Vísir - 27.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 27.06.1962, Blaðsíða 7
/ Miðvikudagur 27. júní 1962. V'SIR jgnginn vafi leikur á því, að norski listmálarinn Edvard Munch sé frægastur norrænna myndlistarmanna. Hann var einn brautryðjendanna, þegar merk þáttaskil voru að gerast i listasögunni, og varð það vegna þess, sem með honum sjálfum bjó, en ekki vegna ytri áhrifa. Það gat því tæplega hjá því far- ið, að slíkur maður mætti andúð og skilningsleysi, enda fór Munch ekki varhluta af marg- víslegri áreitni og fjandskap, sem við eigum nú erfitt um að skilja. En fleiri voru með líku marki brenndir og Norðmenn, og nægir í því efni að minna á sögu Van Goghs, er var aðeins tíu árum eldri en Munch. Um Munch og list hans hafa verið skrifaðar margar bækur, bæði í heimalandi hans og er- lendis. Ein þessara bóka er eftir frú Inger Alver Glöersen (Den Munch jeg mötte), sem fæddist árið 1892 og þekkti Munch allt frá bernsku, þar sem hann og stjúpfaðir hennar, Dr. Sigurd Höst, voru ætíð miklir vinir. Bók frúarinnar er merkileg og vel skrifuð, og segir hún marg- ar athyglisverðar sögur, er varpa ljósi yfir skapgerð þessa mikla listamanns og andstöð- una gegn honum. Þegar frú Glöersen var Iítil, kom það fyrir, að til hennar var talað á götu og svofelld spurn- ing lögð fyrir hana: „Hafið þið myndir eftir þennan Munch enn þá hangandi upp á veggjunum?" Hún varð að viðurkenna það, en roðnaði dáiítið um leið. Spyrj andinn hristi höfuðið og tautar: „Eintómt klám. Höst ætti ekki að hafa leyfi til að vera kennari, meðan hann hefur annað eins hangandi hjá sér“. Á þeim tíma voru t. d. Tidemand og Gude álitnir miklir meistarar, en þeir voru kennarar við akademíuna i Diisseldorf, sem þá var fræg listamiðstöð, en stjarna þess skóla fölnaði brátt og varð frem ur til varnaðar en leiðsögu. Frú in víkur að þessu. Sannir list- málarar fóru til Diisseldorf og Berlínar og máluðu þar norskar sveitastúlkur með alls konar þjóðlegu skrauti og dinglum- dangli, hvort sem þær voru að mjólka kúna eða ekki. Þá mátti líka mætavel mála hafmeyju eða Svoldarorrustu. En að mála mynd af systur sinni heima hjá sér eða vinnukonunni, þegar hún kveikti upp í ofninum, eins og Munch gerði, var listamanni ósamboðið. Sem sagt, listin átti að vera rómantík og natúra- lismi. En Munch var raunsæis- maður og varð einn af aðalhöf- undum expressionismans, og þvi fór sem fór. J^ornung telpa átti að sjálf- sögðu erfitt með að skilja þær kynlegu myndir, sem and- staðan gegn listamanninum gat tekið á sig: „Einn sólbjartan sunnudagsmorgun áræddi ég ekki út, þótt svo bjartir morgn- séu sjaldgæfir i Bergen. Ástæð- an var sú, að ágæt vinstúlka mín hafði hvíslað því að mér daginn áður á leið heim úr skóla, að sér væri bannað að heimsækja mig vegna mynd- anna eftir Munch. Börnin voru að leik á götunni og freistingin var mikil, en bezt að fara að öllu með gát, því að vel gat verið, að telpan hefði trúað fleiri fyrir þessu, og það gat verið óhugnanlegt'. Svo fer hún að skoða myndirnar. Landslag í sólarbirtu, hús, fólk, stúlka að leika á píanó. „Allt ljómandi fallegar myndir. En þarna voru tvær og sjálfsagt ljótari en olíu þrykkin af englum eða litlum, sætum kisum, sem ég sá heima hjá vinstúlkum mínum. Það væri óefað margt auðveldara í amstri dagsins, ef pabbi og mamma hættu að kaupa myndir eftir Munch, en klipptu heldur eitthvað fallegt