Vísir - 05.07.1962, Síða 5

Vísir - 05.07.1962, Síða 5
Fimmtudagur 5. júlí 1962. VISIR TTTmTB?r^ssTni JX en allir áttu þó í erfiðleikum með netta og lagna Danina. Framverð- irnir voru framan af leik mjög slak- ir, en Garðar var þó drjúgur í síð- ari hálfleik og hið óvænta mark hans setur kórónu á höfuð hans í margra augum. Ormar var ekki svip ur hjá sjón og hætt er við að hann leiki Svein Jónsson inn í Lands- liðið með þessari slælegu frammi- stöðu sinni, en Sveinn er örugg- lega annar tveggja beztu fram- varða okkar í dag. Framlínan var léleg í gærkvöldi. Of mikið traust var sett á Þórólf og Ríkharð, aug- lýstar „stjörnur" leiksins, sem var tryggilega gætt af sterkum leik- mönnum og máttu þeir sín yfirleitt ekki mikils. Einnig reyndist þeim oft erfitt að „finna“ menn oft á tíðum, því til þess voru framlínu- menn of staðir. Þórólfur gerði margt laglega en Ríkharður var ekki eins góður nú og með sínu eigin liði á mánudagskvöldið. Ak- ureyringarnir Kári og Steingrímur voru misheppnaðir og feimnir, gleymdu að vera strákslegir og ákveðnir, eins og þeir eru oft með eigin liði. Sigurþór á vinstri kanti þurfti yfirleitt ekki mikið að koma við boitann og kom því gallalaus- astur út úr leiknum. Danirnir voru sem fyrr mjög jafnir að gæðum. Andersen og 01- sen voru hættulegir í árásum sín- um. Framverðirnir voru sterkir og réðu lögum og lofum lengst af á miðjunni. Flannes Þ. Sigurðsson dæmdi teikinn mjög vel. jbp. óskalandslið Landsliðsnefnd er sögð setjast á rökstóla á hádegi í dag og mun ekki upp standa fyrr en valið hefur verið landslið Islands gegn Norðmönnum, en Ieikurinn fer fram á mánudaginn kemur. Er hér um erfitt verk að ræða eftir tilraun þá sem nefndin gerði í gær, en hún misheppnaðist að flestu Ieyti og eftir frammistöðu Ieikmanna í gær eru fáir eftir sem að öllu jöfnu mundu vera taldir hæfir til að kynna einn af ellefu beztu knattspymumönnum þjóðar sinnar. í gærkvöldi skeggræddu margir um væntanlegt lið og vill undirritaður Ieggja drög að landsliði. Helgi Daníelsson, ÍA Árni Njálsson, Val Bjami Felixsson, KR Garðar Árnason, KR Hörður Felixsson, KR Sveinn Jónsson, KR Ríkharður Jónsson, ÍÁ Þórólfur Beck, KR Þórður Jónsson, ÍÁ Kári Árnason, ÍBÁ Sigurþór Jakobsson,KR Svo er eftir að vita hvað landsliðsnefnd gerir í málinu, en það fáum við að vita á morgun. Senegalbúi vann Vllhjálm Vilhjálmur og Jón Þ. hrepptu 2. og 3. sæti í greinum sínum á Óslóarleikunum á Bisletleikvangn- um í gærkvöldi. Vilhjálmur tapaði óvænt fyrir Seneglamanninum Pierre William, sem hefur til þessa verið lítt þekkt nafn í frjálsíþrótta heiminum. Senegalmaðurinn stökk 15.66 en Vilhjálmur aðeins 15.03, sem verður að teljast mjög léleg- ur árangur. Ánnar í stökkinu var Norðmaðurinn Odd Berg Mej með 15.11 og Vilhjálmur 3. með 15.03 m. Jóni gekk betur og náði 2. sæt- inu með 1.95 m, sem er sæmilegur árangur. Fyrstur varð Ástralíubú- inn Ridgéway með 2,00 en Gunnar Huseby (Norðmaður) varð 3. með 1,95. Dave Tork vann stangarstökkið á leikunum með 4,60, en Daninn ! 5000 metrana á 14:04,8. Skot kom fyrir mark Dana en Johansen er vel á verði og stekkur upp áður en Sigurþóri hinum efnilega útherja KR tekst að krækja sér í marktækifæri. Hægri bakvörður Dana Jensen er viðbúinn ef á þarf að halda, en Kári horfir á viðureignina, og sama gerir Ríkharður og Ormar lengra úti á vellinum. ................................................. Garðar verður að teljast ábyrgur fyrir því ao markvarkvöi turin. varð afvelta eftir að reyna árangurslaust að ná í háan bolta frá honum á 28. mín. síðari hálfleiks. Stóðu leikar eftir markið 3:2 j MARK. Iíári hafði skorað fyrra mark íslendinga og Jensen bakvörður greiðir úr netinu, en mark fyrir Dani. ' vörðurinn horfir dapur á. Danir gengu niðurlútir í átt að miðju.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.