Vísir


Vísir - 27.06.1962, Qupperneq 9

Vísir - 27.06.1962, Qupperneq 9
Miðvikudagur 27. júní 1962. 9 Víst er latíaan Hfandi mál" íslenzkar menntaskólastúlkur eru margar hneigðar fyrir tungu- mál en aðrar námsgreinar, því setjast þær flestar í máladeild fremur en stærðfræðideild, og að stúdentsprófi loknu leggja þær margar fyrir sig háskóla- nám í tungumálum, ýmist í B.A.-deiId Háskóla íslands eða þær nema við háskóla erlendis. En þær leggja flestar fyrir sig nýju málin. Hitt er sárasjald- gæft, að þær hneigist til að nema fornmálin. Þó frétti ég um eina, sem lauk stúdentsprófi um daginn, og búin væri að á- kveða að fara utan og leggja fyrir sig háskólanám I „klass- isku málunum“, en svo kallast gríska og latína. Fréttamaður Vísis heimsótti þessa ungfrú á dögunum, en hún heitir Auður Þórðardóttir (byggingafræðings Jasonarson- ar). — Hvers vegna völduð þér yður þessa sérgrein? — Ég hef verið að læra lat- ínu s.l. þrjá vetur siðan ég sett- ist í lærdómsdeild Menntaskól- ans í Reykjavík og mér hefir alltaf þótt ákaflega gaman að henni, svo að ég hef allan hug á að fullnuma mig I henni. Hins vegar hef ég því miður ekki enn lært neitt í grísku, af því að hún er ekki kennd hér í menntaskólum, sem mér finnst, að ætti þó að vera, eins og sjálfsagt þykir £ menntaskólum erlendis. Ég hef sótt um inn- göngu í háskólann I Edinborg í haust, og nú verð ég að verja sumrinu til að læra undirstöðu- atriðin f grísku og komast sem bezt niður f henni, svo að ég komi ekki alveg af fjöllum, þeg- ar ég sezt inn f háskólann f haust — Farið þér strax út til að fá þar undirbúning í grísku fyrir inngöngu í háskólann? — Nei, ég hef hugsað mér að byrja grískunámið hér heima í sumar. Svo held ég til Edin- borgar nokkru áður en skólinn hefst f haust. Þar kem ég vfst meira fákunnandi hvað grfsk- una snertir en aðrir stúdentar, því að f erlendum menntaskól- um er gríska kennd 2 — 3 sfð- ustu vetuma. — En standa íslenzkir stúd- entar útlendum á sporði í Iat- ínukunnáttu? — Já, svona yfirleitt. Raunar hafa erlendir stúdentar lært lat- ínu fleiri vetur en hér tíðkast. En við höfum samt komizt yfir eins mikið námsefni, þvf að við höfum miklu fleiri kennslu- stundir á viku, sfðustu vet- uma f menntaskólum hér er latína kennd nærri daglega. — En læra ekki flestir latfnu hér hálfgert eins og páfagauk- ar, læra hana utan að með að- stoð þýðingar? — Þvf er ekki að neita, að margir treysta of mikið á þýð- ingar sér til aðstoðar. Þó er ég ekki frá því, að það hafi minnk- að f seinni tíð. Þó nokkrar skólasystur mínar hafa mjög gaman af að læra latínu. — En finnst yður ekki býsna margir líta á latínu sem stein- dautt mál, er.litil þörf sé fyrir nú á dögum? — Það eru vissulega margir þeirrar skoðunar. En ég álít þetta rangt. Að vísu er latfna ekki lengur notuð sem talmál. L 'v'in er engu að síður móður- Auður Þórðardóttir tunga rómönsku nútímamál- anna, og allir vita að þeim yeitist léttara að læra frönsku, ítölsku eða spænsku, sem áður hafa lært eitthvað í latínu. Og raunar gerir hún manni miklu frémur kleift að komast niður í fleiri málum. Margir hafa gaman af samanburðarmál- fræði, og þeim er latínan ó- missandi iykill. Mörg orð í fs- lenzku og latínu eru svo nauða- lík, t. d. nokkur þar sem f upp- hafi orðs kemur f í