úr jólaheftun- um“. Maður kemur í heimsókn, vin- ur og frændi Munchs, og er á förum til Spánar. Hann skoðar „ljótu“ myndirnar og er hrifinn. „Maður verður að fara til Berg- en til þess að sjá list í Noregi. í Kristjaníu eru allir staðnir í ófrjóu þvaðri um kerfi og þess háttar, sem ekki snertir kjarna málsins. Feginn er ég að vera á förum úr landi“. Svo heyrir telpan í fyrsta sinn talað um Goya. Cvartlistarmyndir Munchs kom ust nokkuð fljótt í hátt verð og fóru stöðugt hækkandi. Sú var þó tíðin, að þær voru síður en svo álitnar vera not- hæfur gjaldmiðill. Um það eru tvær sögur í áður nefndri bók. Á ferðum sínum með strand- ferðabát einum kom það fyrir, að Munch bað leyfis að fá að sitja inni ( klefa stýrimanns, ef einhver var með, sem hann taldi sér óvinveittan. Eitt sinn rétti hann stýrimanni raderingu sem þakklætisvott fyrir greiðviknina, „en hann lét skammirnar dynja yfir Munch, og það liðu mörg ár, þangað til hann kom um borð til okkar aftur", sagði há- seti, sem heyrði þessi orða- skipti. Munch var sjaldan með :0 /VIYNDLIST lykil á sér, þegar hann vildi komast inn í eitt af húsum sín- um, en laghentur maður kom honum þá til hjálpar og fékk mikið í verði“. „Já, mágur minn sá hana á sýningu nokkrum ár- um seinna, og þá kostaði hún mörg þúsund krónur. Hvernig var hægt að láta sér það til hug ar koma“. Ári síðar fékk maður inn skuldina greidda með vöxt- um, alls 2 krónur. Þess má geta, að „Madonna" var önnur „Ijóta" myndin heima hjá Höst og þá talin mjög siðspillandi. Fleiri svipaðar sögur eru í Edvard Munch venjulega 50 aura fyrir vikið, en einn dag var Munch auralaus og ætlaði að fá honum svartlist- arblað ( staðinn, en maðurinn brást reiður við. Hann gat svo sem vel beðið eftir greiðslunni. því að Munch var áreiðanlegur í viðskiptum, en að ætla sér að prangra svona löguðu inn á hann var einum of mikið. „Hvað hefði konan sagt, ef ég hefði komið heim með myndina?“ „Vitið þér, hvaða mynd þetta var?“ spurði frú Glöersen. „Hanþ sagði, að hún héti „Madonna". „Hún hefur hækkað bókinni. Nágrannar Munchs höfðu ekki hið minnsta út á hann sjálfan að setja. Hann var góður maður og höfðinglegur. En hann málaði voðalegar mynd ir og setfi þær með fram húsinu sínu til þerris, og þegar konurn ar gengu fram hjá urðu þær að grípa til sólhlífanna. „Ég þekkti margar þessara kvenna, sem signdu sig og notuðu sólhlífarn- ar eins og skjöld til varnar gegn myndum Munchs, en hvers vegna þær gerðu það, hef ég aldrei getað skilið“, segir frú Glöersen. I^Jyndlistarmenn þurfa að sýna verk sín og tónlistarmenn að láta til sín heyra, ef þeir vilja ná viðurkenningu og frama, en þá eru fyrstu sporin oft erfið og skila listamanninum skammt áleiðis. Tek ég nú enn smásögu úr bókinni „Oft hefur Sigurd Höst sagt mér frá því, þegar Munch hafði fyrstu einkasýninguna í litla salnum hjá gamla stúdentafélag- inu. Þegar Höst spurði um verð á lítilli mynd, vakti það mikla furðu. Verðið var'tíu krónur, og hann ákvað að kaupa hana, en Munch var dálítið vantrúaður á það. Það var ósennilegt, að ung- ur stúdent ætlaði sér að kaupa mynd eftir hann, — eiginlega að nokkur hefði minnsta áhuga á myndunum. „Munch er far inn að selja“, sögðu stúdentarn- ir. Næsta dag hittust þeir aftur hjá myndinni, sem nefndist „Slaghörpustúlkan“. Þá lækkaði Munch verðið: „Þú ert ekki efn aður, fimm krónur er hæfilegt". Frá þeirri stundu voru þeir