Tölvumál - 01.05.1990, Side 6

Tölvumál - 01.05.1990, Side 6
Tölvumál Maí 1990 Gunnar Páll Þórisson: Markvissari rekstur meö upplýsinga- tækni - Forsendurog nálgun- Höfundur er rekstrarhagfræðingur og er starfandi rekstarráðgjafi hjá SKÝRR Rekstarhagrœði kallar á breytta starfshœtti. Markmiðið er aðfólk nái samstöðu um skynsamlegar breytingar og ný vinnubrögð. Hlutverk stjórnandans felst fyrst og fremst íþví að stýraferlinu með þeim hætti að starfsmönnum finnist breytingar sjálfsagðar og rökréttar. Það eru alltof mörg fyrirtæki sem tölvuvæðast án þess að ná nokkru hagræði eða rekstrarlegum ávinning. í stað þess að losa fyrirtækið úr klóm skrifræðis, koma í veg fyrir margskráningu, leggja af pappírinn og breyta ómarkvissum vinnubrögðum, þá viðhelst óhagkvæmni sem fylgir ótölvuvæddri vinnslu og miðlun upplýsinga. Rekstrarlegt breytingaferli Það sem gerist er í raun það að ekkert markvert breytist í starfsemi fyrirtækisins. Með þessu á ég við að ný tækni er innleidd, en öllu öðru haldið óbreyttu. Ef það er ósk og vilji stjómenda að gera rekstur fyrirtækisins markvissari og auka hagræði þá verður að skoða tölvuvæðingu sem rekstarlegt þróunarferli en ekki tæknilegt viðfangsefni. Möguleikar tölvutækninnar til rekstrarhagræðis felast fyrst og fremst í því að með tækninni má breyta fyrri forsendum varðandi vinnugang, skipulag, samskipti og starfshætti innan fyrirtækisins. Hér er ég t.d. að tala um að fækka millilögum í stjómskipulagi þannig að millistjómendur taki virkari þátt í verðmætasköpun fyrirtækisins. Annað dæmi gæti verið fólgið í því að sameina vinnuferli og útvíkka ábyrgðarsvið í því skyni að samnýta bæði vinnuafl og aðbúnað. Hugmyndafræðilegur jarövegur Það sem fyrst og fremst stendur í vegi fyrir því að við sjáum slíkt gerast er að ómeðvitað lítur fólk á eigin viðhorf og skoðanir sem órjúfanleg lögmál. Fólk hefur fastmótaða afstöðu og skoðanir á ýmsum stjómunarlegum fyrirbærum (ákvarðanatöku, eftirliti, stjómunarhlutverkinu, samskiptum fólks ofl.), sem segja til um réttmæti hugmynda og hegðunar. Það er með öðmm orðum “hugsunarháttur fyrirtækisins” sem ræður ferðinni. Hugmyndir sem brjóta í bága við iikjandi viðhorf em sjálfkrafa taldar óskynsamlegar og í sumum tilfellum beinlínis hættulegar. Árangursrík tölvuvæðing byggist á því að menn séu tilbúnir til að endurskoða þennan hugmyndafræðilega jarðveg fyrirtækisins. Forsenda þess er almennur vilji til að koma á breytingum og víðsýni þannig að unnið sé með ný sjónarmið og róttækar hugmyndir. Samstaða um aðgerðir Það verður að hefja þróunarferlið með þátttöku á breiðum grundvelli, þar sem meðvitað eða ómeðvitað á sér stað endurskoðun á fyrri stjómunarhugmyndum og starfsaðferðum. Markmiðið er að fólk nái samstöðu um skynsamlegar breytingar og ný vinnubrögð. Upphaflegar hugmyndir stjómandans geta breyst því ekki er mögulegt að þröngva nýjum viðhorfum og nýrri hugmyndafræði upp á fólk. Það verður sjálft að þroska með sér breytinguna. Ef hugmyndafræðilegurjarðvegur fyrirtækisins er í andstöðu við fyrirætlanir stjómandans þá er stefna hans dæmd til að mistakast. Nýjar hugmyndir og skoðanir sem á þennan hátt verða að sameiginlegum ásetningi fólksins, endurspeglast í breyttri framkomu og áþreifanlegum framkvæmdum. Hlutverk stjómandans felst fyrst og fremst í því að stýra ferlinu með þeim hætti að starfsmönnum finnist breytingar sjálfsagðar og rökréttar. Þannig ræðst fyrirtækið í framkvæmdir sem eru í samræmi við óskir, getu og hæfni fyrirtækisins. Stefnan hefur þannig festu í hugmyndafræðilegum rótum fyrirtækisins. 6

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.