Vísir - 05.07.1962, Page 2

Vísir - 05.07.1962, Page 2
2 Fimmtudagur 5. júlí 1962. VISIR FramtíS Alsír Framh. af 1. síðu. inn I Alsír, en frönsku hersveit- irnar drógu sig í hlé. Má vera, að það tákni, að Ben Khedda telji sig öruggann, þrátt fyrir yfirlýsingar nokkurra herforingja þjóðernis- sinna um stuðning við Ben Bella. Síðar f gær bárust svo fréttir um algeran stuðning hersveitanna í Marokkó við Ben Bella. Handtaka fyrmefndra manna Ieiddi i Ijós djúpstæðan ágrein- ing tveggja helztu manna þjóð- ernissinna, hins hægfara, lýðræð issinnaða Bcn Khedda, sem vill samstarf við vestrænar þjóðir, og Ben Bella, sem er róttækur og vill sósíalska þróun. Það er vitað, að þrfr helztu leiðtogar Arabaþjóða hafa mjög hvatt til einingar þjóðernissinna og hafa lagt sig fram til þess að jafna ágreininginn milli Ben Bella og Ben Ben Khedda Khedda. Þeir eru Nasser, forseti Arabiska sambandslýðveldisins, Bourguiba forseti Tunis og Hassan konungur í Marokko, tveir hinir síðarnefndu þjóðhöfðingjar í ná- grannalöndum Alsír. Um horfurnar á samkomulagi mun Nassar forseti vita gerst, því að á hans fund fór Ben Bella, til viðræðna, en hann fór með leynd frá Tunis, eftir handtöku herfor- ingjanna, og fór fyrst til Libyu. Að viðræðum þeirra Ben Bella og Nassers forseta loknum var haft eftir hinum síðarnefnda f gær, að það mundi verða erfitt, að sætta þessa tvo leiðtoga, Ben Bella og Ben Khedda og hann kvaðst óttast, að miklir crfiðleikar væru framundan í Alsír. Þorsteinn — -'ramh at 1 síðu inni. Var hann verkfræðingur hjá henni á árunum 1949-55 og vann aðallega við endurbætur á vélum og vinnsluskilyrðum. Hinn nýi framkvæmdastjóri er 38 ára gamall. Hann er sonur Gísla Jónssonar alþingismanns. Stúdent varð hann frá Mennta- skólanum í Reykjavfk 1944. Síðan fór hann til náms í vélaverkfræði í Bandarfkjunum tók BS-próf við Massachusetts Institute of Techno- logy og MS próf frá Harvard 1948. Síðan kom hann hingað til lands og starfaði hjá Sölumiðstöðinni, setti um ttma upp verkfræðiskrif- stofu, en flutti til Bandaríkjanna 1955. Þorsteinn er kvæntur Ingi- björgu dóttur Ólafs Thors forsætis ráðherra. Nú þegar Alsír er orðið sjálfstætt og hvert landið af öðru viðurkennir sjálfstæði þess og forystumenn þjóða með U Thant framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna í fremstu röð óska Alsír og lands- mönnum öllum til hamingju hvflir ágreiningurinn milli fyrrnefndra tveggja höfuðleiðtoga þjóðernis- sinna eins og dimmur skuggi yfir fagnandi þjóð. Enginn veit hvað gerast mun. Ótt azt er að ágreiningurinn sé svo djúpstæður, að samkomulag muni ekki nást, auk þess sem ólík skap- gerð Ben Bella og Ben Khedda torveldi allt samstarf þeirra f milli. Öllum er ljóst mikilvægi þess, að landsmenn haldi nú friðinn og und- irbúningur þingkosninga geti farið fram í kyrrð og ró. Það, sem gerist í dag og næstu daga, kann að ráða úrslitum. Og nú bíða menn hvar- vetna frétta af þvf hvað í ljós komi, við heimkomu Ben Bella, sem var höfuðleiðtogi uppreisnar- manna, þar til hann var fangels- aður af Frökkum 1956, ávallt mjög dáður, og samkomulagið í Evian