íslenzku í stað p í latfnu, svo sem faðir: pater, fiskur: piscis o. s. frv. Mörgum þykir latínan þung vegna málfræðinnar. Það er að vísu satt, að málfræðin er margbrotnari en í ítölskunni, sem annars er henni skyldust. En þrátt fyrir það er hún skipu- legt tungumál, skýrir hugsun- ina ekki síður en stærðfræði gerir,, mér finnst hún líka hljómfögur og orðin mjög fal- leg. Svo er loks það, að enda þótt hún sé ekki lengur töluð þjóðtunga, er hún frummál fag- urs skáldskapar. Síðasti latínu- veturinn í Menntaskólanum er enn skemmtilegri en hinir fyrri, þegar kemur að kvæðunum eft- ir höfuðskáldin Horaz og Virgil. Það er ekki dautt mál, sem varð veitir slíkan skáldskap. — Mér dettur þá f hug að spyrja yður dálítið um félags- lífið f Menntaskólanum, því að það virðist standa með miklum blóma um þessar mundir, ekki sfzt bókmennta- og listafélög. — Já, það er nærri of mikið um slíkt liggur mér við að segja. Ekki svo að skilja, að ég sé á móti þeim. Heldur miklu fremur vegna þess, að það er ekki tími til að sinna öllu þvf, sem mann langar til, Það er eitt allshe; jar Listafélag, sem skipt- ist í bókmennta-, myndlistar- og tónlistardeildir, auk mál- fundafélagsins Framtfðarinnar, — Hvað gerðist nú helzt í bókmenntafélaginu í vetur? — Þar eru á hverjum vetri fen'gnir kunnir rithöfundar og bókmenntafræðingar til að flytja erindi eða miðla okkur einhverju af speki sinni. Mér verður áreiðanlega lengi minn- isstætt, að Sigurður prófessor V'! S / R Gunnar Thoroddsen, fjármálaróðherra Hvaða leiðir munu leysa verkföll og verkbönn af hólmi?! Hundruðum milljóna á glæ kastað. Enn á ný hefur af völdum vinnustöðvana hrikt í þeim þeim stoðum, sem bera uppi byggingu hins íslenzka at- vinnu- og efnahagslífs. Hundr uðum milljóna af dýrmætum gjaldeyri hefur verið á glæ kastað og enn stærri fúlgum stefnt í voða, vegna þess að vinnuveitendur og launþegar hafa ekki komið sér saman og þess vegna stöðvað* at- vinnutækin, ýmist með verk- falli eða verkbanni. Togaraverkfallið hefur nú staðið í þrjá og hálfan mánuð og valdið þjóðinni stórfelldu tjóni, í töpuðum afla og er- lendum gjaldeyri. Sumarsíldveiðin hefst nú síðar en í fyrra vegna deilu um síldveiðikjörin. Er trúlegt, að sá dráttur hafi valdið þjóð inni miklum skaða. En fram- undan var vá fyrir dyrum, engar horfur á samkomulagi aðiljanna og mestar líkur til að sumarsíldveiðin, sem í fyrra færði landinu um 700 milljónir í eríendum gjaldeyri, hefði verið að engu gerð, ef ríkisstjórnin hefði ekki tekið í taumana með Jónsmessu- lögunum. Eru vinnustöðvanir ekki úrelt aðferð? Þegar menn leiða hugann að því óskaplega tjóni, sem vinnustöðvanir valda þjóð- inni allri, hlýtur sú spuming að vakna: Er það ekki orðin úrelt aðferð að leita lausnar á kjaradeilum með því að stöðva framleiðslu þjóðarinn- ar? Er ekki unnt að finna aðrar leiðir, önnur úrræði til þess að ráða fram úr ágrein- ingi um skiptingu arðsins? Lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Á síðasta Alþingi voru sett merk og mikilvæg lög um launamál opinberra starfs- manna. Þeim er nú veittur samningsréttur um kaup og kjör, en hingað til hafa laun þeirra og starfskjör verið á- kveðin með Iögum. Felst í þessari löggjöf um kjarasamn inga mikil réttarbót til handa Gunnar Thoroddsen. opinberum