vin- ir. Að lokum get ég ekki stillt mig um að endursegja eina smá sögu enn: Eitt sinn hafði Munch sýningu í Kristjaníu og leit þar inn snemma morguns, þar sem hann gerði ekki ráð fyrir nein- um gesti þar um það leyti dags, en kona ein, kunn og mikils met in í borginni, var samt komin þangað. Þann dag mætti frú Inger Glöesen Munch í fáfarinni hliðargötu, en það hafði verið brýnt fyrir henni í æsku, að heilsa Munch aldrei að fyrra bragði, þar sem það gæti truflað meistarann. „Ég er flóttamað- ur“, sagði hann. „Óvinurinn gerði sig líklegan til að veita mér eftirför, en hér er ég senni lega öruggur". „Óvinurinn“ var konan, sem hann hitti á sýning- unni. „Hún flutti fyrirlestur yfir mér. Listfræðilegan fyrirlestur. Útlistaði mínar eigin myndir". Það fór hrollur um Munch. „Ég er viss um, að þessa götu geng- ur hún aldrei, og þess vegna geng ég hana“. jptyrsta sýning Munchs í Berlín varð sögufræg og upphaf mikilla umbrota. Hann hafði þó unnið fullan sigur þar syðra um aldamótin. Heima fyrir gekk þó allt erfiðara, þótt andstaðan væri eitthvað minni. Hann hafði t. d. sýningu í Bergen árið 1909 og kom þá ótrúlega orðljót grein um hann í Bergen Aften- blad, en nokkrum dögum síðar lofsamleg ummæli. Á því sama ári hófst svo baráttan um mál- verkin í hátíðasal háskólans, en það er annar kapítuli. Færrihumarbátar UM mánaðamótin seinustu höfðu um 100 bátar fengið leyfi til hum arveiða. Er það nokkru minna en í fyrra, en þá höfðu 130-140 bátar veiðileyfi. Flestir bátanna leggja upp í Vestmannaeyjum, eða rúmlega 40 bátar. Nýlega hefir verið samið um verð á humri og eru nú greidd ar kr. 12,70 fyrir kg. af 1. flokki og kr. 4,75 fyrir II. flokk. Verðið lækkar um kr. 0,30 pr. kg., ef vinnslustöðvarnar annast flokkun humarsins. Gæði voru mjög mis- jöfn fyrst í stað og fóru frá 25- 50% aflans í 1. flokk. Grænlendingar stór- nukn rækjuveiður Á SAMA TlMA og rækjan hættir að gera vart við sig hér við land, nema rétt til að koma af stað deil- um manna á meðal norður á Ströndum, berast fregnir af stór- auknum rækjuveiðum Grænlend- inga. j 1 sumar munu 50 grænlenzkir bátar (15-20 lesta) fiska rækju í Diskoflóanum og í fjörðunum við . Julianehaab. Eru þetta helmingi fleiri bátar en sl. ár og fjórfalt fleiri en árið 1960. Áætluð fram- leiðsla í sumar er ca. 800 tonn, að verðmæti ca. 14 milljónir danskar krónur og hefir Grænlandsverzlun- in þegar selt allt magnið. Fram til þessa hefir saltfiskur skilað Græn- lendingum mestum gjaldeyri (d. kr. 12 millj. árið 1961), en í ár er búizt við að rækjan hafi vinning- inn. GÖÐ LAXVE10I LAXVEIÐl gengur víðast hvar mjög vel og telja laxveiðimenn að allar líkur bendi til þess að gott veiðisumar verði í ár. Veiði hefur oftast verið hálf treg fyrstu vikurnar, en nú í sumar hefur hún víðast hvar verið betri en undanfarin sum- ur. í Elliðaánum hefur veiðin verið með svipuöu móti og f fyrra, þar höfðu verið dregnir 60 laxar í gær, en á sama tíma ; í fyrra 59. f Laxá ( Kjós hefur veiðin verið mjög góð, þar höfðu veiðst 16. júní 113 lax- ■ ar, en í fyrra aðeins 30. f Mið- fjarðará hefur. einnig verið góð veiði og höfðu 16. júni veiðst þar 79 laxar. í Laxá f Þing- eyjarsýslu höfðu 43 laxar veiðzt að kvöldi hins 16., en á sama tíma í fyrra aðeins 15. Netaveiði hefur einnig víðast hvar gengið mjög vel og lax- inn vænni. Auglýsið r Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.