ná§ist ekki, fyrr en tryggt var, að honum yrði sleppt úr fangelsi, en þess hafði lengi verið krafizt og var harðsótt að fá kröfunni framgengt. í Frakklandi er litið svo á, að klofningurinn milli Ieiðtoga þjóð- ernissinna sé höfuðvandamálið, sem' hið nýja Alsír verður að horf- ast í augu við. Andstæðingar De Gaulle segja, að þetta hafi mátt sjá fyrir — að til valdatogstreitu myndi koma milli þeirra. De Gaulle forseti styður að sjálf- sögðu Benyoussef Ben Khedda og hefur það valdið honum og stjórn hans og Frökkum yfirleitt vonbrigð um hversu komið er, þvf að þótt menn vissu, að skoðanamunur væri milli hinna serknesku leið- toga, höfðu menn gert sér vonir um, að eftir rólega þjóðaratkvæða- greiðslu myndi eining haldast að minnsta kosti fram yfir þingkosn- ingarnar. En nú er svo komið, að framtíð landsins virðist í yfirvofandi hættu. Fimleikamenn — Framh at ! síðu, I er frá KFUM í Stokkhólmi. Eru j f honum flestir beztu fimleika-1 menn Svía, og hefur flokkur í þessi haldið yfir 800 sýningar. Kvennaflokluirinn cr frá Vik- j ing og í honum eru 12 stúlkur. Þær eru einnig í fremstu röð í Evrópu. Loks cr þjóðdansaflokkur, með 18 pörum og sem dansar og sýnir. Aðgöngumiðar að sýn- ingunum eru seldir í Vesturveri: (Lárusi Blöndal). . Björgvin Sæmundsson Samstarfið — Framh. af 1. sfðu. flokksmenn hófu samstarf í bæjar stjórninni, en þessar framkvœmdir hafa svo að segja gerbreytt Akra- nesi og gert hann að mjög vistleg- um bæ. Er nú búið að steypa um 3 km af götum á Akranesi og verið að undirbúa framhald þeirra í sum ar, en nú á m.a. að steypa Skaga brautina alla og Vegamótatorgið. Verður þá búið að steypa götur upp úr bænum. Jose Greco — Framh. af bls. 16. Leiksýningar munu svo hefjast fyrri hluta september með gaman- leiknum „Hún frænka mín“, síðan kemur ástralska leikritið „Sautj- ánda brúðan", en bæði þessi leik- rit eru nær því fullæfð, en leik- stjórar þeirra eru Gunnar Eyjólfs- son og Baldvin Halldórsson. Meðal annarra verka Þjóðleikhússins næsta vetur verða „Pétur Gautur" eftir Ibsen með músik eftir Grieg, „Eiríkur XIV.“ eftir Strindberg, nýtt barnaleikrit eftir höfund Kardemommubæjarins, nýtt ís- lenzkt leikrit „Dimmuborgir" eftir Sigurð Róbertsson. Auk þess koma væntanlega tvö erlend leikrit, ný- stárlegt verk, „The Hostage" eftir Brendan Behen og „Andorra" eftir Max Fritsch, sem hvort tveggja eru tiltölulega ungir og umdeildir höfundar. Með vorinu verður svo væntanlega flutt ópera. Framh. af bls. 6 hafa afkastað nokkru, sem þýðingu hefur fyrir þjóðina. Af öliu þessum ástæðum skorar 'iilltrúaráðsfundur Kvenréttindafé- lags Islands á Alþingi og ríkis- stjórn að sjá um, að framvegis eigi jafnan konur sæti í nefnd þeirri, sem sér um úthlutun listamanna- iauna, svo að sjónarmið kvenna ! geti að minnsta kosti komið þar | fram. j Jafnframt vill fundurinn taka það fram, að hann telur, að óhjákvæmi- legt sé að koma á alveg nýrri skip- an á úthlutun jreirra listamanna- launa, sem hér um ræðir. PlflSe — r'ramh. af 16. síðu. I iandi, 2 1 Reykjavik. Sýningargest- sr 1031 úti é landi, 424 í Reykjavík. „Allir Iromu þeir aftur“ eftir Ira Levin. Leikstjóri: Gunnar Eyj- ólfsson. 