Jóhannes- son, Halldór Lúðvíksson, Hrannar I-Iaraldsson, Bald- ur Scheving, Guðmundur Óskarsson, Grétar Sigurðs son Ásgeir Sigurðsson og Hallgrímur Scheving. Guðmundur og Hrannar voru þó á sjúkralista eftir leikinn við KR, en báðir fengu slæm leggjarspörk í þeirri hörðu viðureign. — Batt þjálfari þeirra þó góð- ar vonir við fullan bata þeirra. Heimsmeistararnir brazilisku fara innan skamms í ferð um Evr- ópu og fjölda marga leiki í ferðinni. ferðinni. Bandaríkjamaðurinn Harold Johnson vann Þjóðverjann Bubi Scholz í fyrrakvöld í keppni um Hættan liggur í að iðka EKKI íþróttir Fyrir viku síðan kvölddu síð- ustu gestir okkar íþróttafrétta- ritaranna á Rvíkurflugvelli. Hér höfðu þeir dvalizt f rúma viku, en þessa 7 daga höfðu þeir meira en nóg að gera við störf 8. ráðstefnu norrænna íþróttafréttamanna, sem nú var haldin f fyrsta sinn í Reykja- vfk. Fimm mikilsverð málefni voru tekin fyrir á fundunum, mannvirki og náttúruundur skoðuð, og ágætar veizlur ým- issa aðila og fyrirtækja setnar. í dag og næstu daga verður birt nokkuð af því sem rætt var um á ráðstefnunni og blöðum við í minnisbók vorri í þeirri röð, sem atburðimir gerðust. Borgarstjóm hafði móttöku fyrir fulltrúa þingsins, 11 Svía, 6 Danir, 4 Finna, 2 Norðmenn og 14 íslendinga alls 37 fulltrúa, en það eru allir þeir, sem í ís- lenzk dagblöð rita um íþróttir. Var fulltrúum sýndur fundar- salur borgarstjórnar og minja- safn borgarinnar í kjallara Skúlatúns 2. Höfðu þeir gaman af mörgu á safninu og vakti minnispeningasafn Magnúsar Guðbjömssonar mikla athygli þeirra, en Magnús hefur-gefið safninu allt verðlaunasafn sitt, sem er geysimikið að vöxtum. íþróttabandalag Reykjavíkur hélt fulltrúunum hádegisvetðar- boð í Þjóðleikhúskjallaranum þennan fyrsta dag ráðstefn- unnar. Eftir hádegið var 8. mót íþróttafréttamanna svo sett f Háskólanum af formanni félags íþróttafréttamanna f Rcykja- vík, Atla Steinarssyni, en strax að setningu hans lokinni hófust umræður um efnið: „Eru íþrótt- ir skaðlegar?“ íþróttalæknir, Jón Eiríksson, flutti framsögu- erindi og tók fyrir læknaskýrsiu sem samin var eftir Vetrar- olfympíuleikana f Oslo 1952. Niðurstaðan var í stuttu máli sú, að íþróttir eigi að geta haft góð áhrif í þá átt að auka starfs löngun barna og unglinga, forð- að þeim frá hættum og aukið á lýðræðiskcnnd þeirra og fé- lagslcgan þroska. Fullorðnir gætu einnig haft verulegt gagn af íþróttum til að fylla upp á það sem mönnum fyndist á vanta eftir starfsdag. Var þetta kostahliðin, en lesti kvað dr. Jón íþróttirnar óhjákvæmilega hafa. Það er lítil þjálfun, sem er yfirleitt ástæðan til þess að menn meiðast, togna og slitna í íþróttum. T. d. væri mikil hætta í því falin að maður, sem ekki hefur lengi iðkað íþróttir færi skyndilega að taka á af krafti. Þjálfun hans yrði að koma stlg af stigi, ef hann ætti eklci að eiga iþróttaskaða yfir höfði. Sagði dr. Jón kostahlið íþróttanna þyngri á metunum enda þótt nokkur hætta gæti stafað af íþróttunum, en hratta getur lika stafað af flestu í dag- Iegu lífi. Yfirleitt væru íþrótta- menn hraustari öðrum og færari um að þola sjúkdóma en aðrir. Mikið var rætt um þetta efni og margt kom fram við þær um- ræður. Einar Öiseth frá Sportsmand- en í Oslo taldi að ekki væri sið- ur ástæða til að iðka íþróttir og æfa, er farið væri að siga á efri ár. Torsten Tégner eigandi og ritstjóri hins mikla blaðs Idrottsbladet f Stokk- hólmi, 72ja ára „unglingur“ kvaðst vera staðráðinn f að iðka íþróttir a. m. k. þar til hann yrði 99 ára gamall! Hann er hinn skemmtilegasti, ákafur íþróttamaður og fróðleiksfús i meira lagi. Hann er sagður eiga reiðhjól í einum 4 borgum í Evrópu og grípur gjarna til þeirra, er hann er í heimsókn í viðkomandi borg. Tegner keypti blað sitt á sínum tfrna, er það var að gefa upp öndina, en gerði það að stórblaði. Marg- ir fleiri tóku til máls, en Tegner dró saman álit manna í lok fundarins og sagði: „Við skul- um snúa spumingunni við og jafnvel staðhæfa: „Það er hættulegt að iðka ekki íþróttir“. • Um kvöldið sátu fundarmenn veiziu menntamálaráðherra í ráðherrabústaðnum, en Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri og frú hans stvrðu hófinu af niynduglcik. heimsmeistaratignina í léttþunga- vigt í OL-vellinum f Berlín að við- stöddum 40.000 áhorfendum. Var sigur Bandaríkjamannsins sann- gjarn eftir að hann hafði sýnt yfir- burði út keppnina og í 15. lotu vann hann á teknisku K.O. Héðan frá íslandi hélt unglinga- landslið Tékka til Danmerkur og hafa nú borizt fréttir af fyrsta leik þeirra þar í iandi. Úrvalslið Randersborgar tapaði fyrir Tékkum með ekki minna en 5:0 sem er mjög í svipuðum dúr og það sem 3 af okkar liðum fengu af þessu góða liði. Um helgina skeði það helzt í friálsíbróttum að Bandaríkiamað- urinn A1 Oerter setti nýtt landsmet í kringlukasti kastaði 61.62 m. sem er aðeins 2 septimetrum Iakara en heimsmet Rússans Trusenovs, sem setti met nú fyrir skemmstu. Annar árangur á mótinu, sem fór fram í Kaliforníu, var þessi: Fjórir menn undir 4 mínútum í mílunni. Þeir voru Beatty (3.57.9),' Jim Grelle (3.58.0), Weisiger á sama tíma, Dotson (3.50.0). Þetta var í Kaliforníu, en í Finn- landi reyndi Pentti Nikula að stökkva 5 metrana en tókst ekki. að þessu sinni. Hann stökk „að- eins“ 4.82 m., en landi hans Ankio var með 4.70, sem ekki þykir lengur umtalsvert, en er þó hans bezti árangur. Petterson stökk þarna 2.08 m. í hástökki.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.