Tölvumál - 01.05.1990, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.05.1990, Blaðsíða 9
Tölvumál Maí 1990 Menn hafa lœrt afreynslunni og búið er áð gera útgáfu tvö af stöðluðuforritunarmáli. Sá staðall ber nafnið ADA. Skil við notendur eru t.a.m. skjámyndakerfi og skýrslugerðar- kerfi. Skjámyndakerfi eru ekki í staðlinum þannig að hugbúnaðarframleiðendur búa til eigin skjámyndakerfi eða nota skjámyndakerfi frá framleiðendum tölvanna. Það leiðir til þess að forrit verða ekki færanleg á aðrar tölvur með öðru skjámyndakerfi. Skil við stýrikerfi eru lítið stöðluð. Hugbúnaðarkerfi nota þau m.a. til að fá upplýsingar frá umhverfi sínu vegna öryggisþátta, bestunar o.fl. Skil við gagnageymslur eru nokkuð vel skilgreind í COBOL, enda var málið hannað fyrst þegar runuvinnslur voru alls ráðandi og forrit þurftu einungis að eiga samskipti við gögn en ekki fólk. Nú mega menn ekki taka þessi orð þannig að stöðlun COBOL hafi mistekist algerlega. Til að mynda eru menn búnir að læra af reynslunni og búið er að gera útgáfu tvö af stöðluðu forritunarmáli. Sá staðall ber nafnið ADA. Stöðlun hefur gert það að verkum að COBOL nám er óháð tölvutegundum og þýðendum og þess vegna er það vel fallið til skólanáms. Maður sem kann COBOL getur forritað á hvaða tölvu sem er með mjög litlum fyrirvara. Þá eru flestar kennslubækur skrifaðar óháð vélartegundum. Að lokum má geta þess að hugbúnaðarframleiðendur, sem hanna sinn hugbúnað með varúð og nýta sér aðeins þann hluta COBOL málsins, sem gengur á þá þýðendur, sem þeir hafa í huga, geta gert færanleg forrit. Forritunarumhverfi 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.