35 sýningar. Sýningargest- ir: 16.831. „Strompleikurinn" eftir Halldór Kíijar, Laxness. Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson. 24 sýningar. Sýningar- gestir: 11.095. „Skugga-Svéinn“ eftir Matthfa's Jochumsson. Leikstjóri: Klemens Jónsson. 5! sýning. Sýningargestir: 31.136. „Caledonia" — gestaleikur skozks söng- og dansflokks. 2 sýn- ingar. Býningargestir: 803. „Húsvörðurinn" eftir Harold Pinter. Leikstjóri: Benedikt Árna- son. 9 sýningar. Sýningargestir: 2.851.' „MY Fair Lady“ eftir Alan ,Iay Lerner o’g Frederick Loewe. Leik- stjóri: Sven Age Larsen. Hljóm- sveitarstjóri: Jindrich Rohan. I3oll-: ettmeistari: Erik Bidsted. 68 sýn- ingar. Sýningargestir: 42.027. ' Gripsholm Sænska skemmtiferðaskiplð GRIPSHOLM, sem oft hefur komið hingað áður, kom hingað í morgun frá New York með um 400 farþega, en skipið er í 47 daga skemmtisiglingu, og fer héðan til Noregs og allt til Nord kap, og kemur við í höfnum á Norðurlöndum og Sovétríkjun- um o. s. frv. Frá New York' fór skipið 28. júní. Skipstjóri á Gripsholm er Carl Otto Wijmark. Skipið er 23.190 smálestir og stærsta og full- komnasta farþegaskip Norður- Ianda — og þar er og viður- Ánægðir Farþegarnir, sem komu í gær með skemmtiferðaskipinu „Caron- ia“ frá Bandaríkjunum létu á- nægju sína I ljós með fyrirgreiðslu þá, sem þeir fengu í gær hjá Ferða skrifstofu ríkisins. Flestir farþeganna, eða um 400 talsins fóru I gærmorgun í íerða- lög út úr bænum. Margir fóru í hópferðabifreiðum austur á Þing- völl og skoðuðu þar staðinn. Aðr- ir fóru í hringferð í litlum bifreið um austur yfir Hellisheiði, um Hveragerði til Þingvalla og Mos- fellsheiði til baka. Glampandi sól- skin .var fyrir austan fjall og eins á Þingvöllum og urðu þátttakend- urnir mjög hrifnir þegar þeir komu út úr þokuveggnum á heiðunum og út í sólskinið. Eftir hádegið 'í gær héldu far- þegarnir sig í Reykjavík, fóru hringferð um borgina og skoðuðu þá m.a. listasafn Einars Jónsson- ar og Þjóðminjasafnið. Þá var þeim enn fremur sýnd íslenzk glíma og þjóðdansar í Melaskólan- um. Caronia kom til Reykjavíkur kl. 7 í gærmorgun og fór aftur kl. 11 í gærkvöldi. Caronia hefur komið hingað á hverju ári um mörg und- anfarin ár. Næsta ferðamannaskip, sem hingað kemur og Ferðaskrifstofa ríkisins veitir mótttöku er „Braz- il“, sem væntanlegt er frá Banda ríkjunum 14. ágúst n.k. og stend- ur við einn dag. „Brazil" hafði á áætlun sinni að koma hingað i fyrra, en varð að hætta við vegna þess að nokkru eftir að það lagði af stað hingað til lands veiktist 1 farþega mjög skyndilega svo að skipið snéri aftur með hann. Af ]>ví urðu þær tafir að skipið varð að hætta við fer sína til Islands. En í sumar kemur það að öllu forfalla lausu eins og að framan segir. ► Bandaríkjamenn eru nú 186,5 milljónir. Var sagt frá þessu í tilkynningu Hagstofunnar í gær og þess getið um leið, að fyrir 186 árum eru landið varð sjálf- stætt var íbúatalan 3,5 milljónir. Samband brezka járnbrauta- manna hefur samþykkt ályktun gegn aðild Bretlands að EBE. Leikurmn í gær í tölum Mörk SBU 4 