Tölvumál - 01.05.1990, Page 11

Tölvumál - 01.05.1990, Page 11
Tölvumál Maí 1990 Pascal staðallinn er langt á eftir þróun íþýðendum. Frá Orðanefnd Sigrún Helgadóttir Niðurstaða: Úreltur staðall Eins og ég sagði í upphafi, þá er ljóst að stöðluð forritunarmál eru af hinu góða. Það auðveldar samstarf ólíkra aðila að geta gengið út frá sameiginlegum grunni. En það réttlætir ekki að menn vinni með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak. Pascal staðallinn er það langt á eftir þróun í þýðendum, að ekki kemur til greina að beita honum við nein stærri verkefni. Ef vinna ætti að grundvallast á staðlinum, yrðu menn Nokkurt hlé hefur orðið á pistlum orðanefndar. Þar sem þetta er síðasta tölublað fyrir sumarleyfi hef ég hugsað mér að hafa þennan pistil í lengra lagi og geta um ýmislegt sem orðanefndin hefur fjallað um seinni hluta vetrar. Client, server í Tölvuorðasáfni var gefin þýðingin miðlari fyrir server. Mér finnst það enn besta þýðingin sem fram hefur komið og þeir sem nota orðið miðlari komast jafnan vel frá því. Það er þjált í samsetningum. Auðvelt er að tala um gagnamiðlara. gagnasafnsmiðlara. skráamiðlara. prenuniðlara og póstmiðiara. Client er eins konar viðskiptavinur miðlarans, þ.e. sá sem biður um þjónustu. Komið hefur fram sú tillaga að nota orðið biðlari fyrir client. Ég hef einnig verið spurð að því hvemig eigi að þýða client- server technology. Ég mun hafa bent viðmælanda mínum á að skrifa sig frá vandanum með því að umorða í stað þess að þýða beint. fyrst að koma sér saman um einhver frávik frá honum, eða hreinlega að taka einhverja nútíma kennslubók sem staðal. Nú er það nokkuð auðskilið að staðlamál eru þung í vöfum, og þá ekki síst þegar verið er að reyna að koma á alþjóðlegum stöðlum. Þrátt fyrir skilning á þessu vandamáli, þá sé ég ekki fram á að nokkur leið sé til að réttlæta það að þessum staðli verði beitt. Nýr staðall þarf að koma til, eða hreinlega að Pascal verður útilokað sem forritunarmál í alþjóðlegu samstarfi. En á fundi orðanefndar kom fram sú tillaga að client-server technology gæti heitið neUniðlunartækni. Backup, restore, verify í Tölvuorðasafninu var backup copy þýtt sem varaeintak og backup file sem varaskrá. Þessi orð eru góð og gild en þá vantar samstæða sögn. Nýlega kom því fram sú tillaga að nota sögnina bakrita. aðgerðin væri bakritun og það sem út kemur, þ.e. öryggisafritið eða varaeintakið, héti bakrit. Þá má búa til samsetningar eins og bakritsdiskur og bakritsband. Þegar búið er að bakrita er framkvæmd aðgerð sem á ensku kallast verify. Er bakritið þá borið við frumgögnin. Þetta má kalla á íslensku sannrevna og aðgerðina sannrevnd. Stundum þarf að sækja gögn af bakritsdiskum eða bakritsböndum og kallast það á ensku restore. Okkur finnst að vel færi á að þetta héti á íslensku endurheimta og aðgerðin endurheimt. 11

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.