Tölvumál - 01.05.1990, Qupperneq 4

Tölvumál - 01.05.1990, Qupperneq 4
Tölvumál Maí 1990 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaöurSÍ Höfundarréttur og afritun Ungur piltur sem var að vinna að útgáfu á fréttabréfí fyrir íþróttafélag hringdi í mig á dögunum og bað um að fá að nota geislaprentara hjá okkur. Piltinn þekkti ég ekkert en fyrir góð orð manns sem ég þekki leyfði ég honum aðgang að prentaranum. Þegar pilturinn kom þurfti ég að aðstoða hann lítilsháttar vegna þess að hann hafði notað eldri útgáfu umbrotsforrits og þurfti því að breyta skjalinu lítillega. Þegar pilturinn var að fara sagði hann: “Ætlarðu að gefa mér afrit af nýju útgáfunni áður en ég fer?” Mér varð orðfall - ekki síst vegna þess hversu eðlilegt piltinum þótti að biðja mig, bláókunnugan manninn, um þetta. Ég útskýrði fyrir piltinum hvað hann væri í raun að biðja um og lýsti furðu minni á þessari ósk. Skildu svo leiðir. Samskipún við þennan unga menntaskólapilt hafa orðið mér mikið umhugsunarefni og tilefni til vangaveltna um það hvort ungt fólk telji það almennt sjálfsagt að afrita forrit? Er að alast upp kynslóð sem telur það sjáfsagðan hlut að afrita handbækur og forrit? Ég vona að svo sé ekki. Tölvukennslaí grunnskólum Starfshópur á vegum Skýrslutæknifélagsins hefur verið að fjalla um tölvukennslu í skólum að undanfömu. Hefur verið fjallað um hana frá mörgum sjónarhomum og margt athyglisvert komið fram. Stjóm SI mun á næstunni fara í saumana á þessu máli og fylgja því eftir með aðgerðum ef þurfa þykir. Vel heppnuð heimsókn í Landsvirkjun Hinn 16. maí síðastliðinn heimsóttu 35 félagar SÍ Landsvirkjun til að skoða nýjan kerfíráð stofnunarinnar. Undirbúningur allur og viðurgjömingur var til fyrirmyndar og var fróðlegt að sjá hvemig tölvutæknin er notuð við raforkuframleiðslu- og dreifingu hér á landi. Landsvirkjun færum við bestu þakkir fyrir höfðinglegt boð og frábærar móttökur. Frumvarpumstöðlun Nú er til umfjöllunar hjá stjórn Skýrslutæknifélagsins frumvarp til laga um stöðlun. Þar er m.a. fjallað um Staðlaráð íslands sem við höfum tilnefnt fulltrúa í. Hafi félagar áhuga á að sjá þetta frumvarp, eða koma athugasemdum á framfæri, skal þeim bent á að hafa samband við skrifstofu okkar. Sumariðframundan Nú fer sumar í hönd og þá dregur úr starfsemi flestra félagasamtaka. Sama á við SÍ þó að starf stjórnar verði mikið í sumar. Mörg mál eru til umfjöllunar og í september verða tvær ráðstefnur hér á landi unt upplýsingatæknimál. Félögum SÍ og fjölskyldum þeirra óska ég gleðilegs sumars og velfamaðar. Gleðilegtsumar!

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.