Landslið 2 Skot á mark 13 8 Skalli á mark 2 2 Varið 4 4 Rangstæður 2 3 Hornspymur 7 8 Aukaspyrnur 8 10 Innköst 30 40 Reykjavík kennt eitt fegursta skip heims sem á floti er. Skipið er 630 ensk fet á lengd og þilför eru níu, þar af eru fbúðir farþega á fjörum. Farþegar eru flestir frá Bandaríkjunum, en nokkrir frá Kanada. Farþegar eru ýmissa stétta: Kaupsýslumenn, læknar og lögmenn, kennarar og banka menn og bændur, og margir eru með börn og jafnvel barnabörn til þess að lofa þeim einnig að kynnast Norðurlöndum. Ferðir farþega hafa verið skipulagðar fyrirfram og annast Geir H. Zoega móttöku þeirra, eins og getið var í viðtali við hann, sem birtist hér í blaðinu fyrir skemmstu. Geir er einnig umboðsmaður Sænsku Ameríku- lírfUnnar hér og annast því mót- töku bæði skips og farþega. 30 þús. — Framh. af bls. 16. rýr, sólarhringsaflinn þar var 5500 tunnur af 13 skipum. Eldborg er nú á leið þaðan inn til Raufarhafnar með 13 — 14 hundruð tunnur, sem hún fékk í gærkvöldi og nótt, enn- fremur Grundfirðingur annar með 600 tunnur og Hagbarður með 200. Þetta er talin ágæt síld eins og sú sem veiðzt hefur á Kolbeinseyjar- svæðinu undanfarin dægur. Það hef ir orðið vart við mikla síld þarna, út af Sléttu, og hún þykir lang girnilegust til söltunar, en hún er stygg og stendur djúpt enn þá og* munu allmörg skip vera farin aftur af þessum slóðum af þeim sökum* og austur á bóginn, að því er síld- arleitin á Raufarhöfn telur. Veður hefur farið batnandi fyrir austan. Lítil veiði var á Strandargrunns- svæðinu sl. sólarhring en allmörg skip voru á þeim slóðum og var mikið kastað. Þar fengu 36 skip samtals 11150 mál og voru mörg þeirra einungis með slatta að því er síldarleitinni var tjáð. Eftirtalin skip höfðu tilkynnt afla kl. 8 í morgun: Af Strandargrunnssvæðinu Einar Hálfdáns 200 mál, Grund- firðingur 300, Erlingur II 400, Hringsjá 300, Júlíus Björnsson 250, Björn Jónsson 400, Stefán 200, Reynir AK 400, Sæfari BA 200, Haraldur AK 30, Anna SI 500 — allar eru þessar tölur miðaðar við mál. Af Kolbeinseyjarsvæðinu Svanur RE 200, Guðný IS 150, Ólafur Magnússon EA 600, Eldborg 1400, Héðinn 200, Áskell 200, Keil- ir AK 400, Jón Garðar 250, Glsli lóðs 300, Einar Hálfdáns 500, Ólaf- ur Magnússon AK 400, Svanur ÍS 350, Hrönn ÍS 600, Sigurkarfi 800, Ásgeir Torfason 150, Gjafar 250, Manni 150, Sigurður AK 100, Bald- vin Þorvaldsson 180, Bjarmi EA 300, Guðbjörg ÍS 500, Þorbjörn 600, Helga RE 100, Ljósafell 450, Hag- barður 200, Sólrún ÍS 600, Akra- borg 450, Þórkatla 250, Stígandi VE 250, Fiskaskagi 200, Árni Þor- kelsson 500, Bjarni Jóhannesson 350, Reykjaröst 200, Súlan 100, Gnýfari 150, Gylfi EA 250, Ágúst Guðmundsson 170, Grundfirðir.gur II 600 — allt miðað við tunnur. Frá síldarleitinni á Seyðisfirði Seley 1150, Leifur Eiríksson 850, Hilmir KE 650, Farsæll AK 600, Smári ÞH 600, Vattanes 800, Guð- björg GK 450, Hugrún IS 600, Dalaröst 600, Ófeigur II 700, Stein- unn SH 800, Þráinn NK 700, Gull- ver 750, Víðir SU 900, Höfrungur II 1150, Mummi GK 550, Dofri 800, Guðrún Þorkelsdóttir 550.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.