starfsmönnum. Fyrst skal reyna til þrautar samkomulag milli fulltrúa ríkisins og starfsmannanna. Takizt það ekki, fær sátta- semjari málið til meðferðar. Finnst ekki heldur lausn að þeim leiðum, skal kjaradóm- ur fá málið til meðferðar og kveða upp úrskurð um það, hver kjörin skuli vera. Eiga hinir opinberu starfsmenn einn fulltrúa f kjaradómi, rík isstjórnin annan, en þrjá, og þar með meirihluta dómsins, skipar hæstiréttur. Með þessum lögum, sem sett voru með samkomulagi ríkisstjómarinnar og banda- lags starfsmanna ríkis og bæjar, er fundin heppileg og varanleg leið til þess að leysa launamál opinberra starfsmanna. Vísbending til annarra stétta. En þessi lög um kjara- samninga starfsmanna rfkis- ins eru einnig vísbending til annarra stétta. Nú þegar hafa fjölmenn samtök launamanna, sem þessi lög taka ekki til, Sam- band íslenzkra bankamanna, óskað eftir því, að samskonar skipan verði upp tekin um kjaramál bankamanna. Starfsmenn margra kaup- staða og annarra sveitarfél- aga munu vafalaust einnig óska eftir því á næstunni, að lögin nái til þeirra. Þannig ætti þróunin að halda áfram. Félög launa- manna og atvinnurekenda verða að taka sem fyrst upp alvarlegar viðræðui um leið- ir til lausnar á vinnudeilum og komast út úr þeim úrelta hugsunarhætti fyrri aldar, að vinnustöðvanir, — verkföll og verkbönn — þurfi endilega að vera þrautalend- ing, ef ekki semur. Öll stefnum við að þvf að bæta lífskjör fólksins. Leið in til þess er að auka fram- leiðslu þjóðarinnar, en ekki lama hana. Vinnustöðvanir trufla framleiðsluna og draga úr henni, og sú aðferð er því, sem leið til bættra kjara, mótsögn í sjálfri sér. Í Nordal kom á fund og talaði við okkur um Völuspá. Það var stórkostlegt. Líka ,kom Halldór Kiljan Laxness og sagði okkur sitthvað af vinnubrögðum skálda og rithöfunda og bað okkur síðan að leggja fyrir sig einhverjar spurningar, en bara hafa þeir ekki of þungar. Spyrja hann t .d. fremur um hvaða flibbastærð hann notaði en eitthvað háfleygara. — Og hvaða flibbanúmer notar hann svo? — Ég veit það ekki. Það spurði Lann enginn um það. En það var mjög skemmtileg heim- sókn Kiljans og hann hefir ó- venju fágaða framkomu. Svo er líka um hinar deildirnar, að þangað er á hverjum vetri boð- ið einhverjum kunnum lista- mönnum. Grammófónplötur geta nemendur fengið lánaðar heim, og það er óspart notað, komið ágætt plötusafn bæði af sígildri tónlist og jazzplötum. En svo eru þrengslin bara orðin svo mikil f Iþörku, að það háir nokkuð félagsstarfinu. — Hvers vegna hafið þér valið Edinborgarháskóla til framhaldsnáms? — Það geri ég að ráðum þeirra, sem til þekkja, og líka hef ég forvitnazt um erlenda skóla og fengið skýrslur frá nokkrum, og að öllu saman- Iögðu lfzt mér bezt á háskólann í Edinborg. Það hafa fleiri ný- stúdentar, sem ætla utan til náms, komizt að þessari niður- stöðu. Það hafa vfst aldrei far- i eins margir fslenzkir stúdent- ar til náms f Edinborg og nú í haust. Þvf líkast sem Edinborg sé að komast f tízku, og allir láta vel af að vera þar — Hvaða starf ætlið þér að leggja fyrir yður að hárni loknu? — Það verður víst helzt um kennslu að ræða f þessari grein. — Langar yður til að kenna, eða hafið þér nokkurn tfma gert það? Framh. á bls. 10.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.